Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 17
RÝMINGARSALA
Stakir stólar, sófar, sófaborð, náttborð,
sjónvarpsborð, tölvuborð, hillusamstæður,
forstofuspeglar og margt fleira.
Síðumúla 13, sími 588 5108.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Kvöld-
messa kl. 20.30 annaðkvöld, sunnu-
dagskvöldið 24. júní. Séra Guð-
mundur Guðmundsson. Félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja.
Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12
á hádegi næsta fimmtudag. Bæna-
efnum má koma til prestanna.
Unnt er að kaupa léttan hádeg-
isverð í safnaðarheimili eftir
stundina
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna-
stund kl. 20 í kvöld. Vakninga-
samkoma kl. 20 annaðkvöld,
sunnudagskvöld. Yngvi Rafn
Yngvason predikar. Fjölbreytt lof-
gjörðartónlist og fyrirbænaþjón-
usta.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl.
18 í dag, laugardag, og kl. 11 á
morgun, sunnudag, í kirkjunni við
Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.
VALGERÐUR
Hrólfsdóttir bæjar-
fulltrúi lést á Akureyri
á fimmtudag, 21. júní.
Valgerður fæddist í
Reykjavík 15. janúar
árið 1945, dóttir
hjónanna Margrétar
Hjaltadóttur og
Hrólfs Jónssonar tré-
smiðs.
Hún lauk verslunar-
prófi frá Verslunar-
skóla Íslands árið 1964
og kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands
árið 1967. Valgerður
starfaði lengst af við kennslu, m.a.
um árabil við Árbæjarskóla í Reykja-
vík og Lundarskóla á Akureyri. Hún
starfaði einnig á Fræðsluskrifstofu
Norðurlands eystra í nokkur ár, en
nú síðast var hún forstöðumaður
Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á
Akureyri.
Valgerður starfaði á yngri árum
með KFUK og tók þátt í kristilegu
skólastarfi. Þá var hún í sóknarnefnd
Akureyrarkirkju og sá um árabil um
samverustundir aldr-
aðra í kirkjunni.
Valgerður hefur setið
fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í bæjarstjórn Akureyr-
ar, en þátttaka hennar í
sveitarstjórnarmálum
hófst árið 1987 er hún
tók sæti í félagsmálaráði.
Hún sat í ýmsum nefnd-
um og ráðum á síðustu
tveimur kjörtímabilum,
var m.a. í hafnarstjórn,
menningarmálanefnd,
skólanefnd og þá var hún
í stjórn Eyþings, fram-
kvæmdanefnd fyrir
reynslusveitarfélagið Akureyri,
Leikhúsráði og stjórnum Minjasafns-
ins og Listasafnsins.
Á síðasta kjörtímabili sat hún einn-
ig í bæjarráði, auk þess að eiga sæti í
ýmsum nefndum. Þá var hún formað-
ur stjórnar veitustofnana, átti sæti í
héraðsnefnd Eyjafjarðar og héraðs-
ráði.
Eftirlifandi eiginmaður Valgerðar
er Kristinn Eyjólfsson læknir. Þau
eignuðust þrjá syni.
Andlát
VALGERÐUR
HRÓLFSDÓTTIR
UM 300 ungmenni á aldrinum 11 til
17 ára taka nú þátt í Aldurs-
flokkamóti Íslands í sund sem fram
fer í Sundlaug Akureyrar. Veðrið
lék við keppendur í gær, föstudag,
og útlit fyrir að svo verði áfram en
mótið stendur yfir nú um helgina
og því lýkur síðdegis á sunnudag.
Keppt er í þremur flokkum, 12
ára og yngri, 13 til 14 ára og loks
flokki 15 til 17 ára. Hver keppandi
syndir að meðaltali 5 sinnum á þess-
um móti, en um er að ræða stiga-
keppni. Mótinu er skipt í 6 áfanga
og hafði Sundfélag Hafnarfjarðar,
SH, afgerandi forystu þegar fyrsta
hluta þess var lokið í gær.
Fjöldi áhorfenda fylgdist með
hinum ungu sundmönnum, en um
200 manns, þjálfarar, fararstjórar
og foreldrar fylgja keppendum sem
koma víða að af landinu. Fyrir
áhugasama er rétt að geta þess að
útslit verða birt jafnóðum á heima-
síðunni sund.is.
Aldursflokkamót Íslands í sundi í blíðviðrinu um helgina
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Krakkar í sundfélaginu Ægi úr Reykjavík hvöttu sitt fólk dyggilega í blíðviðrinu á Akureyri í gær.
Afgerandi
forysta SH
eftir fyrsta
hlutann
Akureyringar höfðu ástæðu til
að brosa sínu blíðasta í sund-
lauginni í gær enda veðrið gott.
Enginn friður fyrir þessum ljós-
myndurum, hugsaði þessi en
hélt sínu striki ótruflaður. MEIRIHLUTI umhverfisráðs Ak-
ureyrar hefur samþykkt að við end-
urskoðun á deiliskipulagi fyrir
miðbæ Akureyrar verði lagt bann við
rekstri næturklúbba í miðbænum.
Þetta er gert í framhaldi af tilmæl-
um frá jafnréttisnefnd. Meirihluti
ráðsins samþykkti einnig á fundi í
vikunni að við endurskoðun deili-
skipulaga annarra hverfa bæjarins,
þar sem heimilt er að reka veitinga-
staði, verði rekstur næturklúbba
óheimill.
Jafnréttisnefnd sendi á dögunum
frá sér bókun þar sem lýst er and-
stöðu við rekstri nektardansstaða í
bænum enda telur nefndin slíka
starfsemi ekki í samræmi við stefnu
bæjarins í jafnréttismálum
Meirihluti umhverfis-
ráðs Akureyrarbæjar
Bann við
rekstri næt-
urklúbba í
miðbænum
Söngvaka
í Minja-
safnskirkju
SÖNGVAKA verður í Minjasafns-
kirkjunni á Akureyri næstkomandi
mánudagskvöld, 25. júní og hefst
hún kl. 21.
Þuríður Vihjálmsdóttir söng-
kona og Snorri Guðvarðarson tón-
listarmaður flytja söngdagskrá þar
sem þau kynna sögu íslenskrar
tónlistar frá fyrri öldum og fram á
okkar daga. Þar má m.a. heyra
dróttkvæðavísur frá fyrstu öldum
byggðar í landinu. Ekki er vitað
hvernig dróttkvæðin voru flutt en
eftir að sönglist fór að þróast hér á
Íslandi voru sum þeirra sungin.
Síðan fikra þau Þuríður og Snorri
sig áfram í tali og tónum eftir ís-
lenskri tónlistarsögu, taka dæmi af
tvísöng, rímum, veraldlegum þjóð-
lögum, danskvæðum og trúarleg-
um söngvum. Þau ljúka síðan dag-
skránni á söngvum frá nítjándu og
tuttugustu öld.
Söngvökur eru hefðbundinn
þáttur í sumarstarfsemi Minja-
safnsins á Akureyri.
LISTASUMAR 2001 verður form-
lega sett í dag, laugardag og hefst
athöfnin kl. 16 í Ketilhúsinu.
Opnaðar verða nokkrar sýningar
af þessu tilefni. Í Ketilhúsinu verð-
ur opnuð sýning á verkum Krist-
bergs O. Péturssonar frá Hafnar-
firði. Sýning franska ljósmynd-
arans Veronique Legros verður
opnuð í Deiglunni. Hollenska
myndlistarkonan Merthe Koke
opnar sýningu í Gestavinnustof-
unni.
Jón Laxdal og Aðalheiður S. Ey-
steinsdóttir opna vinnustofusýn-
ingar í Grófargili, en þau verða í
sumar með viðburði á vinnustof-
unni sem kallast „á slaginu sex“.
Arna Valsdóttir opnar sýningu á
morgun, sunnudag, sem nefnist
„Uppspretta nýs tíma“ undir þess-
um dagskrárlið.
Handverksmiðstöðin Punkturinn
verður opin frá kl. 16 til 19 í dag
og eins vinnustofur Guðmundar
Ármanns og Óla G. Jóhannssonar.
Samlagið Listhús og Gallerí Svart-
fugl verða einnig opin.
Fleiri sýningar hafa verið opn-
aðar, m.a. sýning á verkum akur-
eyskra myndlistarmanna í Lista-
safninu, Elli sýnir á Karólínu,
Helgi Þorgils í Karólínu Restaur-
ant og Kristín Jónsdóttir í Safna-
safninu á Svalbarðsströnd. Þá eru
einnig sýningar í Minjasafninu,
m.a. á ljósmyndum Gísla Ólafs-
sonar.
Formleg setning Listasumars 2001
Sýningar opnaðar
Stofna félag um netleiki
FÉLAGSSKAPURINN 3Dsport
verður formlega stofnaður í dag,
laugardag, en um er að ræða félag
áhugamanna um netleiki.
Þessir áhugamenn hafa hist reglu-
lega frá því á síðasta ári og hafa nú
komið sér upp aðstöðu í húsnæði
fyrrum verslunarinnar Foldu á Gler-
áreyrum, en þar geta 60-80 manns
spilað í einu.
Fólkið er á aldrinum 14 ára til fer-
tugs, en meðalaldurinn er 16-17 ár.
Um helgina verður haldið mót á
Gleráreyrum og er það öllum opið.
Minjasafnið, skógræktar-
félagið og Listasumar
Kvöld-
ganga á
Jónsmessu
í Kjarna
JÓNSMESSUGANGA verður í
Kjarnaskógi annað kvöld, laugar-
dagskvöldið 23. júní, og verður far-
ið af stað frá þjónustuhúsinu í
Kjarnaskógi kl. 22 stundvíslega.
Minjasafnið á Akureyri, Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga og Lista-
sumar á Akureyri hafa tekið hönd-
um saman um að gera þessa göngu
eftirminnilega.
Leiðsögumenn verða Guðrún
María Kristinsdóttir, fornleifa-
fræðingur og safnstjóri Minja-
safnsins, og Hallgrímur Indriða-
son, framkvæmdastjóri skógrækt-
arfélagsins. Guðrún mun fara með
göngumenn að gamla bæjarstæð-
inu í Kjarna og rifja þar upp húsa-
skipan. Einnig sýnir hún leifar
matjurtagarðs, myllutóttir á bakka
Kjarnalækjar og tótt af beitarhúsi
svo eitthvað sé nefnt. Hallgrímur
mun aftur á móti fjalla um skóginn
sjálfan, sögu hans og lífríki.
Vísnasöngur við
hríslu og læk
Með í för verður Þórarinn
Hjartarson, sagnfræðingur og
vísnasöngvari frá Tjörn í Svarf-
aðardal. Við hríslu og læk mun
hann grípa gítarinn og syngja fyrir
göngumenn ljóð af norrænum
toga.
Áætlað er að ferðinni ljúki rétt
upp úr miðnætti þegar sjálf Jóns-
messunótt er hafin. Göngumönnum
er bent á að þá nótt er gott að leita
töfragrasa og náttúrusteina og
Jónsmessudöggin er heilsubætandi
ef menn velta sér upp úr henni
allsberir. Þeir sem spá fyrir um
veður eru á einu máli um að það
verði gott á Jónsmessunótt.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦