Morgunblaðið - 25.04.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 25.04.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opinn bæjarstjórnarfundur um ST-21 Á Degi um- hverfisins DAGUR umhverfis-ins er í dag. Af þvítilefni verður op- inn hátíðafundur hjá bæj- arstjórn Hveragerðisbæj- ar í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölf- usi, en Hveragerðisbær hlaut í þessum mánuði hvatningarverðlaun fyrir ST-21 - Staðardagskrá 21, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverf- isráðuneyti. Á fundinum í dag mun umhverfisráð- herra Siv Friðleifsdóttir ávarpa gesti. Að sögn Kol- brúnar Þóru Oddsdóttur, umhverfisstjóra Hvera- gerðis, er öllum heimill að- gangur að þessum fundi. „Á þessum opna fundi verður Staðardagskráin 21 hjá okkur tekin til síðari um- ræðu, en Hveragerðisbær fékk hvatningarverðlaun ST-21, sem fyrr sagði, fyrir skömmu. Á fund- inum verður veggspjaldasýning þar sem gerð er grein fyrir mark- miðum og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 hjá bæjar- félaginu hér. Þetta er samvinnu- verkefni umhverfisstjóra og grunnskóla Hveragerðisbæjar, en nemendur í sjöunda bekk hafa tekið ljósmyndir til að lýsa betur framkvæmdaáætlun þeirri sem unnið er eftir.“ – Fyrir hvað fékk Hveragerð- isbær hvatningarverðlaun Stað- ardagskrár 21? „Verðlaunin voru veitt fyrir samstarfssamning milli Hvera- gerðisbæjar og Dvalarheimilis Ásbyrgis, Heilsustofnunar NLFÍ, sveitarfélagsins Ölfus, Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum og rekstrarfélags Ölfusborga. Mark- mið samvinnunar er m.a. að efla tengsl á milli aðila, vinna saman að ýmsum málefnum er tengjast umhverfismálum, miðla þekkingu og móta umhverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21. Við erum bara lítið sveitarfélag hér, en með þessum samningi náðum við breiðu samstarfi og markvissara starfi en ella hefði verið.“ – Er dagur umhverfisins hald- inn hátíðlegur víða um heim? „Þetta er dagur sem Samein- uðu þjóðirnar samþykktu að halda hátíðlegan en Íslendingar breyttu dagsetningu hjá sér til að auðvelda grunnskólanemum að taka þátt í starfi hans. Hér á landi er miðað við fæðingardag fyrsta íslenska náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar – þess manns er orðaði fyrstur þá hugsun er nú kallast sjálfbær þróun. Þess má geta að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þennan dag til þess að gefa stjórnvöldum á hverjum stað, félagasamtökum og fjölmiðl- um tækifæri til að efla opinbera umhverfisumræðu. Dagur um- hverfisins er hugsaður sem hvatn- ing til skólafólks og almennings til að kynna sér betur samskipti manns og náttúru.“ – Er almenningur vel vitandi um þessi efni? „Margir vita ekki nóg um Staðardagskrá 21 og hvað sjálfbær þróun er. Sjálfbær þróun er þró- un sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kyn- slóða á að mæta þörfum sínum. Með öðrum orðum: að lifa í sátt og samlyndi við móður náttúru og gæta þess að ganga ekki á þær auðlindir og þann höfuðstól sem komandi kynslóðir taka við. Áætl- unin snýst ekki einvörðungu um umhverfismál heldur er henni einnig ætlað að taka tillit til efna- hagslegra og félagslegra þátta.“ – Hvernig á að taka tillit til þessara þátta? „Ég ætla að svara þessu með því að vitna í vinsælt slagorð: „Við fengum jörðina ekki í arf frá for- feðrum okkar – við höfum hana að láni frá börnunum okkar.“ – Hvað þarf fólk einkum að vita um Staðardagskrá 21? „Hún lýtur að sjálfbærri þróun samfélagsins. Eitt af grundvallar- atriðinum er: hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir. Þetta er áætlun þar sem sveitar- félagið gerir grein fyrir hvaða leið það ætlar að fara í sjálfbærri þró- un á 21. öldinni. Ef vel á að takast til þurfa félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og almenningur að taka þátt. Það má segja að í Staðardag- skrá 21 sé gerð grein fyrir stöðu- mati í fjölmörgum málaflokkum. Sett eru fram markmið. Unnið er að starfs- og tímaáætlunum, framkvæmdir eru tímasettar og starfið að lokum endurmetið. Það sem við hjá Hveragerðisbæ erum að gera núna er að samþykkja okkar fyrstu framkvæmdaáætlun fyrir Staðardagskrá 21 og vekja athygli almennings á henni á degi umhverfisins.“ – Hvað er á dagskrá hjá ykkur í Staðardagskrá 21? „Fjölmargar framkvæmdir er tengjast eftirfarandi málaflokk- um: holræsi- og frá- veitukerfi, úrgangur frá heimilum og fyrir- tækjum, náttúrumeng- un, gæði neysluvatns, hávaði og loftmengun, menningarminjar og náttúruvernd, umhverfisfræðsla, orkusparnaðaraðgerðir, mein- dýraeyðing, skipulagsmál, um- ferð og flutningar, auðlindanotk- un, atvinnulífið og heilsa. Á opna fundinum verða kynnt- ar framkvæmdir sem lúta að þessum ofangreindu málaflokk- um. Öllum er velkomið að koma þangað og kynna sér Staðardag- skrá Hveragerðisbæjar.“ Kolbrún Þóra Oddsdóttir  Kolbrún Þóra Oddsdóttir fæddist 8. júní 1956 í Reykjavík. Hún lauk prófi sem ylrækt- arfræðingur frá Garðyrkjskóla ríksins að Reykjum í Ölfusi 1976 og stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1978. Einn- ig tók hún próf sem landslags- arkitekt cand. hort., frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1986. Hún hefur starfað m.a. sem landslags- arktitekt á byggingardeild Reykjavíkurborgar en er nú um- hverfisstjóri Hveragerðisbæjar. Kolbrún Þóra á tvær dætur. Hugsaðu hnattrænt og framkvæmdu heima fyrir HJÓLREIÐAMÖNNUM fjölgar nú ört á götum og gang- stígum höfuðborgarsvæðisins, enda sumarið komið og allur snjór löngu farinn. Á Suðurströndinni úti á Seltjarnarnesi voru tveir hjól- reiðamenn á ferð og var annar þeirra að hefja feril sinn sem hjólreiðamaður. Hann virtist nokkuð öruggur með sig, en var þó frekar súr á svipinn. Kannski var hann bara ekkert ánægður með að þurfa að nota hjálpardekk. Morgunblaðið/Ómar Brunað eftir Suðurströndinni LYFJAVERSLANIR, stærstu mat- vörumarkaðir og stærsta snyrtivöru- verslanakeðja Danmerkur hafa hætt sölu á allri sólarvörn sem inniheldur eina eða fleiri UV-síur, sem taldar eru vera skaðlegir heilsunni. Umhverfis- málaráðuneytið danska hvatti versl- anir til að hætta sölunni og brugðust þær við skjótt. Er nú mjög takmarkað úrval sólarvarnar til sölu í Danmörku þar sem UV-síurnar er að finna í mörgum tegundum sólarvarnar. Íhugar ráðuneytið að banna alla sól- arvörn sem inniheldur UV-síur. Á mánudag var birt ný svissnesk rannsókn sem bendir til þess að þrjár tegundir UV-sía geti valdið krabba- meini í brjóstum og eistum, dregið úr sæðisframleiðslu og valdið hormónat- ruflunum hjá fóstrum og litlum börn- um. Um er að ræða efnin 4-methyl- bezylidene camphor, octyl methox- cinnamate og benzophenone-3 en þau er að finna í fjölda sólarvarna, einnig tegundum sem ætlaðar eru börnum. Í svissnesku rannsókninni voru alls sex tegundir UV-sía athugaðar og kom í ljós að þrjár þeirra ollu m.a. því að leg tilraunarottna tvöfölduðust að stærð. Þar sem UV-síur eru í flestum teg- undum sólvarnar er of langt mál að telja þær upp. Hefur neytendum ver- ið ráðlagt að lesa utan á umbúðir sjálf- ir auk þess sem meirihluti þeirra sem selja sólarvörn í Danmörku hafa þeg- ar fjarlægt sólkremin úr hillum sín- um. Sú sólarvörn sem ráðlagt er að nota inniheldur zinkoxíð og titaníum- oxíð í stað UV-sía. Danska umhverfismálaráðuneytið íhugar nú möguleikann á því að banna sölu sólarvarnar sem inniheldur UV- síurnar umræddu en klausa í reglu- gerðum Evrópusambandsins heimil- ar slíkt, reynist snyrtivörur vera skaðlegar heilsunni. UV-síur í sólarvörn sagðar skaðlegar heilsu Sólarvarnarkrem tekin úr dönskum hillum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMBAND dýraverndunar- félaga Íslands hefur sent fyrir- spurn til lögreglustjórans á Ak- ureyri vegna áverka sem urðu á hundi í einangrunarstöðinni fyrir gæludýr í Hrísey. Greint var frá áverkanum í Morgunblaðinu í gær en hundurinn missti hluta af eyrum þegar drep kom í þau. Svo virðist sem að teygja sem sett var um höfuð dýrsins hafi verið sett á með röngum hætti og líklega hert of mikið að eyr- unum. Fyrirspurn til lög- reglu vegna hunds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.