Morgunblaðið - 25.04.2001, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2001 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert sannur vina þinna og
gengur oft ótrúlega langt í
þeirra þágu en lætur að öðru
leyti um of stjórnast af at-
burðarásinni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú mátt vera ánægður með
sjálfan þig fyrir vel unnin verk
en gættu þess bara að láta ekki
ánægjuna stíga þér til höfuðs
því þá er verr farið en heima
setið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Veltu öllum hliðum fjármál-
anna vandlega fyrir þér og
komi til samnings skaltu gaum-
gæfa hann því slíkir pappírar
eru oft flóknari en virðist við
fyrstu sýn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er eins og allir séu komnir á
þitt band og þá ríður á miklu að
þú notfærir þér meðbyrinn til
hins ítrasta en gætir þess um
leið að misbjóða ekki trausti
nokkurs manns.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Stundum er heppilegast að
halda að sér höndum og láta
hlutina ganga sína leið. Dragðu
þig í hlé ef það er eina lausnin
til að bjarga geðheilsunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er komið að því að þú kastir
þér út í sviðsljósið. Sem betur
fer á það vel við þig svo þú virð-
ist eiga skemmtilegan tíma fyr-
ir höndum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú getur þú ekki slugsað þetta
lengur heldur verður þú að
taka á þeim málum sem þú hef-
ur vanrækt hvort sem þau eru
á heimaslóðum eða annars
staðar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur hæfileika til að upplifa
alltaf eitthvað nýtt hvar svo
sem leið þín liggur. Þennan eig-
inleika þarft þú að rækta svo
hann komi þér að sem mestu
gagni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur í svo mörg horn að líta
að þér finnst annríkið ganga of
nærri persónulegu frelsi þínu.
Reyndu að finna þér stað og
tíma fyrir sjálfan þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nú skaltu hvorki lána né fá lán-
að. Þú ert í þann veginn að læra
þína lexíu um þá persónulegu
ábyrgð sem þú berð gagnvart
sjálfum þér og öðrum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ef þú ert að velta því fyrir þér
hvers vegna hæfileikar þínir
fari í súginn skaltu taka upp
hælana og flytja þig um set.
Vertu óhræddur við breyting-
ar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Loksins hefur þér tekist að fá
einhvern á þitt band í því máli
sem þú berð hvað mest fyrir
brjósti. Taktu höndum saman
við þennan aðila.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það gengur ýmislegt á í lífi
þínu og svo virðist sem þú hafir
enga stjórn á atburðarásinni.
Þér er nauðsyn að ná tökum á
henni hvað sem það kostar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
LJÓÐ ÁN LAGS
Ég reyndi að syngja,
en rödd mín var stirð og hás,
eins og ryðgað járn
væri sorfið með ónýtri þjöl.
Og ég reyndi á ný,
og ég grét og ég bað eins og barn.
Og brjóst mitt var fullt af söng,
en hann heyrðist ekki.
Og brjóst mitt titraði
af brimgný æðandi tóna,
og blóð mitt ólgaði og svall
undir hljómfalli lagsins.
Það var söngur hins þjáða,
hins sjúka, hins vitfirrta lífs
í sótthita dagsins,
en þið heyrðuð það ekki.
Steinn Steinarr.
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Íslands, áskorenda-
flokki, er lauk fyrir stuttu.
Akureyringurinn knái,
Halldór Halldórsson
(1.890), hafði svart gegn
Sigurjóni Haraldssyni
(1.845). 24...Rxc6! 25. Dd2
Hvítur myndi tapa liði eftir
25. Hxc7 Rxb4. Þrátt fyrir
að vera þrem peðum undir
hefur hvítur hættuleg
gagnfæri og þarf svartur
að tefla af ýtrustu ná-
kvæmni til að komast lífs
af. 25...De5! 26. Bb7
Db5+? Betra var 26...Ra5
og eftir t.d. 27. Bxa8 Rb3
28. Db4 Rxc1 gæti svartur
sloppið út úr prísundinni
og staðið með
pálmann í höndun-
um. Eftir textaleik-
inn er skiptamuns-
tap óumflýjanlegt.
27. Kf2 Re5?! 28.
Hd5 Db3 29. Bxa8
Hxa8 30. Bh6?
Fróðlegt hefði ver-
ið að vita hvernig
svartur hefði
brugðist við 30. g3.
Þrátt fyrir að hafa
glutrað þessu tæki-
færi stóð hvítur
síst lakar en í
framhaldinu tókst
svörtum að flækja taflið og
bera að lokum sigur úr
býtum. Fyrir tæpri viku
birti skákhornið skák úr
sama móti á milli Sigurjóns
og Ingvars Jóhannessonar.
Töluverðar brotalamir voru
á þeirri birtingu þar sem
litum keppenda var víxlað
og fléttan sem Ingvari
hugkvæmdist, stóðst ekki
þegar öllu var á botninn
hvolft. Eru keppendur
beðnir velvirðingar á mis-
tökunum.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
VIÐ SÁUM spil frá síðustu
umferð „Nations Cup“ í
gær, en það er keppni fjög-
urra stórþjóða – Hollend-
inga, Bandaríkjamanna,
Ítala og Pólverja, sem fram
fór í febrúarlok. Bandaríkja-
menn unnu keppnina og
munaði þar mest um far-
sæld þeirra í slemmunum.
Moss vann sex grönd með
þvingun og hagstæðu útspili
í spili gærdagsins, en hér er
næsta spil leiksins, þar sem
Moss er enn í lykilhlutverki,
nú sem sagnhafi í sex hjört-
um:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁG1096
♥ D6
♦ ÁDG6
♣ K10
Vestur Austur
♠ D7 ♠ 842
♥ 2 ♥ G87
♦ 1083 ♦ K7542
♣ ÁDG7543 ♣ 86
Suður
♠ K53
♥ ÁK109543
♦ 9
♣ 92
Vestur Norður Austur Suður
Jansma Gitelman Verhees Moss
– – Pass 1 hjarta
2 lauf 2 spaðar Pass 3 spaðar
Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu
Pass 4 spaðar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur tók fyrst laufásinn
og spilaði aftur laufi. Eftir
þessa byrjun er slemman
gæfuleg og Moss fór fyrst í
tígulinn – tók á ásinn og spil-
aði drottningunni. Austur
dúkkaði fumlaust og Moss
trompaði auðvitað. Hann fór
inn í borð á hjartadrottn-
ingu og stakk aftur tígul. En
ekki kom kóngurinn, svo
slemman kom til með að
byggjast á því að finna
spaðadrottninguna.
Moss spilaði öllum tromp-
unum og afköst vesturs
bentu eindregið til að hann
hefði byrjað með sjölit í
laufi. Skipting vesturs var
orðin nokkuð ljós: 2-1-3-7 og
samkvæmt því virtist eðli-
legra að spila austur upp á
spaðadrottningu. En Moss
fór hina leiðina – tók fyrst
kónginn og fékk svo drottn-
inguna í næsta slag. Ástæð-
an var innákoma vesturs á
tveimur laufum, en ekki
þremur. Á móti pössuðum
makker hefði verið rökrétt-
ara að hindra í þrjú lauf með
dauð spil fyrir utan laufið.
Moss ályktaði því að vestur
ætti háspil til hliðar.
Á hinu borðinu vakti suð-
ur á fjórum hjörtum og fékk
að spila þann samning, svo
Bandaríkjamenn unnu góða
sveiflu á spilinu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Ámorgun fimmtudag-
inn 26. apríl verður sjötugur
Bragi Eggertsson, hús-
gagnasmiður, Funalind 1,
Kópavogi. Bragi er ættaður
frá Laxárdal, Þistilfirði.
Eiginkona hans er Helga
Jóhannsdóttir. Þau verða að
heiman á afmælisdaginn.
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 25.
apríl, verður sjötug Jóhanna
Sigurást Guðjónsdóttir,
Austurgötu 24, Keflavík.
Hún tekur á móti gestum
laugardaginn 28. apríl í
Borgartúni 17 í Reykjavík
frá kl. 15.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands. Þær heita Rannveig Guðmundsdóttir og
Birna Friðgeirsdóttir.
Hlutavelta
KINE, sem er 17 ára norsk
stúlka, sem hefur mikinn
áhuga á Íslandi, óskar eftir
pennavini á aldrinum 16–25
ára.
Kine F. Aasbak,
Bukkedalsåsen 20
5113 Tertnes,
Norge.
PAUL óskar eftir að skrif-
ast á við íslenskar konur.
Áhugamál hans eru útivist,
hjólreiðar og dýramynda-
tökur.
Paul Meland,
1530 Lincoln Place,
Calumet City IL.
60409 – 6229,
U.S.A.
WILFRIED óskar eftir
pennavinum sem hafa áhuga
á frímerkjasöfnun og -skipt-
um.
Wilfried Lindenhahn,
Goldberg 10,
07616 Bürgel,
Germany.
Pennavinir
Kiwanisklúbburinn
Hekla hefur allt frá
árinu 1965 haft það á
verkefnaskrá sinni að
styrkja Hrafnistu-
heimilið að Laugarási í
Reykjavík og gert það
af miklum myndar-
skap, segir í fréttatil-
kynningu.
Nýlega færði Kiw-
anisklúbburinn Hrafn-
istu blöðruómsjá að
gjöf, en hún kostaði
rúmar 800 þúsund
krónur. Blöðruómsjá
er fyrirferðarlítið tæki
sem mælir magn
þvags í þvagblöðru á
sársaukalausan hátt
með aðstoð hljóð-
bylgna.
Tilkoma blöðruóm-
sjár á Hrafnistu í
Reykjavík mun bæta og auðvelda
starfsfólki að meta og greina þvag-
leka og auka á velferð íbúa með því
að fækka þeim tilvikum þar sem
nauðsynlegt er að setja upp þvag-
legg, segir í fréttinni.
Aðalsteinn Guðmundsson, lækningaforstjóri á
Hrafnistu í Reykjavík (t.h.), þakkar Guðmundi
Oddgeiri Indriðasyni, forseta Kiwanisklúbbs-
ins Heklu, fyrir höfðinglegt framlag.
Gefur Hrafnistu í
Reykjavík blöðruómsjá
Kiwanisklúbburinn Hekla
FRÉTTIR
Heiti Potturinn
Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G
og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
4. flokkur, 24. apríl 2001
Einfaldur kr. 1.731.000.- Tromp kr. 8.655.000.-
58032B kr. 8.655.000,-
58032E kr. 1.731.000,-
58032F kr. 1.731.000,-
58032G kr. 1.731.000,-
58032H kr. 1.731.000,-
Gullsmiðir
Ertu haldin síþreytu,
svefntruflunum eða sjúkdómum
sem læknavísindin ráða illa við?
Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni.
Árangurinn gæti komið þér á óvart.
Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson
í síma 581 1008 eða 862 6464.