Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 22.03.2001, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 69 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Þú ert oftast hrókur alls fagnaðar en reynist fólki stundum of hviklyndur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að varast alla stöðnun og því þarftu að fylgjast vel með í þínu fagi og á öðrum sviðum líka. Þú kannt að þurfa að hverfa frá vissu verkefni.\ Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þín að láta engan mis- nota tilfinningar þínar, hvort heldur um er að ræða vini og vandamenn eða aðra aðila. Fátt er eins dýrmætt og að kunna að verja sjálfan sig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú gáir vel muntu finna munstur í ringulreiðinni sem ríkir á vinnustað þínum. Láttu hana ekki hrífa þig með sér heldur stattu fast á þínu.\ Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlauptu ekki upp til handa eða fóta út af einhverjum blá- ókunnugum heldur geymdu þér að fella dóm yfir honum þar til þú hefur kynnst kostum hans og göllum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það eru mikil sannindi í því fólgin að illt sé að leggja ást á þá sem enga kann á móti. Farðu þér því hægt í málefn- um hjartans og leyfðu hugan- um að vera með í spilinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki einhver aukaatriði leiða þig afvega frá þýðingar- mestu hlutunum í áætlun þinni. Bíddu ekki eftir öðrum heldur taktu strax til þinna ráða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einbeittu þér að þeim hlutum sem þú kemst auðveldlega yfir og getur leyst svo að vel fari. Við annað skaltu leita þér nauðsynlegrar aðstoðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í algleymingi. Reyndu að leita jafnvægis og forðast öfgar á hvern veginn sem er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að bera allar syndir heimsins. Það er nóg að þú hafir stjórn á eigin málum svo þú skalt láta aðra um sín og ekki reyna að hafa stjórn á þeim líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki draga úr gleði þinni þótt allir í kringum þig séu ekki viðhlæjendur þínir því máltækið segir að ekki séu all- ir viðhlæjendur vinir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í öll kynni af ókunnugum því að ef þú ferð of geyst verða vonbrigðin þeim mun sárari er í ljós kem- ur að misjafn er sauður í mörgu fé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt gangast undir ein- hvers konar þolraun í dag en þarft út af fyrir sig ekki að hafa af því neinar áhyggjur því þú ert vel undir hana búinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu. Félag- arnir Björn Þorfinnsson (2255) og Sigurður Páll Steindórsson (2205) öttu hér kappi saman. Sá fyrr- nefndi nýtti sér vel tíma- hrak hvíts og fékk nú ávöxt erfiðisins. 36... Bd6! 37.Dc3 Hvítur myndi tapa skiptamun til viðbót- ar ef hann tæki bisk- upinn. 37... Dxh5 og hvítur féll á tíma en staða hans er orðin afar erfið. Lokast- aðan í 2. deild varð þessi: 1. Skákfélagið Grandrokk a-sveit 29½ vinningur af 42 mögulegum. 2. Tafl- félag Bolungarvíkur 28½ v. 3. Taflfélag Reykjavíkur c-sveit 22 v. 4. Skákfélag Akureyrar b-sveit 20½ 5. Taflfélag Akraness a-sveit 20 v. 6. Taflfélagið Hellir c-sveit 18 ½ v. 7. Skákfélag Reykjanesbæjar a-sveit 15 v. 8. Taflfélag Reykjavíkur d-sveit 13½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT SORG OG VIZKA Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur, hvert vizkubarn á sorgar brjóstum liggur. * Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín. Þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. Steingrímur Thorsteinsson ORÐUR OG TITLAR Orður og titlar, úrelt þing, – eins og dæmin sanna, – notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars, verður fimmtugur Benedikt Vilhjálmsson, raf- eindavirkjameistari. Hann og eiginkona hans, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, taka á móti gestum á Lagarfljót- sorminum (ferjunni) frá kl. 20.30 á ytri höfninni. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars verður níræð Pálína Guðrún Einarsdóttir frá Tálknafirði, húsmóðir, bú- sett á Hrafnistu í Reykja- vík. Eiginmaður hennar var Þórarinn Jónsson sem lést 1973. Pálína tekur á móti vinum og vandamönnum nk. laugardag 24. mars kl. 16 á Hrafnistu í Reykjavík, í salnum Helgafelli á 4. hæð, C-álmu. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. mars, verður fimmtugur Tryggvi Jónasson, kíróp- raktor/hnykklæknir. Eig- inkona hans er Sigurlaug Kristín Hraundal. Þau hjón- in eru að heiman á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 23. mars, verður sjötugur Sigurður Marinó Sigurðs- son, Brekkugötu 21, Vog- um, Vatnsleysuströnd. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum á afmælisdag- inn í Samkomuhúsinu Glað- heimum, Vogum, Vatns- leysuströnd, kl. 19. EF lesandinn vill ekki verða af góðum konfektmola ætti hann að skyggja á hendur vesturs og suðurs, og setja sig inn í vanda austurs í vörn gegn sex spöðum. En það er sanngjart að vara „neytand- ann“ við – þetta er seigur moli og seinmeltur, og ekki fyrir viðkvæmar tennur. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD ♥ 642 ♦ Á53 ♣ ÁD72 Vestur Austur ♠ 84 ♠ 732 ♥ DG105 ♥ Á93 ♦ 10874 ♦ 96 ♣ 964 ♣ KG853 Suður ♠ G10965 ♥ K87 ♦ KDG2 ♣ 10 NS spila vel útfært Stand- ard-kerfi: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass Með tveimur gröndum sýnir norður 18–19 HP og síðan gott hámark þegar hann stekkur í fjóra spaða við þremur tíglum makkers á eftir. Suður afræður þá að spyrja um lykilspil og fær upp fjögur. Hann spyr næst um trompdrottninguna og norður segist eiga hana með stökki sínu í sex spaða. Makker spilar út hjarta- drottningu og þú tekur með ás. En hvað svo? Þetta er nógu seigt undir tönn á opnu borði (þótt bragðgott sé), hvað þá þegar aðeins tvær hendur sjást. En austur veit þó eitt og annað um spil sagnhafa. Suður á a.m.k. fimmlit í spaða og fjórlit í tígli. Tæp- lega vantar hámann inn í tíg- ulinn, svo slemman stendur óhjákvæmilega ef suður á tíu spil í litunum sínum. Austur ætti því að gera ráð fyrir því að suður eigi aðeins níu spil í spaða og tígli, og þar með eingöngu ellefu örugga slagi: fimm á spaða, hjarta- kóng, fjóra á tígul og laufás. Sé staðan þannig gæti sagnhafi reynt við tólfta slaginn með því að svína laufdrottningu og það er þér ekki á móti skapi. En það er til önnur leið og mun betri – það er að segja, ef þú spilar hjarta um hæl í öðrum slag. Sagnhafi drepur, spilar lauf- ás og trompar lauf. Fer inn í borð á tígulás og trompar aftur lauf. Og enn inn á blindan, nú á spaða, til að stinga lauf í þriðja sinn. Síð- an tekur hann trompin (og hendir hjarta í það síðasta heima) og leggur upp. Með öðrum orðum – sígildur „öf- ugur blindur“, þar sem sjötti trompslagurinn kemur með því að stinga þrjú lauf heima. Vörnin við þessari hættu leynir verulega á sér. Þú verður að spila trompi í öðr- um slag og taka þannig eina innkomu úr borðinu strax. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ég held ég sé með hús sem þið ráðið við að kaupa. Hvernig líst ykkur á Síberíu? Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar Ný sending af yfirhöfnum frá tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. GOLLAS TRYGGÐU BARNINU ÞÍNU ÞÆGINDI I Í 2001 w w w. o o . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.