Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 27 Jónsmessuferð Ferð um huliðsheima Hafnarfjarðar laugardagskvöldið 23. júní kl. 22.00. Ferðin tekur rúmlega tvo tíma og er farið með rútu á þá staði sem mestan kraftinn gefa og sumarsólstöðum fagnað. Nauðsynlegt er að bóka sig í ferðina, verð kr. 1.800. H a f n a r f j ö r ð u r : Laugardaginn 23. júní verður Upplýsingamiðstöðin opin frá 9-17 og síðan aftur frá kl. 21.00 fram að brottför. St af ræ n a H u g m yn d as m ið ja n með Erlu Stefánsdóttur sjáanda Vesturgata 8 - Sími 565-0661 Kona samstarfsmanns míns slasaðist nýlega al- varlega og hann hefur eðlilega tekið þetta mjög nærri sér. Hann hefur þurft að fá töluvert frí en mér finnst vinnuveitendurnir ekki hafa veitt honum þann stuðning sem þarf. Hvernig er best að taka á svona málum? SVAR Á undanförnum árum hefuráhersla í stjórnun starfsmanna- mála í auknum mæli snúist um að tengja og samþætta hagsmuni starfsmanna og vinnu- staðar, samræma vinnu og einkalíf og stuðla að því sem kallað hefur verið uppbyggileg fyr- irtækjamenning. Auk þess að vera greinileg hagsbót fyrir starfsmenn hafa rannsóknir sýnt að þetta hefur tengsl við betri afkomu fyr- irtækja. Markviss stöðluð vinnubrögð til að mæta áföllum starfsmanna eru hluti af þessari þróun. Viðbrögð við áföllum starfsmanna verða betri og markvissari ef til staðar eru nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeinandi vinnureglur. Mikilvægt er að Vinnureglur byggi á þekkingu á þörfum starfsmannsins og vilja til að mæta þessum þörfum. Vinnustaðir sem vilja búa sig undir að taka á markvissan hátt á áföllum starfsmanna og setja um það vinnureglur þurfa m.a. að:  Taka saman upplýsingar um samnings- bundin réttindi og skyldur. Ákveða þarf hvað vinnustaðurinn er tilbúinn að gera til að koma til móts við starfsmenn umfram samnings- bundin réttindi. Vinnustaðurinn getur t.d. boð- ið upp á sveigjanleika í tilhögun vinnutíma og starfshlutfalli (sveigjanlegur vinnutími, fjar- vinna, hlutastarf, tímabundin dreifing verk- efna, tímabundin leyfi o.s.frv). Ímyndum okk- ur að við þyrftum að taka okkur þriggja mánaða frí á morgun eða gætum ekki sinnt störfum okkar á sama hátt og venjulega. Hversu vel er vinnustaðurinn í stakk búinn til að mæta því? Er einhver sem getur gengið í okkar störf? Höfum við möguleika á að sinna starfi okkar tímabundið heima? Gætum við hugsanlega skipt á verkefnum við einhvern tímabundið? Gætum við unnið hálfan daginn? Er velvilji gagnvart því að starfsfólk aðlagi vinnu sína þörfum einkalífsins? Ef svarið við öllum þessum spurningum er já er ykkar vinnustaður, a.m.k. hvað varðar ykkar starf, nokkuð vel búinn til að mæta óvæntum breyt- ingum á ykkar högum í starfslegu tilliti. Ef svarið er nei er hætta á að aðstæður sem þess- ar valdi töluverðri röskun á vinnustaðnum sem bætist ofan á og magnar þá tilfinningalegu röskun sem verður ef um áföll er að ræða.  Er vilji til og hefur verið gengið frá sam- komulagi við utanaðkomandi sérfræðinga varðandi aðstoð við starfsmenn sem lenda í áföllum?  Greina þarf hvernig þeir aðilar innan fyr- irtækisins sem fást við þessi mál eru í stakk búnir til þess og ákveða hvaða stuðningur skuli standa þeim til boða. Geta yfirmenn brugðist við áföllum, þekkja þeir til krísuferlisins, geta þeir túlkað óyrt skilaboð. Tökum dæmi: Spurning eins og „hefur einhver í fyrirtækinu átt langveikt barn?“ er t.d. hlaðin skilaboðum, öðrum en þeim sem orðin ein segja. Hvernig á að bregðast við? Viðkomandi er sennilega ekki að leita svara við þessari spurningu heldur hef- ur hugsanlega þörf fyrir að ræða aðstæður sín- ar og ótta og sendir út um það óljós skilaboð.  Koma stefnu fyrirtækisins á framfæri við starfsfólk og gera allar nauðsynlegar upplýs- ingar aðgengilegar. Upplýsingar má gera að- gengilegar á innra neti, í starfsmanna- handbók, bæklingum o.s.frv. Þessa undirbúningsvinnu má inna af hendi með ýmsu móti, s.s. spurningalistum, grein- ingum, ráðgjöf, rýnihópum, vinnuhópum, við- tölum, starfsgreiningum, fræðslu og þjálfun. Á þennan hátt verða vinnustaðir betur undir það búnir að taka á áföllum starfsmanna. Umhyggja og afkoma fyrirtækja Eftir Vilmar Pétursson Ákveða þarf hvað vinnu- staðurinn er tilbúinn að gera til að koma á móts við starfsmenn umfram samn- ingsbundin réttindi. ........................................................... www.persona@persona.is Höfundur er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi IMG. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, félags- leg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á veg- um persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@- persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. SVO virðist sem konur haldi sínu andlega atgevi betur og lengur en karlar að því er fram kemur í ný- legri rannsókn sem kynnt er á fréttavef Reuter. Þar kemur fram að við 85 ára aldur er mælanlegur munur á andlegum burðum kynjanna verulegur konunum í hag þrátt fyrir að karlarnir hafi almennt meiri menntun en kon- urnar. Ungar konur sýna reyndar líka yfirburði yfir jafnaldra sína en sá munur er örlítill í samanburði við það sem kemur í ljós við 85 ára aldurinn. Vísindamenn hallast að því að á efri árum megi skýra þennan mun með líffræðilegum ástæðum, kon- urnar séu almennt með lítið af hjarta- og æðasjúkdómum miðað við karlana og því sé blóðsteymi um heilann betra hjá konunum. Hið góða blóðstreymi skilar sér í skarpari hugsun hinna öldnu kvenna. Gamlar konur eru skarpar New York. Reuter. Sálfræði Hvernig getum við sýnt umhyggju á vinnustað? Börn Góð tengsl feðga virðast hafa áhrif allt lífið Sjúkdómar Gamlar konur halda vel andlegum burðum Heilinn Pokémon hefur góð áhrif á heilaþroska barnaHEILSA „Svo virðist sem drengir sem mynda góð tengsl við foreldra sína fái önnur skilaboð um hvað felst í tengslamyndun,“ segir Sharon Risch við Ann Arbor-háskólann í Michegan. „Þeim er beinlínis kennt að verða nánir öðru fólki sem kem- ur fram í viðhorfi þeirra til hjóna- bands og skilnaðar seinna á æv- inni.“ Ann og félagar hennar kynntu þessar niðurstöður sínar á árlegum fundi the American Psychological Society en þau könn- uðu tengsl 800 drengja, 16 ára að aldri, við foreldra sína. Þremur ár- um seinna, þegar drengirnir voru orðnir 19 ára gamlir, voru þeir aft- ur spurðir og nú um viðhorf til hjónabands og hjónaskilnaða. Í ljós kom að þeir sem við 16 ára aldur höfðu lýst góðum tilfinninga- tengslum við annað foreldri sitt eða bæði höfðu jákvæðara viðhorf en hinir til hjónabands og töldu sig ólíklegri til að lenda í skilnaði. Sterk tengsl við móður reyndust mikilvæg en það vakti sérstaka at- hygli rannsakenda að þeir drengir sem voru nánir föður sínum lýstu yfir sterkari trú en aðrir í hópnum á hæfileikum sínum til að mynda ævilöng tilfinningatengsl þegar þeir yrðu sjálfir fullorðnir menn. Fram kom að náin tengsl við for- eldra virtust ekki hafa marktæk áhrif á viðhorf ungra kvenna Að mati rannsakenda á þessi kynja- munur sér eðlilegar ástæður þar sem þjóðfélagið kenni stúlkum að vera persónulegar og gefandi . Drengjum sé innprentað að vera minna nánir, sjálfstæðari og sýna karlmennskutilburði þegar komi að nánum samböndum og tengsla- myndun. Ann Risch segir að þegar dreng- ir nái að mynda náin tengsl við for- eldra sína þá vegi það upp þennan mun sem þjóðfélagið annars nái að innprenta þeim. Þar sem faðirinn sé mikilvægasta fyrirmyndin hafi náin tengsl feðga og viðhorf föð- urins mikil áhrif á viðhorf sonarins til gildis slíkra tengsla um alla hans framtíð. Pabbi fyrir- mynd Reuters Gaman að vera saman. Reuters. ÞAR til nýverið var álitið að börn undir 7–8 ára aldri gætu aðeins átt- að sig á nýjum hlutum í umhverfi sínu út frá ytri einkennum þeirra eins og lit, lögun, stærð eða öðrum auðsjáanlegum eiginleikum. Það væri ekki fyrr en þau yrðu eldri að þau næðu að skilja ósýnilega eig- inleika og flókið samhengi milli þeirra. Flókin veröld Pokémona Nú hafa hinir heimsfrægu jap- önsku Pokémonar orðið til þess að draga fram í dagsljósið hæfileika ungra barna til djúpra greininga hafi þau á annað borð áhuga á við- fangsefninu. Pokémon voru valdir sem viðfangsefni rannsakenda af því að þeir höfða jafnt til drengja og stúlkna og veröld Pokémona er mjög flókin veröld. Þekkingin um innviði hennar berst frá einu barni til annars og svo frá fjölmiðlum en ekki frá foreldrum barnanna eða kennurum eins og bersýnilega kom fram í rannsókn- inni. Þar reyndust börnin hafa yfir að búa sérfræðiþekkingu en foreldr- arnir voru í hlutverki nýnema, jafn- vel þeir sem horft höfðu á sjónvarps- þætti um þessar furðuverur með börnunum sínum. Foreldrarnir þekktu varla nöfnin á Pokémonun- um, stundum lit eða lögun á meðan börnin voru vel heima í séreiginleik- um hverrar persónu, innbyrðis tegslum þeirra og mörgu öðru. Að mati dr Gelman sem kynnti þessar niðurstöður á ársfundi the American Psychological Society sýna þessar niðurstöður að það sem þurfi að gera sé að skapa börnum umhverfi og námsefni í stærðfræði og vísindum sem vekur áhuga þeirra því þá megi virkja þau til nota ab- strakt hugsun við nálgun viðfangs- efnanna. Pokémon bjargar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.