Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvalla- götu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga frá kl. 14– 17. Sími 551-4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikudag í mán- uði, frá kl. 14–17, sími 552-5277. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður, s. 897-1016, fax 544-4660. e-mail dalros@is- landia.is Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Píanóleikur í kaffitímanum. Árskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi-leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16,30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðviku- dögum á vegum Rauða krossdeildar Mos. Pútt- tímar eru í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos. eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, er í s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan opin og handa- vinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 göngu- hópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13.30. Gullsmári, Gullsmára 13. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára í dag. Laug- ardaginn 3. febrúar kl. 14–17 verður opið hús í Gullsmára. Stúlkur úr Tónlistarskóla Garða- bæjar leika á fiðlu. Kaffi í boði félagsins. Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Húsið opn- að kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Bók- menntahópur og les- hringur í bókasafninu 5. feb. kl. 10.30. Spilakvöld, félagsvist á Álftanesi 8. feb. kl. 19. 30. Akstur skv. áætlun. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Leikhópurinn Snúður og Snælda munu frumsýna sunnudaginn 4. febrúar kl. 17 í Ásgarði Glæsibæ, „Gamlar perlur“, þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýn- ingar eru fyrirhugaðar á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17. Laugardagur 10. febr- úar kl. 13.30. Fyrsti fræðslufundur „Heilsu og hamingju“ verður laugardaginn 10. febrúar kl. 13.30. í Ás- garði, Glæsibæ. Ólafur Ólafsson. formaður FEB og fyrrverandi land- læknir, gerir grein fyrir rannsóknum sínum á heilsufari aldraðra. Þorsteinn Blöndal yf- irlæknir greinir frá helstu sjúkdómum í lungum, sem aldraðrir verða fyrir. Allir eru velkomnir. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar, opið verður á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í s. 588-2111 frá kl. 10 til 16. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðalsal, Sigvaldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll, kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur aðalfund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 12. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Félag Snæfellinga og Hnappdæla, heldur bingó sunnudaginn 4. febrúar kl. 15 í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Kynntar verða nýút- komnar byggðarbækur um Kolbeinsstaðahrepp og Eyja- og Miklaholts- hrepp í kaffitímanum. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 16. febrúar kl. 19, miða- og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586- 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. MS-félag Íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttu- vegi 5, Rvk., og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 virka daga kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í s. 560-1225. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Í dag er föstudagur 2. febrúar, 33. dagur ársins 2001. Kyndilmessa. Orð dagsins: Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. (Hebreabréfi 12, 13.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 skinn, 4 beinið, 7 blóm- ið, 8 glufur, 9 op, 11 mannsnafn, 13 baun, 14 hefur í hyggju, 15 gegnsær, 17 víða, 20 fljót, 22 fugl, 23 kirtill, 24 híma, 25 hinar. LÓÐRÉTT: 1 syrgja, 2 guðshús, 3 skökk, 4 tæplega, 5 hrós- ar, 6 gabba, 10 kjánar, 12 stúlka, 13 bókstafur, 15 flennan, 16 húsdýrin, 18 rándýr, 19 peningar, 20 mör, 21 haka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hrekkvísa, 8 kámug, 9 sætið, 10 góa, 11 tarfa, 13 Nýall, 15 hafís, 18 sauða, 21 kát, 22 slota, 23 andar, 24 skaflanna. Lórétt: 2 rómar, 3 kagga, 4 vísan, 5 sötra, 6 skot, 7 óðal, 12 frí, 14 ýsa, 15 hosa, 16 flokk, 17 skalf, 18 staka, 19 undin, 20 akra. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI keypti hús á höfuð-borgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Þar sem Víkverji er ekki bundinn neinu hverfi átthagafjötr- um var erfitt að velja staðsetningu því höfuðborgin býður upp á óend- anlega möguleika við búsetuval. Einna síst fannst Víkverja þó koma til greina að búa í miðbænum, við Laugaveginn eða þar í grennd, því hann hafði prófað það á þeim tíma sem hann var að hlaupa af sér horn- in. Það var fínt þá, en að fenginni reynslu fannst Víkverja það ekki fýsilegt núna. Á endanum keypti Víkverji hús með stórum garði í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Börnin geta gengið í skólann, göngustígar liggja í allar áttir og ósnortin náttúr- an er við túnfótinn. Þar er gott að vera. x x x VÍKVERJA brá því í brún þegarhann áttaði sig á hve hlutskipti hans er ömurlegt. En þetta er víst staðreynd ef marka má þær raddir sem hvað hæst mæla með þéttingu byggðar. Enginn hugsandi maður býr í úthverfi! Búi maður á annað borð í borg, þá á maður að búa í mið- borg – og henni sem þéttastri. Það heitir „lifandi borg“. Maður á að geta verið í göngufæri við vínhús og verslanir því þar þrífst menningin. Þetta er a.m.k. sá skilningur sem Víkverji leggur í áróðurinn um þétt- ingu byggðar og „rétt“ fólks til að búa í miðborg. Andstæðan við lif- andi borg er svo sofandi úthverfi. Höfundur Viðhorfs orðaði þetta reyndar skemmtilega í pistli sínum hér í blaðinu sl. þriðjudag, en þar sagði hann að borgin hefði dreift úr sér eins og illgresi og úthverfin væru eins og æxli utan á borginni. Víkverji fletti upp nokkrum grein- um um svipað efni í gagnasafni Morgunblaðsins. Af handahófi greip hann niður í grein sem Örn Sigurðs- son arkitekt ritaði seint á síðasta ári. Arkitektinn var að rökstyðja þétt- ingu byggðar. Í greininni kom fram að það væri þjóðfélagslega óhag- kvæmt að búa í úthverfi og að bíla- floti landsmanna væri baggi á þjóð- félaginu. Víkverji leggur engan dóm á það en staðnæmdist hins vegar við þessa setningu: „Kjörtíma íbúanna, sem ætti að verja í uppeldi, umönn- un og menntun barna, sköpun, hvíld, skemmtun, útivist, menningarstarf og mannleg samskipti, er sóað í endalausum akstri og striti fyrir rekstri bílsins.“ x x x ÞESSAR staðreyndir vorureiðarslag fyrir Víkverja. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því hve ómerkilegur úthverfalýður fjöl- skylda hans var, ef fjölskyldu skyldi þá kalla. Og nágrannar Víkverja hljóta þá einnig að vera undir sömu sökina seldir, rúntandi á rándýrum bensínsvelgum þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið liðlangan dag- inn! Víkverji leitaði fleiri heimilda í safninu og fann könnun um búsetu- val sem Gallup gerði fyrir samvinnu- nefnd svæðisskipulags höfuðborgar- svæðisins í maí fyrra. Þar stóð kom fram að næstum 79% sögðu að ná- lægð skóla skipti miklu máli, 55% að nálægð við vinnustað skipti miklu máli, næstum 78% finnst nálægð við útivistarsvæði skipta miklu máli og um 75% vildu hafa verslanir í ná- grenninu. Um 34% svarenda sögðu að nálægð við miðbæjarkjarna skipti miklu máli við búsetuval. x x x VÍKVERJA létti; hann tilheyrirsem sagt þeim lágværa meiri- hlutahópi sem af fúsum og frjálsum velur að búa fjærri öldurhúsamenn- ingunni. Tónlistar- og menningar- viðburðirnir sem hverfafélag Vík- verja kynnir reglulega með dreifibréfum eru þá eftir allt boðleg menning, og ósnortin náttúran er a.m.k. jafngott útivistarsvæði og Hljómskálagarðurinn og Klambra- tún. Ef þessi þröngsýni en háværi minnihlutahópur lyfti einhvern tíma upp asklokinu og liti út, þá sæju þeir að úthverfin eru síður en svo svefnbæir; þau iða af lífi og menn- ingu. En Víkverja er hins vegar slétt sama þó þeir komist aldrei að því og er enn hæstánægður með úthverfið sitt þótt einhverjir haldi því fram að það sé æxli. HVERSU lengi ætlar þetta eiginlega að halda áfram? Hvernig stendur á þessu endalausa þvargi um okkur öryrkjana? Því er alltaf vitnað í þennan Garðar og hans fylgifiska? Það er aug- ljóst að þeir eru bara í póli- tískum slag við stjórnina. Góðu landsmenn, þið hljót- ið að vera farnir að átta ykkur á því. Það er í raun- inni öllum sama um okkur öryrkjana. Við erum af stórum hluta þjóðarinnar álitnar afætur. Við erum oft talin bæði lygin og löt og að með því móti getum við fengið lækna til að skrifa vottorð sem duga okkur til þess að þurfa ekki að vinna, af því að við nennum ekki að vinna. Eruð þið ekki í lagi? Haldið þið virkilega að fólk í blóma lífsins og á uppleið og með slatta af börnum og afborganir á bakinu ákveði bara si svona að verða veikt? Hvaða ham- ingja er í því fólgin að vakna að morgni og hafa ekkert sérstakt að gera, eiga jafnvel í vandræðum með að koma sér framúr vegna fötlunar sinnar eða veikinda. Þó er skárra að vera veik kona, en veikur karlmaður. Konan getur skýlt sér bak við húsverkin og barnasnuddið, en karl- maðurinn einfaldlega þráir að vinna og skaffa, a.m.k. svona langflestir, en það eru auðvitað til undantekn- ingar á þessu eins og öllu öðru. Það þýðir ekkert að þræta fyrir þetta, ég tala af reynslu. Kæra stjórnar- andstaða. Hættið nú þessu málaþófi, þið verðið ekki meiri menn fyrir vikið. Ykkur er sama um okkur, en ykkur er ekki sama um ykkur sjálfa, þið viljið bara ykkar hag sem bestan og núna teljið þið best að steypa stjórninni svo þið getið ráðið ofboð lítið meiru. Þið eruð ekkert „góðir gæjar“ ef þið haldið það. Þið hefðuð sjálfir ekki getað leyst þetta á betri hátt ef þið hefðuð verið í stjórn, þið eruð bara á móti til að vera á móti og svo þetta gamla lúalega bragð að þykjast alltaf hafa sam- úð með lítilmagnanum. Ég blæs á þetta bull ykkar, löngu orðin leið á samúðar- hjalinu sem lekur út úr ykkur þegar ykkur hentar. En ef þið viljið endilega slá ykkur til riddara með því að „þykjast finna svo til með aumingja öryrkjun- um“ hjálpið þá þeim sem mest þurfa hjálpina. Við hin sem erum svo heppin að fá úr lífeyrissjóðum getum alveg bjargað okkur sjálf, alveg eins og hinir sem eru á lágu laununum og eru samt „að meika það“. Að lokum aðeins um mannréttindi. Eru börnum og unglingum okkar lands sýnd mannréttindi þegar þau slasast, veikjast eða annað hendir sem dregur þau út úr eðlilegu lífi? Ein sem er öryrki og gift öryrkja. Silkihúfur á Íslandi GUÐMUNDUR hafði samband við Velvakanda og sagði að hann væri sam- mála því, sem skrifað var um Ingibjörgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra í Reykjavíkurbréfi Morg- unbl. sunnud. 21. jan. sl. Hún er dugleg að útvega fé í heilbrigðisgeirann. Hann er ósammála því, að það þurfi að bæta við í ráðu- neytin og bæta við ráðherr- um. Það er nóg til af silki- húfum á Íslandi. Einelti ÞÁTTUR Helgu Braga á Stöð 2 í jan. sl. og öll um- ræðan um þennan glæp varðar okkur öll. Það á eng- inn að líða slíkt, þótt ger- endur séu að fela eigin minnimáttarkennd með því að ráðast á aðra. Þeir vita vel að þeir eru að fremja níðingsverk. Viðtal í þætt- inum við unga, aðlaðandi og fallega stúlku, sem sagði frá reynslu sinni, snart mig mjög. Þeir sem segja frá sinni skelfilegu reynslu á opinberum vettvangi gera það til þess að hjálpa öðr- um. Það er besta og hug- rakkasta fólkið. Helga og þeir sem komu fram í þætt- inum eiga hrós skilið. G.S.K. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Halló, halló, nú er mál að linni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.