Morgunblaðið - 25.04.2001, Qupperneq 26
LISTIR
26 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HIÐ nýja orgel Björgvins Tóm-
assonar, sem vígt var 25.2. sl. og
ber ópusnúmerið 22, var ofarlega í
huga undirritaðs á skammarlega fá-
sóttri lítilli orgelandakt í Hjalla-
kirkju á sunnudag. Sú athygli átti
sér þá eðlilegu skýringu, að þetta
var í fyrsta sinn sem sá er hér ritar
barði þennan nýjasta konung hljóð-
færa á höfuðborgarsvæðinu skiln-
ingarvitum. Hlýtur hún Stór-
Reykjavík með áföllnum viðbótum
síðastu áratuga því senn að teljast
það vel orgelvædd, að helztu for-
sendur hljóti að vera til staðar fyrir
alþjóðlegt organistamót af stærstu
gráðu.
Kom mest á óvart að aðeins
skyldi sjást ein pípugerð – Prinzipal
8’[?] – en hinar raddirnar allar fald-
ar þar að baki. Minna kom hins
vegar á óvart hvað hljóðfærið
hljómaði vel, þ.e.a.s. það takmark-
aða úrval 28 radda sem náðist að
heyra á aðeins rúmum hálftíma,
enda orgelsmiðurinn góðkunnur af
eldri ópusum sínum. Þar við bættist
bráðfallegur eftirhljómur Hjalla-
kirkju, sem virtist akkúrat hæfilega
langur og gæddur aðdáunarlega
jafnri þverrandi („decay“). Eftir
öllu að dæma gæti kirkjan orðið
hinn ákjósanlegasti vettvangur fyr-
ir jafnt orgeltónleika sem einsöng,
kórsöng og kammertónlist, en það
verður frekari reynsla að leiða gerr
í ljós.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Breiðholtskirkjuorganisti lék fyrst
fimm stutta þætti úr Orgelmessu
fyrir söfnuðinn eftir François Coup-
erin (1668–1733), samda án fótspils,
og fórst það vel úr hendi. Eftir ritn-
ingarlestur séra Guðmundar Karls
Brynjarssonar flutti hún síðan tvö
verk eftir J.S. Bach. Prelúdía og
fúga í C-dúr BWV 547 er ekki með-
al sviptingamestu virtúósaverka
Bachs í þeirri grein, þótt meist-
aravel sé samið og út frá ströng-
ustu lögmálum stefrænnar úr-
vinnslu. Verkið var leikið af
þokkalegu öryggi í varfærnu en þó
stöðugu tempói. Orgelforleikurinn
An Wasserflüßen Babylon BWV
653 flaut kyrrlátlega áfram á
hæverskum hraða við kliðmjúkt
raddaval.
Eftir bæn, Faðirvor og blessun
lauk síðan orgelandaktinni með 1.
þætti úr Trois Paraphrases Grég-
oriennes Op. 5, Mors et resurrectio,
eftir blinda franska spunasnilling-
inn Jean Langlais (1907–91). Þó að
canto fermo-tunguröddin virtist
óþarflega sterk miðað við grann-
raddirnar hljómaði margt vel í
þessu dulúðuga verki, einkum og
sér í lagi hinn glæsilegi fortekafli í
lokin, er kom mjög fallega út í eft-
irtektarverðri akústík Hjallakirkju.
Ríkarður Ö. Pálsson
Í ylhýrri ómvist
TÓNLIST
H j a l l a k i r k j a
Orgelverk og þættir eftir Couperin,
J.S. Bach og Langlais. Sigrún
Magna Þorsteinsdóttir, orgel.
Prestur: Guðmundur Karl
Brynjarsson.
Sunnudaginn 22. apríl kl. 17.
ORGELTÓNLEIKAR
Á STOFNFUNDI Leikminjasafns,
sem haldinn var í Iðnó sl. laugardag,
færði Sveinn Einarsson safninu
höfðinglega gjöf bóka, leikrita og
alls kyns gagna tengd íslenskri leik-
list frá liðinni öld. Sveinn afhenti ný-
kjörinni stjórn Leikminjasafnsins
gjafabréf þar sem kveðið er nánar á
um ráðstöfun gjafarinnar en mun-
irnir verða áfram í vörslu hans þar
til safnið hefur fengið eigið húsnæði
til varðveislu leikminja.
„Þarna er um að ræða allt mitt
leikritasafn, bæði íslenskra leikrita
og erlendra, en ég hef safnað að mér
flestöllum íslenskum leikritum sem
gefin hafa verið út og látið binda
þau inn. Þá eru nokkur leikrit sem
aldrei hafa verið gefin út en mér
áskotnast í handritum. Síðan er stórt
safn bóka um leiklist, aðallega er-
lendra og sennilega er ekki til ann-
ars staðar hérlendis jafnstórt safn
slíkra bóka. Þá eru nær tvö þúsund
leikskrár að innlendum og erlendum
sýningum og einnig stórt safn er-
lendra leikhústímarita. Leiksöguleg
gögn, aðföng að íslenskri leiklist-
arsögu, í ýmsum möppum og komp-
um. Af því má nefna gögn um stofn-
un Íslenska dansflokksins, gögn um
ýmislegt sem snertir starf mitt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleik-
húsið og sjónvarpið, gögn um stofn-
un Leiklistarsambands Íslands og
talsvert af gögnum um samstarf við
erlent leikhúsfólk bæði á norrænum
og alþjóðlegum vettvangi. Þá er
þarna að finna gögn um stofnun
leikskáldafélagsins og Félags leik-
stjóra á Íslandi.“
Sveinn segir að einnig sé um að
ræða talsvert safn ýmiss konar
muna sem honum hafi verið trúað
fyrir. „Í gegnum árin hefur fólk
komið með alls kyns gögn og muni
til mín og beðið mig að geyma þar til
því væri endanlega fundinn staður
við hæfi. Í fórum mínum eru einnig
líkön að sviðsmyndum, bún-
ingateikningar, veggspjöld og ým-
islegt fleira sem full ástæða er til að
varðveita.“
Að sögn Sveins hafa honum borist
ýmiss konar gögn og ábendingar um
muni víða um land sem nauðsynlegt
er að skrásetja svo þeim sé hægt að
safna saman þegar þeim verður
fundinn staður. „Við stöndum á
nokkrum tímamótum núna, því þó
ýmislegt merkra muna hafi glatast
þá er ennþá margt sem afkomendur
frumherja íslenskrar leiklistar hafa í
fórum sínum. Fyrsta skrefið er að
skrá munina svo vitað sé hvar þeir
séu niðurkomnir. Menntamálaráð-
herra hefur lagt til 200 þúsund krón-
ur til að hefja það verkefni sem
verður unnið í samvinnu við Þjóð-
minjasafn Íslands,“ segir Sveinn sem
um langt árabil hefur verið tals-
maður þess að leikminjasafni yrði
komið á fót og bendir á að hug-
myndin sé alls ekki ný af nálinni.
„Ætli séu ekki ein 60 ár síðan Har-
aldur Björnsson hreyfði þessu máli í
Leikhúsmálum og Lárus Sig-
urbjörnsson hvatti um svipað leyti til
stofnunar Kúlissusjóðs en í þetta
sinn eru það leikmyndahönnuðir
sem eiga heiðurinn af vakningunni
og þeim árangri sem nú hefur náðst
með stofnun Leikminjasafnsins,“
segir Sveinn Einarsson.
Morgunblaðið/Ásdís
Sveinn Einarsson við veggspjöld af íslenskum leiksýningum.
Stórt safn leik-
rita og leikhús-
bókmennta
Gjöf Sveins Einarssonar
Á DEGI bókarinnar veitti Rithöf-
undasamband Íslands fjórum rithöf-
undum viðurkenningu úr Fjölíssjóði.
Þeir eru Elísabet Jökulsdóttir, Ísak
Harðarson, Kjartan Ragnarsson og
Sigurbjörg Þrastardóttir. Fjölíssjóð-
ur er tilkominn vegna þeirra
greiðslna sem Rithöfundasambandið
veitir móttöku fyrir ljósritun í skól-
um og víðar.
Ísak Harðarson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Kjartan Ragnarsson og El-
ísabet Jökulsdóttir í Gunnarshúsi þar sem afhendingin fór fram.
Fjórir höf-
undar fá
Fjölísviður-
kenningar
ÁRLEGIR vortónleikar Mosfells-
kórsins verða haldnir í Íslensku óp-
erunni í kvöld, miðvikudagskvöld, kl
20.30. Stjórnandi kórsins frá upphafi
er Páll Helgason. Kórinn er bland-
aður kór og flytur tónlist sem ekki er
talin hefðbundin kórtónlist. Lög á
efnisskrá eru m.a. How deep is your
love (Bee Gees), Hver minning um
þitt bros (The shadow of your smile).
Einsöngvarar koma úr röðum kór-
félaga, Anna Andreasen og Kristín
Runólfsdóttir.
Mosfellskórinn var stofnaður fyrir
13 árum af áhugafólki um létta tón-
list og hefur sungið ýmsa swing- og
rokkstandarda í gegnum árin.
Miðar eru seldir við innganginn og
kostar 1.500 kr., en ókeypis fyrir
börn yngri en 12 ára.
Mosfells-
kórinn í
Íslensku
óperunni
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra opnar ljósmyndasýningu í
Upplýsingamiðstöð Suðurlands í
Hveragerði í dag, miðvikudag, kl.
16.30. Sýningin tekur fyrir mannlíf í
Hveragerði um miðbik seinustu ald-
ar og verður hún stíluð á ferðamenn
fyrst og fremst og eru skýringar-
textar við myndirnar á íslensku og
ensku.
Sýningin mun standa fram í miðj-
an septembermánuð.
Ljósmynda-
sýning í
Hveragerði
LISTASAFN Reykjavíkur og
Listaháskóli Íslands standa sameig-
inlega að dagskrá í tengslum við mál-
verkasýningu Odds Nerdrums á
Kjarvalsstöðum annaðkvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.
Dagskráin hefst með leikþættin-
um Listveldið eftir Odd Nerdrum
sem er samtal Odds Nerdrums við
samlanda sinn, Edvard Munch.
Leikþátturinn er nú fluttur öðru
sinni. Leikarar eru Arnar Jónsson
og Sigurður Karlsson en leikstjóri er
Hávar Sigurjónsson.
Að loknum leikþættinum verður
gert stutt hlé og gefst þá gestum
kostur á að ganga um sýninguna en
að því loknu hefst fyrirlestur Jans
Åke Pettersons um list Odds Nerd-
rums. Jan Åke er forstöðumaður
Haugar-Vestfold listasafnsins í
Tönsberg, Noregi, en hann gegndi
starfi forstöðumanns við Listasafnið
í Bergen árin 1990-93. Þá var hann
forseti Listaakademíunnar í Osló
1993-96. Jan Åke er vel heima í list-
sköpun Odds Nerdrums og hefur
m.a. skrifað bækur um listamanninn.
Aðgangseyrir er kr. 400, en ókeyp-
is er fyrir nemendur Listaháskólans.
Odd Nerdrum – leik-
þáttur og fyrirlestur
♦ ♦ ♦