Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 37

Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 37
Afi og amma Kristínar, þau Kol- beinn Þorsteinsson, skipstjóri, og Kristín Vigfúsdóttir keyptu húsið að Hverfisgötu 53 snemma á seinustu öld og komu þar upp börnum sínum sex. Þar var og til heimilis móðir Kristínar, Sigríður Vigfúsdóttir langamma okkar sem sjálf átti sex börn er voru í nánu sambandi við móður sína. Húsið var í eigu fjöl- skyldunnar allt fram til 1991 og í ár- anna rás áttu margir afkomenda Kristínar og Kolbeins heimili sitt að Hverfisgötu 53, sem alla tíð stóð um þjóðbraut þvera. Ömmur okkar Kristínar voru systur og mæður okkar vinkonur sem og allar systur þeirra, svo fyrr og síðar var mikill samgangur á milli stórfjölskyldnanna. Okkar fjöl- skylda bjó fyrst í grenndinni á Lind- argötunni en engu breytti þótt flutt væri vestur á Ránargötu. Heim- sóknir voru tíðar og veisluhöld af margvíslegu tilefni Kristín fæddist á Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, þar sem foreldr- ar hennar, Leifur Ásgeirsson og Hrefna Kolbeinsdóttir, voru skóla- stjórahjón, en hún var átta ára þeg- ar fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur. Alla ævi bjó Kristín að árunum sínum á Laugum en dvölin þar gaf fjölskyldunni mikla lífsfyllingu og þau eignuðust þar marga tryggðar- vini. Við systurnar eigum góðar minningar um heimsókn með for- eldrum okkar til þeirra að Laugum. Frá Laugum flutti fjölskyldan á Hverfisgötu 53. Á heimili þeirra Leifs og Hrefnu ríkti einstaklega hlýleg og notaleg gestrisni og mikil greiðasemi. Kristín bjó sín skólaár í foreldrahúsum og þar hófu einnig hún og maður hennar, Indriði Ein- arsson, sinn búskap. Kristín var alla tíð nátengd foreldrum sínum og stóðu þau sem klettar við hlið henn- ar þegar Indriði fórst af slysförum eftir nokkurra ára hjónaband frá tveimur ungum börnum, sem var ólýsanlegt áfall. Þau Leifur og Hrefna reyndust ómetanleg stoð og stytta við uppeldi barnanna, þeirra Einars og Hrefnu, sem voru stolt þeirra og eftirlæti. Börnin mann- vænlegu voru stóra gleðin í lífi Kristínar og þau áttu eftir að reyn- ast henni svo einstaklega vel. Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni og Kristín var afar góð heim að sækja, ættrækin og trygglynd eins hún átti kyn til. Hún var skemmti- leg, hress og lifandi í hugsun og það var gaman að ræða við hana um bækur, gang þjóðmála og ástand heimsmála því hún fylgdist mjög vel með og las mikið alla tíð. Hún íhug- aði málin, myndaði sér skoðanir og tók afstöðu, lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og naut þess að ræða málefnin í góðu tómi. Kristín, sem hafði verið kennari og síðar blaða- maður um langt árabil, hafði mikla og margþætta lífsreynslu. Fyrir rúmum áratug var blásið nýju lífi í ættartengsl afkomenda Sigríðar Vigfúsdóttur frá Grund í Skorradal og Vigfúsar Höskuldsson- ar frá Fjalli á Skeiðum þegar haldið var ættarmót og skráð niðjatal þeirra. Áhuginn var mikill og mættu hátt á þriðja hundrað manns á Hótel Sögu. Kristín var einn af drifkröft- unum að þessu framtaki og þau Hrefna og Leifur tóku einnig virkan þátt í undirbúningnum. Það var eft- irminnileg lífsreynsla að fá tækifæri til að spegla sig í svo mörgum ætt- ingjum af fjórum kynslóðum sam- ankomnum á einum stað. Eftir ætt- armótið var stofnaður svokallaður Frænkuklúbbur, sem stóð opinn öll- um frændum og venslafólki, með það markmið að hittast reglulega, sem við höfum gert allar götur síð- an, Nú er þetta orðinn Gönguklúbb- ur sem hittist einu sinni í mánuði megnið af árinu, gengur, skoðar stundum myndlistarsýningar og síð- an er notið hressingar og spjallað saman. Kristín lét sig ekki vanta á þessar samkomur þótt hún gæti tak- markað tekið þátt í göngunum. Hún kom með til að njóta samvistanna og hennar er nú sárt saknað í okkar hópi. Í september sl. lét þessi hópur – alls á fimmta tug manna – gamlan draum rætast þegar við fórum í eins konar pílagrímsferð í Borgarfjörð- inn á fornar ættarslóðir. Margir merkisstaðir voru skoðaðir en há- punktur ferðarinnar var heimsóknin til frænda okkar, Davíðs bónda á Grund í Skorradal, sem tók okkur opnum örmum af mikilli gestrisni og fræddi okkur um sögu staðarins og skýrði staðhætti. Flest okkar höfðu oft heyrt talað um mannlífið þarna á árum áður og sumir tóku með sér í ferðina smáar og máðar erfða- myndir og sýndu glaðlegt fólk í hey- skap og útreiðartúrum á öndverðri síðustu öld. Skógurinn í Skorradaln- um skartaði sínu fegursta og um- faðmaði okkur í haustsólinni. Kristín naut sín vel í þessari ferð, og nú þeg- ar hún hefur svo óvænt kvatt þenn- an heim, erum við svo fegnar að ferðin var farin. Of oft vill dragast það sem við mennirnir ætlum okkur að gera, þar til allt er orðið um sein- an. Framtíðin virtist brosa við Krist- ínu og hún hafði svo margt að gleðj- ast yfir einmitt núna á þessu skeiði lífsins. Hún hafði lokið því átaks- verkefni að selja húsið sitt í Foss- voginum og komið sér vel fyrir í hentugu framtíðarhúsnæði í Ljós- heimunum, þar sem hún undi sér vel. Ekki spillti það fyrir að sonur- inn Einar á íbúð í sama húsi. Og þótt nokkuð hafi skort á líkamlegt þrek Kristínar á undanförnum árum var andlegt þrek hennar óbugað og lífs- viðhorfið jákvætt. Með reisn og af skynsemi sætti hún sig við heilsu- brestinn og kvartaði ekki. Hún var lífskúnstner og naut þess munaðar sem í því felst að eiga tómstund til að hugsa og góðan tíma til að sinna hugðarefnum sínum, fjölskyldu og vinum. Mikil hamingja féll Kristínu í skaut fyrir rúmlega tveimur árum þegar langþráða barnabarnið, dótt- ursonurinn Andrés, fæddist, sem varð augasteinninn hennar og sann- ur sólargeisli í lífi fjölskyldunnar. Kristín veitti ungu fjölskyldunni all- an þann stuðning sem hún mátti. Og mikil var eftirvæntingin þegar von var á öðru barni, en nú í lok janúar fæddist svo dótturdóttirin Iðunn, einnig sannur gleðigjafi en nú héld- ust þær í hendur gleðin og sorgin því í byrjun ársins hafði Kristín fengið sinn skapadóm og háði harða baráttu við dauðann. Það er þyngra en tárum taki að hún skuli svo skyndilega hafa verið hrifin burt frá ástvinum sínum einmitt núna þegar hún hafði svo mikið að lifa fyrir. Hin samheldna fjölskylda Krist- ínar syrgir hana sárt. Barnalán hennar var mikið og bæði Einar og Hrefna og tengdasonurinn José sinntu henni alla tíð af einstökum kærleika og alúð sem gleggst kom í ljós í lokabaráttunni í lífi hennar. Litlu barnabörnin Andrés og Iðunn hafa líka misst mikið að fá ekki að njóta kærleika ömmu sinnar lengur en raun varð á. Megi Guð styrkja þau öll í sorginni. Einkabróðurnum Ásgeiri og öðrum nákomnum send- um við einnig samúðarkveðjur. Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma. (Prédikarinn 3:1–2.) Blessuð sé minning Kristínar Leifsdóttur. Rannveig og Vigdís Jónsdætur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 37 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.                                      !"  #  $!% & " '   # ' (  )'*   #  !  $  ' (   # ' '$  +,                                        !"! #   $   "    "   %       % &    "     #   '()        !   (     %*                  !  ! !  "  #$                                                            !"" #      $%&     '"" ()) * *  +,' ,-"  +,+ "!         !  "#    $%&  ' ( )  "*   +     ( ,     && -) ( (* ( ".' 0     +    #*   &,#( ,  , ( ,  ,  ,1                       !" # $                  % &   ' ( &  ' )  &  '  *   +  &  '  , * ( ( '* ( ( ( -                !   " #   $% & '"                   ( "  )  *#   *  '           *#     +    ,"    *# ( ! -       " +  *# .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.