Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 58

Morgunblaðið - 11.03.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 11. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ VERA gestur í húsiGuðrúnar Ásmundsdótt-ur er afar auðvelt ogþægilegt verk. Þar er tek- ið á móti gestum eins og þeir séu að mæta í kaffiboð til forsetans. Mun- urinn er líklegast sá að leikkonan lætur sig ekki muna um það að skella sér í hlutverk þjónustustúlkunnar þegar kemur að því að láta vel fara um gesti. Tilefni heimsóknarinnar var bráð- skemmtilegt. Sem sagt að setjast niður með leikkonunni, þiggja ynd- islegar veitingar og rifja upp með henni fyrstu upplifun hennar af töfraheimi leikhúsanna. Sú lífs- reynsla reyndist henni ekki allt of auðveld. „Hörku splatter“ „Árið 1947, þegar ég var tólf ára, bauð systir Helgu Bachmann, sem var dóttir ljósameistarans í Iðnó, mér á þetta leikrit, Blúndur og blá- sýra,“ segir Guðrún og ljómar við endurminninguna. „Þetta var fyrsta leiksýningin sem ég sá. Fólkið hló og hló, þetta er svona grár hryllings- gamanleikur, en mér fannst ekkert fyndið í þessu leikriti. Ég var bara skelfingu lostin og svaf ekkert í viku á eftir. Og ef ég opnaði kommóðu heima hjá mér bjóst ég jafnvel við því að þar væri hönd, haus eða eitt- hvað þvíumlíkt. Það er alveg hörku „splatter“ í þessu. Enda sérðu það hve lengi þetta leikrit hefur lifað.“ Nú vill svo skemmtilega til, fimm- tíu og fjórum árum síðar, að Guðrún er að æfa þetta sama leikrit en það verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn kemur. „Það sem ég man sérstaklega eftir úr gömlu sýningunni var þegar Æv- ar Kvaran opnaði kistu. Í kistunni var lík, þá hljóp hann fram á sviðið, trúði ekki sínum eigin augum, hljóp aftur til baka, opnaði og þá öskraði hann. Svo lærði maður síðar í leik- listarskólanum að þetta heitir „tví- tekning“. Að ná brandaranum tvisv- ar.“ Óskahlutverk eldri leikkvenna Persóna Guðrúnar í leikritinu heitir Abbý Brewster og er ásamt systur sinni Mörtu (Hanna María Karlsdóttir) ekki öll þar sem hún er séð. Þær búa með Tedda (Theodór Júlíusson) frænda þeirra sem er lýst sem „geðsjúkri gæðasál“ í leik- skránni. Frænda þeirra og bróður Tedda, Mortimer (Ólafur Darri Ólafsson), bregður heldur betur í brún þegar hann finnur lík í stofunni. Þriðji bróðirinn, Jónatan (Sigurður Karlsson), sem er ekki síður ískyggi- legri en aðrir fjölskyldumeðlimir skýtur skyndilega upp ásamt félaga sínum dr. Einstein (Gunnar Hans- son) og æsispennandi og „drepfynd- in“ atburðarás fer af stað og m.a. er tekið á læknisfræði, lýtalækningum, girndarmorðum og greftrunarsýki. Það er ef til vill ekkert undrunarefni að Guðrún hafi orðið skelkuð þegar hún sá verkið fyrir öllum þessum ár- um. „Þessar systur hafa alltaf verið óskahlutverk eldri leikkvenna. Við biðum í ofvæni eftir hver fengi að leika þær. Maður er orðinn ýmsu vanur í leikhúsinu. T.d. hlutverk kell- ingunnar í Gullna hliðinu, það hefur alltaf verið óskarulla eldri leik- kvenna en svo er það þannig að oft finnst ungu leikstjórunum svo of- boðslega sniðugt að láta yngri leik- ara í hlutverk eldri persóna. Það var einhver tíska á síðasta leikhúsári. Það er ekki eins og við kellingarnar getum ekki brillerað í þessum hlut- verkum! (hlær) Það var því voða hamingja þegar við Hanna María fengum þessi óskahlutverk. Það er svo gaman að þessum kellingum, þær eru svo yndislega veikar á geði. Þeim tekst þó að koma afskaplega vel fyrir. Þær eru alltaf að gera góð- verk, ganga kannski of langt, sér- staklega þegar þær fara að senda menn til himna vegna þess hve erfitt þeir eiga í þessari jarðvist.“ Það er auðséð af andliti Guðrúnar að þetta verkefni gefur henni eitt- hvað mun dýrmætara en það eitt að eiga fyrir salti í grautinn, já, eða þeim indælu veitingum sem blaða- maður fékk að njóta á sama tíma og hann beið svara hennar áhugasamur. „Hún Ásdís Þórhallsdóttir leik- stjóri kemur svolítið öðruvísi að þessu en þegar ég sá þetta. Hún fer ekki alveg troðnar slóðir og það al- veg óviljandi. Mér líður alveg ofsa- lega vel hjá henni. Hún fléttar t.d. með okkur sögur um persónurnar. T.d. er vondi maðurinn í leikritinu ekkert endilega vondur núna heldur finnur hún leiðir til þess að gera hann góðhjartaðan og viðkvæman, þrátt fyrir að hann sé búinn að myrða tólf manns,“ segir Guðrún og hlær, kaldur hrollur rennur niður bak blaðamannsins. „Ég kemst ekki yfir það í dag hvað mér finnst þetta fyndið. Við megum hundar heita ef okkur tekst ekki að gera góða sýningu úr þessu!“ Lýtalækningar, girndarmorð og greftrunarsýki Hið „hræðilega fyndna“ leikrit Blúndur og blásýra er leikkonunni Guðrúnu Ásmundsdóttur vel kunnugt. Birgir Örn Steinarsson þáði heimboð til hennar og fékk að vita ástæðuna. Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Guðrún í hlutverki hinnar „elskulegu“ Abbý. Borgarleikhúsið frumsýnir í vikunni gamanleikritið Blúndur og blásýru Hádegi í Shanghai (Shanghai Noon) G a m a n m y n d Leikstjóri: Tom Dey. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Owen Wilson. 110 mín., Myndform. Bönnuð 12 ára. ÞEIR sem þekkja til Jackie Chan vita líklega að kvikmyndaferli hans má skipta í tvennt, annars vegar kín- versku myndirnar, gerðar í Hong Kong, og hins veg- ar bandarísku myndirnar, fram- leiddar við mun strangari öryggis- og slysabótarstaðla í Hollywood. Enda þótt þær síðar- nefndu fái betri dreifingu eru aðdá- endur bardagakappans jafnan hrifn- ari af Hong Kong-myndunum því þar fá hæfileikar Chan í bardaga- listum betur að njóta sín og áhættu- atriðin eru djarfari. Shanghai Noon mun enn frekar staðfesta þá skoðun enda er hún hvork fugl né fiskur í samanburði við myndirnar sem Chan gerir í heimalandi sínu. Það er reyndar óþarfi að tíunda söguþráð- inn, að öðru leyti en því að Chan leik- ur lífvörð prinsessunnar í Kína sem þarf að fara alla leiðina til villta vest- ursins að bjarga prinsessunni úr hættu. Söguþráðurinn er sjaldnast mikilvægast þátturinn í myndum kappans en hér er hann aldrei þessu vant langdreginn. Chan heldur sér til hlés stóran hluta myndarinnar, á meðan lagt er fremur misheppnað upp úr því að aðalpersónan er að- komumaður í framandi landi. Þessi mynd mun ekki afla Chan nýrra fylg- ismanna og þeir gömlu munu eflaust halda sig við Hong Kong-myndirnar. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Jackie í villta vestrinu Sæt svikamylla (Sweet Deception) S p e n n u m y n d ½ Leikstjóri Timothy Bond. Handrit Joell Harris. Aðalhlutverk Joanna Pacula, Rob Stewart. 93 mín., Bandaríkin 1998. Góðar stundir. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ ER fátt sem jafnast á við góða og ófyrirsjáanlega morðgátu. Að sama skapi er fátt eins ömurlegt og léleg og fyrirsjáanleg morðgáta. Því miður fellur Sæt svikamylla kylliflöt í hinn síð- arnefnda flokk. Um er að ræða nett hraðsoðna sjónvarpsmynd sem byggir á hand- riti sem er ekkert meira en einn stór hrærigrautur úr öðrum frambæri- legum morðgátum frá undanliðnum árum. Nægir þar að nefna Deceived með Goldie Hawn (ekki einu sinni hægt að dreifa athyglinni með nafn- inu), endurgerð sjónvarpsþáttanna The Fugitive með Harrison Ford og nú síðast Double Jeopardy (einu ári yngri en trúlega eldra handrit) þar sem Ashley Judd er ranglega sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn. Í umræddri mynd leikur eiginmaður- inn tveimur skjöldum og er myrtur (Deceived), söguhetjan (Pakula) er fundin sek (Double Jeopardy, The Fugitive) en sleppur úr varðhaldi, leggur á flótta og reynir að sanna sakleysi sitt með aðstoð góðhjart- aðrar löggu (The Fugitive). Fattaði í alvöru enginn sem að myndinni kom hversu keimlík hún er svo allt of mörgun öðrum eða var það kannski alltaf tilgangurinn? Spurn- ing? Skarphéðinn Guðmundsson Spurning?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.