Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 45

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 45 Safnaðarstarf Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14-15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sig- tryggsson, organisti, leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega velkomnir. Boðið upp á kaffi á eftir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður að stund lokinni. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10 í umsjá Önnu Bjargar Eyj- ólfsdóttur, húkrunarfræðings og starfsfólks safnaðarins. Taize- messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífs- ins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Elva J.Th. Hreiðarsdóttir mynd- menntakennari leiðbeinir með liti og málar með börnum og fullorðn- um. Söngstund með Jóni organista. Langholtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Tónlist, bæn og léttur málsverður. Neskirkja. Unglingastarf Nes- og Dómkirkju kl. 20 í safnaðarheimili Neskirkju. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. Lok mömmumorgna föstudaginn 25. maí. Þá verður farið í óvissuferð. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Helgistund kl. 11. Kvöld- bænir kl. 18. Fyrirhuguð er safn- aðarferð sunnudaginn 20. maí til Víkur í Mýrdal. Áhugasamir skrái sig í ferðina í síma 554-1620. Frek- ari upplýsingar veitir kirkjuvörður. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.-9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30-17 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-12 ára krakka kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstund- irnar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Viltu stunda nám í lögfræði? Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum um nám í lögfræði og lögritaranámi á jarðhæð í Lögbergi (húsi lagadeildar) föstudaginn 18. maí frá kl. 15:00 — 18:00. Sjá nánar: www.hi.is Vélskóli Íslands Hraðferð til 2. stigs vélstjóranáms sem gefur 750 kW réttindi Dagskóli - hægt er að ljúka náminu á tveim önnum (1 vetri). Kvöldskóli - hægt er að ljúka náminu á þrem önnum (1,5 vetri) Inntökuskilyrði: Eins árs siglingatími stað- festur með sjóferðabók og umsækjandi sé 22 ára eða eldri. Sveinar í málmiðnaðar- eða rafiðnagreinum þurfa ekki fyrrnefndan siglingatíma og fá auk þess ýmsa áfanga metna. Kvöldnámið er háð því að næg þátttaka fáist. Hraðferðin byggir á því að almennar greinar, svo sem raungreinar og tungumál, eru felld út og styttir það nám til 750 kW réttinda úr 83 einingum í 48 einingar. Skriflegar umsóknir berist til Vélskóla Íslands fyrir 10. júní næstkomandi. Frekari upplýsingar í síma 551 9755, fax 552 3760 frá kl. 8.00—16.00 alla virka daga. Netfang: vsi@ismennt.is, veffang: http:// www.velskoli.is og http://www.maskina.is Póstfang: Vélskóli Íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari. Frá Nýja tónlistarskólanum Vortónleikar— innritanir — skólaslit Fimmtud. 17. maí Söngtónleikar 8. stig kl. 20.00 í Gerðu- bergi. Föstud. 18. maí Söngtónleikar, 8. stig kl. 20.00 í Gerðu- bergi Laugard. 19. maí Sellótónleikar 7. stig kl. 12.30 í sal Nýja tónlistarskólans Laugard. 19. maí Strengjasveit og kammertónl. kl. 14.00 í sal Nýja tónlistarskólans. Mánud. 21. maí Almennir tónl. Yngri nemendur Þriðjud. 22. maí Almennir tónl. Eldri nemendur Föstud. 25. maí Skólaslit á sal skólans kl. 18.00 Innritanir fyrir skólaárið 2001— 2002 verða: miðvikud. 16. maí, fimmtud. 17. maí og föstud. 18. maí nk. á skrifstofu skólans, Grensásvegi 3, 3. hæð t.v., kl. 13.00 til 17.00. Sími 553 9210. Skólinn skiptist í þrjár aðaldeildir: Hljóðfæradeild, þar sem m.a. er kennt á píanó, fiðlu, selló, þverflautu, gítar og harmóniku, söngdeild og tónfræðideild. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Menntafélags byggingariðnaðarins verður haldinn á Hallveigarstíg 1 í dag, fimmtudaginn 17. maí, kl. 17.00. Til aðalfundar eru boðuð öll félög og fyrirtæki, sem eru aðilar að Menntafélagi byggingariðn- aðarins. Í lögum þess segir m.a.: „Aðalfundur er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað, án tillits til fundarsóknar. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Menntafélags byggingariðnaðarins.“ Á aðalfundi verða þessir dagskrárliðir: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endur- skoðaða ársreikninga. 3. Framkvæmdastjóri leggur fram fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs. 4. Lagabreytingar, enda séu þær kynntar í fund- arboði. 5. Tilnefningar til stjórnar. 6. Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga félagsins. 7. Önnur mál. „Vistvænar byggingar“ — Guðmundur B. Friðriksson, umhverfisverkfræðingur. Stjórnin. Aðalfundur Tölvusamskipta hf. verður haldinn á Grand Hóteli miðvikudaginn 23. maí 2001 kl. 17.00. Stjórnin. Hitaveita í Öndverðanesi I Kynningarfundur vegna lagningu hitaveitu í Öndverðanesi I verður haldinn í Golfskálanum í Öndverðarnesi laugardaginn 19. maí nk. kl. 17:00. Þar munu fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur gera grein fyrir málinu frá ýmsum hliðum, tæknilegum og fjárhagslegum. Þarna gefst kjörið tækifæri fyrir húseigendur í Öndverðar- nesi I að fá allar upplýsingar um hitaveituna og spyrja spurninga um verkefnið. Kaffiveitingar. Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í félagsheimili Hreyfils fimmtudaginn 31. maí 2001 kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikingar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og löggilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Skemmtiferðaskip — gjafakort — Smáralind Þróunarfélag miðborgarinnar efnir til fundar í Kornhlöðunni við Bankastræti í dag, fimmtu- daginn 17. maí kl. 18.15. Fundarefni: 1. Skemmtiferðaskip - erlendir ferðamenn í miðborginni Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik. 2. Gjafakort fyrir miðborgina Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Yddu. 3. Áhrif Smáralindar á verslun og viðskipti í miðborginni. Ragnheiður Sigurðardóttir, viðskiptafræð- ingur. Allir velkomnir! Þróunarfélag miðborgarinnar. KENNSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.