Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 38

Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Magnús-dóttir fæddist í Stykkishólmi 9. jan- úar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum hinn 4. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Júlíana Kristjánsdóttir og Magnús Jónsson bók- haldari. Systkini hennar voru Guðjón, Sigurður og Guðríð- ur, sem eru öll látin. Anna hélt heimili með systur sinni og mági, Magnúsi Sigurðssyni, og dóttur þeirra, Kristínu Dagnýju Magnúsdóttur, fyrst í Stykkishólmi og síðar í Stóragerði 23 í Reykjavík eftir að þau fluttu þangað. Anna hóf störf á Símstöð Stykkis- hólms en síðar á skrifstofu Kaup- félags Stykkishólms og starfaði þar allt til þess tíma er hún fluttist til Reykjavík- ur 1964 og eftir þann tíma starfaði hún á skrifstofu Skipaút- gerðar ríkisins til 1979. Anna var alla tíð virkur félagi í Kristniboðsfélagi kvenna og Kven- félagi Grensássóknar. Útför Önnu fer fram frá Grens- áskirkju á morgun, mánudaginn 12. mars, og hefst athöfnin klukk- an 15. Anna Magnúsdóttir var fædd og uppalin í Stykkishólmi og átti þar heima fram á sextugsaldur. Í Hólm- inum vann hún í Kaupfélaginu í mörg ár og bjó með móður sinni meðan hún lifði og hugsaði um hana af mikilli trú- mennsku. Síðan fluttist Anna til Reykjavíkur og bjó með systur sinni og mági í mörg ár. Á þeim tíma vann Anna á skrifstofu Skipaútgerðar rík- isins þar til hennar starfstíma lauk. Anna fæddist 1909 og upplifði því á langri ævi allar þær miklu umbreyt- ingar hér á landi, sem fylgdu tuttug- ustu öldinni. Hún fylgdist vel með þessum breytingum, en jafnframt finnst mér sem henni hafi tekist betur en mörgum öðrum að halda í varanleg gildi, sem reynst hafa Íslendingum best í gegnum aldirnar og byggjast á siðferðisstyrk og kristinni trú. Kirkj- an átti stóran þátt í lífi Önnu og starf- aði hún mikið að málefnum hennar. Anna hafði næmt auga fyrir því fagra og góða. Síðustu árin voru henni erfið vegna sjúkleika en trú hennar á guð var sterk og óbilandi. Þótt líkamleg heilsa væri horfin síð- ustu árin var hið andlega ástand ótrú- lega gott, minni hennar mikið og vildi hún fylgjast vel með öllu og gladdist þegar vel gekk hjá öðrum. Bestu æviárin átti Anna heima í Stykkishólmi. Það kom í hennar hlut að búa með móður sinni og hugsa einnig um hana í ellinni. Það gerði hún af mikilli trúmennsku ásamt systur sinni Gauju. Þær voru báðar mjög vandaðar manneskjur og sann- ar í trú sinni. Systrunum var annt um að halda tengslum við ættingja sína og vini og minnist ég gjarnan boðanna í Stóra- gerði 23. Anna var mjög samviskusöm og traust kona, var föst fyrir og hafði ákveðnar skoðanir. Þær systurnar Anna og Gauja voru mjög samrýmdar alla tíð og okkur bróðurbörnum þeirra þótti mjög vænt um þær og bárum virðingu fyrir þeirra fagra líf- erni. Að leiðarlokum vil ég þakka allar góðu stundirnar, sérstaklega þegar við systkinin komum sem börn í heim- sókn til ættingjanna í Hólminum. Þar var ætíð tekið mjög vel á móti okkur og er heiðríkja yfir þeim minningum. Elsku frænka, nú er komið að kveðjustund. Þrautum þínum er lokið og þú ert komin til guðs og til látnu ættingjanna þinna og vina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við bróðurbörnin viljum þakka starfsfólkinu á Droplaugarstöðum fyrir góða umönnun sem Anna naut þar og færum þakkir til Kristínar Dagnýjar og fjölskyldu fyrir mikla umhyggju og tryggð sem þau ávallt sýndu henni. Júlíana Sigurðardóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þessar bænir komum við systurnar til með að muna alla okkar ævi. Í hvert sinn er við gistum hjá þeim ömmu, afa og Önnu frænku komu þær systurnar inn hver á eftir annarri til að signa okkur og fara með bæn- irnar. Það var ósjaldan sem Anna frænka fór með þessar bænir fyrir okkur enda þær í miklu uppáhaldi hjá henni. Anna frænka var afskaplega góð við okkur systurnar og svo Magn- ús bróður eftir að hann fæddist og vildi allt fyrir okkur gera sem hún mögulega gat, hún var eins og önnur amma fyrir okkur. Hún lagði mikið upp úr trúnni enda var trúin á Guð stór þáttur í lífi hennar. Hún lagði mikið uppúr því að við færum í kirkju og iðkuðum trúna sem okkur var kennd strax í barnæsku. Anna frænka hafði mikinn áhuga á blómarækt. Hún setti niður blóm í garðinum á vorin og fylgdist vel með vexti trjánna á meðan hún hafði heilsu til. Ofarlega í minningu okkar um Önnu frænku eru öll ferðalögin sem við fórum í með henni, ömmu og afa. Það fyrsta sem kemur upp í huga okkar er Laugarvatn og Bifröst. Þangað fórum við nokkur sumur, viku í senn með þeim öllum þremur. Okk- ur var alltaf gefinn tími – tími til að ANNA MAGNÚSDÓTTIR                               !     !!"        !   "#    !"$$  %  &'()   (   '*                    ! "#$%#           ! "#$  #  # # %&      '(!   ! '(!()! &' '()'*+*  &$,#"+ -++ %+. '()'*+' -%#* /*/,*  /*/*/,*0                                               ! " #   #    $             !  !     "# $%  &% ' (  &%)  *%) $   ( $%         $%  ++,  +++,                              ! "     #   ! $  % !  &    ! '                     !"#"  $                           !                      !   "   #$$ ! "# $ % &! '  ( # )  * '+ !'# &! )  ( # &!   ! (  ( # )  % ,    ( # )  -)(!&  &! & ,%  ( # &! .! ! #  ! )    % )'     % /                                    !    "   #$   #%&%            ! "        #       $        " %  &'  (                               !" # !" $ !  !"                                            "#   "$%% &      '        (  (()     ""$*!%*!$$"%+% , -( .             !" "#$$   !% & "  $'(#$$  !" %  $'(#$$  " ")$   $'(* % + "#$$  "!% #* !" , #$$    !-#* *! $  + Elskulegur sonur okkar og bróðir, GUNNAR ÖLVIR IMSLAND, Eiðismýri 20, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðju- daginn 13. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Ómar Imsland, Brynja Bragadóttir, Ragnar Imsland, Ingigerður Stella Logadóttir, Birgir Imsland, Arnar Imsland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.