Morgunblaðið - 02.02.2001, Side 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
Það eru aðeins þrír dagar á ári sem
ég helga sjónvarpsáhorfi. Ríkisút-
varpið Rás 1 sér um mig hina daga
ársins með fróðleik og skemmtun frá
morgni til kvölds alla daga ársins.
Hef ég lengi furðað mig á hversu
margt fullorðið fólk hefur menning-
arstandard á við unglinga á gelgju-
skeiði og enn furðulegra hversu
óragt það er við að bera heimsku
sína á torg, og lýsa því yfir opinber-
lega að einkavæða ætti bæði Ríkisút-
varpið og -sjónvarpið. En það er
augljóslega ein ástæða fyrir að rík-
isreka fjölmiðil og hann er sá að
halda úti menningarlegri og vand-
aðri dagskrá en einkastöðvarnar.
Þessu forskoti sínu er sjónvarpið við
það að verða búið að glutra niður og
það hefur virkilega staðið undir
nafni hvað menningarlegt efni varð-
ar þessa þrjá daga á ári, þ.e.a.s. jóla-
dagskvöld, gamlárskvöld og nýárs-
kvöld. Sjónvarpið fór nú að keppa við
Stöð 2 um lágmenninguna á nýárs-
kvöld og sýndi ameríska unglinga-
mynd á undan Baldri og eyðilagði
heimilisfriðinn heima hjá mér, því ég
vildi þá frekar láta unglinginn horfa
á þáttinn um Stephan G. sem ég átti
á spólu frá jólakvöldinu með mér aft-
ur en að detta ofaní svona lágmenn-
ingu á stórhátíð.
Ég þakka ríkisútvarpinu og sjón-
varpinu mikið til þann menningar-
áhuga sem ég hef og hef ég reynt að
einangra mitt heimili fyrir öðrum
sjónvarpsútsendingum. Ég var stolt
þegar 10 ára gömul dóttir mín fyrir 6
árum sagði aðspurð að nýjasta tækni
og vísindi væri uppáhaldssjónvarps-
efnið sitt, en það átti nú eftir að
breytast. Hún tók þó framyfir margt
þættina um ævi Knut Hamsun sem
voru sýndir fyrir tveim árum og bíó-
myndina sem kom í fyrra um hann,
en síðan hefur enginn bitastæður
framhaldsþáttur komið í sjónvarp-
inu. Eru þættirnir maður er nefndur
með taldir þótt mér finnist Hannes
Hólmsteinn vera fyndinn...
Eins brást Sjónvarpið mér um
þessi jól að sýna ekki einhverja góða
norræna bíómynd eins og svo oft
hefur verið gert og grafa þeir þá upp
sjaldséðar gersemar sem ekki eru á
allra vitorði. Á meðan Stöð 2 hefur
haft margþvældar myndir af topp 10
lista myndbandaleiganna.
Aldrei hefur þó jóladagskrá sjón-
varpsins verið betri en þegar Hrafn
Gunnlaugsson hefur verið dagskrár-
stjóri, hann sýndi frekar tvenn jól í
röð fjögurra þátta röð um Fannýju
og Alexander eftir Ingmar Bergman
en að sýna einhverja ameríska lág-
menningu. Ég hef grun um að þessi
norræni jólamyndasiður hafi komist
á með Hrafni. Ég legg til að Hrafn
verði fenginn af og til með nokkurra
ára millibili til að reisa við standard-
inn og hrista upp í þessari eftiröpun
af Stöð 2 sem sjónvarpið er orðið.
En dagskráin á gamlárskvöld
brást mér þó ekki, þar náði ég sem
endranær að sjá á tveim tímum allt
það merkilegasta og myndrænasta
sem komið hefur í fréttunum allt árið
sem ég horfi annars nánast aldrei á
heldur hlusta á kvöldfréttir útvarps-
ins og hugsa um kvöldmatinn á með-
an.
Skaupið var gott að vanda og ekk-
ert síðra við aðra áhorfun. Best þótti
mér umfjöllunin um nýjufötinkeisar-
ans.com
Ég man ekki eftir að hafa verið
svo fúllynd á gamlárskvöld að ég hafi
ekki haft eitthvert gaman að velflest-
um atriðum áramótaskaupanna og
var skaupið að þessu sinni engin
undantekning.
ÁSDÍS ARTHURSDÓTTIR,
nemi í heimspekideild.
Léleg sjónvarpsdagskrá
Frá Ásdísi Arthursdóttur:
Þegar ég þarf að telja fram tíu
krónupeninga byrja ég svona: Einn,
tveir þrír – og svo framvegis. Þegar
ég er kominn upp í tíu veit ég að einn
tugur hefur verið talinn. Ég gæti
svosem byrjað á núlli. Með því móti
kæmist ég upp í einn tug á tölunni
níu, en ég er ekki vanur að telja
þannig. Ég nota meira að segja sömu
aðferð þegar ég tel upp í hundrað,
þúsund eða hvað sem er; byrja alltaf
á einum. Þegar ég tel upp að þúsund
byrja ég á einum og enda á þúsund.
Ef ég þyrfti að bæta einu þúsundi við
myndi ég halda áfram með því að
nefna töluna 1001 og enda loksins á
2000. Þriðja þúsundið myndi ég, ef á
þarf að halda, byrja á tölunni 2001.
En þetta eru svosem ekkert ný sann-
indi. Svona telur allt fólk sem ég
þekki – nema kannski þegar ártöl
eru annars vegar.
ÞORSTEINN EGGERTSSON,
rithöfundur,
Skipholti 18, Reykjavík.
Að telja
upp að tíu
Frá Þorsteini Eggertssyni:
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 63