Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK verslunar og þjónustu leggja til að stjórnvöld afnemi gjöld og viðskiptahindranir, þ.e. verðtolla, magntolla og kvótaupp- boð sem nú eru í gildi á grænmeti og blómum, og stuðli þannig að lægra vöruverði og heilbrigðari samkeppni á öllum sviðum græn- metis- og blómaverslunar. Þá er einnig lagt til að í kjölfarið verði stefnt að því að innlent grænmeti fari sem mest á uppboðsmarkað þar sem verð markast af framboði og eftirspurn. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem samtökin boðuðu til í gær þar sem kynnt var aðgerða- áætlun í fimm liðum til þess að stuðla að heilbrigðara starfsum- hverfi á þessu sviði svo að þjóna megi neytendum betur. Tekin verði upp vísitala heildsöluverðs Til viðbótar er lagt til að reglu- bundin upplýsingagjöf stjórnvalda verði aukin, til dæmis með birtingu vísitölu heildsöluverðs, svo og magntölum um innlenda grænmet- isframleiðslu og innflutt grænmeti. Samtök verslunar og þjónustu ætla jafnframt að stuðla að auknu gæða- starfi og sanngjörnum viðskipta- háttum í samskiptum birgja og smásala með því að kynna siða- reglur fyrir innkaupamenn versl- ana og hvetja fyrirtækin til þess að nota þær. Þá verði við skoðun á verðmyndun og hagkvæmni varð- andi sölu grænmetis og blóma hagsmunaaðilar í framleiðslu, sölu og dreifingu kallaðir til svo að sem almennust samstaða náist um leiðir til úrbóta. Á fundinum kom fram að græn- meti er talið hollustufæði sem Manneldisráð leggur áherslu á að landsmenn neyti til þess að bæta heilbrigði þjóðarinnar. Ljóst er að umræðan að undanförnu, þótt gagnleg sé, hefur dregið úr tiltrú almennings á þeim sem standa að framleiðslu, dreifingu og sölu grænmetis. Telja samtökin að við svo búið megi ekki standa lengur. Markaðurinn snýst um neytendur og hlutverk verslunarinnar er að þjóna neytandanum og veita hon- um valkosti. Frjáls verslun og heil- brigð samkeppni eru forsendur þess að verslunin geti rækt þetta hlutverk sitt. Verðmyndunin verður gegnsærri Fram kom að með afnámi toll- anna lækkar verðið og verðmynd- unin verður öll mun gegnsærri. Tollarnir eru ekki til góðs fyrir innlenda grænmetisframleiðendur fremur en aðra sem njóta verndar í skjóli tolla. Atvinnugreinum sem keppa við erlenda framleiðendur án opinberrar aðstoðar vegnar bet- ur til lengdar. Mikilvægt er talið til þess að verð á grænmeti haldist sem lægst að smásöluverslunin geti flutt inn grænmeti milliliðalaust og jafnframt keypt íslenskt grænmeti eftir markaðsaðstæðum og vali neytenda hverju sinni. Á uppboðs- markaði ræðst verðið af framboði og eftirspurn. Ef innlendir græn- metisframleiðendur selja afuurðir sínar þannig þurfa neytendur ekki að velkjast í vafa um hvert inn- kaupsverð verslunarinnar er. Þá kom fram að siðareglunum er ætlað að stuðla að því að samskipti innkaupamanna í smásöluverslun við birgja verði skýr og undantekn- ingarlaust á faglegum nótum, en siðareglurnar eru sniðnar eftir er- lendum fyrirmyndum. SVÞ segjast munu stuðla að því að allar versl- anir sem eru aðildarfyrirtæki að samtökunum taki upp siðareglurn- ar. Á þann hátt má öllum vera ljóst hvaða verklagi er fylgt við innkaup og samskipti við heildsala eða framleiðendur. Þá segjast samtökin vilja beita sér fyrir því að neytendur fái sem gleggstar upplýsingar um hvernig verðmyndun á grænmeti verður til. Látið hafi verið að því liggja að álagning smásölunnar sé óeðlilega há, en einstakar verslanir eigi erf- itt með að verja sig með því að birta opinberlega upplýsingar um álagningu þar sem það getur skað- að samkeppnishagsmuni þeirra. Þrátt fyrir það hafi einstök fyr- irtæki birt þessar upplýsingar til þess að sýna fram á hið sanna í málinu. Oft sé ekki gerður grein- armunur á heildsölu- og smásölu- álagningu og því sé nauðsynlegt að taka upp vísitölu heildsöluverðs svo að verðmyndun verði sem gegn- sæjust. Einnig var bent á rýrnun græn- metis í verslunum, en það væri annar mesti útgjaldaliðurinn á eftir launakostnaði við rekstur græn- metis- og ávaxtamarkaða. Fram kom einnig að framlegð og afkoma íslenskra stórmarkaða í samanburði við erlenda er síður en svo íslensku verslununum í hag og var birtur samanburður á afkomu- tölum Baugs og allra helstu stór- markaða í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Gengið framhjá versluninni við skipun nefndar Þá hafa samtökin mótmælt því að landbúnaðarráðuneytið gangi framhjá starfsgreinasamtökum verslunarinnar við skipun nefndar til að fjalla um verðmyndun garð- ávaxta. Í bréfi til landbúnaðarráð- herra sem lagt var fram á blaða- mannafundinum kemur fram að þótt fulltrúi Samtaka atvinnulífsins sitji í umræddri nefnd er hann ekki fulltrúi verslunarinnar sem starfs- greinar heldur heildarsamtaka at- vinnugreina í landinu. Langflestar matvöruverslanir landsins eru í SVG og telja samtökin nauðsynlegt að þau eigi fulltrúa í nefndinni til þess að sjónarmið verslunarinnar komi þar fram. Að öðrum kosti sé líklegt að ekki verði fjallað um alla þætti málsins og niðurstaðan verði eftir því byggð á röngum forsend- um. Þá var vakin athygli á því að í gildi er bæði magntollur og verð- tollur á innflutt blóm. Verðtollur væri 30% á innflutt afskorin blóm, auk þess sem 95 kr. magntollur væri lagður á hvert afskorið blóm. Innflytjendum væri árlega boðið að bjóða í sérstaka innflutningskvóta á blómum og þeir sem hafa keypt slíka kvóta þyrftu ekki að greiða sama magntoll og þeir sem eru ut- an kvótans. Er það krafa samtak- anna að þessir verndartollar verði afnumdir. Verður að brjóta upp þetta kerfi verðmyndunar Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, sagði aðspurður að þetta ógegnsæja og þrönga kerfi verð- myndunar hefði stuðlað að því að heilbrigð samkeppni ríkti ekki á þessu sviði og því næðist ekki lægsta verð. Það sæist til að mynda á þessu meinta samráði á heildsölusviði, en það myndi ekki vera um það að ræða með sama hætti ef ekki væri um skjól þess- arar verðmyndunar að ræða. Hann benti á að Samtök versl- unar og þjónustu eiga ekki fulltrúa í nefnd landbúnaðarráðherra um verðmyndun grænmetis og því hefðu þau ákveðið að boða til þessa blaðamannafundar til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sigurður sagði einnig að þeir vildu ekkert undanskilja verslunina frekar en einhverja aðra í þessum efnum, hún væri ekkert heilagari en aðrir. Eflaust hefðu verið gerð mistök í versluninni og þeir við- urkenndu það fúslega, án þess í sjálfu sér að vera að benda á eitt frekar en annað í þeim efnum. Ef hins vegar einhver lausn ætti að finnast þá yrði að brjóta upp þetta kerfi verðmyndunar. Verðmyndun- in eins og hún hefur verið á þessu sviði gerði það að verkum að kostir markaðarins fengju ekki notið sín. Þeir gengju þó enn lengra í til- lögum sínum vegna ásakana gagn- vart stærri verslunarfyrirtækjum um magnafslætti og endurgreiðslur sem þau styngju í eigin vasa og kæmu ekki neytendum til góða. Sigurður sagði að þeir legðu því til opna uppboðsmarkaði í kjölfar niðurfellingar á tollunum. Með því móti ættu allir jafna möguleika og viðskiptin færu fram fyrir opnum tjöldum. Hann sæi ekki annað en að markaðsfyrirkomulagið ætti að vera öllum til hagsbóta. Framleið- endur gætu þá ekki heldur borið því við að þeir væru undir þrýst- ingi frá þessum stóru aðilum. Samtök verslunar og þjónustu vilja að innlent grænmeti fari sem mest á markað Tollar verði afnumdir á grænmeti og blómum Morgunblaðið/Jim Smart Forystumenn Samtaka verslunar og þjónustu kynntu sjónarmið sín á blaðamannafundi í gær. FORSETI Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð er þessa dagana að safna áheitum fyr- ir nemendafélagið með því að hlaupa 262 hringi í kringum skólann, en það eru tæplega 80 km. Birg- ir Ísleifur Gunnarsson, forseti nemendafélagsins, sagðist sérstaklega skora á gamla MH-inga að styrkja nemendafélagið sem og fyrirtæki enda veitti ekki af þar sem rekstur þess væri erfiður. Birgir Ísleifur sagðist hafa byrjað að hlaupa á mánudaginn og hefur hann þegar hlaupið 150 hringi. Í dag mun hann hlaupa 50 hringi, sem og á morgun en á föstudaginn lýkur þrekrauninni en þá mun hann eiga 12 hringi eftir ef allt gengur að óskum. Birgir Ísleifur sagði að forsaga málsins væri sú að þegar hann hefði boðið sig fram til forseta nemendafélagsins á síðasta skólaári hefði verið skorað á hann að hlaupa einn hring í kringum skólann fyrir hvert atkvæði sem hann hlyti. Hann hefði hlotið 262 atkvæði og því þyrfti hann að hlaupa um 80 km, en hver hringur í kringum skól- ann er 300 metrar. Birgir Ísleifur, sem er alnafni og barnabarn að- albankastjóra Seðlabanka Íslands, sagðist hafa ákveðið að nýta þennan atburð til þess að safna fyrir nemendafélagið og sagði hann að söfnunin hefði gengið ágætlega. Nemendur skólans hefðu heitið á sig og það hefði m.a. afi sinn líka gert. Hann sagði að þeir sem hafa áhuga á að að taka þátt í söfnuninni gætu haft samband við hann í síma 697-3142 eða lagt inn á reikning nemenda- félagsins í Búnaðarbankanum, en reikningsnúm- erið er 0323-26-1216. Hleypur til styrktar MH Morgunblaðið/Þorkell Birgir Ísleifur Gunnarsson, forseti Nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð, hefur lokið við að hlaupa 150 hringi í kringum skólann og á því enn eftir að hlaupa 112. NÝR ráðgjafarskóli fyrir nemendur með alvarlegar geð- og hegðunar- truflanir tekur til starfa í haust. Í skólanum verður rými fyrir 15–20 nemendur í Reykjavík sem ekki geta stundað nám í almennum grunn- skóla um lengri eða skemmri tíma og hafa verið útskrifaðir af barna- og unglingageðdeild. Sá hópur barna sem á við geð- og hegðunartruflanir hefur farið vax- andi á undanförnum árum. Reykja- víkurborg rekur ráðgjafarskólann, sem verður einn af grunnskólum Reykjavíkur. Samþykkt hefur verið í fræðsluráði að auglýsa eftir skóla- stjóra. Markmiðið með skólanum er að gera nemendur færa um að takast á við almennt skólastarf, hegðun og samskipti og að veita almennum grunnskólum ráðgjöf vegna vinnu við nemendur sem stríða við geð- truflanir, segir í frétt frá Fræðslu- miðstöð. Ekki er enn að fullu frá- gengið hvar í borginni skólinn verður til húsa. Nýr ráð- gjafarskóli um geð- truflanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.