Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 15

Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 15 GERT verður ráð fyrir sjö lóðum fyrir skóla í nýrri byggð undir hlíðum Úlfars- fells í Höllum og Hamrahlíð- arlöndum. Bókun þessa efnis var samþykkt í fræðsluráði síðastliðinn mánudag. Þá mælir ráðið með því að stefnt verði að byggingu nýs skóla fyrir yngstu nemendurna í grennd við Rimaskóla þar sem einsýnt sé að skólinn rúmi ekki frekari aukningu nemenda á næstu árum. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að borgarskipulag hafi óskað eftir tillögum um stærð og fjölda skólahverfa í fram- tíðarbyggð undir Úlfarsfelli þar sem efna eigi til sam- keppni um skipulag á svæð- inu. Búið sé að velja þær teiknistofur sem munu taka þátt í samkeppninni og nú þurfi þær að fá forsögn þar sem fram kemur hvað eigi að verða á svæðinu en um er að ræða um það bil 350 hektara landsvæði þar sem gætu orð- ið á að giska 6 –7000 íbúðir. Sé gert ráð fyrir þremur íbú- um í hverri íbúð verður um að ræða 18–21 þúsund manna byggð á svæðinu. Til saman- burðar má geta þess að 1. desember síðastliðinn voru íbúar á Akureyri og nærsveit- um 17.584 talsins. Samkvæmt bókun fræðslu- ráðs verður gert ráð fyrir um sjö lóðum fyrir skóla sem gætu verið með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi gætu þeir allir verið heildstæðir sem þýddi að þeir væru með 1. til 10. bekk og tvær til þrjár bekkj- ardeildir í hverjum árgangi. Nemendur yrðu þá 450–600 í hverjum skóla. Í öðru lagi gætu verið um að ræða barnaskóla með 1.–6. bekk og unglingaskóla með 7.–10. bekk. Yrðu barnaskólarnir þá fjórir talsins með um 400–550 nemendur hver og unglinga- skólarnir tveir með um 500– 700 nemendur. Loks væri hægt að blanda þessum tveimur leiðum saman. Gerð- ur undirstrikar að hér hafi fræðsluráð einungis verið með fyrstu umræðu um mál- ið. Nýr skóli í Rimahverfi Á fundi ráðsins var enn- fremur samþykkt bókun þar sem fram kemur að einsýnt sé að frekari uppbygging íbúðarhúsnæðis í Rimahverfi kalli á nýjar lausnir varðandi skólaskipan í hverfinu. Rima- skóli sé annar stærsti skóli borgarinnar og rúmi ekki frekari aukningu nemenda næstu árin. Ráðið mælir með því að stefnt verði að bygg- ingu skóla fyrir yngstu nem- endur í grennd við Rimaskóla og að skoðaðir verði mismun- andi kostir þess að tengja skólann við börn á leikskóla- aldri. Gerður segir þetta mál mun lengra á veg komið en hið fyrra þó að einnig hafi verið um að ræða fyrstu um- ræðu ráðsins um málið. „Ég hugsa að niðurstaða fáist fljótlega í þessu máli,“ segir hún. „Ég á von á því að það verði stofnaður skóli þarna líklega rétt við Rimaskóla þar sem unnt væri að taka frá lóð. Þar gætu verið 100–150 börn sem ekki er hægt að bæta við Rimaskóla því hann er þegar orðinn svo stór.“ Viðvarandi kennaraskortur? Næsta haust opna þrír nýir skólar í Reykjavík, Víkurskóli í Grafarvogi, nýr skóli í Graf- arholti auk sérskóli fyrir geð- fatlaða einstaklinga. Gerður segir að ljóst sé að byggð sé mikið að þéttast í borginni og er útlit fyrir mikla uppbygg- ingu í skólakerfinu. Nefnir hún í því sambandi þéttingu byggðar meðfram Skúlagöt- unni sem gæti kallað á ný úr- ræði því um sé að ræða skóla- hverfi Austurbæjarskóla og hann geti ekki tekið við fleiri nemendum. „Og þetta er að gerast víðar, til dæmis vestur í bæ og einnig er í vændum ný byggð í Norðlingaholtinu á milli Rauðavatns og Elliða- vatns.“ Gerður segir að í kjölfar þessarar uppbyggingar megi búast við áframhaldandi kennaraskorti. Nú sé átak í gangi sem miði einkum að því að ná til þeirra kennara sem eru í öðrum störfum en kennslu. En hvað með menntun nýrra kennara? „Sem betur fer er Kennaraháskólinn nú búinn að fá aukið fé og mun taka inn fleiri nemendur nú í haust en áður. Undanfarin 30 ár hafa verið teknir inn um 120 kennaranemar í almennt dagnám en nemendafjöldinn í grunnskólunum hefur aukist óhemju mikið á þessum tíma auk þess sem skóladagurinn hefur verið að lengjast. Nú verða, að ég held, teknir inn um 160 kennaranemar í haust en þeir útskrifast ekki fyrr en eftir þrjú ár,“ segir Gerður. Mikil uppbygging framundan í grunnskólanum í borginni Sjö nýir skólar í byggð- inni undir Úlfarsfelli                                          Reykjavík LÍNUSKAUTA- og hjóla- brettakrakkar í Mosfellsbæ hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld að fá betri að- stöðu í bænum og hafa um 180 krakkar undirritað áskorun þess efnis. Þrír fjór- tán ára línuskautastrákar sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni hafa fund- ið teikningar á Internetinu sem þeir segja fullnægja ósk- um þeirra um aðstöðuna. Það voru þeir Smári Freysson, Stefán Þór Hall- grímsson og Þorsteinn Lúð- víksson sem voru upphafs- menn að því að undir- skriftunum var safnað og segir Þorsteinn að ramp- urinn, sem hjólabretta- og línuskautakrakkar hafa til afnota í íþróttahúsi bæjarins sé alls ekki nógu góður því hann sé allt of lítill. „Við er- um að sækjast eftir stærri og betri palli og betri staðsetn- ingu á sléttu, malbikuðu plani,“ segir hann ákveðinn. Nokkur aðdragandi var að því að strákarnir ákváðu að fá aðra krakka í bænum með sér í að fara fram á nýjan pall. „Við erum búnir að hugsa um að gera þetta í all- an vetur en við höfum ekki framkvæmt það fyrr en núna. Ég held að fyrri pall- urinn hafi fengist svona og þessvegna datt okkur í hug að gera þetta,“ segir Þor- steinn og bætir því við að það hafi ekki verið mikið mál að safna undirskriftunum. Það hafi verið gert á einni kennslustund í skólanum og voru krakkarnir fúsir til að skrifa undir. Áskorunin var svo lögð fram á bæjarráðsfundi á fimmtudag og vísaði bæj- arráð erindinu til skoðunar íþrótta- og tómstunda- nefndar bæjarins. Með undir- skriftalistunum fylgdu teikn- ingar sem strákarnir fundu á netinu og segir Þorsteinn það hafa tekið svolítinn tíma að finna þær en að öðru leyti hafi það verið vandkvæða- laust. „Maður fer bara inn á „skater“-síður á netinu og þar finnur maður þetta,“ segir hann og bætir því við aðstaðan muni nýtast fjöl- mörgum krökkum sem séu á hjólabrettum, línuskautum og hlaupahjólum í bænum. Morgunblaðið/Þorkell Stefáni Þór, Smára og Þorsteini fannst ekkert tiltökumál að safna 180 undirskriftum hjá krökkum í skólanum. 180 krakkar vilja betri hjólabrettapall Mosfellsbær RÁÐIÐ verður í stöður skólastjóra í Laugarnes- og Selásskóla frá og með fyrsta ágúst næstkomandi. Umsækj- endur um skólastjórastöðu í Laug- arnesskóla eru Jóhanna Þuríður Þorsteinsdóttir, forstöðumaður heimilissviðs á Sólheimum í Gríms- nesi, Vilborg Runólfsdóttir, aðstoð- arskólastjóri Laugarnesskóla, Helgi Grímsson, fræðslustjóri hjá Banda- lagi íslenskra skáta og Hreiðar Sig- tryggsson, aðstoðarskólastjóri Foldaskóla. Helgi og Hreiðar sóttu jafnframt um skólastjórastöðu við Selásskóla. Fimm umsóknir í Selásskóla Aðrir umsækjendur um stöðu skólastjóra í Selásskóla eru Árni Þorsteinsson, kennari í Vík í Mýrdal, Björgvin Þórisson, kennari í Hóla- brekkuskóla og Örn Halldórsson, kennari í Grandaskóla. Að sögn Ingunnar Gísladóttur, starfsmannastjóra hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur, hafa umsóknirnar verið sendar í kynningu til Fræðslu- ráðs. Fræðslustjóri mun síðan meta umsækjendur og Fræðsluráð mæla með einum umsækjanda um hvorn skóla til borgarráðs sem tekur loka- ákvörðun. Umsóknir um stöður skólastjóra Reykjavík BÆJARRÁÐI Kópavogs hefur borist í hendur bréf frá íbúum á Hlíðarvegi 27, 29 og 29A þar sem bornar eru upp kvartanir vegna hávaða og óþrifnaðar við sölu- turninn Hvammsval sem er á neðri hæð hússins að Hlíðarvegi 29. Málinu hefur verið vísað til heilbrigðisnefndar, lögreglu og forvarnarfulltrúa til umfjöllunar. Hávaði frá hljóm- flutningstækjum Í bréfinu er kvartað undan því að unglingar safnist við söluturn- inn með tilheyrandi hávaða auk þess sem áfengi sé haft um hönd. Bent er á að mikill óþrifnaður sé í kringum söluturninn og að íbú- arnir líti svo á að eigandi hans beri ábyrgð á þrifum en að þeim hafi ekki verið sinnt. Þá er sér- staklega kvartað undan hávaða frá hljómflutningstækjum sem eigandi Hvammsvals hefur komið sér upp. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogsbæjar, segir að það sé í höndum rekstraraðila að gæta hreinlætis og eigi það jafnt við innanhúss sem utan. Hins vegar sé ekki hægt að gera rekstr- araðila ábyrgan fyrir unglingun- um sem slíkum ef hreinlætiskröf- um tengdum rekstrinum er fullnægt. Guðmundur segir einnig að há- vaði sé alla jafnan skilgreindur sem hljóð sem eigi ekki við í við- komandi umhverfi. Ómur á milli íbúða endrum og eins er til að mynda ekki óeðlilegur. Að öðru leyti vildi Guðmundur ekki tjá sig um þetta einstaka mál og sagði Heilbrigðiseftirlit myndu fjalla um það þegar það bærist þeim í hendur. Í höndum rekstraraðila að gæta hreinlætis Kópavogur Kvartað undan ólátum og óþrifnaði við söluturn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.