Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 29 TONY Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kynnti í í gær stefnuskrá flokks síns til næstu tíu ára. Einnig hér brá hann út af venjunni, kynnti ekki stefnuskrána í höfuðstöðvum flokks- ins í London, heldur í Birmingham. Bæði Íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn hafa þegar kynnt sína stefnuskrá. Íhaldsmenn lofa skattalækkunum upp á 8 milljarða punda, en orðróm- ur er um að ætlunin sé að lækka skatta um allt að 20 milljarða punda, sem væntanlega þýddi verulegan niðurskurð í opinbera geiranum. Frjálslyndir boða hærri skatta og betri þjónustu og hvort sem það er vegna raunsærrar afstöðu í skatta- málum eða einhvers annars þá hefur flokkurinn bætt við sig 3 prósentu- stigum frá 1. apríl, var með 16 pró- sent í skoðanakönnun í Guardian í gær, meðan báðir stóru flokkarnir hafa misst þrjú prósentustig, eru nú með 46 og 31 prósent. Einblínt á skatta Bresku flokkarnir virðast allir greina óánægju almennings með op- inbera þjónustu og leggja því meg- ináherslu á að sannfæra fólk um að þeir hyggist gera betur. Á hinn bóg- inn óttast bæði Verkamannaflokkur- inn og Íhaldsflokkurinn að fólk sé þreytt á sköttum, meðan frjálslyndir eru sannfærðir um að fólk kunni að meta ærlegar og raunsæjar áætlanir og boða því að betri þjónusta kosti meira. Verkamannaflokkurinn boðar að opinber útgjöld verði aukin um 3,8 prósent á næstu árum, en reiknar aðeins með vexti upp á 2,5 prósent. Bilið lofar flokkurinn að brúa hvorki með sköttum né lántökum, heldur með því að nota tekjuafgang undan- farinna ára. Fyrstu viðbrögð stjórn- málaskýrenda voru þó að þetta væri heldur ósannfærandi áætlun, svo niðurskurður væri líklegri en við- bætur. Stefna Blair virðist vera að nota gamalreyndar aðferðir Thatch- er-áranna til að ná takmarki sínu um réttlátara þjóðfélag. Meðan upp- sveifla er getur það gengið upp, en ef samdráttur verður er erfitt að sjá hvernig endar eiga að ná saman. Íhaldsflokkurinn vill einnig mæta almennum óskum um betra heil- brigðis- og skólakerfi, betri sam- göngur og baráttu gegn glæpum, en ætlar samt að draga úr sköttun. Þeir fullyrða að það sé hægt með meira aðhaldi, en virðist ganga illa að sann- færa kjósendur um að þetta sé annað en miskunnarlaus niðurskurður og einkavæðing Thatcher-áranna. Það olli miklu fjaðrafoki þegar Financial Times birti forsíðufrétt í vikunni um að flokkurinn stefndi á 20 milljarða skattalækkun í lok kjör- tímabilsins, ekki bara átta milljarða eins og William Hague, leiðtogi flokksins, hefur lofað. Þetta var haft eftir ónefndum frammámanni í flokknum, en það komst strax upp hver hafði frætt blaðið á þessu og viðkomandi fór huldu höfði í tvo sól- arhringa á meðan allir helstu fjöl- miðlar landsins leituðu að honum dauðaleit. Hann kom svo loks fram í viðtali við BBCsjónvarpið og hafnaði alfarið þessum ætlunum. Með ofuráherslu fjölmiðlanna á flokksleiðtogana í kosningabarátt- unni kemur glöggt í ljós að William Hague á við mikla erfiðleika að glíma. Hann kemur reyndar mjög vel fyrir sig orði, en þykir ekki sér- lega trúverðugur í málflutningi sín- um. Ef marka má skoðanakönnun í Guardian í gær er skattastefnan líka vindhögg: Fólk hefur ekkert á móti hærri sköttum, ef opinber þjónusta batnar. Meint sýndarmennska Verkamannaflokkurinn hefur ver- ið þjáður af stöðugri umfjöllun um sýndamennskuna í kosningabaráttu þeirra. Það er rík hefð fyrir því að stjórnmálamenn fari um og hitti kjósendur, banki uppi á heima hjá fólki og gangi um á götum úti. Blair er ákaft gagnrýndur fyrir að hitta ekkert fólk nema við þrælskipulagð- ar aðstæður. Það virtist vera til að mæta þeirri gagnrýni að hann fór í göngutúr í fyrradag, sem samkvæmt tímamælingu Guardian stóð í 41⁄2 mínútu. Á þeim tíma náði hann að kaupa sér djúpsteiktan fisk með frönskum, en komst hins vegar ekki til að ræða við marga. Í vikunni var Blair í yfirheyrslu í morgunútvarpi BBC. Í stað þess að fá að lýsa stefnu sinni með fjálgleg- um orðum saumaði fréttamaðurinn svo að Blair vegna spillingarmála að gremjan bullaði í ráðherranum. Keith Vaz Evrópuráðherra hefur verið veikur undanfarnar vikur en er nú aftur kominn á ról og þar sem hann lá undir spillingarásökunum fær hann heldur ekki mikinn frið til að tala um stefnumálin. Stefnu- skrár með ólíku sniði London. Morgunblaðið. Reuters Tony Blair tilkynnir stefnuskrá Verkamannaflokksins í gær. Evrópuþingið samþykkti end- anlega á þriðju- dag strangar reglur Evrópu- sambandsins sem miða að því að stemma stigu við reykingum og kveða meðal annars á um að prent- aðar verði stórar viðvaranir á sígar- ettupakka. Fjallað hefur verið um málið frá því í janúar á síðasta ári og sam- komulag náðist um reglurnar milli fulltrúa Evrópuþingsins og ráð- herraráðs ESB á fundi í Brussel í febrúar síðastliðnum. Reglurnar voru síðan samþykktar á Evrópu- þinginu í fyrradag með miklum meirihluta atkvæða eins og búist hafði verið við. Samkvæmt reglunum eiga viðvar- anir um skaðsemi reykinga („reyk- ingar valda dauða“ eða „reykingar valda þér og fólki í kringum þig al- varlegum skaða“) að ná yfir 30% af framhlið sígarettupakkanna. Enn stærri viðvaranir eiga að vera á bak- hlið þeirra. Aðildarríki Evrópusambandsins þurfa nú að fella reglugerðina inn í eigin lög og geta bætt við ákvæði um að setja þurfi litmyndir, sem sýni skaðsemi reykinga, á sígarettupakk- ana. Á meðal annarra ákvæða reglu- gerðarinnar er bann við því að notuð séu orð eins og „mildar“, „léttar“ eða „lítil tjara“ í sígarettu- auglýsingum. Reglugerðin kveður einnig á um að frá árinu 2007 megi sígarett- ur, sem fluttar eru út frá löndum ESB, ekki innihalda meira en 1 mg af nikótíni, auk þess sem tjaran má ekki fara yfir 10 mg. Frá árinu 2003 þurfa tóbaksfyr- irtækin að láta aðildarríkjum ESB í té lista yfir öll efnin í vörum þeirra. Evrópusambandið á síðan að setja saman lista yfir leyfileg efni í tóbaks- vörum ekki síðar en árið 2005. Tóbaksfyrirtækin mótmæla reglugerðinni Tóbaksfyrirtæki hafa mótmælt reglugerðinni. John Carlisle, tals- maður samtaka breskra tóbaksfyrir- tækja, sagði að reglugerðin myndi hafa „hrikaleg áhrif“ á útflutning þeirra til Asíu, Ástralíu og Afríku, þar sem reykingamenn vilji sterkari sígarettur. Hann spáði því að reglu- gerðin myndi kosta 8.000 Evrópubúa atvinnuna. Carlisle gagnrýndi einnig ákvæðið um stærri viðvaranir á sígarettu- pökkunum, sagði þær „smekklausar og gagnslausar“. Hertar reglur ESB um tóbak samþykktar Strassborg. AFP. Blómastofan Eiðistorgi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.