Morgunblaðið - 23.06.2001, Page 13

Morgunblaðið - 23.06.2001, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 13 AURORA, nýtt glæsiskip P&O- skipafélagsins, kemur hingað fimmtudaginn 28. júní í fyrsta sinn og leggst að ytri bakkanum í Reykjavíkurhöfn. Aurora er 76 þúsund brúttólestir að stærð og tekur samtals 1.874 farþega. Skipið er eitt af best búnu skemmtiferðaskipum í heimi, en um borð er að finna þægindi og afþreyingu úti sem inni, sund- laugar, hlaupabrautir, heita potta, íþróttatæki alls konar, fjölda veitingasala, setustofur, fullkomið leikhús, kvikmyndahús, dansstaði, bókasöfn, bjórkrár og úrval verslana. Líkjast slík risa- skip, sem geta verið á allt að 13 hæðum, helst smáborg, en í áhöfninni eru um 850 manns. Heimsklúbbur Ingólfs er með umboðsskrifstofu á Íslandi fyrir hin sameinuðu risafyrirtæki P&O og Princess Cruises og af tilefni heimsóknarinnar býður Heims- klúbbur Ingólfs þrjátíu gestum til síðdegisdrykkju um borð í glæsi- skipinu milli kl. 14-16 fimmtudag- inn 28. júní. Aðeins 30 boðsmiðar verða afhentir ókeypis í skrifstofu Heimsklúbbsins mánudaginn 25 júní. Enginn mun fá að fara um borð í skipið án þess að vera á boðsgestalista Heimsklúbbsins og hafa í höndum aðgöngumiða frá umboðsskrifstofunni. Stærsta skemmti- ferðaskip Bretlands í Reykjavíkurhöfn Skemmtiferðaskipið Aurora, eitt stærsta og glæsilegasta skemmti- ferðaskip P&O og Princess Cruises, verður í Reykjavík í næstu viku. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur tilkynnt um út- hlutun styrkja í síðari umferð styrk- veitinga til verkefna á Evrópsku tungumálaári 2001. Veittir verða styrkir til 142 verk- efna í aðildarlöndum ESB og EFTA/ EES löndunum að upphæð tæplega 4,2 milljónir evra eða um 375 milljónir íslenkra króna. Alls bárust 1.056 um- sóknir. „Eitt íslenskt verkefni, sem er á vegum Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, hlýtur styrk og er hann um 4,5 milljónir íslenskra króna. Verk- efnið ber heitið Nýir valkostir í kennslu og námi tungumála og felur í sér ráðstefnuhald í Reykjavík 8.–9. nóvember nk. og sýningu og kynn- ingu á kennsluefni og kennslubúnaði. Á ráðstefnunni verður notaður fjar- fundabúnaður sem mun gefa fjöl- mörgum aðilum innanlands og utan möguleika á þátttöku. Verkefnið er unnið í samvinnu við símenntunar- miðstöðvar, Tungumálamiðstöð Há- skóla Íslands, Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins, Menningar- og fræðslusamband alþýðu og EAEA sem eru evrópsk samtök um fullorð- insfræðslu. Markmið með verkefninu er að kynna nýjustu aðferðir í kennslu og námi tungumála þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.“ Mörg tungumál verði töluð í Evrópu „Þetta er í annað sinn sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna á Evrópsku tungumálaári 2001. Í fyrri umferð styrkveitinganna í janúar síðastliðn- um voru veittir styrkir til 43 verkefna að upphæð rúmlega 1,7 milljónir evra. Þá hlaut Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands styrk að upphæð um 3,2 milljónir íslenskra króna til aðgerða í Evrópskri viku tungumálanáms innan fullorðins- fræðslu sem haldin var 5.–11. maí sl. Meginþema á Evrópsku tungu- málaári 2001 er að í Evrópu séu töluð fjölmörg tungumál og að svo muni verða í framtíðinni. Jafnframt er lögð áhersla á að kunnátta í tungumálum veiti Evrópubúum margvísleg tæki- færi, bæði menningarleg og efna- hagsleg. Einnig er boðskapurinn sá að allir geti lært ný tungumál, óháð aldri og bakgrunni,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Háskólanum. Rannsókna- þjónusta HÍ hlýtur styrk BRAGI Árnason, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegra tækniverðlauna, sem verða afhent í Vísindasafninu í London. Verðlaun- in verða veitt á ráðstefnunni „The world technology summit“ í London 2. júlí nk., en þau eru veitt þeim sem talin eru skara fram úr í heim- inum á sviði tækni, einkum þeim sem vinna að langtímalausnum á sviði tækni fyrir atvinnulíf og þjóð- félag. Bragi hefur unnið að rannsóknum á sviði vetnismála í áratugi. Í eitt hundrað manna tilnefningarnefnd verðlaunanna eru leiðandi frum- kvöðlar úr atvinnulífinu. Meðal frumkvöðla í nefndinni má nefna Steve Jobs frá Apple, John Chamb- ers frá Cisco og Masayoshi Son frá Softbank o.fl. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við NASDAQ, tímaritið Business Week, tímaritið Nature og GlaxoSmithKline lyfjafyrirtækið. Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn í Vísindasafninu í Lond- on. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir frumkvæði Íslendinga á sviði orkubera,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri nýorku um tilnefningu Braga. Bragi Árnason tilnefndur til tækniverðlauna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.