Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 01 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opi›: Mán. - fös kl. 10-18 & Laugardaga kl. 11-15 Loka› á laugardögum frá 8. júní til 10. ágúst. 15-30% afsláttur af svefnsófum 15-25% afsláttur af hægindastólum Sprin g air Ame rísk heils ud‡n a Stilla nleg rúm 10-50% afsláttur af teppasettum 10-25% afsláttur af svefnherbergishúsgögnum ÉG SEM þessar línur skrifa á þess ekki kost að sjá Skjá einn og af þeirri ástæðu fer fram hjá mér margt gullkornið sem mannvitsbrekkur þær, sem mestar eru á voru landi um þess- ar mundir, senda frá sér. Mörður og Hann- es í Seðlabankanum fara fyrir ofan garð og neðan og Egill Helgason, sem hefur margra manna vit, er mér sem lokuð bók. Ég ætla að gera einn þessara frægu manna að umtalsefni eða reyndar frábæra hugmynd sem hann fékk og setti fram. Mörður Árnason flutti pistil á Skjá einum hinn 13. júní sl. og birti hann á Netinu og þar gaf á að líta. Þar tekur hann Lands- virkjun í nefið og sax- ar smátt og svo vitnar hann í Þorstein Sig- laugs. Þorsteinn er í miklum met- um hjá mér en það er ekki fyrir reiknikunnáttu heldur vegna þess að hann þýddi bók sem heitir á ís- lensku Uppruninn og er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég hefði svo gjarnan viljað að Þorsteinn hefði haldið sig við þýðingar. Mér falla ekki rök þar sem forsend- unum er breytt frá degi til dags eins og gerst hefur í rökræðum hans og Guðmundar Ólafssonar um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð. Þess vegna varð mér umhverfisverndarsinnan- um illt í hjartanu, þegar þar var komið í pistlinum að Mörður vitn- aði í Þorstein og ekki síður þegar Þórólfur Matthíasson var leiddur fram. Það var haft eftir Þórólfi á dögunum að álver við Reyðarfjörð myndi fækka störfum á Austur- landi vegna þess, og takið þið nú eftir, að laun myndu hækka á svæðinu langt umfram landsmeð- altal, 10 til 20%. Ég hef varið stærstum hluta starfsævinnar við að vinna að kjaramálum láglauna- fólks á Austurlandi. Draumur minn og félaga minna í verkalýðshreyf- ingunni hér eystra er að austfirskt launafólk standi jafnfætis eða skör hærra launalega en gerist og geng- ur. En hver er dómur hinna vísu manna, ef Austurland á ekki að eyðast af fólki þá á það að vera láglaunasvæði til frambúðar. Ég er umhverfisverndarsinni og geri kröfu til þess að þau sjón- armið ráði sem setja eðlilegt sam- býli manns og náttúru í öndvegi. Fyrir þeim sjónarmiðum er ég tilbúinn að berjast og leggja mikið undir, en ég vil eiga heima á Aust- urlandi og vil þess vegna að þar þrífist fólk auk annara dýrateg- unda. Ég gerði kröfu til þess að Fljótsdalsvirkjun yrði metin sam- kvæmt þeim almennu leikreglum sem þá giltu. Stjórnvöld létu und- an þeirri kröfu og nú er verið vinna að mati á Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð eftir þessum almennu leikreglum. Í sið- uðu samfélagi er farið að leik- reglum og það ætla ég að gera. Ég sé margar blikur á lofti varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir en ég veit líka að mitt álit er ekki algilt og ég treysti því að niðurstaðan hvort sem mér líkar hún betur eða verr verði til hagsbóta öllum Ís- lendingum og þá undanskil ég ekki Austfirðinga. Það var kosið um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í vetur, nokkuð sem okkur sveitavarginum, sem þó not- um vallarskrattann og eigum ým- islegt undir því að hann sé þar sem hann er, kom ekki við. Ekki fékk ég að greiða atkvæði um tilvist hans þótt ég fari um hann fimmtán til tuttugu sinnum á ári. Hann er innan borgarmarka Reykjavíkur og Reykvíkingar og þeir einir áttu rétt á að greiða atkvæði um stað- setningu hans. Og þá kem ég loks að snilld- arhugmynd Marðar. Það á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Kárahnjúkavirkjun. Af hverju þjóðaratkvæði? Því svarar hann og vísar til skattgreiðenda og lífeyr- iseigenda. Þau rök voru reynd varðandi Reykjavíkurflugvöll, þ.e. með skattgreiðendur. En því mið- ur. Völlurinn er í landi Reykjavík- ur og Reykvíkingar einir eiga að ráða örlögum hans. Ég tek undir með Merði Árna- syni ég krefst atkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði, en ekki þjóðarat- kvæðagreiðslu, að sjálfsögðu ekki. Það eru íbúar á Norður-Héraði og í Fljótsdalshreppi sem eiga einir rétt á að segja álit sitt á virkj- uninni því þar er hún staðsett. Það er að vísu hægt að sættast á að íbúar á Austur-Héraði og í Fella- hreppi fái að taka þátt, út á skólpið úr Jökulsá á Dal og leirfokið úr lónstæðinu. Þeir í Fjarðabyggð og þeir einir eiga að greiða atkvæði um álver við Reyðarfjörð. Þar verður það reist ef til kemur og rétt eins og flugvöllurinn er einkamál íbúa Reykjavíkur hlýtur álver í Reyð- arfirði að vera einkamál Reyðfirð- inga. Eða eins og sagt var á Al- þingi fyrir margt löngu, við skulum hafa einn sið í landi hér. Atkvæðagreiðslu um Kárahnjúka- virkjun og álver við Reyðarfjörð Hrafnkell A. Jónsson Virkjanir Íbúar á Norður-Héraði og í Fljótsdalshreppi eiga einir rétt á að segja álit sitt á virkjuninni, segir Hrafnkell A. Jónsson, því þar er hún staðsett. Höfundur er héraðsskjalavörður, Fellabæ. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.