Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 11.03.2001, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 23 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla föstudaga til Mílanó, þess- arar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hin- um fræga miðbæ þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni þekktu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Mílanó í sumar frá kr. 22.052* Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 24.895 Flugsæti fyrir fullorðinn. Skattar kr. 2.495 innifaldir. Verð kr. 22.052 Verð fyrir mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar kr. 2.495 f. fullorðinn og kr. 1.810 f. barn innif. Flug alla föstudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.10 Flug heim á miðviku- dagsmorgnum UNDANFARNA tvo daga hafa ver- ið tekin upp atriði vegna kvikmynd- arinnar K-19: The Widowmaker á ísnum á Winnipegvatni við Íslend- ingabæinn Gimli í Manitoba í Kan- ada. Ingvar Sigurðsson fer með stórt hlutverk í myndinni en Jó- hannes Snorrason, annar Íslend- ingur, bættist í hópinn á Gimli. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann þegar hann kom kaldur til baka af ísnum. „Mér er rosalega kalt en get samt ekki kvartað því ég fékk loðfóðruð leðurstígvél en flestir hinir eru í ófóðruðum stígvélum, sagði Jó- hannes Snorrason við Morgun- blaðið eftir að hafa verið á ísnum í 11 tíma samfellt, frá því klukkan 6 til 17 eða meðan birtu naut. 60 strákar frá Winnipeg og Gimli voru valdir úr 400 til 500 manna úrtaki til að taka þátt í hópatriði á ísnum og er Jóhannes í hlutverki sjóliða. „Við göngum um í hópum, stöndum á hliðarlínunni og hvetjum okkar menn úr hópi helstu leikara í kaf- bátnum sem skipta liði og leika fót- bolta á ísnum. Ég var í hópi þeirra sem fögnuðu mest því mitt lið sigr- aði, en hlutverkið er ekki veigamik- ið. Ég segi ekki orð.“ Jóhannes Snorrason er rúmlega tvítugur húsasmiður frá Augastöð- um í Hálsasveit í Borgarfirði en flutti til Gimli í maí 1999 og hefur starfað hér við húsasmíðar. En hvernig stóð á því að Borgfirðing- urinn á hlut að máli í umræddri mynd? „Ég var hvattur til að fara í prufur úti í félagsmiðstöð á sunnu- dag og var valinn. Í kjölfarið fékk ég tveggja daga frí í vinnunni til að geta sinnt þessu hlutverki en þetta er frumraun mín á þessu sviði. Ég hef aldrei komið nálægt leiklist. Afi Jóhannesar og alnafni, Jó- hannes Snorrason flugstjóri, bjó á Gimli á árum áður vegna flugnáms. „Ég vildi koma hingað til að heim- sækja ættingja, vinna og freista gæfunnar því ég var atvinnulaus eftir að fyrirtækið sem ég starfaði hjá heima varð gjaldþrota. Ég kom reyndar hingað í heimsókn fyrir 10 árum og hitti þá ömmu en hún dó í fyrra. Nú hef ég notað tímann til að kynnast ættingjum betur og er reyndar kominn með kærustu. Hún heitir Donika Lára Olafson og er að ljúka háskólanámi en er að hugsa um að sækja um styrk til að fara í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands þannig að það get- ur vel verið að ég fari fljótlega aftur til Íslands. En það kemur allt í ljós. Harrison Ford leikur aðal- hlutverkið í myndinni. Ekki var gert ráð fyrir að hann kæmi til Gimli en svo birtist hann skyndilega í fyrrakvöld. Undanfarna daga hef- ur vart verið rætt um annað í bæn- um en hvort hann kæmi eða ekki og þegar hann kom vissu heimamenn ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga og Morgunblaðsmenn voru minntir á að myndatökur í matsal Lakeview Resort-hótelsins væru bannaðar. Allir vildu sjá goðið en Jóhannes hugsaði um annað. „Ég vonaði að ég hitti Ingvar Sigurðs- son hérna en hann er ekki í þessu atriði,“ sagði hann. Sagt er að þessar tveggja daga tökur færi bæjarfélaginu um 100.000 kanadískra dollara, um 5,7 milljónir króna, og Jóhannes segir að fyrsta reynsla sín af kvikmynda- leik hafi opnað nýja sýn. „Þótt það sé frekar kalt að vera svona lengi úti á ísnum er þetta spennandi. Ég geri reyndar bara það sem mér er sagt að gera. Pabbi segir að það sé við hæfi að Hálsasveit eigi fulltrúa í myndinni rétt eins og Reykjavík en hlutverk okkar eru í samræmi við stærð samfélagsins sem við komum úr. Fulltrúi Hálsasveit- ar í mynd með Harri- son Ford Winnipeg. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Jóhannes Snorrason, leikari í K19, nýkominn af ísnum. Á UMSÓKNAREYÐUBLAÐI fyrir gulldebetkort Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis er ákvæði þar sem viðkomandi um- sækjandi lýsir yfir almennu heilbrigði sínu og veitir Alþjóða- líftryggingarfélaginu heimild til að leita eftir upplýsingum frá læknum og sjúkrastofnunum um heilsufar sitt. Öryrkjabandalag Íslands tel- ur að textinn geti brotið í bága við margvísleg ákvæði stjórn- arskrár, mannréttindasáttmála og upplýsingalaga en hann er svohljóðandi: „Ég undirrituð/-aður lýsi því yfir að ég hef ekki nú eða áður haft alvarlegan sjúkdóm eða sjúkdómseinkenni og er ekki að bíða niðurstöðu rannsókna eða örorkumats. Sem dæmi um al- varlega sjúkdóma má nefna hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Ég hef ekki verið metin/n öryrki og tel mig nú heilsuhrausta/n. Komi til tjóns heimila ég Alþjóðalíftryggingar- félaginu að fá upplýsingar frá læknum, stofnunum og sjúkra- húsum um heilsufar mitt og um læknismeðferð sem ég hef feng- ið.“ Að sögn Kristins Tryggva Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs hjá SPRON, er ástæðan fyrir þess- um texta sú að gulldebetkortinu fylgir líftrygging. Þannig er um sambyggða líftryggingar- og bankaviðskiptaumsókn að ræða og þessi þáttur varðar aðeins líftrygginguna. „Þetta eru staðl- aðar upplýsingar sem alltaf er aflað í tengslum við útgáfu líf- tryggingarskírteina,“ segir hann. Aðspurður segir hann hægt að fá gulldebetkortið án líf- tryggingarinnar og segir hann þó nokkur dæmi um það. „Hún fylgir í pakkanum en það er hægt að fá kortið og alla þá þjónustu sem er innifalin í pakkanum án þess að trygging- in sé tekin og er árgjald korts- ins þá lægra.“ Óvenjulega opið samþykki Sigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, segir ákvæðið hljóma eins og hefð- bundinn líftryggingarskilmáli en þó sé sjaldgæft að gefa svo opið samþykki sem þarna er um að ræða. „Ég hefði haldið að sam- þykki tryggingartaka yrði að vera skilgreindara,“ segir hún. „Það er mikilvægt að það sé skýrt hvað einstaklingurinn er að samþykkja og það þarf að vera ótvírætt að hann samþykki það. Svona opin samþykki upp- fylla tæpast þessi skilyrði.“ Ekki náðist í forstjóra Al- þjóðalíftryggingarfélagsins í gær vegna málsins. Kortinu fylgir líftrygging Öryrkjabandalagið gagnrýnir um- sókn fyrir debetkort SPRON FRAMKVÆMDASTJÓRI Gáma- þjónustu Akraness telur Akranes- kaupstað hafa brotið gegn samningi við fyrirtækið með því að fela öðru fyrirtæki að flytja úrgangstimbur frá gámastöð Akraneskaupstaðar við Berjadalsá í flokkunar- og mót- tökustöð Sorpu í Gufunesi. Þá hafi Akraneskaupstaður samið við þriðja fyrirtækið um að sjá gáma- stöðinni fyrir gámum undir það rusl sem fellur til við flokkun á timbrinu. Hann hefur sett fram lögbanns- kröfu hjá sýslumanninum á Akra- nesi. Ekki sé þó víst að kröfunni verði haldið til streitu. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra- neskaupstaðar, segir að bæjaryfir- völd telji einsýnt að samningurinn taki ekki til flutnings á timbri og brotajárni. „Við höfum ítrekað reynt að ná skynsamlegu samkomulagi við viðkomandi aðila og höldum í þá von að það takist,“ segir Gísli. Honum þyki leitt að deilurnar séu komnar í þann farveg sem raun ber vitni. Gísli segir að hinir umdeildu flutningar hafi verið stöðvaðir í bili. Þá hafi verið ágreiningur um viss atriði samningsins varðandi sorp- hirðu og rekstur á gámastöðvum. Gísli segist vonast til að þennan ágreining megi leysa með viðræðum. Samið við tvö önnur fyrirtæki Valdimar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Gámaþjónustu Akra- ness, sagði í samtali við Morgunblað- ið að fyrirtækið hefði, í kjölfar útboðs, gert samning við Akranes- kaupstað árið 1997 sem felur í sér að fyrirtækið sjái um flutning á öllu flokkuðu sorpi frá gámastöðinni í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Þá eigi fyrirtækið að sjá um að útvega gáma á gámastöð Akraness. Þessi samningur gildi til ársins 2005. Í lok febrúar á þessu ári hafi Akra- neskaupstaður falið Sorpu að flytja timbur frá gámastöðinni á Akranesi en áður hafi timbur ekki verið flutt í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu. Þá hafi bærinn samið við enn annað fyrirtæki um að sjá gámastöðinni fyrir gámum undir rusl sem fellur til við flokkun á timbrinu. Valdimar segist hafa óskað eftir skýringum frá bæjaryfirvöldum en engar fengið. Hann segir að með þessu sé Akra- neskaupstaður klárlega að brjóta gegn samningnum frá 1997. „Þetta er aðeins hluti af stærra máli sem byrjaði strax á fyrstu mánuðum árs- ins 1998,“ segir Valdimar. Akranes- kaupstaður hafi ítrekað brotið gegn samningnum, m.a. með því að neita að borga fyrir hluta af þeirri þjón- ustu sem tilgreind er í honum. Deilur um gámaþjón- ustu á Akranesi KATLA Travel hefur endurnýjað samning um vikulegt leiguflug frá þremur borgum í Þýskalandi næsta sumar. Samanlagt er um að ræða um 500 sæti á viku og verða sæti í vélarnar héðan seld sem hluti af ferðafrelsi Samvinnuferða-Landsýn- ar. Flogið verður vikulega á fimmtu- dögum frá Þýskalandi frá 7. júní í sumar fram til 30. ágúst. Borgirnar sem um ræðir eru München, Frank- furt og Berlín. Flogið verður með þýska flugfélagninu Aero Lloyd í nýjum flugvélum frá Airbus. Annars vegar er um að ræða A320 sem tek- ur 167 farþega í sæti og hins vegar A321 sem tekur 210 farþega í sæti. 30% aukning frá Þýskalandi Pétur Óskarsson, framkvæmda- stjóri Katla Travel í München, sagði að 1.600 Íslendingar hefðu flogið með leiguflugi á vegum þeirra í fyrra og hann reiknaði með að það yrði meira í sumar. Allavega stefndi í það því þeir væru búnir að selja fleiri sæti nú heldur en á sama tíma í fyrra. Aukningin væri enn meiri frá Þýskalandi eða eitthvað um 30% milli ára miðað við sama tíma í fyrra. Þar væri að langmestu leyti um að ræða annars vegar ferða- langa á eigin vegum, sem kæmu hingað og ferðuðust um á bílaleigu- bílum, og hins vegar hótelhringferð- ir í kringum landið sem ferðaskrif- stofan byði upp á. Katla Travel endurnýjar samning um leiguflug í sumar 500 sæti frá þremur borgum í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.