Morgunblaðið - 22.03.2001, Side 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
tökin í Makedóníu
hafa enn einu sinni
vakið spurninguna
sem hefur hrjáð hið
svokallaða alþjóða-
samfélag frá því að hernaðar-
afskipti í nafni mannúðar hófust,
nefnilega þá hvort þau séu rétt-
lætanleg. Réttum tveimur árum
eftir að sprengjuherferð NATO á
Júgóslavíu hófst hafa átök á svæð-
inu blossað upp að nýju og þótt
stríðandi fylkingar séu ekki hinar
sömu eiga þær ýmislegt sameig-
inlegt með þeim sem tókust á í
Kosovo síðla vetrar og vorið 1999.
Hvað hefur breyst? Lítið.
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, sagði sprengjuárásir Atl-
antshafsbandalagsins á Kosovo
hafa verið fyrsta dæmið um að
mannréttindi væru sett ofar ríkja-
rétti. Afskipti
Vesturlanda
af átökunum á
Balkanskaga
falla líklega
sömuleiðis
undir þessa
skilgreiningu þótt ljóst sé að Kos-
ovo hafi átt að vera sönnun þess
að aðgerðarleysið í Bosníu yrði
ekki látið endurtaka sig. Á þeim
árum sem liðin eru frá því að átök-
unum í Kosovo lauk fer þó ekki
hjá því að menn spyrji sig hvort
rétt hafi verið að hafa afskipti af
þeim. Óbreyttir borgarar láta enn
lífið vegna þjóðernis síns og skoð-
ana og nú hafa átök, sem minna
um margt á upphaf Kosovo-
stríðsins, hafist að nýju. Stríð í
Kosovo kom þeim sem fylgst hafa
með gangi mála á Balkanskaga
ekki á óvart en spurningin er aft-
ur á móti hvort það sem á eftir
kom hafi gert það. Líklega gerði
alþjóðasamfélagið, sem greip til
aðgerða gegn Serbum vegna
voðaverka þeirra í Kosovo, sér
ekki fyllilega grein fyrir að það
gæti ekki nema að litlu leyti haft
stjórn á afleiðingunum. Sú alda
hefndaraðgerða og ofbeldisverka
sem reið yfir Kosovo í kjölfar upp-
gjafar Serba sumarið 1999 olli
gríðarlegum vonbrigðum um allan
heim. Starf alþjóðasamtaka sner-
ist á örskömmum tíma upp í að
verja þjóð sem þau höfðu hingað
til talið óvininn, fyrir árásum
þeirra sem sömu samtök höfðu
reynt að koma til aðstoðar
skömmu áður. Efasemdaradd-
irnar voru auðvitað á sínum stað
og talsmenn alþjóðasamtaka
máttu æ oftar svara spurningunni
um hvort sprengjuherferð NATO
á Júgóslavíu hefði verið þess virði.
Var rétt að koma fólki til aðstoðar
sem síðan notaði fyrsta tækifærið
til að koma jafnilla fram við þá
sem áttu litla sem enga sök á því
sem átt hafði sér stað? Var rétt að
leggja allt þetta fé og allan þenn-
an mannafla til að grípa inn í þró-
un sem margir segja að verði ekki
stöðvuð? Og síðast en ekki síst;
Var saga Balkanskaga ekki bara
röð ofbeldisverka og mannrétt-
indabrota og einfeldni að halda að
hægt væri að breyta aldagömlum
siðvenjum og hugarfari? Nú bæt-
ist sú spurning við hvort átökin í
Makedóníu hafi átt að koma al-
gerlega á óvart í ljósi sögunnar og
aðstæðna. Síðasta sumar voru í
tvígang gerðar árásir á lög-
reglustöðvar á svæðum sem eru
að meirihluta byggð Albönum.
Samtök sem kváðust berjast fyrir
frelsi og jafnrétti Albana lýstu
ábyrgð á þeim. Enginn vissi
hverjir stóðu að baki þeim, þær
endurtóku sig ekki, gleymdust
jafnharðan. Menn ypptu öxlum og
hugsuðu ekki frekar út í hvað
kynni að krauma undir niðri.
Enn er erfitt að segja til um
hver munurinn er á þeim átökum
sem nú hafa blossað upp í Maked-
óníu og upphafi Kosovo-stríðsins.
Albanar í Makedóníu hafa búið við
skarðan hlut, þeir hafa verið kúg-
aður minnihluti í slavnesku ríki
rétt eins og Kosovo-Albanar, ann-
ars flokks borgarar. En slav-
neskir Makedóníumenn hafa ekki
staðið fyrir skipulögðum hern-
aðaraðgerðum gegn þeim, þeir
hafa ekki ráðist á heimili
óbreyttra borgara, hrakið þá á
brott og myrt.
Albanar hafa í krafti fjölda síns
fengið aukna aðild að æðstu valda-
stofnunum landsins vegna þess að
Makedóníumenn gerðu sér grein
fyrir hve lítið þarf til þess að upp
úr sjóði. Albanar fengu að stofna
háskóla í Tetovo, borginni þar
sem átökin brutust út nú, og þrátt
fyrir að takmarkaðrar hrifningar
þjóðanna hvor á annarri hafi gætt
hefur sambúð þeirra verið frið-
samleg.
Nú bendir margt til þess að hún
heyri sögunni til. „Ætli við förum
ekki að hata hvert annað,“ sagði
einn íbúi Tetovo í vikunni. Við-
brögð íbúa Makedóníu eru sorg-
leg áminning um hve reiðubúin
mannskepnan er til að byrja að
hata nágranna sinn, eingöngu
vegna þess að hann er af öðru
þjóðerni. Og um leið að fallast á að
stríðsátök séu eina leiðin. Sú
ákvörðun albanskra skæruliða að
grípa til vopna og viðbrögð make-
dónska hersins eru til marks um
hve lítið hefur breyst. Eina ríki
gömlu Júgóslavíu, sem virtist ætla
að komast hjá stríðsátökum, hefur
nú dregist inn í röð atburða sem
sýndust smávægilegir í fyrstu en
gætu hæglega snúist upp í enn
eitt stríðið á Balkanskaga.
Og hvað á NATO að gera? Til
að afla sprengjuárásunum á Júgó-
slavíu fylgis beitti bandalagið
gríðarlegri áróðursherferð sem
aftur varð til þess að ýta undir
óraunsæjar hugmyndir manna
um það sem við tæki í Kosovo að
stríði loknu. Hin máttuga stríðs-
vél sem varpaði sprengjum daga
og nætur á Júgóslavíu og hafði
sigur gat ekki stöðvað ofbeldið á
jörðu niðri eftir stríð þrátt fyrir að
hún sendi þangað rúmlega 40 þús-
und hermenn. Getur hún stöðvað
átökin í Makedóníu? Er það þess
virði, spyrja menn sig sjálfsagt nú
í vestrænum stjórnarsetrum, í
höfuðstöðvunum, í herbúðunum á
Balkanskaga. Enginn efast um að
þeir sem tapa í mögulegum stríðs-
átökum í Makedóníu verða eins og
annars staðar óbreyttir borgarar.
Það er siðferðilega rangt að
segja að hernaðaríhlutun í mann-
úðarskyni borgi sig ekki, sé ekki
réttlætanleg. Mannslíf verða ekki
metin til fjár. En það er kannski
jafnrangt að gera sér rang-
hugmyndir um afleiðingarnar.
Það er sá lærdómur sem títtnefnt
alþjóðasamfélag getur dregið af
afskiptum sínum á Balkanskaga.
Hvort hann kemur til góða í
Makedóníu er önnur saga.
Sagan end-
urtekur sig
Er saga Balkanskaga ekki bara röð of-
beldisverka og mannréttindabrota og
einfeldni að halda að hægt sé að breyta
aldagömlum siðvenjum og hugarfari?
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is
LEIÐTOGAR Sjálf-
stæðisflokksins hafa í
tengslum við Vatns-
mýrarkosningarnar
veitt okkur athyglis-
verða sýn á skilning
þeirra á lýðræðinu. Á
sama tíma og hinn vest-
ræni heimur lítur á
aukna þátttöku al-
mennings í mótun og
afgreiðslu mála sem
brýnt verkefni stjórn-
málanna virðast leið-
togar Sjálfstæðis-
flokksins stefna í
þveröfuga átt. Allar
götur síðan Reykjavík-
urlistinn ákvað að setja
framtíð Vatnsmýrarinnar í dóm kjós-
enda í Reykjavík hafa leiðtogar Sjálf-
stæðisflokksins forðast umræðu um
efnisatriði málsins. Þess í stað hafa
þeir hamast við að tortryggja at-
kvæðagreiðsluna, draga úr mikil-
vægi hennar og í raun hvetja borg-
arbúa til afstöðuleysis um framtíð
Vatnsmýrarinnar. Þau voru skilaboð
oddvita Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, Davíðs Oddssonar og
Ingu Jónu Þórðardóttur, áskorun til
fólks um að afsala sér lýðræðislegu
áhrifavaldi sínu í einu
stærsta skipulagsmáli
Reykjavíkur fyrr og
síðar.
Mikilvæg spor
mörkuð
Þrátt fyrir þetta
greiddu ríflega 30 þús-
und Reykvíkingar at-
kvæði um nýtingu
Vatnsmýrarinnar.
Aldrei fyrr hafa jafn
margir tekið þátt í
ákvörðun í svo mikil-
vægu íslensku skipu-
lagsmáli, aldrei áður
hefur slík ákvörðun
verið tekin með at-
kvæðum svo fjölmenns hóps og aldr-
ei fyrr hefur farið fram eins víðtæk
og efnismikil umræða um nokkurt
mál af svipuðu tagi. Öllum mátti vera
ljóst að atkvæðagreiðslunni var ætl-
að að ná lendingu í einhverju um-
deildasta skipulagsmáli síðari tíma
og að sú lending yrði í höndum þeirra
sem mættu á kjörstað. Atkvæði þess-
ara Reykvíkinga verða ekki ómerkt
eftir á og eftir þeim ber að fara. At-
kvæðagreiðslan markar því djúp
spor í stjórnmálasögu landsins og
með henni er brautin rudd fyrir lýð-
ræði framtíðarinnar.
Menn kjósa ekki eftir á
Það er athyglisvert að nú þegar
niðurstaða liggur fyrir hjá þeim ríf-
lega 30 þúsund Reykvíkingum sem
létu sig málið varða krefjast leiðtog-
ar Sjálfstæðisflokksins þess að at-
kvæðagreiðslan verði hundsuð. Slík
er nú lýðræðisástin á þeim bæ. Þeir
leiðtogar Sjálfstæðisflokksins sem
heima sátu hafa nú ástæðu til þess að
naga sig í handarbökin en þeir verða
að sætta sig við þá staðreynd að þeir
kjósa ekki eftir á. Það að þeir skuli
síðan telja það sérstakan sigur að
„aðeins“ ríflega 30 þúsund Reykvík-
ingar hafi mætt á kjörstað segir síð-
an ýmislegt um lýðræðisskilning for-
ystu Sjálfstæðisflokksins og hlutverk
hennar í íslenskum stjórnmálum.
Reykvíkingar
hafa talað
Hrannar Björn
Arnarsson
Atkvæðagreiðsla
Aldrei fyrr, segir
Hrannar Björn Arn-
arsson, hafa jafn margir
tekið þátt í ákvörðun í
svo mikilvægu íslensku
skipulagsmáli.
Höfundur er borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans.
Í SAMANTEKT
Hollustuverndar ríkis-
ins á upplýsingum frá
Heilbrigðiseftirliti
sveitarfélaga kemur
fram að 69% matvæla-
fyrirtækja hafa ekkert
eða ófullnægjandi
innra eftirlit. Nú kann
einhver að spyrja:
Hvað er innra eftirlit,
hvað er unnið með því
að hafa innra eftirlit í
matvælaiðnaði og
hvers vegna hafa ein-
ungis 31% fyrirtækja
fullnægjandi innra eft-
irlit? Í þessari grein
mun ég kynna stutt-
lega hvað matvælafyrirtæki þurfa að
gera til að koma á innra eftirliti sem
uppfyllir settar reglur; þann ávinn-
ing sem innra eftirlit færir matvæla-
fyrirtækjum og velta upp hugsanleg-
um ástæðum fyrir því hve hægt
miðar að koma á innra eftirliti.
Hvað er innra eftirlit?
Hinn 20. september 1994 gaf um-
hverfisráðuneytið út reglugerð nr.
522/1994 um matvælaeftirlit og holl-
ustuhætti við framleiðslu og dreif-
ingu matvæla. Reglugerðin byggðist
á tilskipunum Evrópusambandsins
um þessi málefni. Þau nýmæli var að
finna í reglugerðinni að frá og með
14. desember 1995 skyldu öll mat-
vælafyrirtæki starfrækja innra eft-
irlit til að tryggja gæði, öryggi og
hollustu matvæla. Hið innra eftirlit
skyldi taka mið af umfangi starf-
semi. Við framkvæmd þessara mála
var fljótlega ákveðið að gera þá lág-
markskröfu til allra matvælafyrir-
tækja að þau komi upp innra eftirliti,
sem kallað er fimm fyrstu skrefin, og
felast í (1) þjálfun starfsfólks, (2)
hreinlætisáætlun, (3) stjórnun á
hitastigi, (4) eftirliti með vörumót-
töku og (5) viðbrögðum við frávikum.
Fyrirtæki sem teljast vera með um-
fangsmikla starfsemi, meðhöndla
viðkvæm matvæli eða framleiða mat-
væli fyrir viðkvæma hópa neytenda,
s.s. sjúklinga, eiga að koma á svo-
kölluðu GÁMES eftirlitskerfi, en
skammstöfunin stendur fyrir:
„Greining áhættuþátta og mikil-
vægra eftirlitsstaða.“ Það er í hönd-
um heilbrigðisnefndar á hverjum
stað að ákveða hvort
innra eftirlit fyrirtækis
skuli taka mið af fimm
fyrstu skrefunum eða
GÁMES.
Hvers vegna ættu
eigendur fyrirtækja að
koma á innra eftirliti
með tilheyrandi kostn-
aði og fyrirhöfn?
Hertar reglur og
auknar kröfur til mat-
vælafyrirtækja í seinni
tíð má líta á sem við-
leitni yfirvalda til að
vernda neytendur gegn
matarsjúkdómum.
Matarsjúkdómar hafa
einmitt færst í vöxt á
undanförnum áratugum. Oft og tíð-
um hafa þessir sjúkdómar þjáningar
í för með sér fyrir sjúklinga og
dauðsföll af þeirra völdum eru vel
þekkt. Þannig áætlar CDC („Center
for Disease Control and Preven-
tion“) í Bandaríkjunum að þar verði
árlega um 76 milljónir veikindatil-
fella, 325.000 innlagnir á sjúkrahús
og 5.000 dauðsföll af völdum matar-
sýkinga. Sambærilegar tölur eru
ekki til fyrir Ísland.
Fjölmiðlar hafa sýnt þessum mál-
um vaxandi áhuga og fjallað ítarlega
um slys af þessu tagi. Fyrirtæki sem
blandast hafa inn í slíka umfjöllun
geta orðið fyrir miklu tjóni. Jafnvel
eru dæmi um að slíkar uppákomur
hafi kippt grundvelli undan rekstri
fyrirtækja.
Virkt innra eftirlit dregur veru-
lega úr líkum á matarsjúkdómum og
afleiðingar þeirra tilfella sem upp
geta komið verða ekki jafn alvarleg-
ar. Afar mikilvægt er fyrir framleið-
endur matvæla að geta sýnt fram á
að þeir hafi gert allt sem hægt var til
að verjast matarsýkingum þegar
upp koma slys, s.s. sýkingar eða eitr-
anir af völdum matvæla.
Í skýrslu ráðgjafarhóps Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar um
leiðir til að innleiða GÁMES í lítil og/
eða vanþróuð fyrirtæki er bent á eft-
irfarandi ávinning þess að beita
GÁMES í matvælaiðnaði. Helsti
ávinningur neytenda er minni hætta
á matarsýkingum, aukin vitund um
hollustuhætti, aukin tiltrú á mat-
vælaiðnaðinum og bætt lífsgæði.
Ávinningur matvælaiðnaðarins er
sagður vera bætt tiltrú almennings
og stjórnvalda á matvælaiðnaðinum,
lægri lögfræði- og tryggingarkostn-
aður, bættur markaðsaðgangur,
minni framleiðslukostnaður vegna
færri innkallana og betri nýtingar,
aukin stöðlun framleiðslu, aukin
áhugi starfsfólks og stjórnenda á
matvælaöryggi og minni áhætta í
rekstri. Ávinningur stjórnvalda af
GÁMES er talinn vera bætt heilsu-
far almennings, lægri útgjöld til heil-
brigðismála, aukin skilvirkni í mat-
vælaeftirliti, auðveldari viðskipti
með matvæli og aukin tiltrú sam-
félagsins á öryggi matvæla.
Meðal þess sem skýrsluhöfundar
álíta að hamli því að GÁMES sé tekið
upp í matvælaiðnaði er: Áhugaleysi
fyrirtækja, skortur á lagakröfum,
áhugaleysi yfirvalda, skortur á fjár-
magni, skortur á menntuðu starfs-
fólki, skortur á tæknilegri þekkingu,
slæmur aðbúnaður í fyrirtækjum,
skortur á áhuga meðal almennings
og léleg samskipti á milli stjórnvalda
og iðnaðarins.
Það að innra eftirliti hefur ekki
verið komið á í nema 31% matvæla-
fyrirtækja verður að skrifa á reikn-
ing fyrirtækja og yfirvalda. Vaxandi
áhugi almennings á þessum mála-
flokki ætti að verða fyrirtækjum og
yfirvöldum hvatning til að fylgja
settum reglum og leggja í samstillt
átak til að koma á innra eftirliti í öll-
um matvælafyrirtækjum.
Hægt er að lesa áðurnefnda
skýrslu um leiðir til að innleiða
GÁMES í lítil og/eða vanþróuð fyr-
irtæki á heimasíðu Heilbrigðiseftir-
lits Suðurnesja: www.hes.is.
Innra eftirlit í mat-
vælaiðnaði
Ásmundur E.
Þorkelsson
Heilbrigði
Leiða má líkur að því,
segir Ásmundur E.
Þorkelsson, að víðtækri
útbreiðslu innra eftirlits
fylgi ávinningur fyrir
allt samfélagið.
Höfundur starfar hjá Heilbrigðis-
eftirliti Suðurnesja.