Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐANEFND Sambands ís- lenskra sveitarfélaga kynnti á blaða- mannafundi á fimmtudag tillögur um aðgerðir sem eiga að miða að því að draga úr fólksflutningum utan af landi til höfuðborgarsvæðisins. Ein róttækasta tillagan sem nefnd- in leggur fram er að markvisst verði unnið að því á næstu átta árum að fækka sveitarfélögunum úr 121 í 40 – 50 með frjálsri sameiningu. „Náist það markmið ekki er lagt til að Sam- band íslenskra sveitarfélaga, í sam- ráði við ríkisvaldið, beiti sér fyrir því að sveitarfélög verði sameinuð með lögum.“ Meirihluti landsmanna hlynntur sameiningu sveitarfélaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, telur að á næstu átta árum verði sveitarfélögin í kringum 40 – 50. „Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 1998 var samþykkt að mæla með því að sveit- arfélög yrðu áfram sameinuð með þeim hætti að íbúar hvers sveitar- félags tækju um það ákvörðun. Á hinn bóginn var því lýst yfir á þinginu að ef árangur yrði ekki viðunandi á næstu árum kæmi til þess að aðrar leiðir yrðu skoðaðar í sameiningarmálum sveitarfélaga og með þessari tillögu er verið að taka undir það sjónarmið og raunar verið að herða á því.“ Vilhjálmur kvaðst gera sér grein fyrir því að skiptar skoðanir væru um að sameina sveitarfélög með lögum en sveitarstjórnarmönnum bæri skylda til að fjalla um þetta mál og taka af- stöðu. „Mikill meirihluti landsmanna er því fylgjandi að sveitarfélögin verði sameinuð í ríkari mæli heldur en gert hefur verið fram til þessa og sveit- arstjórnarmenn hljóta að taka mið af því.“ Tvö til þrjú öflug kjarnasvæði Í tillögum nefndarinnar er lögð áhersla á að byggð dreifist um landið og markvisst verði unnið að því að byggja upp tvö til þrjú kjarnasvæði sem valkost við höfuðborgarsvæðið. „Þessi kjarnasvæði gætu verið á Eyjafjarðarsvæðinu (35–40 þúsund íbúar), Vestfjörðum (10 þúsund íbúar) og á Mið-Austurlandi (10 þúsund íbú- ar). Nefndin leggur jafnframt til að byggða-, sveitarstjórnar-, skipulags- og byggingarmál verði sameinuð í eitt ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnar- mála en í dag heyra þessir málaflokk- ar undir þrjú ráðuneyti. Þannig ætti að fást betri yfirsýn yfir þróun byggða- og sveitarstjórnarmála og aðgerðir í þessum málaflokkum. Á fundinum var þeirri spurningu varpað fram hvort ekki gæti komið til hagsmunaárekstra með því að sam- eina þessa málaflokka í eitt ráðuneyti og sagði Vilhjálmur að þarna færu saman sameiginlegir hagsmunir og ekki væri um hagsmunaárekstra að ræða. Jafnframt myndi það auðvelda stefnumótun sem nú er á þremur stöðum. Nefndin gerir engar tillögur um að- gerðir í málefnum landbúnaðar-, sjáv- arútvegs- eða ferðamála en tekur fram að þau hafi verið mikið rædd. „Við ræddum sjávarútvegsmál á hverjum einasta fundi nefndarinnar. Það eru ótal nefndir sérfræðinga starfandi um þessi mál núna og þetta varð niðurstaðan,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness og formaður nefndarinnar, en auk hans áttu sæti í nefndinni Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri á Grundar- firði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Þá starfaði Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur með nefndinni. Byggðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir tillögur Fækka skal sveit- arfélögum í 40–50 Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir Frá blaðamannafundi þar sem tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga voru kynntar. Frá vinstri Haraldur Líndal Haraldsson, Kristján Þór Júlíusson, Smári Geirsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigur- geir Sigurðsson og Björg Ágústsdóttir. BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra skipaði í gær dr. Ólínu Þorvarðardóttur í embætti skóla- meistara Menntaskólans á Ísa- firði til fimm ára frá 1. ágúst nk. Tekur hún við starfinu af Birni Teitssyni. Ólína var eini umsækjandinn um embættið en ráðuneytinu barst önnur umsókn sem síðar var dregin til baka eins og segir í tilkynn- ingu frá menntamálaráðuneyt- inu. Þegar umsókn Ólínu barst ráðuneytinu hinn 31. maí sl. upp- fyllti hún ekki starfsgengisskil- yrði skv. ákvæðum laga um fram- haldsskóla og laga um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Lögum samkvæmt var óskað eftir umsögn og tillögu skóla- nefndar Menntaskólans á Ísafirði um veitingu embættisins. Skóla- nefndin lagði til í umsögn sinni til menntamálaráðherra að Ólína yrði sett í embættið til tveggja ára en í framhaldi af umsögn nefndarinnar sendi Ólína ráðu- neytinu umsókn um að fá útgefið leyfisbréf sem framhaldsskóla- kennari. Uppfyllti skilyrði starfsrétt- inda framhaldsskólakennara Umsóknin fór til meðferðar sérstakrar matsnefndar sem í eiga sæti fulltrúi menntamála- ráðuneytisins, fulltrúi Kennara- sambands Íslands og fulltrúi Há- skóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar um lögverndun á starfsheiti framhaldsskólakenn- ara varð sú að Ólína uppfyllti skil- yrði fyrir veitingu starfsréttinda sem framhaldsskólakennari vegna menntunar hennar og sex ára kennarareynslu á grunn- og háskólastigi. Ólína Þorvarðardóttir lauk BA-prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1985 og cand.mag.-prófi í íslenskum bók- menntum og þjóðfræði frá sama skóla árið 1992. Hún stundaði nám í stjórnun við viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1998 – 1999 og lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2000. Ólína var kennari við Gagn- fræðaskólann á Húsavík árin 1979–1980 og stundakennari í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands árin 1991–2001. Hún starfaði sem blaða- og fréttamaður og sem forstöðu- maður þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns Íslands og hefur verið fræðimaður hjá Reykjavík- urAkademíunni frá árinu 1998. Eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson sagnfræðingur og eiga þau fimm börn. Ólína skip- uð skóla- meistari Ólína Þorvarðardóttir INGIBJÖRG Georgsdóttir barnalæknir hlaut fyrir skömmu 400.000 króna styrk úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis, til að halda áfram rann- sóknum sínum um heilsu og þroska fyr- irbura. Þetta var í fyrsta sinn sem veitt er úr sjóðnum, en Bent Scheving Thor- steinsson stofnaði hann á síðasta ári í minningu Óskars fósturföður síns. Sjóðnum er ætlað að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og rannsóknir á sviði barnalækninga. Ingibjörg Georgsdóttir hefur staðið fyrir rannsókninni, fyrirburar, lang- tímaeftirlit með heilsu og þroska, frá því á árinu 1996, í samvinnu við þverfagleg- an hóp sérfræðinga og undir leiðsögn dr. Atla Dagbjartssonar, yfirlæknis á vöku- deild Barnaspítala Hringsins. Öll börn sem voru minna en 1000 grömm við fæð- ingu og fæddust á Íslandi á árunum 1991 til 1995 voru kölluð til skoðunar við rúm- lega 5 ára aldur. Fyrirburarnir komu allir til skoðunar, alls 35 börn og til saman- burðar komu til skoðunar 55 jafnaldrar þeirra sem voru fullburða við fæðingu. Í ljós hefur komið að margir af yngri fyrirburunum glíma enn við umtalsverð vandamál, einkum langvinn lungnavanda- mál. Einnig er taugalæknisfræðileg skoð- un afbrigðileg hjá stórum hluta þeirra. Þroskamælingar sýna vitsmuna- og málþroski um ¾ hluta hópsins er eðlileg- ur. Hins vegar er skynhreyfiþroski ein- ungis eðlilegur hjá ¼ hluta barnanna, en tæplega helmingur þeirra glímir við væg frávik og þriðjungur þeirra glímir við al- varleg frávik. Af fyrirburunum 35 eru um 8 skilgreind fötluð eða tæpur fjórðungur. Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, hjónin Margaret og Bent Sch. Thorsteinsson, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir og Þórður Þorkelsson, formaður félags íslenskra barnalækna. Rannsóknir á heilsu og þroska fyrirbura Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að um alllangan tíma hefði gengið erfið- lega að fá vistun á geðdeildum fyrir fólk sem auðsjáanlega ætti í and- legum erfiðleikum. Fangageymslur lögreglunnar hafi hins vegar lengi verið eins konar neyðarúrræði fyrir hóp fólks sem vegna andlegs ástands á í miklum erfiðleikum. Hann segir að um sé að ræða um tug manna sem stoppa stutt á við- komandi sjúkradeildum. „Sum eru svipt sjálfræði en önnur ekki en þau eiga það sameiginlegt að eiga fá úrræði um húsnæði.“ Hann tek- ur þó fram að 10 sé algjör lág- markstala. Þetta sé fólkið sem brýnast sé að hljóti viðeigandi með- ferð. Karl Steinar segir algengt að fólkið leiti til lögreglu um gistingu enda hafi það víðast hvar komið sér út úr húsi. Fangageymslurnar séu hins vegar engin gistiheimili heldur ætluð þeim sem hafa brotið af sér eða sæta rannsókn lögreglu. Því miður séu dæmi þess að þegar fólk- inu er vísað á dyr brjóti það eitt- hvað af sér en bíði svo eftir að lög- regla komi og nái í það. Þannig fái fólkið a.m.k. húsaskjól næturlangt. Lögreglan hefur rædd formlega og óformlega við landlækni og fleiri sem eru meðvitaðir um þetta vandamál. Karl Steinar segist ekki viss um orsök vandans, hvort hann liggi í yfirfullum sjúkradeildum eða það að úrræðum hafi ekki fjölgað í takt við fjölgun borgarbúa. Eitthvað hljóti þó að þurfa að taka til bragðs. „Þessi staða endurspeglast í borgarlífinu og ekki hvað síst í mið- borginni.“ Brjóta af sér til að komast í skjól hjá lögreglu LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði lengi að heppilegri vistun fyrir konu og karlmann sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna ýmissa afbrota. Konan vegna tilraunar til manndráps, líflátshótana, íkveikju o.fl. en karlmað- urinn fyrir líkamsárásir og rán, m.a. í Mál og menningu við Laugaveg. Fjallað var um brotaferil þeirra í Morgunblaðinu í fyrradag. Menntaskólinn á Ísafirði SAUTJÁN sölustaðir tóbaks í Reykjavík hafa fengið til- kynningu um fyrirhugaða þriggja mánaða sölustöðvun vegna ítrekaðra brota á tób- aksvarnarlögum. Sölubannið mun taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Þrettán nýir sölustaðir hafa fengið viðvör- un um að unglingum undir 18 ára hafi tekist að kaupa hjá þeim tóbak og 24 hafa fengið tilkynningu um að þeir hafi fallið tvisvar og að þeir verði áminntir. Reykjavíkurborg, Tóbaks- varnarnefnd og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur hafa staðið fyrir átaki meðal sölu- staða tóbaks í borginni og kannað með reglulegu milli- bili hvort unglingar undir 18 ára aldri geti keypt þar tób- ak. Borgarlögmaður komst um síðustu mánaðamót að þeirri niðurstöðu að beiting sölubanns í kjölfar þriggja brota væri ólögmæt þar sem heilbrigðisnefnd borgarinnar hafi ekki fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga að öllu leyti. Ekki hafi farið fram sjálf- stæð rannsókn og andmæla- réttur hafi ekki verið veittur. Hvert mál skoðað Hrannar B. Arnarsson, formaður Umhverfis- og heil- brigðisnefndar, segir að Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur skoði hvert einstakt mál sem komi upp og að nú sé sölu- stöðunum gefinn kostur á andmælum áður en áminn- ingu eða sölustöðvun er beitt. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, gagnrýndi á borgar- stjórnarfundi á fimmtudags- kvöld að nefndin hafi ekki tekið tillit til athugasemda borgarlögmanns, ef and- mælarétturinn er undanskil- inn. Átak til að draga úr sölu tóbaks til unglinga undir 18 ára aldri 17 hafa fengið tilkynningu um sölubann Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir hlýtur styrk úr sjóði Óskars Þórðarsonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.