Morgunblaðið - 25.04.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.04.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 47 Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Mín kæra góða mágkona, Svana Einarsdóttir, kvaddi jarðlífið 14. apríl sl. Kveðjustundinni fylgir sár söknuður. En samfara því fylgja all- ar góðu og hugljúfu minningarnar, sem geymdar eru í fylgsnum hug- ans. Þá er gott að njóta þeirra og hugleiða. Svana var sanntrúuð kona, sem vildi aldrei hlusta á níð um aðra. Hún átti þýska foreldra og fæddist í Þýskalandi 18. nóvember 1921, og ólst þar upp. Hún upplifði allar hörmungar stríðsáranna; svo þegar SVANA EINARSDÓTTIR ✝ Svana Einars-dóttir fæddist í Þýskalandi 18. nóv- ember 1921. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi hinn 14. apríl síðastliðinn. Eiginmaður Svönu var Guðmundur Ein- arsson, f. 29. október 1907, d. 18. septem- ber 1988 en hann átti sex börn áður. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Útför Svönu fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. friður komst á var allt í rúst. Matur af skorn- um skammti og enginn sem gat gefið upplýs- ingar um fjölskyldur eða ættingja. Á þessum árum vantaði fólk við land- búnaðarstörf hér á landi, sérstaklega kon- ur, sem gátu unnið bæði inni á heimilun- um og við heyskapinn. Svo var það að þýsk- um stúlkum stóð til boða að koma hingað til lands og vinna á sveitaheimilum víðsvegar um land- ið. Fjöldi af þýskum stúlkum kom hingað og þáði þetta atvinnuboð, og reyndust þær góðir starfskraftar. Margar af þessum stúlkum ílent- ust hér. Svana mágkona mín var ein af þessum stúlkum, hún varð seinni kona Guðmundar bróður míns og var honum góður og traustur föru- nautur. Hún lagði heimili þeirra lið með því að vera útivinnandi hús- móðir. Heimili Guðmundar og Svönu bar vott um snyrtimennsku húsmóður- innar. Allt var hreint og hver hlutur á sínum stað. Það var gaman að koma á heimilið þeirra í Meðalholti 3. Guðmundur spilaði bæði á orgel og harmonikku á meðan Svana bar fyrir gestina kaffi og höfðinglegt meðlæti. Árin liðu og Svana hætti að vinna, var hún kvödd af vinnuveitanda sín- um með þakklæti fyrir trúmennsku og dugnað í starfi. Ég spurði Svönu einu sinni um hennar fyrra skírnarnafn. Hún svaraði: Mitt löglega nafn er Svana Einarsdóttir, ég er líka íslenskur ríkisborgari sem mér þykir vænst um af öllu sem ég á. Ég þakka Svönu fyrir allar okkar samverustundir og kveð hana með orðum frelsarans. Jesús sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Sigrún Einarsdóttir. Elsku Svana vinkona mín. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir þá Guðs gjöf að hafa fengið að kynnast þér og allri þeirri hlýju sem fylgdi. Þú varst svo góð og skilningsrík kona, enda varst þú búin að lenda í miklum þjáningum og sorgum og gleði. Við áttum góðar stundir saman, stundir sem aldrei gleymast. Þú fórst í þína hinstu ferð 14. apríl sl., en ekki í ferðina til Hveragerðis með orlofsnefnd húsmæðra, sem við hlökkuðum svo til að fara í 29. apríl. En enginn veit hvenær kallið kem- ur. Mér finnst vænt um að hafa ver- ið hjá þér síðustu stundina þína. Þér varð að ósk þinni, þú þurftir ekki að þjást lengi áður en þú kvaddir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín, elsku vinkona. Álfheiður.      &    !!67&..77*! #    + '$ 8 # $      '  $        "  #     ) (*     +,     !,, +  ( $  3 '$%+   '' . 9%  1 0 3%+   '' & %+     $ %1  '' ':  %+    ; # ' ''  4'+%+   ''  %          0  0  0  0  0 % -&  <;(;-!3!*7&-.77*! =  # "#  =  $ ' ,= "# > ' =       .      +    "  #   /  3 ' =# $         ''   =# $   3 '#  $  '' '#,)0      '  %    &   &  &  0  1 1   !.!5 (!7(*.77*!  0   )'   3  4         *        5     !,,  $ '%(  '' ? "& ; 0 ' + ? " 3 ' =    '' $ >  ; 0 '  '* & =  !   ) 4 '' &     3 '%(   3 '$%1   ''  ,3 '$(  ''   (  '' +   @%#    + " # (  '' &  0%'   (  # &        ''   % 6 2 &  &   &2!(&..77*! 3 )) ABC !"# $    7 #        0 30 8        1  9 11  &  >4'  '    $= #  , '   0  0  0  0  0 %           %  0 'CD !"# $   +    "  #     /    4'1'  " '#,)E'  =# "  % Það eru þung skref stigin þegar Hilmar bróðir minn er borinn til grafar, rúmum mán- uði eftir veisluhöld á sextugsafmæli hans. Svo skjót brottför kemur miklu róti á hugann, minningar kvikna og söknuðurinn sækir að. Við áttum okkar stundir saman í æsku og á fullorðinsárum, það eru mikil verðmæti í góðum bróður alla tíð og ég skynja það sterklega þegar ég reyni að setja saman kveðju á erfiðri stundu. Sem smá gutti fann ég að það var visst öryggi falið í því að eiga stóran bróður í bakhöndinni þegar ósætti kom upp í strákastóðinu sem ólst upp í Sörlaskjólinu og Faxaskjólinu. Það var eins og að geta sagt að pabbi minn sé lögga að eiga hann að. Það reyndi ekki á það en gat verið fyrirbyggjandi. Hilmar var hagur í höndum strax í æsku. Ég dáðist að leikni hans þeg- ar allir strákar í Skjólunum smíðuðu sér boga og tálguðu örvar af miklum áhuga. Fyrirmyndirnar sóttar í bíó- myndir þar sem indíánar og Hrói höttur sýndu listir sínar. Boginn hans Hilmars dró svo langt að örv- arnar týndust. Það var flottast. Kassabílar og kofabyggingar til- heyrðu hinu daglega lífi, dúfnarækt var ómissandi á stundum, áhuga- málin komu og fóru, oft uppnefnd sem dellur. Hilmar fór að keyra bíl um leið og aldur leyfði en til eru óstaðfestar sögur um að bílar hafi ekið um við kartöflugarða þar sem enginn sást ökumaðurinn og grunaði ýmsa að það væri vegna smæðar hans að hann sást ekki nema vel væri að- gætt. Seinna birtist leikni hans í bíla- HILMAR HEIÐDAL ✝ Hilmar Heiðdalfæddist í Reykja- vík 2. mars 1941. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 7. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Breið- holtskirkju 17. apríl. viðgerðum þegar hann og Geiri Torfa, Diddi, Ari, Offi, Jón o.fl. gerðu upp gamla hert- rukka, Dods Vípon eins og þeir voru nefndir upp á íslensku, til þess að komast í öræfaferðir. Það var legið undir bílunum og gert við fram á brott- fararstund og mikið starf að halda þeim gangandi í erfiðum ferðum þegar öxull vildi brotna fjarri mannabyggðum. Bestu minningarnar tengjast ferðalögum um hálendi Íslands þegar ég og mín fjölskylda ferðuðumst með Hilmari og Hrefnu. Hvergi var ég öruggari í öræfaferðum en í bíl hjá honum. Fleiri hafa sagt sömu sögu. Þolin- mæði hans takmarkalaus, hugsað fyrir öllu og akstur yfir ólgandi jök- ulár framkvæmdur af yfirvegun og öryggi. Ökuleikni Hilmars kom „í beinan karllegg“ frá pabba okkar sem keyrði um landið þvert og endi- langt í embættiserindum. Við Hilm- ar sýndum bílum hans mikinn áhuga og sátum stoltir í De Soto og Merc- ury lúxuskerrum sem dúuðu eins og títt var á árum varahlutaskorts og skömmtunar. Bílarnir hans Hilmars urðu marg- ir og margvíslegir, áðurnefndir Ví- ponar, frambyggður Rússajeppi, Ford og síðast 25 ára gamall Uni- mog. Hilmar smíðaði forláta hús á hann og margar ferðir farnar í Þórs- mörk, Lónsöræfi, Emstrur og víðar. Allar þessar góðu minningar ylja mér nú þegar ég að leiðarlokum kveð bróður minn með söknuði og hugsa til Hrefnu, Dagnýjar, Kára, Björns Þórs og fjölskyldnanna sem geyma minninguna um góðan dreng. Hjálmtýr Heiðdal. Það er erfitt að vera langt í burtu þegar fjölskyldumeðlimur kveður þennan heim. Það minnsta sem ég get gert er að hripa niður nokkur orð og hugsa til allra heima sem hafa misst svo mikið. Undanfarið hef ég hugsað mikið til Hilmars frænda eftir að ég frétti að hann væri veikur. Ég settist upp á þak, horfði til tunglsins og reyndi að senda honum hugskeyti og láta hann vita að ég hugsaði til hans. Kannski hafa þau komist til skila, ég veit það ekki. Þegar ég hugsa um Hilmar frænda minn koma mér alltaf í hug stórir bílar, snjósleðar, útilegugræj- ur og einstaklega skemmtilegur hlátur sem kom mér alltaf til að brosa. Rólegur maður og mér virtist ekkert geta komið honum úr jafn- vægi. Ég veit að þegar ég vann með Hilmari frænda talaði samstarfsfólk hans einstaklega vel um hann, kannski voru það rólegheitin sem ég upplifði í kringum hann, kannski var það hláturinn. Ég rakst oft á hann á Laufásveginum þar sem ég gekk eftir gangstéttinni og Hilmar keyrði framhjá á vinnubílnum. Þegar hann sá mig sendum við hvort öðru bros en þegar hann sá mig ekki sendi ég honum samt bros. Þó svo að við töl- uðum kannski ekki manna mest saman þótti mér alltaf vænt um að sjá hann þó ekki væri nema í nokkr- ar sekúndur þegar hann keyrði hjá. Þessi litlu augnablik koma ekki aftur, en ég geymi þau í hjartanu mínu ásamt minningunni um hlát- urinn hans Hilmars frænda. Á kvöldin horfi ég til tunglsins okkar allra og segi bless í huganum. Stundum virðist lífið vera óréttlátt, en oft er betra að hvílast en þjást. Amma Maja og Ásta frænka hafa tekið vel á móti honum eins og þeim einum var lagið. Hilmar er í góðum höndum. Kæra Hrefna, Björn Þór, Kári, Dagný og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megið þið eignast frið í hjörtum ykkar vitandi að Hilmar frændi er hættur að vera veikur. María Hjálmtýsdóttir og fjölskylda í Mexíkó. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.