Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 69

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 69
NO SUCH THING, mynd banda- ríska leikstjórans Hals Hartleys, sem tekin var að stórum hluta upp á Íslandi með íslenskum leikurum, var frumsýnd á mánudagskvöldið á þeim hluta hátíðarinnar sem gengur undir nafninu Un Certain Regard. Myndarinnar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda á Hart- ley sér allstóran og dyggan aðdá- endahóp, einmitt í hátíðargeiranum. Myndin var fyrst sýnd á sunnu- daginn fyrir blaðamenn og þá þegar varð ljóst að skoðanir um myndina yrðu skiptar, eins og reyndar hefur átt við nær allar myndir Hartleys. Myndin er, eins og lýst hefur verið, nútímaævintýri. Viðfangsefni sem Hartley hefur ekki komið að áður. En þegar öll kurl eru komin til grafar ber myndin flest þau ein- kenni sem prýtt hafa myndir Hart- leys til þessa og eins og áður sagði, eru ekki allra. Það vekur athygli hversu margir íslenskir listamenn koma að mynd- inni. Friðrik Þór Friðriksson sem lagði fjármagn til allrar undirbún- ingsvinnu er titlaður framleiðandi. Leikmyndahönnuður er Árni Páll Jóhannsson og Helga I. Stefáns- dóttir er skrifuð fyrir búningunum. Auk þeirra bregður fyrir fjölmörg- um íslenskum leikurum. Fremstur í flokki er Baltasar Kormákur sem leikur eina af stærstu rullum mynd- arinnar, vísindamanninn dr. Art- aud, á farsakenndum nótum. Meðal annarra leikara sem bregður fyrir má nefna Björn Jörund Friðbjörns- son, Kristbjörgu Kjeld, Helga Björnsson, Þröst Leó Gunnarsson, Bessa Bjarnason, Margréti Áka- dóttur, Jón Tryggvason, Jón Hjart- arson og Maríu Ellingsen, svo ein- hverjir séu nefndir. Mæla þeir flestir á ensku við söguhetjur myndarinnar, skrímslið (Robert Burke) og stúlkuna Béatrice (Sarah Polley) sem reynir að hafa upp á því. Eins og fyrr segir hafa viðtökur við myndinni verið misjafnar. Margir fylgjenda hans eru yfir sig hrifnir af því að hann sé nú loksins að víkka sjóndeildarhringinn og tækla umhugsunarefni sín á breiðari grundvelli. Fagblöðin sem fylgjast með gangi í mála í Cannes, blöð á borð við Variety og Screen International, virðast hinsvegar vera á einu máli um að Hartley valdi ekki þeirri stefnubreytingu sem hann velur með þessari nýju mynd sinni og virðist kunna illa við að fara mikið út fyrir það smábæj- arsamfélag í Bandaríkjunum, sem hann var vanur að velja myndum sínum sem sögusvið á árum áður. Hinsvegar er útliti myndarinnar hælt, sér í lagi tökum í hrjóstrugu og kuldalegu landslagi Íslands. Auk þess verður ekki hjá því komist að nefna að sá sem veitist hvað harka- legast að myndinni er sami maður og fann Myrkradansaranum flest til foráttu á hátíðinni í fyrra, Derek Elley gagnrýnandi Variety. Einu jákvæðu orðin í öllum heila dómn- um lætur hann reyndar falla um aðra mynd, 101 Reykjavík Baltas- ars Kormáks, hann notar tækifærið og segir hana unaðslega, þegar hann getur þáttar Baltasars í No Such Thing, en Elley gaf þeirri mynd rífandi dóma á síðasta ári. Það er samt allsendis óvíst að misjafnir dómar um No Such Thing muni skaða hana. Hal Hartley er alltof sérstakur leikstjóri og um- deildur til að svo sé. Myndir hans hafa ætíð verið umdeildar og hinir fjölmörgu fylgjendur hans munu varla láta neikvæða umfjöllum telja sér hughvarf og vilja líkast til dæma fyrir sig sjálfir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Íslendingar koma á frumsýninguna (f.v.), Þorfinnur Ómarsson, Baltasar Kormákur, Valgerður Sverrisdóttir og Friðrik Þór Friðriksson. Baltasar Kormákur í hlutverki sínu í No such thing. Skrímslið fellur í grýttan jarðveg Cannes. Morgunblaðið. No Such Thing frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 69 w w w .h ar dc an dy .c om Aðrir útsölustaðir: Top Shop Lækjargötu, Snyrtistofa Hönnu Katrínar Laugavegi, snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Smáratorgi og Akureyri og Gallery Förðun Keflavík. Kynnum spennandi nýjungar í HARD CANDY Nýir litir í vinsælu Caffeine varalitunum Nýir litir í glimmer-púðurblýöntum Nýir litir í stökum augnskuggum Nýtt - Glitter rollon í andlit i liti í i l ff i lit i liti í li - l t i liti í t tt - litt ll í lit ✧ ✧ ✧ ✧ Kynning í Mjódd, fimmtudag og föstudag. , .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.