Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýlega, eða fyrir um 3 árum, var stofnað lítið félag hér á landi sem heitir Félag íslenskra þjóðernis- sinna. Ég hef fengið þann heiður að starfa í þessu félagi og gegni nú stöðu varaformanns. Á þessum rúmlega þremur árum hefur um- ræða um innflytjendur og mál þeirra breyst töluvert og er hún sem betur fer alltaf að komast meir og meir upp á yfirborðið þar sem hún á heima. Umræðan um Íslendinga hefur einnig breyst og það til hins verra, æ oftar er talað um Íslendinga í fjölmiðlum á nei- kvæðan hátt og þeim líkt við ein- hverja fordómafulla sveitadurga og óvita sem kemur ekkert við hvað gerist í þessu landi. Mikið hefur verið talað um að forsvarsmenn FÍÞ séu ómenntað- ir, iðjulausir aumingjar. Þetta hef- ur vakið furðu okkar í FÍÞ þar sem við skiljum ekki hvað stjórn- málamenn hafa á móti ómenntuðu fólki. Ómenntað fólk hefur gáfurn- ar til að kjósa þessa sömu stjórn- málamenn á þing en það má ekki hafa skoðun á því hvað gerist þar inni eða hver gerir það. Varðandi þetta með iðjulausu aumingjana má geta þess að flestir stjórnar- meðlimir og margir félagsmenn stunda sjómennsku og hafa gert það í dágóðan tíma. Útskýrir það að hluta einhliða umfjöllun fjöl- miðla um þessi mál. Sú staðreynd að frjálslyndir geti ekki varið mál- stað sinn og aðgerðir með öðru en skítkasti á alla þá sem eru ekki 100% sammála þeim er fyrir neðan allar hellur. Stefna frjálslyndra er að draga umræðuna niður á svo lágt plan með skítkasti og slag- orðum, eins og „nasistar“, „ras- istar“, að enginn taki eftir henni lengur eða að þeir þurfi að færa rök fyrir því af hverju við „neyð- umst“ til að eyðileggja þjóðina með hennar eigin þögla samþykki. Skilaboð vissra mjög sterkra afla á vinstri vængnum til þjóðarinnar eru sem sagt: Haltu kjafti! Líttu undan! Á hverjum degi er troðið á rétti Íslendinga til að tjá skoðanir sínar og vilja og er það gert af sömu mönnum og eru að boða persónu- frelsi og skoðanafrelsi. Það er ekki mikið lýðræði í landi þar sem að ósýnilegur múll hefur verið settur á annan hvern mann til að hann tali nú ekki um neitt „hættulegt“. Það eru ýmsar leiðir til að þagga niður í háværum mönnum, t.d. blaðagreinar, útvarpsefni, barna- efni og sjónvarp og eru þessar að- ferðir notaðar í töluverðum mæli. Víða í þjóðfélaginu má sjá hvar stjórnvöld beita kröftum sínum til að verja hag sinn og sinna, má þar nefna verkfallsrétt sjómanna en hann hafa þeir ekki fengið að nýta í meira en áratug útaf bráða- birgðalögum sem sett eru fyrir LÍÚ af stjórnvöldum hverju sinni. Ávallt um þær mundir sem sjó- menn undirbúa kjarabaráttu sína hverju sinni verður umræðan um sjómannaafsláttinn skyndilega mjög hávær í þjóðfélaginu. Sjó- mannafslátturinn er sú mesta bölvun sem hefur dunið yfir sjó- menn á síðari árum því að hann tryggir það að sjómenn fá engan stuðning frá þjóðinni. Raunin er sú að sjómenn græða ekkert á þess- um afslætti því útgerðirnar leggja bara minna til þeirra fyrir vikið og til að toppa allt saman hirða þær olíugjald af sjómönnum. Já, það eru ef til vill ekki margir sem vita hvað olíugjald er, en það er ein- faldlega það kerfi að sjómenn borga olíuna á bátana sjálfir og nú eru uppi þær hugmyndir að láta sjómenn borga veiðarfærin líka. Það styttist óðum í það að áhafnir báta og skipa fari að borga tann- læknakostnað fyrir börn útgerð- armanna. Sú þjóðfélagsímynd af fjölþjóða- samfélagi sem vinstri menn, fram- sókn og aðrar tegundir af fólki eru að reyna að skapa er eins konar bilaður draumaheimur afneitunar sem á sér hvergi stoð í raunveru- leikanum, nema þá helst í „Spike Lee“-myndum og teiknimyndum máski. Við þessari ímynd á fólk að gleypa og reyna að lifa eftir henni, þetta skapar ekkert annað en gremju og óánægju hjá þeim sem eru það vakandi ennþá að sjá í gegnum vitleysuna. Þessi gremja og óánægja mun skapa ef ekki fleiri vandamál en innflytjenda- málin koma til með að gera beint. Þetta höfum við í FÍÞ reynt að benda á og vara við ýmsum þjóð- félagsbreytingum sem eru nú þeg- ar að eiga sér stað í okkar litla landi og ber þar helst að nefna skærur milli kynþátta, nýnasista, skemmdarverk, íkveikjur, hníf- stungur, austur-evrópsk mafíu- starfsemi o.fl. Þetta eru hlutir sem við þurfum ekki á að halda og til að stöðva þessa þróun er aðeins til ein leið, hættum að flytja inn fólk sem á ekki hér heima, íslenska þjóðin gerir ekkert nema tapa á því (fyrir utan eignafólk og at- vinnurekendur)og þá ekki bara peningum heldur munum við á endanum tapa þeirri reisn og sam- heldni sem hefur einkennt þessa þjóð í gegnum aldirnar. Fólk verð- ur að fara að átta sig á því að allar þjóðir heims eru ekki eins gerðar, ef svo væri þá væru væntanlega engar þjóðir né landamæri til í heiminum en sem betur fer erum við ekki öll eins. Nú ríður á að þjóðin fari að tala um þessi mál og opni sig með skoðanir sínar, hverj- ar sem þær eru, og ég treysti því að fólk muni láta sínar skoðanir í ljós í næstu kosningum og sýna þar með vilja sinn. Að lokum vil ég beina orðum mínum til þjóðern- issinna og hvetja þá um að láta vel í sér heyra í framtíðinni því rétt- urinn er okkar sem frjálsra Ís- lendinga og réttinn ber okkur að nýta. Snúum vörn í sókn. HLYNUR F. VIGFÚSSON, varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna Málfrelsi eða ekki? Frá Hlyni Frey Vigfússyni:                                                   !!     " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.