Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 69

Morgunblaðið - 22.03.2001, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 69 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Þú ert oftast hrókur alls fagnaðar en reynist fólki stundum of hviklyndur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að varast alla stöðnun og því þarftu að fylgjast vel með í þínu fagi og á öðrum sviðum líka. Þú kannt að þurfa að hverfa frá vissu verkefni.\ Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þín að láta engan mis- nota tilfinningar þínar, hvort heldur um er að ræða vini og vandamenn eða aðra aðila. Fátt er eins dýrmætt og að kunna að verja sjálfan sig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú gáir vel muntu finna munstur í ringulreiðinni sem ríkir á vinnustað þínum. Láttu hana ekki hrífa þig með sér heldur stattu fast á þínu.\ Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlauptu ekki upp til handa eða fóta út af einhverjum blá- ókunnugum heldur geymdu þér að fella dóm yfir honum þar til þú hefur kynnst kostum hans og göllum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það eru mikil sannindi í því fólgin að illt sé að leggja ást á þá sem enga kann á móti. Farðu þér því hægt í málefn- um hjartans og leyfðu hugan- um að vera með í spilinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki einhver aukaatriði leiða þig afvega frá þýðingar- mestu hlutunum í áætlun þinni. Bíddu ekki eftir öðrum heldur taktu strax til þinna ráða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einbeittu þér að þeim hlutum sem þú kemst auðveldlega yfir og getur leyst svo að vel fari. Við annað skaltu leita þér nauðsynlegrar aðstoðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í algleymingi. Reyndu að leita jafnvægis og forðast öfgar á hvern veginn sem er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að bera allar syndir heimsins. Það er nóg að þú hafir stjórn á eigin málum svo þú skalt láta aðra um sín og ekki reyna að hafa stjórn á þeim líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki draga úr gleði þinni þótt allir í kringum þig séu ekki viðhlæjendur þínir því máltækið segir að ekki séu all- ir viðhlæjendur vinir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í öll kynni af ókunnugum því að ef þú ferð of geyst verða vonbrigðin þeim mun sárari er í ljós kem- ur að misjafn er sauður í mörgu fé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt gangast undir ein- hvers konar þolraun í dag en þarft út af fyrir sig ekki að hafa af því neinar áhyggjur því þú ert vel undir hana búinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu. Félag- arnir Björn Þorfinnsson (2255) og Sigurður Páll Steindórsson (2205) öttu hér kappi saman. Sá fyrr- nefndi nýtti sér vel tíma- hrak hvíts og fékk nú ávöxt erfiðisins. 36... Bd6! 37.Dc3 Hvítur myndi tapa skiptamun til viðbót- ar ef hann tæki bisk- upinn. 37... Dxh5 og hvítur féll á tíma en staða hans er orðin afar erfið. Lokast- aðan í 2. deild varð þessi: 1. Skákfélagið Grandrokk a-sveit 29½ vinningur af 42 mögulegum. 2. Tafl- félag Bolungarvíkur 28½ v. 3. Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 22 v. 4. Skákfélag Akureyrar b-sveit 20½ 5. Taflfélag Akraness a-sveit 20 v. 6. Taflfélagið Hellir c-sveit 18 ½ v. 7. Skákfélag Reykjanesbæjar a-sveit 15 v. 8. Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 13½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT SORG OG VIZKA Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur, hvert vizkubarn á sorgar brjóstum liggur. * Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín. Þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. Steingrímur Thorsteinsson ORÐUR OG TITLAR Orður og titlar, úrelt þing, – eins og dæmin sanna, – notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars, verður fimmtugur Benedikt Vilhjálmsson, raf- eindavirkjameistari. Hann og eiginkona hans, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, taka á móti gestum á Lagarfljót- sorminum (ferjunni) frá kl. 20.30 á ytri höfninni. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars verður níræð Pálína Guðrún Einarsdóttir frá Tálknafirði, húsmóðir, bú- sett á Hrafnistu í Reykja- vík. Eiginmaður hennar var Þórarinn Jónsson sem lést 1973. Pálína tekur á móti vinum og vandamönnum nk. laugardag 24. mars kl. 16 á Hrafnistu í Reykjavík, í salnum Helgafelli á 4. hæð, C-álmu. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars, verður fimmtugur Tryggvi Jónasson, kíróp- raktor/hnykklæknir. Eig- inkona hans er Sigurlaug Kristín Hraundal. Þau hjón- in eru að heiman á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 23. mars, verður sjötugur Sigurður Marinó Sigurðs- son, Brekkugötu 21, Vog- um, Vatnsleysuströnd. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum á afmælisdag- inn í Samkomuhúsinu Glað- heimum, Vogum, Vatns- leysuströnd, kl. 19. EF lesandinn vill ekki verða af góðum konfektmola ætti hann að skyggja á hendur vesturs og suðurs, og setja sig inn í vanda austurs í vörn gegn sex spöðum. En það er sanngjart að vara „neytand- ann“ við – þetta er seigur moli og seinmeltur, og ekki fyrir viðkvæmar tennur. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD ♥ 642 ♦ Á53 ♣ ÁD72 Vestur Austur ♠ 84 ♠ 732 ♥ DG105 ♥ Á93 ♦ 10874 ♦ 96 ♣ 964 ♣ KG853 Suður ♠ G10965 ♥ K87 ♦ KDG2 ♣ 10 NS spila vel útfært Stand- ard-kerfi: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass Með tveimur gröndum sýnir norður 18–19 HP og síðan gott hámark þegar hann stekkur í fjóra spaða við þremur tíglum makkers á eftir. Suður afræður þá að spyrja um lykilspil og fær upp fjögur. Hann spyr næst um trompdrottninguna og norður segist eiga hana með stökki sínu í sex spaða. Makker spilar út hjarta- drottningu og þú tekur með ás. En hvað svo? Þetta er nógu seigt undir tönn á opnu borði (þótt bragðgott sé), hvað þá þegar aðeins tvær hendur sjást. En austur veit þó eitt og annað um spil sagnhafa. Suður á a.m.k. fimmlit í spaða og fjórlit í tígli. Tæp- lega vantar hámann inn í tíg- ulinn, svo slemman stendur óhjákvæmilega ef suður á tíu spil í litunum sínum. Austur ætti því að gera ráð fyrir því að suður eigi aðeins níu spil í spaða og tígli, og þar með eingöngu ellefu örugga slagi: fimm á spaða, hjarta- kóng, fjóra á tígul og laufás. Sé staðan þannig gæti sagnhafi reynt við tólfta slaginn með því að svína laufdrottningu og það er þér ekki á móti skapi. En það er til önnur leið og mun betri – það er að segja, ef þú spilar hjarta um hæl í öðrum slag. Sagnhafi drepur, spilar lauf- ás og trompar lauf. Fer inn í borð á tígulás og trompar aftur lauf. Og enn inn á blindan, nú á spaða, til að stinga lauf í þriðja sinn. Síð- an tekur hann trompin (og hendir hjarta í það síðasta heima) og leggur upp. Með öðrum orðum – sígildur „öf- ugur blindur“, þar sem sjötti trompslagurinn kemur með því að stinga þrjú lauf heima. Vörnin við þessari hættu leynir verulega á sér. Þú verður að spila trompi í öðr- um slag og taka þannig eina innkomu úr borðinu strax. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ég held ég sé með hús sem þið ráðið við að kaupa. Hvernig líst ykkur á Síberíu? Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar Ný sending af yfirhöfnum frá tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. GOLLAS TRYGGÐU BARNINU ÞÍNU ÞÆGINDI I Í 2001 w w w. o o . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.