Morgunblaðið - 11.03.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.03.2001, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Malarhöfða 2A, 112 Reykjavík Sími: 354 587 1565 Fax: 354 567 1415 Golfbílar Þeir golfleikarar sem hafa hug á að eignast golfbíl fyrir næsta golftímabil vinsamlegast látið vita fljótlega þar sem erfitt getur verið að útvega bensínbíla á viðráðanlegu verði. Bjóðum nú 1997 og 1998 módel. Stórleikur Grótta KR – Afturelding sunnudaginn 11. mars kl. 20 Tryggir Grótta KR sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni? Eða mun Afturelding skjótast þar framúr? Þorir þú að mæta því það verður heitt í kolunum! ÍBÚAÞING Vestur-Skaftfellinga stóð yfir 5.–8. mars og lauk í Tunguseli með kynningu á niður- stöðum þingsins fyrir fullu húsi. Þingið fór fram á tveimur stöðum, í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæj- arklaustri. Þátttakendur voru 259 íbúar sýslunnar á öllum aldri, sem settu fram 2.000 athugasemdir og ábendingar um málefni sem snúa að íbúum og búsetu í sveitarfélög- unum. Niðurstöðum þingsins verð- ur fylgt eftir með fundum í Vík 10. apríl og á Kirkjubæjarklaustri 11. apríl. Íbúaþingið er liður í byggðaþró- unarverkefni Vestur-Skaftafells- sýslu. Stjórn verkefnisins fékk Sig- urborgu Kr. Hannesdóttur ráðgjafa til liðs við sig og stjórnaði hún þinginu. Sigurborg beitir þeirri aðferð að láta þátttakendur tjá hug sinn á gula miða sem síðan eru flokkaðir eftir efni athuga- semdanna. Fyrir þingið var unnið með börnum í grunnskólunum og fólki í félagasamtökum og stofn- unum í eigu sveitarfélaganna ásamt því að hreppsnefndir beggja hreppanna, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps, áttu sameiginlegan vinnudag. Þetta leiddi til mikillar virkni íbúanna sem sýndu verkefn- inu mikinn áhuga og að þinginu loknu komu fram skýrar línur í sameiginlegum hugðarefnum og áherslum fólksins. Íbúar beggja hreppanna höfðu áhyggjur af atvinnumálum, lífsaf- komu og fólksfækkun. Deilt var á stjórnvöld fyrir fækkun opinberra starfa í hreppunum. Bent var á að erfitt væri að halda uppi fjöl- breyttri atvinnu vegna fámennis. Nauðsynlegt væri að efla atvinnu- lífið og styðja þá vaxtarbrodda sem kæmu fram. Á einum mið- anum stóð: „Standa við bakið á þeim sem þora,“ en margir miðar með álíka ábendingum komu fram. Í Mýrdalshreppi var óskað eftir stefnumörkun í umhverfismálum og náttúruvernd. Bent var á marg- víslega möguleika til orkuvinnslu, s.s. vindorku og að lagfæra þyrfti aðgengi að náttúruperlum, svo eitthvað sé nefnt. Í Skaftárhreppi komu fram áhyggjur af sandfoki, uppblæstri og eyðingu lands. Vegamál væru í ólestri og umferðarþungi af fjall- vegum vanmetinn. Bent var á nauðsyn þess að brúa Skaftá og afla fjár til að leita að heitu vatni. Þá var bent á þann möguleika að stofna þjóðgarð í Skaftárhreppi. Þar komu og fram ábendingar um eflingu félagslífs og að félags- miðstöð vantaði fyrir unglinga. Auka þyrfti skilning milli sveit- anna og þéttbýlisins. Bent var á að íbúarnir sneru bökum saman og töluðu á jákvæðan hátt um sveit- arfélagið sitt. Í Mýrdalshreppi hafði fólk áhyggjur af hækkandi hlutfalli sumarbyggðar og lýst var eftir aukinni afþreyingu fyrir ung- linga. Of mikið væri um svartsýni og vantrú á sóknarmöguleika. Kynna þyrfti sveitarfélagið betur útávið. Börn og unglingar tóku virkan þátt Sjónarmið barna og unglinga komu vel fram á þinginu. Ungling- unum finnst peningum ekki varið í rétta hluti. Þeim finnst of fátt fólk vera eftir í sveitarfélaginu og vilja ekki að íbúðarhús og sveitabæir verði að sumarbústöðum. Þeir vilja betri vegi, fleiri verslanir og kalla eftir fjölbreyttari afþreyingu, auknu félagslífi og félagsmiðstöðv- um. Sundlaug, íþróttahús og körfu- boltavellir eru á óskalistanum hjá unglingunum. Þá vilja þeir betra GSM-samband og fleiri sjónvarps- rásir. Einnig hvetja þeir fullorðna til barneigna til að fjölga í sýsl- unni. Rödd barnanna hljómaði einnig á þinginu. Á gulu miðunum þeirra bentu þau m.a. á að skóladagurinn væri of langur og sumarfríið of stutt. Fleiri tölvur vantaði í skólana og tölvustofurnar mættu vera opnar lengur yfir daginn. Nýtt íþróttahús og sundlaug er á óskalista og að skólinn verði mál- aður. Þeim finnst krakkar of fáir en þeir séu skemmtilegir og að nóg pláss sé fyrir alla. Þeir vilja að all- ir séu góðir við alla og engin stríðni verði til. Þróa þarf samstarf sveit- arstjórna og íbúa Á lokadegi þingsins fór Sigur- borg Kr. Hannesdóttir yfir vinn- una sem lögð var af mörkum og leiddi þinggesti um þau svið sem fjallað var um á þinginu. Hún sagði íbúaþingin hafa leitt í ljós að íbúar sýslunnar beri hag byggðarlagsins mjög fyrir brjósti enda um að ræða samfélag fólks sem hefði yfir að búa mjög mikilli reynslu og visku. „Þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem varða heill sam- félagsins til framtíðar er dýrmætt að leita í þennan sjóð en þannig fást oft bestu lausnirnar,“ sagði Sigurborg. Hún sagði að komið hefði fram að fólk í báðum hreppum ætti mik- ið sameiginlegt og áherslur væru mjög svipaðar á báðum stöðum, þó hefðu komið fram atriði sem ein- kenndu hvorn stað fyrir sig. „Það er svo að þegar á brattann er að sækja munu þeir hæfustu lifa, það er að segja, hæfustu sveitarfélögin. Á þinginu komu fram skýr skila- boð um að opin og jákvæð viðhorf eru nauðsynleg. Við þurfum til dæmis að að þora að sleppa hend- inni af unga fólkinu þótt það vilji fara í burtu en þurfum einnig að byggja samfélagið þannig upp að það vilji koma til baka. Öflugt at- vinnulíf, hrein náttúra og gott mannlíf eru meginniðurstöðurnar í áherslum fólksins,“ sagði Sigur- borg. Hún sagði einnig að mik- ilvægt væri nú að þróa samstarf milli sveitarstjórnanna og þeirra íbúa sem vildu starfa áfram að verkefninu. „Þetta er langtímaverkefni sem þarf að vinna í mjög miklu og nánu samstarfi íbúa og sveitarstjórna. Sveitarstjórnirnar þurfa að hafa frumkvæði og leggja línur um hvernig framhaldið verður. Mér finnst viðfangsefnið snúast um mannlega þáttinn og innri sam- stöðu íbúanna. Aðstæður hér í sýslunni eru meira krefjandi en í þéttbýlinu. Þetta er vegna þess að það eru svo fáir sem búa hér og eru til staðar til að takast á við verkefnið,“ sagði Sigurborg. Fólk er tilbúið „Ég er mjög ánægður með verk- efnið og þátttöku íbúanna á báðum stöðum. Þetta segir manni að íbú- unum sé ekki sama um sitt sam- félag. Ég geri mér vonir um að þetta skili miklu og er reyndar sannfærður um það. Þátttakan sýnir að fólk er tilbúið að koma að frekari vinnu í þessum málefnum,“ sagði Hafsteinn Jóhannsson, sveit- arstjóri í Mýrdalshreppi. „Þetta er mikilvægt innlegg í þá viðleitni að þróa þessi samfélög og styrkja. Þessi aðferð kallar eftir fólki að það komi áherslum sínum til skila og getur nýst til áframhaldandi vinnu bæði íbúa og sveitarstjórna. Ég lít svo á að þetta sé upphafið að frekari vinnu til árangurs og að fólk sé tilbúið að takast á við að þróa samfélagið og styrkja það á öllum sviðum. Þetta sýnir vilja og væntingar, bæði inn á við og út á við,“ sagði Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps. Íbúarnir eru meðvitaðir Ólafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi, sagði þessa vinnu myndu nýtast á annan hátt en í venjulegum byggðaverkefnum. „Íbúarnir eru meðvitaðir í þessu verki og ég held að þetta auki þeim bjartsýni og kraft. Eftirfylgnin er svo komin undir sveitarstjórnun- um. Ég held að fólk sé tilbúið að halda áfram að starfa að málefnum samfélagsins og þeim áherslum sem komu fram. Ég hef áhuga á að tengja viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í þessa umræðu,“ sagði Ólafía. Árni Jón Eiríksson, oddviti Skaftárhrepps, sagði verkefnið vera gott samfélagslegt frum- kvæði. Kjarninn er sá að íbúunum er gefinn óheftur möguleiki til að tjá sig um málefni sem brenna á þeim. „Þetta skerpir áherslurnar,“ sagði Árni Jón. Að lokinni kynningu á niðurstöð- um mynduðu þinggestir hring og sungu saman. Síðan var boðið upp á kaffi og meðlæti og þinggestir skrifuðu sig á lista yfir þá sem vilja starfa áfram að verkefninu. Góður tónn var í fólki og greinilegt að mikil samstaða var um að halda áfram með verkefnavinnuna til þess að efla samfélagið með það að markmiði að ná árangri og bæta samfélagið. Íbúar í Vestur-Skafta- fellssýslu eru vel sér meðvitandi um fámennið en hafa greinilega staðfestu til þess að takast á við það verkefni að halda vel utan um samfélag sitt. Á einum gula mið- anum stóð þessi samstöðuábend- ing: „Við erum og verðum einn hreppur, erum ekki fleiri en af- komendur einnar langömmu.“ Góð þátttaka og eindrægni á íbúaþingi Vestur-Skaftafellssýslu Bera hag byggðarlags- ins mjög fyrir brjósti Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Húsfyllir var á íbúaþinginu og fjölmargir íbúar Vestur-Skaftafellssýslu tóku til máls um málefni sem snerta byggðarlagið. Vestur-Skaftfellingar sýndu íbúaþingi mik- inn áhuga og þar komu fram skýrar línur um áherslur fólksins. Áhyggjurnar snúa að- allega að atvinnumálum, lífsafkomu og fólksfækkun. Sigurður Jónsson fylgdist með umræðum á íbúaþinginu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sveitarstjórarnir Hafsteinn Jóhannesson í Vík og Ólafía Jakobsdóttir í Skaftárhreppi fengu hamra í lok íbúaþingsins til að byggja brýr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.