Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S TJÓRN Suðurlands- skóga sendi 12. júní sl. bréf til forsvarsmanna Kjötmjöls ehf. þar sem fram kemur að hætt hafi verið við tilraunir með notk- un kjötmjöls sem áburð í skóg- rækt eins og stefnt hafði verið að. Í bréfinu segir orðrétt: „Niður- staða stjórnarinnar var fengin eftir viðræður við fagmenn á sviði heilbrigðiseftirlits og sjúkdóma- varna sem treystu sér ekki til að útiloka kjötmjöl sem smitleið sjúkdóma.“ Þykir skjóta skökku við að á sama tíma og Suður- landsskógar komast að þessari niðurstöðu er kjötmjöl selt í versl- unum sem áburður og að sögn starfsstúlku í Blómavali í Reykja- vík mikið notað undir túnþökur. Guðmundur Tryggvi Ólafsson, verkefnisstjóri Kjötmjöls ehf., segir kjötmjöl hafa verið notað til uppgræðslu í mörg ár, bæði frá þeim sjálfum og eins frá kjöt- mjölsverksmiðju í Borgarnesi. Heimildir blaðsins herma að rekstur verksmiðju í Borgarnesi hafi verið stöðvaður í júní í fyrra eftir um 30 ára rekstur en enn sé verið að selja gamlar birgðir af kjötmjöli þaðan til áburðar og uppgræðslu. Þar mun sláturúr- gangur hafa verið urðaður síðan rekstri verksmiðjunnar var hætt. Hörð orð um sérfræðing yfirdýralæknis Þorvarður Hjaltason, stjórnar- formaður Kjötmjöls ehf., segir það ekki síst hafa verið fyrir orð Sigurðar Sigurðarsonar, sérfræð- ings yfirdýralæknisembættisins á Keldum, að Suðurlandsskógar hættu við notkun mjölsins. Þessi orð staðfestir Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri Suðurlands- skóga. Þorvarður segir niðurstöðu Suðurlandsskóga mikil vonbrigði og ekki byggða á sterkum fagleg- um forsendum. Í framhaldi af því nefnir hann að samkvæmt reglu- gerð megi nota mjölið til upp- græðslu. Það komi enda fram í bréfi landbúnaðarráðuneytis til Kjötmjöls ehf. frá því í lok maí að ráðuneytið hafi skrifað bæði Landgræðslu ríkisins og Suður- landsskógum og minnt á ákvæði reglugerðar um meðferð sláturúr- gangs (nr. 660/2000) þess efnis að „afurðir úr kjötmjölsverksmiðju sem unnar eru úr hættulitlum úr- gangi megi nota í áburð, þó ekki á beitilönd.“ Þorvarður fer hörðum orðum um Sigurð Sigurðarson: „Hann virðist hafa leyfi til að segja hluti sem, í okkar tilfelli, hafa stór- skaðað okkar hagsmuni, þrátt fyr- ir að öll þessi notkun sé heimil. Ég hef komið á framfæri kvörtun við ráðuneytið og yfirdýralækn- isembættið sem hafa sýnt kvörtun minni mikinn skilning og tekið undir að yfirlýsingar hans í fjöl- miðlum séu ekki viðeigandi. Ég er mjög óánægður með framgöngu Sigurðar Sigurðarsonar í þessu máli [...] Meðan þetta er ekki bannað viljum við hafa frið fyrir embættismönnum ráðuneytisins, að þeir séu ekki með yfirlýsingar í andstöðu við gildandi reglu- gerð,“ segir Þorvarður Hjaltason. Hlýðir ekki hagsmunaaðilum Sigurður Sigurðarson segir að þótt reglur kveði á um að nota megi kjötmjöl til uppgræðslu bendi nýjar upplýsingar til að það kunni að vera varhugavert því riðusmit geti lifað lengi í jarðvegi. „Við kærum okkur ekki um uppá- komur eins og Englendingar hafa orðið fyrir eða að verið sé að reyna að hræða menn frá því að hafa skoðanir á málinu. Ég hef mínar skoðanir og meiningar út frá því sem ég hef lesið mér til og stríðir gegn samvisku minni að láta orð hagsmunaaðila hafa þar áhrif á,“ segir hann. Sigurður segir minni umhverfishættu fylgja vinnslu sláturúrgangs í kjötmjöl en urðun þess. Sigurður segir það enn fremur varhugavert að kjötmjöl frá Suðurlandi skuli vera til sölu í verslunum og ætlað til uppgræðslu því riða hafi ný- verið komið upp þar. Hann telur nauðsynlegt að fjarlægja úr hrá- efni verksmiðjunnar þá hluta sem hættulegastir geta talist, t.a.m. heila og mænu, og þá gæti verið óhætt að nota kjötmjölið til upp- græðslu og í loðdýrafóður en þó ekki í fóður dýra sem ætluð eru til manneldis. Aðalfundur Kjötmjöls ehf. boðaður Á vef Verðbréfaþings Íslands kom í síðustu viku afkomuviðvör- un frá Sláturfélagi Suðurlands sem er sögð að hluta til stafa af niðurfærslu á hlutafé í Kjötmjöli ehf. Hjalti Hjaltason, fjármála- stjóri Sláturfélagsins, segir mik- ilvægt að fram komi að ekki sé um afskrift hlutafjár að ræða heldur einungis niðurfærslu og ekki beri að taka því sem van- traustsyfirlýsingu á Kjötmjöl ehf. „Þessar tölur má alltaf færa upp aftur ef rekstrarhorfur verksmiðj- unnar batna. Vandinn sem að steðjar er fyrst og fremst óvissa út af sölumálum og ekki alveg út- séð með hvernig þau mál leysast. Niðurfærslan er bara eðlileg var- kárni í reikningshaldi og ber ekki að skilja annan hátt,“ segir hann. Að sögn Þorvarðar Hjaltasonar hefur verið boðað til aðalfundar hjá Kjötmjöli ehf. í næstu viku þar sem tekin verður ákvörðun um framtíð verksmiðjunnar. Á fundinum segist hann ætla að leggja fram eigin tillögur um framtíð verksmiðjunnar og segist telja möguleika á að halda rekstr- inum áfram en kjarninn í því sé töluverð hækkun vinnslugjalda verksmiðjunnar. Í framhaldi af fundinum segir hann að tekin verði ákvörðun hjá Sorpstöð Suð- urlands um hvort verði af aukn- ingu hlutafjár í fyrirtækinu en Þorvarður er framkvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar. Í bréfi land- búnaðarráðuneytis til fyrirtækis- ins frá því í lok maí segir að ráðu- neytið sé að kanna hvort unnt væri að setja reglugerð um förg- unargjöld sem rennt gætu styrk- ari stoðum undir rekstur kjöt- mjölsverksmiðja í landinu en að þeirri vinnu væri ólokið. „Í því sambandi er sá möguleiki ekki útilokaður að verksmiðju Kjöt- mjöls ehf. verði breytt og hún gerð að eyðingarverksmiðju,“ segir í bréfinu. Þá segir að ráðu- neytið voni að viðunandi lausn finnist á vanda verksmiðjunnar svo áfram verði unnt að fara með og nýta slátur- og dýraúrgang hérlendis með hætti sem sam- ræmist umhverfiskröfum nú- tímans. Vonlaus rekstur frá upphafi Guðsteinn Einarsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga, segir að það ætti ekki að hafa komið mönnum á óvart að rekstur kjötmjölsverksmiðju á Suðurlandi yrði erfiður því vitað hafi verið að markaðir væru hrundir löngu áður en hún tók til starfa, bæði vegna kúariðuum- ræðu og enn fyrr vegna díox- ínmengunar í belgísku kjötmjöli. Hann segir að fullu ári áður en Kjötmjöl ehf. tók til starfa hafi átt sér stað í Borgarnesi viðræður við sveitarfélagið um framtíð rekstursins þar og niðurstaðan verið að hann væri ekki vænlegur nema sem hluti af sorpurðun og eyðingu. „Síðan fórum við fram á það við aðilana sem við vorum að vinna fyrir, Sorpu í Reykjavík, sláturleyfishafa og sveitarfélögin hér á Vesturlandi, að fá að hækka gjaldið úr þremur krónum upp í sjö til tíu krónur en því var hafn- að m.a. vegna þess að fram væri að koma verksmiðja á Suðurlandi sem gæti gert þetta ódýrt,“ sagði Guðsteinn. Einnig kom fram að hann teldi eina ástæðu þess að minna hafi verið um hvers kyns matarsýkingar og mengun á Vest- urlandi en annars staðar hafa ver- ið að þar hafi sláturúrgangur ekki verið urðaður í sama mæli og annars staðar. Blikur á lofti í rekstri Kjötmjöls ehf. á Suðurlandi Framtíð- in ráðin á fundi eft- ir helgi Óvissa ríkir um rekstur kjötmjölsverk- smiðju Kjötmjöls ehf. á Suðurlandi vegna þess hve illa gengur að selja afurðirnar. Einnig hættu Suðurlandsskógar nýlega við tilraunir með notkun mjölsins í skóg- rækt að fengnum ráðleggingum sérfræð- inga. Engu að síður er kjötmjöl selt sem áburður í verslunum á höfuðborgarsvæð- inu og á Suðurlandi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stjórn Suðurlandsskóga vill ekki gera tilraunir með notkun kjötmjöls í trjárækt en það er þó í almennri sölu og töluvert notað til uppgræðslu. ÓÁNÆGJU hefur gætt meðal leið- sögumanna um nýjan kjarasamning sem gerður var milli Félags íslenskra leiðsögumanna og Samtaka atvinnu- lífsins. Samningurinn tók gildi þann 14. júní en hann var naumlega sam- þykktur með 58 atkvæðum gegn 52. Að sögn Ástu Sigurðardóttur, einnar í hópi leiðsögumanna sem tjáð hafa óánægju sína, eru félagsmenn óánægðir með nýja launakerfið og finnst það ekki nógu vel útfært. Einnig vekur Ásta athygli á því að yfir 400 manns eru í félagi leiðsögu- manna en aðeins 215 á kjörskrá. Af þeim greiddu aðeins um 116 atkvæði og því ljóst að það sé lítill hópur sem ræður miklu. Einnig gætti óánægju með það að næturvinna er ekki greidd fyrr en eftir 12 tíma vinnu í stað átta tíma eins og vanalegt er. Ásta segir félagsmenn þó ekki óánægða með allt í samningnum. Al- menn ánægja sé um tryggingamál og ýmislegt annað. Félagsmenn voru ekki sáttir við það að Borgþór Kjærnested, formaður Félags leið- sögumanna, skyldi hafa látið hafa það eftir sér að hann hefði ekki orðið var við óánægju á meðal félagsmanna. Ásta segir að þegar svona lítill munur sé á atkvæðafjölda þegar kos- ið er um samninginn þá segi það sig sjálft að fólk er ekki fullkomlega ánægt. Telja launa- kerfið ekki nógu vel útfært Óánægja meðal leið- sögumanna með nýjan kjarasamning PRESTASTEFNA samþykkti í fyrradag ályktun þar sem tilmælum er beint til presta, héraðsfunda, sóknarnefnda og annarra leikmanna innan kirkjunnar að vinna markvisst að jafnara kynjahlutfalli á kirkju- þingi. Í ályktuninni er jafnframt skorað á kirkjuþing að endurskoða á komandi hausti reglur um kjör til kirkjuþings í því skyni að jafna stöðu kynjanna í kirkjuþingskosningum. Sr. Halldór Reynisson lagði fram ályktunina í lok dags og gerði grein fyrir henni. Bent var á að kirkjuþing hafi samkvæmt lögum æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Þegar litið væri til fulltrúa á núverandi kirkju- þingi kæmi í ljós að jafnri stöðu kynjanna væri þar fráleitt fyrir að fara. Þar ættu sæti 21 fulltrúi, bæði prestar og leikmenn, þar af 20 karlar og ein kona. Kosningafyrirkomulag hamlar því að kynjahlutfall verði jafnt Á næsta ári fer fram kosning til kirkjuþings sem skal lokið 20. maí og felst í ályktuninni, sem samþykkt var í gær, tillaga um að reglur um kjör kirkjuþingsfulltrúa verði endur- skoðuð. Sagði Halldór að núverandi kosningafyrirkomulag hamlaði því að kynjahlutfall á kirkjuþingi yrði jafnt. Ein hugmynd væri að stækka kjördæmin landfræðilega, þannig að fleiri en einn fulltrúi leikra og lærðra yrði kjörinn úr hverju kjördæmi en slíkt gæfi möguleika á fjölbreyttara vali en núverandi einmenningsfyrir- komulag. Þá væri einnig möguleiki að breyta fyrstu grein starfsreglna um kirkjuþing, þar sem rætt er um tilnefningu héraðsfundar á fimm kjörgengum mönnum til kjörs á kirkjuþingi, til samræmis við jafn- réttisáætlun kirkjunnar. Þá yrðu þar minnst tvær konur. Unnið verði að jafnara kynja- hlutfalli Ályktun prestastefnu um hlutfall kynja á kirkjuþingi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.