Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 59
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 59
AÐFERÐ Roberts Millers, sem er
bandarískur dýralæknir, við mótun
hegðunar folalda (imprinting train-
ing) er orðin nokkuð útbreidd í Vest-
urheimi og einnig í Evrópu. Hann
hefur skrifað bók um efnið sem þýdd
hefur verið á frönsku og þýsku og gef-
ið út kennslumyndband. Mikið hefur
verið fjallað um aðferðina í hestatíma-
ritum í Bandaríkjunum þar sem Ro-
bert Miller hefur lýst henni í greinum
og viðtölum.
Tímaritið The Horse, sem fjallar að
miklu leyti um heilsu og atferli hesta
hefur af og til í tæpan áratug fjallað
um hegðunarmótun. Í nýjasta hefti
The Horse er viðtal við Robert Miller
en jafnframt er talað við fleira fólk,
dýralækna og atferlisfræðinga sem
ekki eru á eitt sáttir um þessa aðferð.
Að tengjast manninum og
verða honum undirgefinn
Robert Miller segist aldrei hafa
mistekist með folald. Hann segir að
með aðferðum sínum megi ná fjórum
markmiðum. Í fyrsta lagi að folaldið
tengist manninum, í öðru lagi að það
verði ónæmt fyrir ákveðnum áreitum,
í þriðja lagi að það öðlist næmi fyrir
öðrum áreitum og í fjórða lagi að það
sýni manneskjum undirgefni.
Hann leggur áherslu á að til þess að
ná þessum markmiðum verði að móta
hegðun folaldsins á fyrstu stundu í lífi
þess, helst áður en það rís á fætur.
Annars sé ekki um mótun að ræða,
heldur einungis venjulega tamningu.
Ekki sé þó öll von úti þótt ekki náist
til þess á þessu mikilvæga augnabliki,
því alltaf sé hægt að temja það og því
fyrr sem byrjað sé því betra að hans
mati.
Hann heldur því fram að með því að
móta hegðun folaldsins strax fylgi sú
hegðun sem það lærir því í gegnum
lífið. Því sé afar mikilvægt að standa
rétt að verki og kenna því jákvæða
hegðun, því ef folaldið lærir ranga
hegðun á þessari mikilvægu stundu
fylgir hún því líka í gegnum lífið og
þar með er kannski búið að búa til
hættulegt hross.
Ef vel tekst til, eins og gengið er út
frá, myndar folaldið mjög sterk tengsl
við þær manneskjur sem móta það,
jafnsterk og við móðurina, að mati
Millers.
Hann segist ekki hafa sömu skoðun
og margir sem telja að ef hryssa og
folald eru trufluð strax eftir köstun
geti það valdið því að hryssan afneiti
folaldinu. Hann hafi tekið eftir því
þegar hann hóf störf sem dýralæknir
fyrir 30–40 árum að ef hann þurfti að
aðstoða við fæðingu t.d. snúa folald-
inu við inni í merinni, eða draga það
út, þurrka það síðan með handklæði
og sinna því eftir fæðinguna, hafi þau
folöld verið mun auðveldari viðfangs
þegar hann kom aftur þremur vikum
seinna til að bólusetja þau og gefa
ormalyf. Smám saman hafi hann því
þróað þessa aðferð og haft til hliðsjón-
ar rannsóknir Konrad Lorenz á gæs-
arungum sem eltu fyrstu lifandi
veruna sem þeir sáu eftir að þeir
skriðu úr eggjum.
Fyrsta stundin mikilvægust
Stundum byrjar Miller á því að
vinna með folaldið áður en nafla-
strengurinn er slitnaður. Hann telur
að hæfileiki hesta til að læra sé í há-
marki strax eftir fæðingu og verði
aldrei jafn mikill,
Miller mælir með að þrír séu við-
staddir, einn til að halda í hryssuna og
tveir til að vinna við folaldið. Þó hafa
aðrir sagt að ef móðirin hafi fengið
þessa meðhöndlum sem folald sé
óþarfi að svo margir séu viðstaddir.
Hann telur þó að nauðsynlegt sé að
sýna varkárni, sérstaklega sé hætta á
því að merin stígi óvart á folaldið og
skaði það. Best er að stilla þeim upp
þannig að þau snúi nösunum hvort að
öðru þannig getur merin séð folaldið,
þefað af því og sleikt. Sjálfur segist
hann krjúpa þannig að bak folaldsins
snúi að honum og höfuðið ofurlítið
sveigt í áttina til hans svo folaldið eigi
erfitt með að standa á fætur. Hann
heldur um höfuðið og gætir þess að
hindra ekki öndunina. Síðan þurrkar
hann folaldið með handklæði, en leyf-
ir hryssunni að þefa af folaldinu og
sleikja það. Á meðan á þessu stendur
lærir folaldið að vera manninum und-
irgefið og maðurinn treystir stöðu
sína efst í virðingarstiganum hvað
varðar folaldið. Þess verður að gæta
þess að folaldið finni ekki til sársauka.
Ef það finnur ekki til sársauka verður
það ekki hrætt. Það lærir undirgefni
og virðingu fyrir manninum.
Folaldið gert ónæmt
fyrir ákveðnu áreiti
Næsta skref er að gera folaldið
ónæmt fyrir ákveðnum áreitum. Mill-
er byrjar á því að strjúka höndunum
varlega yfir allan hausinn. Alls kyns
áreiti flæða því yfir folaldið. Mark-
miðið er að endurtaka þessi áreiti
þangað til folaldið sýnir engin við-
brögð við þeim. Á þessu stigi eru oft-
ast gerð mistök vegna þess að fólk
hættir áður en folaldið hættir að sýna
viðbrögð. Þar með er ef til vill búið að
hvetja til rangrar hegðunar með því
að hvetja til næmi fyrir ákveðnu áreiti
í stað þess að gera folaldið ónæmt fyr-
ir því.
Eyrun eru nudduð og fingri jafnvel
stungið inn í þau þar til folaldið hættir
að sýna viðbrögð. Þá stingur hann
fingri inn í nasirnar og hreyfir hann
til. Þá er fingri strokið eftir gómunum
og munnvikjunum, undri varirnar og
yfir tunguna.
Næst er hálsinn strokinn og nudd-
aður á báðum hliðum. Strokið er yfir
herðarnar og bakið og alveg að tagl-
inu. Síðan er taglið nuddað og undir
því. Þaðan færir hann sig niður á fót-
leggina og segir hann að þetta sé sá
líkamshluti sem folaldið vill síst láta
snerta. Þess vegna er gott að vera við
bakið á folaldinu. Fótleggirnir eru
beygðir og rétt úr þeim til skiptis
þangað til folaldið sættir sig við þetta
og slakar alveg á. Ef vel tekst til leyfir
folaldið upp frá þessu að láta taka upp
á sér lappirnar án þess að sýna mót-
þróa. Einnig er gott að slá létt undir
hófana til að venja hrossin við járn-
ingu í framtíðinni.
Miller strýkur einnig um kvið fol-
aldsins og júgur og kynfæri og nær
sér í gúmmíhanska og fer inn í enda-
þarminn til að venja hrossin við ef ein-
hvern tíma þarf að mæla þau eða són-
arskoða hryssur. Eftir þetta snýr
hann folaldinu á hina hliðina og gerir
eins þar. Þegar því er lokið fer hann
yfir allan skrokkinn með dagblaði eða
plasti, setur klippur í gang og hreyfir
þær í kringum andlitið og lappirnar,
úðar folaldið með volgu vatni og
þurrkar það síðan með hárþurrku.
Þetta getur tekið misjafnlega langan
tíma, oftast um klukkustund.
Daginn eftir eru helstu atriðin end-
urtekin. Allt eftir því hvort folaldið
sýnir viðbrögð eða ekki. Ef það sýnir
viðbrögð við áreiti verður að endur-
taka það þar til það hættir því. Næstu
daga gengur tamningin út á að kenna
folaldinu að gefa eftir við þrýsting,
setja á það múl og teyma. Með þess-
um aðferðum segir Robert Miller að
folaldið ætti að verða að hesti sem
ánægjulegt verður að umgangast og
temja þegar fram líða stundir.
Mikilvægast að folöldin
fái broddmjólkina
Ekki eru allir dýralæknar og at-
ferlisfræðingar sammála Robert Mill-
er þrátt fyrir að margt fólk telji sig
hafa haft gagn af aðferðum hans. Þeir
halda því fram að engar vísindalegar
rannsóknir hafi farið fram á árangri
aðferðarinnar. Sue McDonnel dýraat-
ferlisfræðingur hjá dýralæknadeild
Pennsylvania-háskóla segir til dæmis
að eitt af vandamálunum við þessa að-
ferð sé það að áhersla sé lögð á að fol-
aldið sýni undirgefni. Ef það fer að
berjast um og losnar er búið að kenna
því að með því að berjast um losnar
það frá manninum. Hún segir að sumt
fólk eigi erfitt með að vita hvar mörk-
in eru og ef illa gengur hvenær það
þurfi að stoppa.
Harold Schott hjá Michigan-há-
skóla segir sögu af hesteiganda sem
var að reyna að nota þessa aðferð við
folaldið sitt sem fór að berjast um til
að losna. Hann lagðist á folaldið og
hélt því niðri þar til það gafst upp í
orðsins fyllstu merkingu. Sex klukku-
stunda gamalt var farið með það á
hestaspítala þar sem það drapst.
Hann segir líka að komið hafi verið
með folöld sem urðu veik vegna þess
að þau fengu ekki broddmjólkina
strax eftir fæðingu. Eigandinn ætlaði
að móta hegðun þess með aðferðum
Roberts Miller og folaldið fékk ekki
að sjúga. Schott segir afar mikilvægt
að folaldið standi upp sem fyrst og
reyni að komast að júgri móðurinnar
til að sjúga og fá lífsnauðsynlega
broddmjólkina. Meltingarvegurinn sé
búinn undir það fljótlega eftir fæð-
ingu að taka við þessari bakteríudrep-
andi næringu, en er á sama tíma ákaf-
lega móttækilegur fyrir bakteríum í
andrúmsloftinu. Allar tafir á því að
folaldið fái broddmjólkina gera það að
verkum að folaldið er berskjaldað fyr-
ir bakteríum án þess að hafa fengið
næringuna sem á að halda þeim í
skefjum.
Sue McDonnell hefur líka áhyggjur
af því að folöld sem eru meðhöndluð
mikið við fæðingu verði of tengd fólki.
Þau geri jafnvel ekki greinarmun á
hrossum og fólki. Þótt það sé fallegt
að sjá folald liggja með höfuðið í kjölt-
unni á mannveru getur sama folaldið
vaðið yfir fólk með frekju og orðið
hættulegt þegar það stækkar. Einnig
bendir hún á að ekkert hafi verið
sannað í sambandi við þennan mik-
ilvæga tíma rétt eftir köstun og þó-
nokkrir dýralæknar og atferlisfræð-
ingar halda því fram að ef komið er of
snemma að folaldinu trufli það tengsl-
in milli móður og afkvæmis. Ef hryss-
an verður óróleg finnur folaldið það
og lærir að tengja stress við manninn.
Nancy Diehl, einnig hjá Pennsyl-
vania-háskóla, segist hafa áhyggjur af
því að með þessari aðferð truflum við
eðlilegan félagsþroska folaldsins.
Ekki er vitað hvernig hrossi, sem hef-
ur fengið þessa hegðunarmótun, reið-
ir af í venjulegu stóði.
Íslenskur raunveruleiki
Hér á landi gæti mörgum reynst
erfitt að fara eftir aðferð Roberts
Millers, aðallega vegna þess að flestar
hryssur kasta úti. Aftur á móti hafa
nokkrir gert tilraunir með að með-
höndla ung folöld, m.a. á Hólum.
Í nýja frumtamningarmyndband-
inu frá Benedikt Líndal kemur hann
aðeins inn á folaldatamningu og er
sýnt þegar hann meðhöndlar ungt fol-
ald. Aðferðir hans eru þó allt öðruvísi
en aðferðir Millers.
Sýnt er þegar Benedikt rekur heim
hóp af hrossum. Þar á meðal er
hryssa og folald sem orðið er a.m.k.
nokkurra klukkustunda gamalt. Það
stendur upprétt við hlið móður sinnar
og Benedikt strýkur því hátt og lágt.
Hann klórar því og folaldið tekur því
eins og hann sé að kljást við það. Fol-
aldinu virðist líka þetta vel. Þetta seg-
ist hann endurtaka tvisvar til þrisvar
yfir sumarið og segir að þessi með-
höndlun auðveldi alla umgengni síðar
meir. Er rétt að benda á þessa aðferð
sem án vafa hentar flestum íslenskum
hestamönnum vel. Folaldið fer aftur í
stóðið með móðurinni og er þar í friði
með hinum hrossunum og elst upp við
eðlilegar aðstæður.
Folöld sem alast upp við umgengni
manna, jafnvel þótt þau séu aldrei
tekin á hús, venjast manninum oftast
vel. Núorðið þegar hrossum er gefið
út á veturna er umgengni meiri við
stóðið en áður tíðkaðist og því fátíðara
að hross séu algerlega ókunnug
manninum þegar byrjað er að temja
þau. Sumum hefur reynst vel að
spekja hross hægt og rólega og temja
þau að einhverju leyti þar sem þau
eru frjáls í stóðinu.
Upplagt er að gefa sig að folöldum
og tryppum, sérstaklega þar sem
hrossahópar eru ekki mjög stórir, og
smátt og smátt reyna að nálgast þau.
Ef hrossin sem þau eru með eru flest
spök spekjast ungu hrossin eitt af
öðru og einn góðan veðurdag er hægt
að ganga að þeim flestum. Þetta auð-
veldar einnig að hægt sé að fylgjast
með ástandi þeirra og holdafari frá
degi til dags. Síðan er einnig hægt að
strjúka niður lappirnar og taka þær
upp. Þessi aðferð er ótrúlega auðveld,
virkar á flest hross og tekur lítinn
tíma. Mörg hross sem þannig eru alin
upp verða auðveld í tamningu seinna
meir auk þess sem umgengni og með-
höndlun hrossanna verður skemmti-
legri og auðveldari.
Hegðun folalda mótuð um
leið og þau líta dagsins ljós
Skiptar skoðanir eru um hversu snemma
eigi að byrja að temja hesta. Ein af þeim
tamningaaðferðum sem eru að ryðja sér til
rúms í heiminum er svokölluð hegðunar-
mótun folalda. Hún byggist á því að folaldið
er meðhöndlað nánast um leið og hryssan er
köstuð. Ásdís Haraldsdóttir veltir því fyrir
sér hvort þessi aðferð henti hér á landi.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Folöld undan spökum hryssum eru yfirleitt fljót að aðlagast manninum.