Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 25

Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 25 þeir nú oft daginn eftir og bara þökk- uðu fyrir.“ „Brennívinið of dýrt til að kaupa skó“ En það er þetta með „hláturinn“ sem Símoni finnst sérstaklega gam- an að ræða og oftar en ekki er það „vinur minn sem er nú látinn núna, Doddi var hann kallaður“, sem berst í tal. „Doddi var einn af þessum sí- drykkjumönnum. Okkur kom saman um það að ef hann væri fullur og mér leiddist hann, þá myndi ég sýna hon- um eina sítrónu. Það merkti að hann átti að fara að vara sig. Ef hann ekki ansaði því þá sýndi ég honum tvær sítrónur og þá var nú komið að því að henda honum út. Á því stigi gerði ég honum ljóst að ef ég kæmi að lokum með „greipfrút“ þá spyrði ég hann ekki álits, heldur henti honum út. Doddi var alltaf kominn út er ég hafði sýnt honum tvær sítrónur,“ segir Símon og hlær góðlátlega. „Doddi var afskaplega vinsæll meðal kúnnanna. Hann sagði alltaf „jæja, aðdáendur mínir, – nú hefst annar sláttur“. Og allir vildu gefa í glas. En hann þáði aldrei nema eitt glas. Nei, hann var ekkert að troða í vasann eða neitt svoleiðis, hann var voða sanngjarn.“ Eins og fyrr segir endurspeglaðist þjóðarsálin oft í viðskiptum og yfir- bragði Naustsins. Það var sú tíð er Doddi lýsti því yfir að „brennivínið væri orðið svo dýrt að maður hefði ekki efni á að kaupa sér skó“. Símon hlær við minningunni og bætir við. „Já, Doddi var nú yfirleitt kominn með sitt brennivínsglas út í horn um leið og barinn var opnaður á kvöldin. Eitt kvöldið gengur til hans kona, svona um fertugt, fimmtugt, og er ein af fyrstu gestunum. Hún gefur sig á tal við Dodda og spyr „hvað gerir þú, ungi maður?“ Ja, það er nú aldeilis mikið, segir hann. Ég byrja eld- snemma á því á morgnana að gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Er að því allan daginn og er svo alveg dauð- þreyttur er deginum lýkur,“ segir Símon og hlær. Aðsókn á barinn gat aukist nokkuð á tímum verkfalla að sögn Símonar. En Naustið var ekki aðeins háð þjóð- félagsaðstæðum í Reykjavík, eða á Íslandi. Flóð og fjara og karlinn í tunglinu hafði einnig sitt að segja. „Við gátum séð það fyrir ef það var fullt tungl að allt yrði brjálað. Fólk fer í argt skap og allt verður vitlaust. Við spekúleruðum mikið í þessu. Ég las það einhvers staðar að þetta er staðreynd. Ástandið gat orðið alveg svakalegt, bara út af þessu, sko.“ „Svo man ég það er Vestmanna- eyjagosið var þá fór mikið af Vest- mannaeyingum á Naustið. Það var vegna þess að niðri á höfn var út- borgunarstaður þeirra. Á barnum uppi á Nausti urðum við að láta renn- an stöðugt úr krananum, því það gat frosið í leiðslunum, – þetta var orðið svo gamalt. Sumir Vestmannaeying- arnir áttu ekki orð til að lýsa undrun sinni yfir því hvernig við spilltum vatninu, en það var engin vatnsveita í Eyjum þá.“ Símon vann samhliða Viðari Otte- sen í um það bil átján ár á Naustinu. Velgengni vínveitingahúsa á þessum árum og sú staðreynd að þau hafi ekki verið fleiri en sem raun bar vitni, gerði það að verkum að bar- þjónastaðan var töluvert mikils met- in. „Jú, að mörgu leyti var litið upp til barþjóna á sínum tíma, en maður varð líka var við svolitla togstreitu. Kollegar áttu það til að bölva okkur í sand og ösku, sögðu okkur einhverja flottræfla og annað í þeim dúr. Hvort það hafi verið öfundsýki eða hvað, veit ég ekki.“ Símon og Viðar sendu á tímabili jólakort til viðskiptavina og annarra, með skopmyndum af þeim félögum sem teiknaðar voru af Halldóri Pét- urssyni. „Jólakortin þóttu ansi skemmtileg. Þetta eru orðnir safn- gripir í dag, en ég á ekki nema eitt og eitt. Aftur á móti á ég klisjurnar og nokkrar teikningar sem Halldór teiknaði,“ segir Símon. Við upphaf næstu setningar breiðist hálfgert stríðnisbros yfir andlit Símonar. „Þetta var ansi sniðugt og kom sér nú ekki alltaf vel er einhver fékk slíkt kort sent heim til sín,“ segir hann og hlær. ,,En það voru margir stoltir af því að fá svona kort og þótti gaman að. Svo var þetta bara orðið svo mikið að við hættum þessu.“ Margir minnast þess að Símon „passaði upp á“ viðskiptavini sína með margvíslegum hætti. (Eins og sagan með sítrónuna og Dodda ber vitni um) Ása í Bæ rak væntanlega minni til þessarar pössunarsemi Sím- onar er hann orti; „Vaggir þú til verri hliðar, víst mun Símon bjarga þér.“ Eða eins og Símon sjálfur orðar það: „Maður varð að sjá til þess að þeir væru ekki að skandalísera, gera eitthvað sem þeir sæju eftir. Stundum var það svo alvarlegt að maður varð að taka þá baksíðis og láta þá bara vera þar, því ég þorði ekki að láta þá fara niður tröppurnar. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi, en ég man eftir því er Bubbi dvergur var orðinn léttur og maður var alltaf að reyna að passa hann. Það þýddi ekkert að fara með hann út því hann gat farið sér að voða. Svo- leiðis að ég dró hann bak við bar og tók nokkra dúka sem ég notaði til að búa um hann á borðinu sem var í her- berginu miðju og lét hann sofna þar og slökkti ljósið. Svo heyrði ég þenn- an svakalega dynk, (Símon hlær) en þá hafði hann dottið ofan af borðinu og var að rembast við að príla þetta upp aftur.“ Símon brosir og segir „Já, það er nú ýmislegt sem skeður þarna.“ „Svo gerðist það líka oft að sjó- mennirnir komu, kannski beint af sjónum, nýbúnir að fá launin sín og voru með fleiri þúsundir í vasanum. Ég bauðst oft til að geyma hluta af peningunum fyrir þá því þetta voru kannski fjölskyldumenn sem annars hefðu eytt megninu af peningunum á barnum. Þetta var vel þegið af mörg- um. Það var alvega svakalegt hvern- ig sumir sólunduðu peningunum stundum. Einn kom nú einu sinni heim til mín og spurði hvort hann hefði látið mig fá peninga. Þá mundi hann ekkert eftir því, en átti peninga í umslagi hjá mér. Þetta var sko fjöl- skyldumaður. Hann var feginn að fá peningana og ég held að hann hafi hætt að drekka skömmu síðar. Eins og það getur verið skemmti- legt að fá sér í glas getur það nú verið kaldranalegt að vakna upp frá því. Það getur verið fín lína þarna á milli.“ Í þá daga er Naustið stóð sem hæst voru til svokallaðir „þurrir dag- ar í Reykjavík“. Þetta voru miðviku- dagar en þá var ekkert vínveitinga- leyfi að fá nema í einstaka tilfellum. Eitt af þessum tilfellum var er með- limir listamannaklúbbsins, sem Jón Leifs var í forsvari fyrir, hittust „uppi á bar“ á Naustinu. „Þetta voru hin glæsilegustu fundahöld sem ég get bara hugsað mér. Þarna voru alls konar listamenn sem voru að ræða um alla heima og geima og það var ansi góður sjarmi yfir því á meðan það stóð yfir. Hann Jón Leifs stjórn- aði þessu með harðri hendi og var mikill félagsmaður. Og indælis mað- ur. Hann var ekki eins harður og sumir mundu halda, – en hann var fastur á sínu.“ Kokkteillinn getur „sofnað“ En hvað um konur? Var koma þeirra algeng á barinn? „Það var afar fátítt að konur sæktu Naustið svona fyrst. Fólk kom náttúrlega í pörum sko, en í dag er það, býst ég við, allt öðruvísi. En þetta var farið að breyt- ast er ég hætti. Fyrst var ekkert mikið fyrir konurnar að drekka, það var bara annaðhvort eitthvað sterkt eða eitthvert létt vín, nú eða þá kokkteillinn. En kokkteillinn getur verið hættulegur. Kokkteill er alltaf kokkteill. Hann á að drekka á 20 mínútum. Ef þú drekkur hann á lengri tíma, þá sofn- ar hann, verður bara leiður á þér. Það er svona ýmislegt í sambandi við þetta. Á fyrstu árunum eftir að ég hóf störf var nú ósköp lítið af vínum og áfengi. Það var náttúrlega bara brennivín, og jú það var viskí, gin eða séníver. Ef ég færi inn á bar eða í áfengisverslun að skoða mig um í dag þá myndi ég ekki þekkja helminginn af þessu, það er orðið svo mikið úrval. Vínmenningin hefur breyst alveg gíf- urlega. Til að mynda það að skrifa svona um vín eins og gert er í Morg- unblaðinu í dag og er mjög gagnlegt fyrir vínunnendur, hefði ekki liðist af ritstjórn blaðsins fyrir nokkrum ár- um. Ég sagði einu sinni í viðtali, ég held að það hafi verið Vísi, að hér hefði nú verið lítil vínmenning, þótt væri hún nú nokkuð að dafna. Strax daginn eftir skrifaði hann séra Árelíus, vinur minn, að það væri ekki til í íslensku orðið „vínmenning“. Það væri bara „vínböl“. En það fer náttúrlega eftir hverjum og einum hvernig hann um- gengst vín. Ég vil segja sko að maður á að gleðjast með bakkusi, maður á ekki að slást við hann.“ „Burðarás í barþjóna- stéttinni í Reykjavík“ Barþjónninn á ekki aðeins að vera vel að sér í mannlegum samskiptum, vínum og áfengi, því að sögn Símonar á hann „eins og hver og einn veit, að vita hvað er um að vera, hvað er að gerast í borginni. Og fyrir viðkom- andi gest þarf barþjónn einnig að vera leiðsögumaður, ef gesturinn er erlendur. Hann á að vita hvað er í leikhúsunum, hvar opinberir dans- leikir eru, hvað er í bíóhúsunum, hvernig strætó gengur og svona má telja áfram. Þetta á hann að hafa í huganum.“ Símon var nýverið heiðraður af Samtökum ferðaþjónustunnar og Visa Ísland fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu á Íslandi. Í fréttatil- kynningu segir meðal annars að Sím- on sé „landsfrægur fyrir störf sín sem þjónn, hann var einnig forystu- maður stéttarbræðra sinna um tíma og hafa störf hans leitt til þess að hann og íslenskir þjónar hafa margar viðurkenningar hlotið á alþjóðavett- vangi.“ Já, sú staðhæfing að Símon hafi verið „burðarás í barþjónastéttinni í Reykjavík“ er því ekki úr lausu lofti gripin. Alla tíð hefur Símon lagt mikið upp úr aukinni fagmennsku meðal bar- þjóna á Íslandi og var hann til að mynda stofnandi Barþjónaklúbbs Ís- lands og fyrsti formaður hans. Símon hefur töluvert ferðast á vegum klúbbsins og leggur hann mikið upp úr mikilvægi þess fyrir íslenska bar- þjóna að kynnast starfsháttum starfsbræðra sinna erlendis, taka þátt í keppnum í faginu og þar fram eftir götunum. Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 og „höfum við síðan þá tekið þátt í alþjóðlegum keppnum. Meðal annars eigum við heimsmeistara í kokkteilgerð og dömu, sem var heimsmeistari í vinnubrögðum við að blanda kokk- teila,“ segir Símon stoltur. Barþjóna- klúbbur Íslands er hluti af alþjóðlegu samstarfi barþjóna og var klúbbur- inn sá fyrsti til að taka inn kven- mann. „Þá varð nú allt brjálað,“ segir Símon. „Danir voru alveg vitlausir út af þessu á sínum tíma en núna er stór hluti félaga í Skandinavíu kvenmenn. Og þær vinna oft í keppnum þarna úti.“ Símon segist sjálfur aldrei hafa unnið fyrstu verðlaun í kokkteil- keppnum, en önnur og þriðju verð- laun hafa fallið honum í skaut oftar en einu sinni. Þetta hefur ekki ein- ungis verið á Íslandi, því „Stranger- inn“ – drykkur sem runnið hefur ofan í maga ófárra Íslendinga í gegnum tíðina – vann til að mynda silfurverð- laun í Japan. Símon hefur þýtt og endurbætt kokkteilbækur sem gefnar hafa verið út hérlendis. Nýverið hefur hann langað að bæta við sig einni bók sem barþjónar geti haft sem uppflettirit með 40 alþjóðlegum drykkjum, sem „hver sá sem vill láta kalla sig bar- þjón þarf að kunna utan að“. Símon kunni þá flesta er hann vann á Naust- inu til ársins 1985, en þá fékk hann tvö heilablóðföll með stuttu millibili. „Ég ákvað að gleyma þeim öllum er ég hætti,“ segir Símon. „Þegar ég kom heim af spítalanum og sat heima hjá mér fann ég að það var eitthvað sem var að hrjá mig. Ég leit í kringum mig í herberginu til að reyna að finna út hvað það gæti verið. Ég vissi að ég gæti ekki farið að þjóna aftur á bar af því að höndin er ónýt. Og þá sá ég allar bækurnar sem ég átti um vín og kokkteilbækurnar, vínbækurnar, matreiðslubækurnar og allt saman og langaði helst að henda þessu öllu út úr herberginu.“ Í kjölfarið gaf Símon Hótel- og veitingaskólanum safnið sitt. Er ég var búin að hreinsa þær út úr her- berginu og það orðið hálftómt, leið mér allt öðruvísi. Ég ákvað að gleyma öllu sem var í sambandi við þetta.“ „Maður verður að vera tilbúinn að taka á móti öllu“ Fyrir utan barþjónastörf, félags- störf og þýðingar hefur Símon „átt það fyrir „hobbí“ að safna vindla- merkjum víðsvegar að úr heiminum. Í dag á hann eitt stærsta vindla- merkjasafn á Norðurlöndum og er meðlimur í safnaraklúbbum í Belgíu og skrifast á við slík félög í Banda- ríkjunum, Kanada og Danmörku. „Já, ég hef verið svona rúmlega tví- tugur er mér datt í hug að taka þetta saman og þá var mikið um Wilhelm Annan vindla í Reykjavík. Það var alltaf eitt merki á kassa sem ég tók og safnaði. Ég átti alla seríuna, en Wilhem Annan safnið samanstendur af 6.500 merkjum. Þar eru blómaser- íur, fuglaseríur, fánar allra landa, en Ísland er þar á meðal. Önnur merki eru til dæmis með myndum af Ás- geiri forseta, séra Bjarna, Birni Thors og fleiri íslenskum mönnum. Sum þessara merki eru dýrmætari en dýrustu frímerki.“ Eftir heilablóðfallið lamaðist Sím- on í nokkra mánuði og missti málið. „En svo fór þetta að koma smátt og smátt,“ segir hann. „Það er út af fyrir sig ákveðin lífreynsla að hafa lent í þessu.“ Í dag starfar Símon sem vaktmað- ur í Alþingishúsinu og líkar mjög vel að vinna með því góða fólki sem þar er, eins og hann segir sjálfur. Það er ekki að sjá á honum að hann hafi gengið í gegnum svo mikil veikindi, en Símon segir það helst vera kæru- leysi að þakka. „Ég hugsaði aldrei að þetta væri búið, sko. Ég vissi að ég var í góðum höndum. Það var þarna gott fólk sem var með mér í þessu sem algjörlega sá um mig og bjargaði mér út úr þessu, en það voru sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfarar, læknar og að sjálfsögðu fjölskyldan. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk getur gert. (Eftir smáþögn) En maður verður líka að ansa því, það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Símon og brosir. „Maður brotnar alveg niður sálar- lega – en þetta tókst.“ Í lokin bið ég Símon að líta til baka og lýsa fyrir mér því andrúmslofti sem ríkti á Naustinu og svo margir hafa fjallað um. „Naustið hafði og hefur sinn sjarma. En hvort það hafi haft þennan yfirgnæfandi glæsi- sjarma sem maður sér svona úr fjarska í dag, veit ég ekki. En ég veit bara það að á fyrstu árunum þarna niðri var þetta alveg stórkostlegt. Þá komust færri að en vildu. En sem fyrr, þá sér maður blámann yfir þess- um tíma svona úr fjarlægð, elegans- inn yfir þessu. En í rauninni var hann ekkert öðruvísi en maður lifir lífinu sjálfu. Það er alltaf eitthvað að. Allt- af. Það gat verið glans yfir staðnum, það gat verið angur og særindi og maður varð að vera tilbúinn að taka á móti öllu.“ Morgunblaðið/Jim Smart Símon Sveinn Sigurjónsson, betur þekktur sem Símon í Naustinu, er einn af þekktustu barþjónum okkar Íslendinga. Hann var stofnandi Barþjónaklúbbs Íslands og fyrsti formaður hans. Vegna starfa sinna hefur hann verið kallaður „burðarás í bar- þjónastéttinni í Reykjavík“. Svo var það er fimmti staðurinn kom að eigendur hinna fjögurra staðanna gripu hendur á lofti og sögðu: „ja, nú er allur bissness að verða búinn“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.