Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 12

Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ tali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að í ljósi þessarar pólitísku þró- unar sé það rökrétt að Framsókn- arflokkurinn geri forystuaflið á vinstri væng stjórnmálanna að höf- uðandstæðingi sínum en lætur ekki styggðaryrði falla í hina áttina. „Ýmsir bjuggust við því að Fram- sóknarflokkurinn nýtti þetta flokks- þing til þess að skapa sér aftur fjar- lægð frá Sjálfstæðisflokknum og það hafa heyrst raddir í þá veru að flokk- urinn þyrfti að skerpa línurnar í samskiptum við samstarfsflokkinn því hluti af vandanum væri sá að flokkarnar væru orðnir of sam- dauna. En það gerðist ekki og í því liggja afar merkileg pólitísk skila- boð,“ segir Steingrímur. Einörð stjórnarandstaða komið við kaunin á Framsókn Steingrímur segir að ummæli Halldórs Ásgrímssonar á flokks- þinginu séu til marks um það að sú STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eftirtekt- arverðustu pólitísku skilaboðin frá flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi séu þau að þar hafi ekki vottað fyrir tilburðum hjá for- ystunni til þess að rétta af stöðu flokksins málefnalega. Steingrímur segist þó ekki loka neinum dyrum og flokkurinn vilji mynda vinstri stjórn í skilningnum stjórn með vinstri- sinnaða stefnu. „Það verður ekki skilið öðruvísi en þannig að Halldór Ásgrímsson og forysta Framsóknarflokksins séu sátt við það hlutskipti að koðna niður í smáflokk í kjöltu íhaldsins. Þarna fór ekki fyrir tilburðum til að fjar- lægja flokkinn frá þeirri hörðu einkavæðingar- og markaðshyggju sem fylgt hefur verið og er önnur meginástæðan fyrir því að Fram- sóknarflokkurinn er í erfiðleikum meðan hin er Evrópudekrið. Með þessu hefur flokkurinn yfir- gefið stóran hlut af hefðbundnum stuðningsmönnum sínum án þess að fá nokkuð í staðinn og það er ekki gæfulegt fyrir stjórnmálaflokk. Þetta staðfestir með öðrum orðum þá þróun Framsóknarflokksins, sér- staklega í formennskutíð Halldórs Ásgrímssonar, að hann hefur verið að sigla yfir miðju íslenskra stjórn- mála og er kominn hægra megin við hana. Þar virðist hann ætla að binda landfestar,“ segir Steingrímur í sam- einarða stjórnarandstaða sem Vinstri – grænir hafi haldið uppi hafi komið við kaunin á Framsóknar- flokknum. „Við höfum verið ódeig við það að gagnrýna það sem við höfum talið gagnrýnivert hjá Framsóknar- flokknum, þar á meðal blinda stór- iðjustefnuna, forneskjuleg viðhorf í umhverfismálum og fleira. Það er hins vegar algerlega merkingarlaust og innihaldslaust að ætla að afgreiða andstæðinga sína með merkimiðum og frasatali um að þeir séu aftur- haldssinnaðir og gamaldags. Ég get spurt á móti hvað sé svona óskaplega nútímalegt og framsækið við Fram- sóknarflokkinn, en það er innihalds- laust. Þetta snýst um pólitíkina sem menn standa fyrir. Við höfum að ýmsu leyti haft for- ystu um að gagnrýna framgöngu Framsóknarflokksins á ákveðnum sviðum og þjóðin er okkur greinilega í verulegum mæli sammála. Ef eitt- hvað er forneskja í íslenskum stjórn- málum þá eru það viðhorf Fram- sóknarflokksins í umhverfismálum sem endurspeglast í því, að eini for- ystumaður Framsóknarflokksins sem hefur reynt að halda á lofti merkjum umhverfisverndar inni í flokknum fékk hraklega útreið í kosningu, eða innan við 5% fylgi, sem kannski er um leið innan við 5% stuðningur við framsækin viðhorf í umhverfismálum í Framsóknar- flokknum,“ segir Steingrímur. Engum dyrum lokað Steingrímur kvaðst engum dyrum loka þegar hann var spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Vinstri – grænir eigi erindi í ríkisstjórnar- samstarf með Framsóknarflokknum í ljósi ummæla sem látin voru falla á flokksþinginu. „Mér finnst þetta hins vegar staðfesta þá pólitísku fjarlægð, að óbreyttri siglingu Framsóknarflokksins, sem orðin er á milli okkar. Það er alveg ljóst að það er mikið pólitískt bil á milli með- an Framsóknarflokkurinn er geir- negldur saman við Sjálfstæðisflokk- inn og hamast við að framkvæma stefnu hans í ríkisstjórn. Okkar áherslur eru alveg skýrar. Við viljum mynda vinstri stjórn í skilningnum stjórn með vinstri- sinnaða stefnu en við áttum okkur á því að við náum því tæpast ein og þurfum því að eiga um það samstarf við einhverja aðila og enginn er úti- lokaður í þeim efnum. En böndin berast fyrst að þeim sem kenna sig þó að einhverju leyti við vinstri- stefnu eða félagshyggju. Ég er ekki að útiloka neitt en af hálfu Fram- sóknarflokksins vottaði ekki fyrir neinum tilburðum að opna dyr fyrir samstarf í aðrar áttir. Flokkur sem er í ríkisstjórnarsamstarfi á miðju kjörtímabili þarf auðvitað að fara varlega í slíkt en menn hefðu kannski átt von á því að einhver reykmerki kæmu þarna upp. Í framhaldi af flokksþingi Fram- sóknarflokksins horfir maður fyrst og fremst til þess hvort núverandi stjórnarandstaða nái að eflast þann- ig að hún þurfi ekki á Framsóknar- flokknum að halda. Ég bendi á að sú þróun hafi orðið í stjórnmálunum á undanförnum mánuðum að ítrekaðar skoðanakannair hafa sýnt að þessar fylkingar, stjórnar og stjórnarand- stöðu, séu um þessar mundir mjög svipaðar að stærð,“ segir Steingrím- ur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Lokum ekki neinum dyr- um, en viljum stjórn með vinstrisinnaða stefnu FULLTRÚAR grasrótarhreyfing- arinnar „Vina Hellisheiðar“ af- hentu Sturlu Böðvarssyni, sam- gönguráðherra, undirskriftalista fyrir framan Alþingishúsið í gær. Um fimm þúsund einstaklingar rit- uðu nöfn sín á listann til stuðnings vegabótum, lýsingu og breikkun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli. Undirskriftalistarnir lágu frammi á bensínstöðvum á Suður- landi en einnig skráði fólk nöfn sín á heimasíðu „Vina Hellisheiðar“ á Netinu. Sigurður Jónsson, talmaður hreyfingarinnar, sagði ráðherra hafa sýnt málinu áhuga og að það yrði skoðað vandlega. „Þetta er í höndum þingmanna og ráðherrans og við vildum aðeins sýna áhuga og stuðning íbúa Suðurlands við veg- bætur þjóðvegarins,“ sagði Sig- urður. Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra undirskriftalista með nöfnum um fimm þúsund „Vina Hellisheiðar“ fyrir framan Alþingishúsið í gær. Undir- skriftir afhentar SIGRÚN Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans, og Árni Þór Sig- urðsson, varaborgarfulltrúi Reykja- víkurlistans og formaður skipulags- og byggingarnefndar, eru fylgjandi því að í aðalskipulagi fyrir árin 2016– 2024, sem samþykkt verður á kjör- tímabilinu, verði gert ráð fyrir byggð í Vatnsmýrinni. Alfreð er þeirrar skoðunar að starfsemi flugvallar geti farið saman við byggð á svæðinu. Sigrún segir ljóst að meirihluti borg- arbúa sé hlynntur því að hafa flug- völl í eða við Reykjavík. „Það er mjög erfitt að hlíta ekki niðurstöðum úr skoðanankönnuninni þótt þær séu mér engan veginn að skapi. Það skilja að einungis fá at- kvæði og hér er ekki um bindandi kosningu að ræða. Ég er því jafn- óbundin gagnvart aðalskipulagi og ég hefði verið fyrir kosningarnar,“ segir Sigrún. Hún segir að það sé því rétt sem fram komi í máli Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borgarstjóra að þessi spurning komi til kasta borgar- stjórnar Reykjavíkur eins og hún hefði hvort eð er alltaf gert. „Við fórum af stað með þessa kosningu vegna þess að við vorum að vinna að aðalskipulaginu. Við vildum fá fram sjónarmið borgarbúa vegna þess um hve stórt mál var að ræða. Aðalskipulagið kemur eftir sem áður til kasta borgarstjórnar. Maður á það alltaf við samvisku sína hvort farið er eftir mótmælum og minni ég í þessu sambandi á mótmæli 14 þús- und manna gegn byggingu Ráðhúss Reykjavíkur sem ekki var farið eftir. En hins vegar var ákveðið að taka mið af mótmælum gegn byggingu í horni Laugardalsins, sem mér fannst persónulega kjörin bygging- arlóð. Ég lít á flugvallarmálið með ná- kvæmlega sama hætti. Það er úti- lokað annað en að borgin vinni áfram að skipulagsmálum eftir 2016 með þessa niðurstöðu í huga. En ég vil ítreka að framundan bíður okkar jafnvægislist sem við þurfum að tak- ast á við í samvinnu við samgöngu- yfirvöld, sérstaklega vegna þess hve mjótt var á mununum. En í mínum huga er það alveg ljóst að meirihluti borgarbúa er hlynntur því að hafa flugvöll í eða við Reykjavík,“ sagði Sigrún. Bæði flugvöll og íbúðabyggð Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, kveðst lengi hafa verið þeirrar skoðunar að nýta Vatnsmýrina ekki einvörðungu til flugvallarstarfsemi heldur einnig til íbúðar og atvinnustarfsemi. „Ég hef jafnframt haldið því fram að hægt væri að hafa flugvöllinn á svæðinu í mjög breyttri mynd með því að minnka flugvallarsvæðið mjög verulega og koma íbúðar og atvinnu- starfsemi, og starfsemi Háskólans og Landspítalans í auknum mæli inn á svæðið,“ segir Alfreð. Hann bendir á að borgaryfirvöld séu ekki skuldbundin til að hlíta nið- urstöðum í atkvæðagreiðslu vegna þess hve þátttakan var lítil. Næstu skref séu því að ræða við samgöngu- yfirvöld og finna sátt. Alfreð bendir á að um 133 hektarar fari undir flug- völlinn núna, en með því að leggja austur-vesturbraut út í Skerjafjörð- inn fengjust 70 hektarar til baka. Al- freð bendir á hugmyndir Gísla Hall- dórssonar um að báðar brautirnar verði verulega styttar og austur- vesturbrautin sett út í Skerjafjörð á uppfyllingu, myndu skila til baka 96 hekturum. „Það eru því möguleikar að fá verulega mikið landrými til baka en halda þó flugvallarstarfsem- inni áfram. Þetta myndi ég vilja fara í gegnum áður en lokaákvörðun verður tekin,“ segir Alfreð. Ekki verði gert ráð fyrir flugvallarmannvirkjum Árni Þór Sigurðsson, varaborgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, segir að sín afstaða í málinu sé samstiga af- stöðu borgarstjóra. „Ég reikna með því að fyrir endurskoðun aðalskipu- lags, sem núna stendur yfir og á að gilda til 2024, verði svæðið sýnt með byggð í Vatnsmýrinni á síðasta hluta þessa skipulagstímabils,“ sagði Árni Þór. Hann vildi ekki gefa upp um hve stóra byggð þar væri að ræða enda ætti eftir að móta það nánar. Margar tillögur og hugmyndir hefðu komið fram í þeim efnum. En ljóst sé að ekki verði gert ráð fyrir flugvallar- mannvirkjum í Vatnsmýrinni og það þyrfti Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög að ræða við samgöngu- yfirvöld. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG í Reykjavík, segir að þótt nið- urstöðurnar í kosningum um flug- vallarsvæðið hafi verið þær að ívið fleiri hafi verið fylgjandi því að flug- völlurirnn yrði látinn víkja, sé ekki þar með sagt að fyrir liggi hvernig menn vilja nýta svæðið. „Það er eðlilegt að settir séu fram valkostir um nýtingu Vatnsmýrar- innar eftir 2016 og skipulagsyfir- völdum falið að útfæra þá. Menn þurfa síðan að taka afstöðu til þeirra kosta sem fram koma og sjálfsögðu verður að hafa í huga að allir verða þeir að fara í umhverfismat. Það er því ekki tímabært að mínum dómi að kveða upp úr um. Hins vegar ber að fagna þeirri miklu umræðu og vakn- ingu sem orðið hefur í tengslum við þessa kosningu. Menn eru nú í al- vöru að horfa til skipulagsmála og það í sjálfu sér finnst mér vera fagn- aðarefni,“ segir Ögmundur. Mismunandi sjónarmið varðandi Vatnsmýrina í aðalskipulagi 2016–2024 Fylgjandi íbúðabyggð með eða án flugvallar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.