Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHreinn úrslitaleikur hjá Magdeburg og Flensburg / B3 Þriðji bikarinn til Liverpool / B2 4 SÍÐUR Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 16 SÍÐUR Sérblöð í dag MAÐUR, sem ákærður er fyrir að skipuleggja innflutning á átta kílóum af amfetamíni til lands- ins í júlí í fyrra, neitaði fyrir dómi í gær að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Samkvæmt ákæru útvegaði hann fé til fíkniefnakaupanna og lét þeim tveimur sem einnig eru ákærðir í málinu í té farar- eyri. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kom fram að lögreglurannsókn leiddi það í ljós að enginn mannanna hafði næg fjárráð til að leggja út fyrir fíkniefnunum eða farareyrinum en talið er að fíkniefnin hafi kostað 3–4 milljónir í Amsterdam. Annar þeirra sem ákærðir eru fyrir að hafa flutt efnin inn sagðist viss um að sá sem ákærður er fyrir að skipuleggja innflutninginn hafi ráðfært sig við aðra þegar sá fyrrnefndi hringdi í hann frá Amsterdam til að útvega meiri farareyri og til að fá ráðleggingar. Þegar hann var spurður hvort hann hefði talið að skipulagi inn- flutningsins mætti líkja við píramída sem hann hefði verið í neðstu lögunum á játaði hann því. Borguðu ekki fyrir fíkniefnin Fyrir dómi í gær bar annar þeirra sem ákærðir eru fyrir innflutninginn að hann hefði fengið far- areyri fyrir sig og annan meðákærða frá þeim sem sakaður er um að skipuleggja innflutninginn. Þá hefði hann látið sig fá leiðbeiningar um hvernig hann ætti að bera sig að í Amsterdam þegar þang- að kæmi. Hann hitti síðan annan meðákærða í Kaupmannahöfn og saman fóru þeir til Amster- dam. Þar hefði fjölmargt farið úrskeiðis og þeir brátt orðið uppiskroppa með fé. Hann hefði þá hringt í þann sem ákærður er fyrir innflutninginn og síðar fengið leiðbeiningar um að peningar biðu þeirra bak við kassa á ljósa- staur. Þar fundu þeir andvirði tæplega 50.000 króna. Síðar fengu þeir leiðbeiningar um að fara á kaffihús í Amsterdam þar sem maður afhenti þeim kassa með hátölurum en í þeim voru fíkniefnin fal- in. Hann sagði að hvorki hann né ferðafélagi hans hefði borgað fyrir efnin. Í kassanum var hins veg- ar andvirði um 50.000 króna sem þeir notuðu til að senda efnin til landsins og koma sér til baka. Hann sagðist ekki hafa vitað hve mikið af fíkniefnum var í hátölurunum en einhvern tíma hefði komið til tals að þeir myndu smygla fjórum kílóum. Fyrir dómi bar hann að símtölin til Íslands hefðu verið í farsímanúmer þess sem ákærður er fyrir skipulagningu en ferðafélagi hans hefði þó aldrei vitað við hvern hann hefði talað. Hinn maðurinn, sem fór til Amsterdam, stað- festi frásögn ferðafélaga síns. Hann sagði að sá hefði haft samband við sig nokkrum mánuðum áð- ur en þeir fóru til Amsterdam og spurt hvort hann hefði áhuga á að taka þátt í fíkniefnasmygli. Hann hefði tekið sér umhugsunarfrest en síðan látið til leiðast. Sá sem ákærður er fyrir að skipuleggja inn- flutninginn neitaði aðild að málinu. Hann sagðist fyrst hafa komist á snoðir um smyglið þegar hann kom á heimili annars þeirra sem ákærðir eru fyrir innflutninginn. Þar hefði hann hjálpað honum að bera upp kassa með hátölurum en síðan farið út skamma stund. Þegar hann kom til baka hefði maðurinn verið búinn að opna annan hátalarann. Hann hefði staðið við hátalarann með eitthvert tæki í höndunum, rétt honum það og spurt hann hvað þetta væri. Þeir hefðu síðan hlaupið út en hinn maðurinn hefði losað sig við tækið á leiðinni. Þessi atburður hefði, auk þess að hann hefði séð böggla inni í öðrum hátalaranum, orðið til þess að hann dró þá ályktun að maðurinn væri viðriðinn fíkniefnasmygl. Þá kom fram að lögreglan grunaði fleiri um aðild að málinu. Ekki var þó unnt að yfirheyra þá strax þar sem þeir voru undir eftirliti vegna annars fíkniefnamáls. Þrír einstaklingar ákærðir fyrir smygl á átta kílóum af amfetamíni Enginn þeirra hafði fjár- ráð til fíkniefnakaupannaÓVENJUMIKIÐ hefur verið af hnúfubak í Skjálfandaflóa að und- anförnu. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursigl- ingar, sagði að aldrei hefði verið jafnmikið af hnúfubak í flóanum frá því að Norðursigling hóf hvalaskoðunarferðir frá Húsavík fyrir sjö árum. Norðursigling hóf hvalaskoð- unarferðir hinn 1. maí sl. og þegar hafa um 200 manns farið í slíkar ferðir það sem af er vori og eru útlendingar þar í miklum meiri- hluta. Hörður sagði að umferð ferðamanna hefði verið töluvert meiri að undanförnu en á sama tíma í fyrra og því ljóst að ferða- mannatíminn væri að lengjast. Þá væri útlitið fyrir sumarið gott og töluvert um pantanir í hvalaskoð- unarferðir. Í fyrra var metár hjá Norður- siglingu en þá fóru um 21.000 manns í hvalaskoðun með fyrir- tækinu, sem gerir út þrjá eikar- báta til slíkra ferða um Skjálf- andaflóa. Óvenjumik- ið af hnúfu- bak í Skjálf- andaflóa Morgunblaðið/Heimir Harðarson Hnúfubakur rennir sér á hliðinni upp að báti Norðursiglingar á Skjálf- andaflóa til að heilsa upp á ferðafólkið og gefa því færi á að mynda. ANNARRI umræðu um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands lauk á Alþingi í gær og var frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu með breytingum frá efnahags- og við- skiptanefnd. Í breytingartillögum við frum- varpið frá Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Mar- gréti Frímannsdóttur var m.a. lagt til að seðlabankastjóri yrði aðeins einn. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands yrði í höndum forsætisráðherra og bankaráðs en ákvarðanir um beit- ingu stjórntækja bankans í peninga- málum yrðu teknar af sérstakri peningastefnunefnd. Stjórn bankans yrði að öðru leyti í höndum banka- stjóra. Breytingartillögur fulltrúa Sam- fylkingarinnar voru felldar við at- kvæðagreiðslu í gær. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um Seðlabanka Íslands, en núgildandi lög eru að stofni til frá árinu 1986. Frumvarpið miðar að því að auka sjálfstæði Seðlabankans og laga löggjöf um hann að breyttum aðstæðum á ís- lenskum og alþjóðlegum fjármála- markaði. Samfylkingin um frum- varp um Seðlabankann Leggja til að banka- stjórinn verði einn ALLT að 15 manns unnu fram eft- ir kvöldi í gær við að hefta út- breiðslu mikils sinuelds í Gnúp- verjahreppi. Seint í gærkvöld kom væta úr lofti og tókst mönnum að mestu að ná stjórn á eldinum. Eld- urinn kviknaði í landi Minna-Hofs þegar starfsmenn ræktunarfélags Flóa og Skeiða voru að brenna göt á rör sem átti að setja ofan í til- raunaborholu vegna Minna-Núps- virkjunar. Við logsuðuna fór neisti í þurran og þykkan mosagróður og breiddist eldur mjög hratt út. Hvasst var þegar óhappið varð og myndaðist gríðarlega mikill reyk- ur sem var til óþæginda í Árnes- hverfi þar sem nokkrir tugir manns búa. Slökkvistarf reyndist árangurslaust og var þá gripið til þess ráðs að plægja upp jarðveg- inn í kringum eldinn og reyna þannig að hefta útbreiðslu hans. Eldurinn stefndi í átt að sumarbú- staðabyggð í landi Stóra-Hofs og voru vonir bundnar við að eldur- inn stöðvaðist við plógförin. Mið- uðust aðgerðir við að verja milli 10 og 20 bústaði. Slökkvilið Gnúp- verjahrepps var kallað á vettvang og notaði reykköfunarbúnað við plæginguna auk þess sem bændur af nærliggjandi bæjum aðstoðuðu eftir megni. Talið var að eldurinn hefði náð a.m.k. yfir 20 hektara. Eldurinn kom upp um klukkan 15 í gær og voru tré eða runna- gróður ekki eldsmatur á svæðinu. Barist við sinueld í Gnúpverjahreppi Vörðu sumarbústaða- byggð fyrir eldinum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Plægt var upp kringum sinueldinn til að hefta útbreiðslu hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.