Morgunblaðið - 17.05.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 17.05.2001, Síða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ hefur verið að endurbótum á Hótel Keflavík í vetur. Hótelið er nú komið í hátíðarbúning enda eru í dag fimmtán ár frá því það var opn- að. Hótelstjórinn heldur því fram að stofnun hótelsins hafi markað upp- haf ferðaþjónustu á svæðinu og því megi jafnframt minnast afmælis hennar í dag. Mikill munur er á Hótel Keflavík í dag og fyrir fimmtán árum. Það var opnað í húsnæði Ofnamiðju Suður- nesja sem er í eigu sömu fjölskyldu og var í upphafi einfalt hótel eða gistiheimili. „Pabbi sagði við mig kvöldið áður en við opnuðum að ég ætti að verða hótelstjóri. Ég hafði unnið með honum að uppbygging- unni og vissi að ég myndi reka fyr- irtækið en hafði ekki hugleitt hót- elstjóratitilinn. En það varð svo að vera, ég kunni ensku,“ segir Stein- þór Jónsson hótelstjóri Hótels Keflavíkur frá upphafi. Hann var 19 ára þegar hann tók við rekstri Ofnasmiðjunnar með föð- ur sínum, Jóni William Magnússyni, og tveimur árum seinna komu þeir rekstri Hótels Keflavíkur af stað. Þá voru herbergin 32 og allt frekar ein- falt í sniðum. Málverkin eftir hótelstjórann Síðan hefur stöðugt verið unnið að uppbyggingu hótelsins með stækkun hótelbyggingarinnar og kaupum á hverri hæðinni á fætur annarri í næstu húsum. Þá hefur umbúnaður verið endurbættur smám saman og þjónusta aukin. Þannig voru öll elstu 32 herbergin endurnýjuð í vetur. Hótel Keflavík er nú eitt af bestu hótelum landsins, fjögurra stjarna hótel sem ekki vantar mikið upp á þá fimmtu. Það er með 75 herbergi og sjö til viðbótar í gistiheimili og er því stærsta hótel Suðurnesjamanna. Í hótelinu eru tíu íbúðir, þar af fimm með setustofu og nuddbaðker- um. Steinþór er stoltur af aðstöðunni sem hann býður upp á, vekur athygli á því að í öllum herbergjum eru geislaspilarar, peningaskápur, buxnapressa, grill, hárþurrka og fleira, auk sjónvarps og kæliskáps sem önnur fjögurra stjarna hótel bjóða upp á. Líkamsræktarstöð er rekin í kjall- ara hótelsins og veitingastaðir eru í hótelinu, meðal annars Café Iðnó undir glerþakinu umdeilda frá sam- nefndu leikhúsi í Reykjavík. Steinþór og Jón William hafa allan tímann unnið mikið sjálfir að upp- byggingunni og talar Steinþór um uppbygginguna sem þriðja fyrirtæk- ið sem þeir hafi þurft að reka. Og hann hefur sett sinn persónulega stíl á hótelið með hönnun og vali á inn- réttingum og skrautmunum. Meira að segja eru mörg málverkanna sem eru áberandi á herbergjum og göng- um eftir hann sjálfan. Verðum að vera á tánum „Við opnuðum á varfærnislegan hátt en höfum allan tímann haft það sem einkunnarorð að gera hótelið betra í dag en það var í gær. Það hef- ur skilað okkur þessum árangri. Nú höfum við náð því langþráða tak- marki að vera komnir með hótelið í það horf sem við viljum. Við verðum þó alltaf að vera á tánum, þessi við- skipti krefjast þess, annars missir maður af lestinni,“ segir Steinþór. Ekki höfðu margir trú á hótelhug- mynd þeirra feðga í upphafi. Raunar var fyrst ætlunin að koma upp sjúkrahóteli í tengslum við D-álmu sjúkrahússins í Keflavík sem þá stóð til að koma upp. Framkvæmdir við sjúkrahúsið drógust hins vegar á langinn og hún var ekki tekin í notk- un fyrr en nýlega. Þurfti því að finna annan viðskiptavinahóp. Fyrir fimm- tán árum var mikil uppbygging á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fékk hótelið veruleg viðskipti vegna þeirra. Þegar þau minnkuðu þurfti að auka áherslu á ferðamenn. Síðar tókst Steinþóri að fá stjórn- endur flugfélagsins Canada 3000 til að hafa áhafnaskipti hér á landi í flugi milli Kanada og Evrópu og fékk hótelið mikil viðskipti út á það í fimm ár, einnig hjá SAS um tíma. Þegar þessi viðskipti féllu niður með því að flugfélagið tók stærri vélar í notkun þurfti enn að leggja áherslu á aukn- ingu annarra viðskipta. Hótelið hef- ur að sögn hótelstjórarns þurft að sýna mikinn sveigjanleika til að kom- ast í gegn um þessar breytingar. Starfsfólkið þarf að geta þjónað fín- ustu ráðstefnum á sama tíma og vinnuflokkum. Hótel Keflavík þjónar bæði inn- lendum og erlendum ferðamönnum. Þekkt er þjónusta þess við Íslend- inga sem eru að fara til útlanda. Hót- elið býður þeim gistingu nóttina fyr- ir flug, að geyma fyrir þá bílana og aka þeim að flugstöðinni. Boðið er upp á þrif á bílunum og jafnvel við- gerðir. Margir erlendir ferðahópar gista fyrstu eða síðustu nóttina á Ís- landi í Hótel Keflavík. Nýtur hótelið því nálægðarinnar við alþjóðlega flugvöllinn. Mikil áhersla hefur verið lögð á að laða að ráðstefnur, fundi og árshá- tíðir og hefur það tekist, að sögn Steinþórs. Um þessa þjónustu sér nú sérstakur ráðstefnustjóri. Þar er um að ræða jafnt erlenda sem innlenda hópa. Steinþór telur að möguleikar séu til aukinnar markaðssóknar á öllum sviðum starfseminnar. Að sögn Steinþórs hefur herbergj- anýting Hótels Keflavíkur ávallt ver- ið góð og yfir meðaltali hótela í Reykjavík. Nýtingin hefur verið yfir 50% yfir vetrartímann og yfir 80% á sumrin, að jafnaði. Hugað að landvinningum Þótt draumur fjölskyldunnar um gott hótel hafi ræst og búið sé að koma hótelinu í það horf sem hún hefur lengi stefnt að vill Steinþór eiga möguleika á stækkun í Keflavík. Hann er einnig farinn að huga að möguleikum í Reykjavík. Hefur meðal annars lagt í mikla vinnu í undirbúning hótels í gömlum húsum við Aðalstræti í samvinnu við Þyrp- ingu hf. Hefur verið miðað við að hann tæki húsnæðið á leigu og ræki hótelið en viðræðum er ekki lokið. Telur Steinþór það góðan kost að tengjast hótelrekstri í Reykjavík. Þannig yrði hægt að auka nýtinguna og það kæmi báðum til góða. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Steinþór Jónsson hótelstjóri í afgreiðslu Hótels Keflavíkur. Hann hefur rekið hótelið frá upphafi. Betra hótel í dag en það var í gær Keflavík Ljúka endurbótum á Hótel Keflavík á 15 ára afmælisdegi ÞAÐ er ekki oft sem hægt er að ná fimm ættliðum saman á mynd en það tókst í Grindavík á dögunum. Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir langa- langamma á orðið fimm langalang- ömmubörn. Afkomendur hennar eru orðnir 94 og flestir þeirra búa í Grindavík. Elín er fædd og uppalin á Sveinsstöðum í Grímsey og er orðin 92 ára gömul. Á myndinni eru ættliðirnir fimm, frá vinstri: Inga Bjarney Óladóttir langamma, Elín Þóra Sigurbjörns- dóttir langalangamma, Gunnhildur Björgvinsdóttir amman, Inga Björg Símonardóttir, mamman og heldur hún á syni sínum, Símon Loga Thasaphong sem er 3 mánaða. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Fimm ættliðir Grindavík BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að Oddur Thorarensen, 43 ára byggingar- tæknifræðingur sem búsettur er í Noregi, verði ráðinn byggingar- fulltrúi. Starf byggingarfulltrúa í Grinda- vík var auglýst laust til umsóknar eftir að Viðar Már Aðalsteinsson var ráðinn til Reykjanesbæjar. Eftir- taldir átta menn sóttu um starfið, auk Odds: Geir Pétursson bygging- arverkfræðingur í Svíþjóð, Gísli Er- lendsson rekstrartæknifræðingur í Reykjavík, Hafsteinn Hafsteinsson verkfræðingur í Kópavogi, Halldór Hannesson byggingarverkfræðing- ur í Hafnarfirði, Maríus Sævar Pét- ursson byggingartæknifræðingur og rekstrarverkfræðingur í Keflavík, Óli Hilmar Jónsson, arkitekt og skipulagsfræðingur í Reykjavík, Sig- urður Ólafsson, byggingarfræðingur í Danmörku, og Sigurður Arnar Sig- urðsson, byggingariðnfræðingur í Garðabæ. Byggingarfulltrúi Grindavíkur Tillaga um Odd Thorarensen Grindavík HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur ákveðið að sameina skóla- nefndir sveitarfélagsins í eina nefnd, skólanefnd Gerðahrepps. Þrjár nefndir hafa fjallað um þau mál sem nýja nefndin á að sjá um, skólanefnd hefur séð um mál- efni Gerðaskóla, önnur um leik- skólann og sú þriðja um tónlistar- skólann. Á síðasta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps var felld tillaga eins fulltrúa minnihlutans um að skóla- nefnd verði falið að sjá um störf nefndarmanna tónlistarskólans til loka kjörtímabilsins. Hins vegar var samþykkt með fjórum atkvæð- um gegn þremur tillaga meirihlut- ans um að breyta samþykktum um stjórn sveitarfélagsins og fundar- sköpum þannig að kosin verði ein nefnd sem annist umrædd störf. Skólanefndirnar sameinaðar í eina Garður LÖGREGLAN á Suðurnesjum beinir sjónum sínum sérstak- lega að nagladekkjum, eftir- vögnum og notkun reiðhjóla- hjálma í vikulöngu eftirlitsátaki sem er hafið. Lögreglan í Keflavík er þátt- takandi í samstarfsverkefnum sem lögregluliðin á Suðvestur- landi standa reglulega að. Að þessu sinni er sérstaklega fylgst með hvort bílar séu enn á nagladekkjum og að búnaður eftirvagna sé í lagi. Þá er fylgst með hvort reiðhjólafólk sé með hjálma. Fylgst með eftir- vögnum HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps samþykkti á síð- asta fundi sínum að ráða umhverf- isstjóra og nýjan tómstundafull- trúa. Starf umhverfisstjóra er nýtt hjá Vatnsleysustrandarhreppi. Á hann að taka þátt í því umhverfisátaki sem unnið er að í Vogum, meðal annars vegna þeirrar uppbyggingar sem unnið er að í framhaldi af markaðsátaki. Ellefu umsóknir bár- ust um starfið og var Ólafur Ari Jónsson í Vogum ráðinn. Tíu sóttu um starf tómstundafull- trúa. Samþykkt var að ráða Lenu Rós Matthíasdóttur guðfræðing úr Reykjavík. Ráðið í starf umhverf- isstjóra í Vogunum Vatnsleysustrandarhreppur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.