Morgunblaðið - 06.05.2001, Page 20

Morgunblaðið - 06.05.2001, Page 20
SKÓLAKÓR Mosfellsbæjar heldur vortónleika sína í sal Varmárskóla í dag, sunnudag, kl. 16. Þar syngja um 100 börn og unglingar á aldrinum 8–16 ára lög af ýmsu tagi. Á tónleik- unum mun Viktor A. Guð- laugsson, skólastjóri Varmár- skóla syngja einsöng með kórnum. Stjórnandi er Guð- mundur Ómar Óskarsson og undirleik annast Judith Þor- bergsson. Skólakór Mosfellsbæjar hyggur á söngferð til Dan- merkur hinn 28. maí nk. Það eru 20 stúlkur úr elstu bekkj- um Varmárskóla sem taka þátt í ferðinni. Barnasöng- ur í Varm- árskóla LISTIR 20 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga í Íslensku óperunni mánudagskvöld kl: 21 HERNÁM Í HÁLFA ÖLD Í Sóleyjarkvæði Vox Feminae Bubbi Morthens XXX Rottweilerhundar og fleira 90 ára Afmælisfagnaður Vals á Hótel Sögu Föstudaginn 11. maí 2001 k. 19.30 Matur, skemmtiatriði og dansað fram á nótt Verð miða aðeins kr. 5.500 Miðasala er hafin að Hlíðarenda s. 551 1134 Dagskrá dagsins að Hlíðarenda kl.8.30 Fánar verða dregnir að hún og blómsveigur lagður við styttu séra Friðriks Friðrikssonar. Því næst verður ný skrifstofuaðstaða félagsins vígð og að því loknu munu Valsmenn snæða saman morgunverð. Kl. 15.30 Verður afhjúpaður gluggi í Friðrikskapellu sem gefin er af velunnurum kapellunnar. Kl. 16.00 Afmæliskaffi í félagsheimilinu að Hlíðarenda og þar verða afhent gull og silfurmerki Vals. JOHANN Strauss yngri (1825– 1899) er sá þeirra fjögurra Strauss- feðga sem í daglegu tali er kallaður valsakóngurinn, enda hafa valsar hans eins og Dóná svo blá og ýmsir aðrir dansar verið ómissandi þáttur í skemmtanalífi Vesturlandabúa í hundrað ár. Eftir hann liggja meira en 500 tónverk og óperettur hans urðu 16. Þeirra vinsælastar eru sú sem hér er til umfjöllunar og svo Leðurblakan. Líf hans var ekki allt- af dans á rósum, og þekktust er barátta hans við föður sinn og al- nafna fyrir því að fá að leika á fiðlu, sem hann lærði á laun með aðstoð mömmu sinnar, og svo bættist við grimm samkeppni feðganna um hylli Vínarbúa í danssölum í níu ár, eða allt þar til faðirinn dó 1849, en eftir það átti hann hug og hjarta dansunnenda borgarinnar. Það var raunar fyrsta eiginkona hans, söng- konan Henriette Treffz, kölluð Jetty, sem hvatti hann til að semja óperettur og hún varð eins konar framkvæmdastjóri mannsins síns, gekk frá samningum við leikhús og útvegaði honum verkefni, en sagt er að Johann hafi ekki verið sýnt um veraldarvafstrið. Andlát Jetty 1878 skildi hann eftir umkomulausan og hjálparvana. Leik- og söngkonan Angelika Dittrich, 25 árum yngri en Jóhann og kölluð Lili, giftist honum skömmu seinna, en yfirgaf hann fljótlega þar sem hún gat ekki fellt sig við óhemjuvinnukröfur manns síns. Í óþökk kaþólsku kirkjunnar, sem hafnaði skilnaði, fór valsakóng- urinn að búa með gullfallegri ungri konu, Adele Deutsch, sem varð lífs- förunautur hans til æviloka. En það var einmitt einu ári fyrr en Johann Strauss samdi Sígaunabaróninn sem kirkjan heimilaði þeim að gift- ast, 1887. Þá ólgandi lífsgleði og ástarhita sem einkennir óperettuna og hefur gert hana svo lífseiga má ef til vill þakka þessum hamingju- sömu umskiptum í lífi Strauss. En til baka í Samkomuhúsið á Akureyri. Það er Leikhúskórnum til mikils sóma hvernig hann hefur barist fyrir því að koma Sígauna- baróninum á svið. Hins vegar vekur það þá spurn- ingu hvers vegna þurfi að standa öðruvísi að slíkri sýningu en að leik- sýningum á leikári Leikfélags Ak- ureyrar. Kórfólkið hefur ekki einasta lært vel kröfuharða söngva og leiktil- burði á sviði heldur einnig gengið á milli fyrirtækja í leit að fjárstuðn- ingi. Ef þetta væri almenna reglan væri það í lagi, en af hverju við al- heimsklassastykki? Vissra vanefna gætti líka þegar litið var í efnis- skrána, þar vantaði ýmsar upplýs- ingar sem eiga að vera. Svo sem upplýsingar um höfunda texta og þýðendur, upplýsingar um söngvara í aðalhlutverkum og að nefna heiti söngva í einstökum atriðum. Miklu minna er lagt í hönnun og útlit efn- isskrár en vert væri. Roar Kvam hefur unnið mjög gott verk við þessa uppfærslu. Honum tekst að útsetja lögin fyrir fjögurra manna hljómsveit á sannferðugan hátt og stjórn hans á söngfólki og kór var með ágætum. Roar hefur stjórnað Leikhúskórnum frá upphafi árið 1994, ef frá er talið árið 1999. For- leikur fyrsta þáttar í hljómsveitinni hefði mátt vera ákveðnari ásamt því að styrkleika- og hraðabreytingar væru meiri. Óperan endurspeglar þá hrifn- ingu sem sígaunatónlistin og sí- gaunalífið vakti á rómantíska tím- anum. Sígaunarnir lifðu þessu lífi líðandi dags og gerðu það sem borg- aralegt samfélag bannaði en margir þráðu í innstu hugarfylgsnum og svo fluttu þeir þessa seiðmögnuðu, jafnvel göldróttu, tónlist. Sígauna- baróninn er eiginlega lofsöngur um sígaunana, þeir sigra í stríðinu og endurheimta arfleifð sína og Sandor Barinkay vill vera þeirra herra. Þessar andstæður, sígauna annars vegar og aðals- og bændakarla hins vegar, hefði mátt mála sterkari lit- um. Sígaunakerlingin Czipra var kostuleg og tókst Hildi Tryggva- dóttur vel að túlka hana í leik og söng. Mér fannst samt að gervi hennar hefði átt að gefa henni meiri reisn, því hún nýtur augljóslega viss álits og er í forystu. Þetta hefði mátt gera bæði með betri förðun, búningi og dökku (grásprengdu) hári. Einnig fannst mér reyklaus pípan ofnotuð. Tvímælalaust náði Þórhildur Örvarsdóttir í hlutverki Saffí sterkast til áheyrenda með söng sínum og leik. Að vísu syngur hún marga af áhrifamestu söngv- unum, en hún gerði það af einstöku næmi fyrir fegurð, mótun hendinga og blæbrigðum. Alda Ingibergsdótt- ir stóð sig mjög vel í hlutverki Ar- senu, dóttur Zsupán svínabónda, og átti létt með að syngja í hæðinni. Ari Jóhann Sigurðsson er með háa tenórrödd og fór ágætlega af stað, en hlutverkið er mjög kröfuhart og honum hætti til að yfirspenna þann- ig að tónarnir hljómuðu stundum broti of hátt. Þennan ágalla getur hann eflaust bætt með betri slökun og bættri öndun. Gervi hans hefði mátt vera fyrirmannlegra því hann var jú kominn til að taka við miklu ríkidæmi. Aðrir söngvarar skiluðu hlutverkum sínum prýðilega. Sveinn Arnar sýnir þó finnst mér of mikinn undirlægjuhátt í hlutverki Ottokar og Haukur Steinbergsson, sem sýnir ágætan kómískan leik í hlutverki svínabóndans, mætti vanda betur sönginn. Dökku flek- arnir aftast á sviðinu áttu að vera kastalarústir Barenkáy-ættarinnar, en minntu frekar á prófíl stórborg- ar eða verksmiðju. Samræmi í bún- ingum og förðun hefði mátt vera betra og einnig hefði sýningin batn- að mikið við vel útfærð dansatriði. Mér er til dæmis ráðgáta hvers vegna í lokaþættinum í Vínarborg fólkið dansaði aftast á sviðinu í stað þess að nota framsvið. Hlutur Skúla Gautasonar sem leikstjóra er góður og þrátt fyrir þau atriði sem ég hef gagnrýnt tekst honum með mörgu óvönu fólki á sviði að láta sýninguna renna sannfærandi frá byrjun til enda. Ég hafði á tilfinningunni að fyrsta þáttinn hefði mátt stytta eitt- hvað, en örugglega gerist það einn- ig við endurtekningar sýningarinn- ar, sem ég vona að verði sem flestar. Þessi sýning á erindi til allra söng- og óperuunnenda, það sýndu frábærar viðtökur áheyrenda í Samkomuhúsinu á fimmtudags- kvöldið. Þökk sé Leikhúskórnum og öðr- um sem að sýningunni komu. TÓNLIST S a m k o m u h ú s i ð á A k u r e y r i Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri. Það var Leikhúskór- inn í samvinnu við Leikfélag Ak- ureyrar sem stóð fyrir sýningunni. Flytjendur auk Leikhúskórsins voru einsöngvararnir Alda Ingi- bergsdóttir sópran (Arsena, dóttir Zupán svínabónda), Ari Jóhann Sig- urðsson tenór (Sandor Barinkay „sígaunabaróninn“), Þórhildur Örvarsdóttir sópran (Saffí dóttir Czípra), Hildur Tryggvadóttir sópran (sígaunakerlingin), Haukur Steinbergsson (Zupán svínabóndi), Baldvin Kr. Baldvinsson barítón (Carnero greifi og siðgæðisvörður austurríska keisaradæmisins), Sig- ríður Elliðadóttir altsöngkona (Mirabella eiginkona hans og ráðs- kona svínabóndans), Sveinn Arnar Sæmundsson tenór (sonur Mira- bellu og Carnero), Steinþór Þráins- son baríton (Homonay greifi sem syngur í 2. og 3. þætti). Roar Kvam stjórnaði tónlist og út- setti hljómsveitarhlutann fyrir fjög- urra manna salon-hljómsveit, með Aladár Rách á píanó, Hjörleif Vals- son á fiðlu, Björn Leifsson á klarin- ett og Pétur Ingólfsson á kontra- bassa. Á öðrum sýningum mun Jaan Alavere leika á fiðlu í stað Hjörleifs. Leikstjóri var Skúli Gautason. Fimmtudaginn 3. maí. ÓPERETTA Söngsýning sem á erindi Steinþór Þráinsson baríton- söngvari í hlutverki Homonay. Jón Hlöðver Áskelsson TVÖ samspil úr tónlistarskóla FÍH troða upp á Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30 og spila afrakstur vetrar- starfsins. Samspilin hafa unnið undir stjórn Jóns Rafnssonar og Tenu Palmer. Samspil á Ozio VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður í dag, sunnu- dag, kl. 14–18, í Snælandsskóla. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri, margs konar kjörgripir sem nemendur hafa hannað og út- fært undir leiðsögn kennara sinna. Sýning á vinnu nemenda M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.