Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDalvíkingar fengu sín fyrstu stig í 1. deild/B4 Íslensku liðin misheppin í 1. umferð Evrópukeppninnar/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r23. j ú n í ˜ 2 0 0 1 TVEIR starfsmenn verktakafyrirtækisins Ker- fóðrunar ehf. voru lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hafa brennst í alvarlegu vinnuslysi sem varð við sprengingu í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík í gærmorgun. Í fréttatilkynningu frá Jens Kjart- anssyni, yfirlækni lýtalækningadeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss, segir að báðir hafi reynst vera með alvarlega brunaáverka. Annar þeirra brenndist á 80% hluta líkamans en hinn á 35% líkamans. Annar fór í aðgerð á sjúkrahúsinu í gær. Ástand þeirra er eftir atvikum en er enn alvarlegt. Auk lögreglu var 14 manna lið Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins sent á vettvang og fjórar sjúkrabifreiðir og neyðarbifreið. Mikill reykur myndaðist við sprenginguna, sem var mjög öfl- ug, og náði reykurinn yfir um 100 metra kafla á þaki byggingarinnar. Ekki myndaðist eldur að ráði og beindist því starf slökkviliðsins aðallega að því að finna hina slösuðu og meðhöndla þá. Björgunarstarf reyndist tafsamara en ella, þar sem misvísandi upplýsingar voru um fjölda slas- aðra. Rannsóknadeild lögreglunnar í Hafnarfirði hefur tekið tildrög slyssins til rannsóknar. Verið að undirbúa gangsetningu rafgreiningarkers Tilkynnt var um slysið klukkan 9.26 í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL varð slysið þegar verið var að undibúa gangsetningu rafgreiningarkers í kerskála 3. Ljósbogi, eða skammhlaup, myndaðist þar sem starfsmennirn- ir voru að störfum með áðurgreindum afleiðing- um. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Vinnueft- irlits ríkisins, sem kannaði aðstæður á vettvangi, er slysið að hluta til rafmagnsslys. Sprenging varð í kerinu og var í fyrstu talið að um gas- sprengingu hefði verið að ræða. Við nánari könn- un kom í ljós að svo var ekki. Ennfremur var talið í fyrstu að fjórir menn hefðu slasast í sprenging- unni en svo reyndist ekki vera. Samkvæmt upp- lýsingum ÍSAL var um að ræða venjubundin verk sem vinna þarf fyrir gangsetningu allra kera en á hverju ári eru gangsett um 100 ker. Hafin var könnun á því í gær hvað fór úrskeiðis. Að sögn Einars Guðmundssonar, staðgengils forstjóra ÍSAL, var kallað eftir öllu því hjálpar- liði sem unnt var eftir að slysið varð. „Það hófst strax rannsókn, eins og alltaf þegar eitthvað kemur fyrir,“ sagði Einar í samtali við Morgun- blaðið. Sagði hann að farið yrði yfir alla öryggis- þætti fyrirtækisins í forvarnarskyni. Halldór Halldórsson öryggisfulltrúi ÍSAL sagði að þrátt fyrir sprenginguna hefði lítið sem ekkert tjón orðið í kerskálanum. Tveir menn slasast í sprengingu í álverinu í Straumsvík Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mikill reykur myndaðist við sprenginguna og náði hann yfir um 100 metra kafla á þaki byggingarinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lögreglan hafði talsverðan viðbúnað við álverið í Straumsvík í kjöl- far slyssins í gærmorgun. Lagðir inn á gjörgæsludeild með alvarlega brunaáverka BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í fyrradag tillögu þar sem segir að forsenda þess að ráðist verði í virkjunarframkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar sé að fyrir liggi ítarlegar rannsóknir á umhverfisáhrif- um framkvæmda. Rannsóknirnar hafi verið kynntar almenningi og kostur gefinn á athuga- semdum, samanber lög um mat á umhverfisáhrif- um. „Einnig að fyrir liggi vandaðir arðsemisútreikn- ingar fyrir hverja einstaka framkvæmd, svo vega megi og meta efnahagslegan ávinning hverrar framkvæmdar andspænis þeim áhrifum sem hún hefur á umhverfi og náttúru. Þá hvetur borgar- stjórn til málefnalegrar og lýðræðislegrar um- ræðu um kosti og galla einstakra framkvæmda með það að markmiði að stuðla að sem víðtækastri sátt um þær ákvarðanir sem teknar verða,“ segir í tillögunni. Fjórtán borgarfulltrúar samþykktu tillöguna sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði fram í kjölfar þess að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks flutti tillögu þar sem lýst er andstöðu við að Reykjavíkurborg sem 45% eignaraðili í Landsvirkjun taki þátt í fyrir- hugaðri Kárahnjúkavirkjun, án þess að áður hafi verið gerðar ítarlegri rannsóknir á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar. Ingibjörg Sólrún sagði að hún teldi ekki tíma- bært að borgarstjórn ályktaði í þessa veru þar sem margir borgarfulltrúar hefðu líklega ekki gefið sér tíma til að kynna sér matsskýrslu um umhverfis- áhrif framkvæmdanna og kynnt sér arðsemi fram- kvæmdarinnar. Ólafur sat hjá við afgreiðslu til- lögu borgarstjóra þar sem hann var ekki sáttur við orðalagið þar sem segir að meta verði efnahags- legan ávinning andspænis þeim áhrifum sem framkvæmdin hefur á umhverfi og náttúru. Samrýmist illa grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar Ólafur sagði að hver Reykvíkingur bæri ábyrgð á 600 þúsund krónum í fjárfestingunni ef miðað er við að virkjunin kosti um 100 milljarða og að Landsvirkjun virki fyrir eigin reikning. „Það sam- rýmist illa grundvallarhugsjónum sjálfstæðis- stefnunnar að ráðast í stærstu og áhættusömustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar sem er Kárahnjúkavirkjun. Fyrirætlun um að íslenskur almenningur í formi skatta, Reykvíkingar í formi útsvars og lífeyrissjóðir landsmanna beri kostnað og áhættu vegna vafasamra fyrirætlana um risa- virkjanir og risaálver á Austurlandi eru þess eðlis að ég hafna þeim bæði sem einstaklingur og sem sjálfstæðismaður,“ sagði Ólafur í ræðu sinni. Árni Þór Sigurðsson sagði að honum virtist með ólíkindum að ríkisvaldið virtist ætla að knýja í gegn svo mikla röskun á umhverfinu í þágu stór- iðju sem margt benti til að sé þjóðhagslega óarð- bær. Hann sagði mikilvægt að fórnarkostnaður umhverfisins væri tekinn með í reikninginn. Hrannar B. Arnarsson, sem eins og Árni Þór er borgarfulltrúi R-lista, sagði að hann gæti ekki fall- ist á fyrirhugaðar framkvæmdir ætti hann að taka afstöðu á grundvelli þeirra gagna sem lögð hafa verið fram, bæði vegna áhrifa sem þær hafa á um- hverfið og þeirra útreikninga sem gerðir hafa ver- ið um arðsemina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem situr í stjórn Landsvirkj- unar, sagði að hann teldi að á þessu stigi lægju fyr- ir eins vandaðir arðsemisútreikningar um þessa framkvæmd og unnt væri, og að arðsemin mundi skýrast betur þegar lægi fyrir hvaða verð fengist fyrir orkuna. Rætt um forsendur virkjanaframkvæmda í borgarstjórn Ítarlegra rannsókna og arð- semisútreikninga krafist HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Eilífi Friði Edgarssyni 200 þúsund krónur í skaðabætur vegna særandi málsmeðferðar yfirvalda á máli, sem varðaði meint skart- gripasmygl Eilífs í nóvember 1997. Þá voru 67 smaragðar teknir af honum við komu til landsins frá Kólumbíu, en verðmæti þeirra nam um 20 þúsund krónum. Hann sætti ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík vegna málsins en var sýknaður af henni í apríl í fyrra. Eilífur er fæddur í Kólumbíu og hefur verið búsettur hérlendis undanfarin ár. Í kjölfar sýknu- dómsins höfðaði hann skaðabóta- mál og krafðist 650 þúsund króna bóta. Héraðsdómur féllst á það með Eilífi, að málsmeðferðin í heild og útgáfa ákæru hefði misboðið rétt- lætiskennd hans og verið særandi fyrir hann. Hins vegar þótti ekki sýnt fram á, að uppruni hans hefði haft áhrif á málsmeðferðina á þann veg að hann hefði ekki, eins hann hélt fram, notið jafnræðis á við aðra þegna landsins eða réttlátrar málsmeðferðar. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Lögmað- ur stefnanda var Gísli Guðni Hall hdl. en til varnar stefnda, ríkinu, var Guðrún M. Árnadóttir hrl. 200 þúsund í bætur vegna sær- andi máls- meðferðar EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Ólafsfjarðar fyrir stórfelld umboðssvik, bókhaldsbrot og brot á lögum um ársreikninga í starfi. Ákæran var þingfest í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra í gær og tók ákærði sér frest til 3. júlí til að tjá sig um sakarefnið. Ákærði er sakaður um að hafa stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu með veitingu lána og ábyrgða til fjölda tilgreindra aðila þar sem hluti ábyrgða og lánveitinga var, auk þess að vera umfram heimil viðmiðunar- mörk, ekki færður í bókhaldi sjóðs- ins. Í ákærunni gerir Sparisjóður Ólafsfjarðar kröfu til þess að ákærði verði dæmdur til að greiða sjóðnum 21,8 milljónir króna, en sjóðurinn hefur þurft að afskrifa stórar fjár- hæðir vegna hinna meintu brota. Sakaður um að hafa stefnt fé sjóðsins í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.