Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 13 AURORA, nýtt glæsiskip P&O- skipafélagsins, kemur hingað fimmtudaginn 28. júní í fyrsta sinn og leggst að ytri bakkanum í Reykjavíkurhöfn. Aurora er 76 þúsund brúttólestir að stærð og tekur samtals 1.874 farþega. Skipið er eitt af best búnu skemmtiferðaskipum í heimi, en um borð er að finna þægindi og afþreyingu úti sem inni, sund- laugar, hlaupabrautir, heita potta, íþróttatæki alls konar, fjölda veitingasala, setustofur, fullkomið leikhús, kvikmyndahús, dansstaði, bókasöfn, bjórkrár og úrval verslana. Líkjast slík risa- skip, sem geta verið á allt að 13 hæðum, helst smáborg, en í áhöfninni eru um 850 manns. Heimsklúbbur Ingólfs er með umboðsskrifstofu á Íslandi fyrir hin sameinuðu risafyrirtæki P&O og Princess Cruises og af tilefni heimsóknarinnar býður Heims- klúbbur Ingólfs þrjátíu gestum til síðdegisdrykkju um borð í glæsi- skipinu milli kl. 14-16 fimmtudag- inn 28. júní. Aðeins 30 boðsmiðar verða afhentir ókeypis í skrifstofu Heimsklúbbsins mánudaginn 25 júní. Enginn mun fá að fara um borð í skipið án þess að vera á boðsgestalista Heimsklúbbsins og hafa í höndum aðgöngumiða frá umboðsskrifstofunni. Stærsta skemmti- ferðaskip Bretlands í Reykjavíkurhöfn Skemmtiferðaskipið Aurora, eitt stærsta og glæsilegasta skemmti- ferðaskip P&O og Princess Cruises, verður í Reykjavík í næstu viku. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur tilkynnt um út- hlutun styrkja í síðari umferð styrk- veitinga til verkefna á Evrópsku tungumálaári 2001. Veittir verða styrkir til 142 verk- efna í aðildarlöndum ESB og EFTA/ EES löndunum að upphæð tæplega 4,2 milljónir evra eða um 375 milljónir íslenkra króna. Alls bárust 1.056 um- sóknir. „Eitt íslenskt verkefni, sem er á vegum Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, hlýtur styrk og er hann um 4,5 milljónir íslenskra króna. Verk- efnið ber heitið Nýir valkostir í kennslu og námi tungumála og felur í sér ráðstefnuhald í Reykjavík 8.–9. nóvember nk. og sýningu og kynn- ingu á kennsluefni og kennslubúnaði. Á ráðstefnunni verður notaður fjar- fundabúnaður sem mun gefa fjöl- mörgum aðilum innanlands og utan möguleika á þátttöku. Verkefnið er unnið í samvinnu við símenntunar- miðstöðvar, Tungumálamiðstöð Há- skóla Íslands, Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins, Menningar- og fræðslusamband alþýðu og EAEA sem eru evrópsk samtök um fullorð- insfræðslu. Markmið með verkefninu er að kynna nýjustu aðferðir í kennslu og námi tungumála þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.“ Mörg tungumál verði töluð í Evrópu „Þetta er í annað sinn sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna á Evrópsku tungumálaári 2001. Í fyrri umferð styrkveitinganna í janúar síðastliðn- um voru veittir styrkir til 43 verkefna að upphæð rúmlega 1,7 milljónir evra. Þá hlaut Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands styrk að upphæð um 3,2 milljónir íslenskra króna til aðgerða í Evrópskri viku tungumálanáms innan fullorðins- fræðslu sem haldin var 5.–11. maí sl. Meginþema á Evrópsku tungu- málaári 2001 er að í Evrópu séu töluð fjölmörg tungumál og að svo muni verða í framtíðinni. Jafnframt er lögð áhersla á að kunnátta í tungumálum veiti Evrópubúum margvísleg tæki- færi, bæði menningarleg og efna- hagsleg. Einnig er boðskapurinn sá að allir geti lært ný tungumál, óháð aldri og bakgrunni,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Háskólanum. Rannsókna- þjónusta HÍ hlýtur styrk BRAGI Árnason, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegra tækniverðlauna, sem verða afhent í Vísindasafninu í London. Verðlaun- in verða veitt á ráðstefnunni „The world technology summit“ í London 2. júlí nk., en þau eru veitt þeim sem talin eru skara fram úr í heim- inum á sviði tækni, einkum þeim sem vinna að langtímalausnum á sviði tækni fyrir atvinnulíf og þjóð- félag. Bragi hefur unnið að rannsóknum á sviði vetnismála í áratugi. Í eitt hundrað manna tilnefningarnefnd verðlaunanna eru leiðandi frum- kvöðlar úr atvinnulífinu. Meðal frumkvöðla í nefndinni má nefna Steve Jobs frá Apple, John Chamb- ers frá Cisco og Masayoshi Son frá Softbank o.fl. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við NASDAQ, tímaritið Business Week, tímaritið Nature og GlaxoSmithKline lyfjafyrirtækið. Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn í Vísindasafninu í Lond- on. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir frumkvæði Íslendinga á sviði orkubera,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri nýorku um tilnefningu Braga. Bragi Árnason tilnefndur til tækniverðlauna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.