Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 29 Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og til- ætlunarsamar? SVAR: Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna“ sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis al- mennt álitnar forvitnari – í merking- unni rýnandi eða hnýsinn – en karl- ar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhreifnari, lausmálli eða fjas- gjarnari en karlar – eftir því hvert viðhorf ummælanda er. Karlar eru hins vegar taldir lokaðri – í merking- unni fálátur eða þumbaralegur – en konur. Þeir eru taldir málefnalegri en konur – fastari fyrir, minna til- finningasamir, ónæmir eða „ferkant- aðir“ eftir því hvert viðhorf ummæl- anda er. Þegar kona er forvitin kann það samkvæmt þessu að fela í sér að hún sé að verða sér úti um vitneskju um annað fólk í þeim tilgangi að ná yfir því einhvers konar völdum eða geta látið til sín taka. Karlmaður sem er forvitinn mundi á hinn bóginn þá álitinn vera að sýna málefni áhuga í þeim tilgangi að ljá því lið. Því mætti einfaldlega svara spurningunni þannig að það sé menningarbundið og hefðinni samkvæmt að líta á for- vitni sem einn af þeim kvenlegu eig- inleikum sem óprýða – eða prýða – venjulegar konur, og tilætlunarsemi eða afskiptasemi sem einn af þeim eiginleikum sem einkum prýða – eða óprýða – konur í móður- og eiginkon- uhlutverki. Málvísindamaðurin Deborah Tannen hefur rannsakað, greint og fjallað um í bókum sínum (1990 o.fl.) hvernig kynin nota mismunandi orð um sömu hluti og hvernig sömu orð fá aðra merkingu eftir því hvort kyn- ið þau eiga við, og enn fremur hvern- ig ólík orð eru notuð um sömu hegð- un eftir því hvort karl á í hlut eða kona. Kynin noti því sjálf orð og hug- tök með ólíkri vísun og boðskipta- hegðun þeirra sé oft eins og af tvenn- um toga og þau tali ekki sama mál. Stundum gengur þetta svo langt að þau skilja ekki boðskap orðanna og misskilningur verður með hrap- allegum afleiðingum, meðal annars í tjáskiptum á vinnustöðum og enn frekar í nánum samskiptum eins og í hjónabandi. Ein af bókum hennar hefur verið þýdd á íslensku og gefin út hjá Almenna bókafélaginu (1995): „Þú misskilur mig“. Þannig á líka málið og orðræðan, hvað er sagt, með hvaða orðum og hvernig það er sagt, sinn þátt í því að móta gildismat og festa fordóma um hvað sé kvenlegt eða karlmannlegt. Öll tvískipting eða tvíhyggja (dual- ism) og áhersla á að eitthvað sé ósamræmanlegt (antagonism) er yf- irleitt til þess fallin að efla and- stæður, skapa bil og aðgreiningu og draga úr jafnvægi eða jöfnuði. Þetta á sér stundum eðlilegar, djúpstæðar frumorsakir af líffræðilegum eða menningarlegum toga sem í raun þjónar litlum tilgangi að vísa til í nú- tímasamfélagi. Stundum þjónar það hins vegar hagsmunum eða pólitísk- um tilgangi. Að klifa á sérkennum og „eðli“ annars kynsins getur orðið til þess að halda niðri eða veikja stöðu ann- ars en styrkja stöðu hins. Annadís Rúdolfsdóttir hefur fjallað um þetta efni í doktorsritgerð sinni frá 1997 þar sem hún byggir á greiningu á orðræðu í íslenskum minning- argreinum um konur og hvernig þær þjóna þeim tilgangi að viðhalda hefð- bundinni ímynd um kvenleika og menningarbundnum hugmyndum um líf kvenna, hlutverk og hegðun, eiginleika hins kvenlega sjálfs. Í samskiptafræðum og þá ekki síst kynjafræðum hafa rannsóknir mjög beinst að mótun kynjanna og hvern- ig fjölmargir þættir eru samverk- andi í hinu flókna samspili manns og samfélags. Eitt af tímamótaverk- unum á því sviði er bók Carol Gillig- an „In a Different Voice“. Í rann- sókn sinni á ólíkri siðferðismótun kynjanna setti hún fram kenningu um grundvallarmun á piltum og stúlkum í samskiptum. Meginhug- tökin þar eru siðferðilegur réttur, skyldu- og ábyrgðarkennd, sam- sömun, gildismat, marksækni og ferlishugsun. Rit og rannsóknir Gilligans tengj- ast kenningum og skrifum Nancy Chodorow sem setti fram kenningu um hvernig mæður tengjast dætrum sínum öðruvísi en sonum og hvernig þær ala upp og móta dætur sínar og syni með ólíkum hætti, bæði félags- lega og tilfinningalega. Hún leiðir rök að því að þetta eigi sinn þátt í því að konur hafa haft tilhneigingu til að láta sig varða og tengjast persónu- lega, hvort sem er í einkalífi eða starfsverkefnum, en karlar taka frekar mið af stöðu, markmiði og ár- angri í eigin þágu. Þetta má einnig lesa út úr starfs- vali kvenna og karla. Í hefðbundnum kvennagreinum er fengist við lifandi manneskjur, rækt þeirra, umönun og aðhlynningu. Í doktorsritgerð sinni frá 1997 fjallar Þorgerður Ein- arsdóttir um sérgreinaval í lækna- stétt. Í niðurstöðum hennar er grein- ing á því hvernig konur virðast að svo stöddu velja sér sérfræðigrein í samræmi við hefðina um að axla ábyrgð á börnum og öldruðum og al- mennri heilsu. Slíkar greinar krefj- ast mikillar árvekni og eftirfylgdar og virðist það vega þyngra en hag- kvæmismat með hagsmuni fjölskyld- unnar að leiðarljósi eins og gjarnan hefur verið álitið. Enn síður virðast konur meðal lækna velja sérgrein út frá eigin framamöguleikum og virð- ingarstiga samfélagsins. Í þessu sambandi má minna á að eðlislægt hlutverk kynjanna er í frumatriðum ekki aðeins ólíkt heldur andstætt. Sumir hafa bent á í anda sálgreiningarkenningarinnar að kynlífið og líffræðilega mótuð hlut- verk skapi forsendur fyrir hegð- unarmótun kynjanna. Við getnað þrýstist sæðið frá karlinum inn í konuna. Þar skilur hann það eftir og yfirgefur – án þess að gera sér nein- ar sérstakar áhyggjur af því hvað um það verður, alltént fyrst um sinn. Konan tekur við sæðinu og laðar það að sér með eiginleikum sem stuðla að því að festa sæðið í egginu sem hún „býður fram“, halda saman þessari heild, næra hana og vernda inni í sér. Fljótlega eftir að kona er hugrænt og tilfinningalega meðvituð um að getnaður hafi átt sér stað fer hún ósjálfrátt að miða líf sitt við hags- muni hins ófædda barns sem hún ber undir belti. Fóstrið og síðan barnið á allt sitt undir ábyrgðarkennd henn- ar, umhyggju og jafnvel sjálfs- afneitun. Hún ákveður að færa ýms- ar fórnir og hætta margvíslegri hegðun, sem kann að veita henni sjálfri ánægju, einfaldlega ef hún veit að það skaðar barnið. Hún er upptekin af að afla sér upplýsinga um hollustuhætti og hugsanleg áhrif á fóstrið. Þessi forvitni, fróðleiksfýsn og ráðstafanir sem fylgja í kjölfarið snúast um forsendur lífsins. Áhrif margvíslegra félagsþátta, menning og framleiðluhættir hafa til skamms tíma stuðlað að því að styrkja þessa hegðun. Eftir að barnið er fætt er þetta líf á hennar ábyrgð. Það kemur fram líkamlega í brjóstagjöfinni og andlega í þeim tilfinningalega sam- runa sem rofnar stundum ekki fyrr en eftir áratugi eða jafnvel aldrei. Stundum birtist þessi sterka tilfinn- ing fyrir velferð annarra – einkum eigin barna – í ofvaxinni forvitni, til- ætlunarsemi og afskiptum sem upp- haflega eru sprottin af þessari lífs- nauðsynlegu umhyggju og ábyrgðarkvöð. Hún verður þá stund- um að því sem kallað hefur verið mæðrahyggja og felur í sér vísun til eignarréttar og stjórnsemi gagnvart fjölskyldumeðlimum. Margt bendir til að á okkar tímum sé mjög að draga úr þessum áhrif- um. Kemur þar til aukin jafnstaða kynjanna bæði í fjölskyldu og á vinnumarkaði, en líka breytt rétt- arstaða barna og feðra, meðal ann- ars í skilnaðar- og forsjármálum. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félags- ráðgjöf við HÍ. Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs? SVAR: Rastafarar líta ekki á Haile Selas- sie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Menel- iks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari gift- ist barnabarni keisarans 1911 og þegar Zauditu, dóttir Meneliks keis- ara, komst til valda 1916 hlaut Tafari titil ríkiserfingja, ras. Ras Tafari varð konungur Eþíópíu 1928 og keisari 1930 en þá tók hann sér nafnið Haile Selassie. Hann vann að félagslegum og efnahagslegum umbótum í landi sínu, til að mynda með afnámi þrælahalds og tilraunum til nútímavæðingar. Honum tókst þó ekki að sporna gegn vágestum á borð við atvinnuleysi, verðbólgu og hungursneyðir og var steypt af stóli árið 1974. Á fyrsta fjórðungi 20. aldar kom mikið út af bókum og greinum á Jamaíku og í Bandaríkjunum þar sem lögð var áhersla á þá kenningu, sem átti sér þó lengri sögu, að blökkumenn væru afkomendur Eþ- íópíubúanna sem talað er um í Bibl- íunni. Talað var um að allir blökku- menn yrðu að safnast saman í Afríku, og þá aðallega í Eþíópíu. Þegar svartur messías kæmi til sög- unnar fengju blökkumenn loks upp- reisn æru eftir aldalanga kúgun. Einn helsti leiðtogi þessarar hreyf- ingar var Marcus Garvey (sem fjallað er um nánar í öðru svari á Vís- indavefnum). Hann sagði fylg- ismönnum sínum að horfa til Afríku þar sem krýning konungs yrði tákn um betri tíma til handa blökkumönn- um. Krýning Haile Selassie 1930 sem keisara Eþíópíu vakti heimsathygli. Haile Selassie sagðist vera afkom- andi Salómons konungs (og þar með af ætt Davíðs) og drottningarinnar af Saba. Nafnið Haile Selassie sem hann tók sér við krýninguna merkir „máttur þrenningarinnar“ og hann var einnig kallaður konungur kon- unganna, lávarður lávarðanna og ljónið af ættkvísl Júda eins og talað er um í Biblíunni, í Op- inberun Jóhannesar. Þarna var kominn svartur konungur sem kenndur var við ýmislegt sem vísað er til í Biblíunni um mess- ías. Margir úr hreyfingu Eþíópíusinna töldu því að þarna hefði spádómur Garveys ræst og lausn- arinn væri kominn. Líta má á krýningu Haile Sel- assie sem upphaf rastafa- ritrúar sem er kennd við fyrri titil hans, Ras Tafari. Rastafaritrú byggist á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Heimur hvíta mannsins er Babýlon en veldi hans mun á endanum falla og rastafarar munu þá ráða. Afríka er fyrirheitna landið, Síon, og blökkumenn eru hinir réttu Hebrear sem Biblían segir frá. Rastafarar líta á Haile Selassie sem guðlegan; sem hinn rétta mess- ías. Rétt er þó að geta þess að Haile Selassie deildi ekki þessum hug- myndum með þeim og var sjálfur kristinn. Ekki fara sögur af því ná- kvæmlega hver viðbrögð hans við rastafaritrú voru eða hvað honum þótti um hana. Einnig hafnaði Marcus Garvey því að Haile Selassie væri messías. Garvey var því ekki rastafaritrúar þrátt fyrir að vera tal- inn einn af helstu spámönnum henn- ar. Um ein milljón manna aðhyllist nú rastafaritrú, aðallega á Jamaíku og í Bandaríkjunum. Áherslan á að safna öllum blökkumönnum til Afríku hef- ur minnkað og í staðinn er lögð áhersla á að gera Jamaíku að væn- legra þjóðfélagi fyrir fólk af afr- ískum uppruna; að „afríkanísera“ hana. Trúræknir rastafarar fylgja ströngum reglum um mataræði sem skal vera grænmetisfæði, laust við öll aukaefni; svokallað Ital-fæði. Þeir forðast kaffi, mjólk, áfengi og gosdrykki. Einnig er talið mikilvægt að klæðast fötum úr náttúrulegum efnum. Notkun á maríjúana gegnir mikilvægu hlutverki. Hjá þeim sem taka trúna alvarlega er maríjúana þó ekki notað til skemmtunar heldur í trúarlegum tilgangi, til dæmis við hugleiðslu. Eitt helsta tákn rastaf- ara er ljónið, sem táknar Haile Sel- assie, ljónið af Júda. Margir rastaf- arar safna hári sínu í svokallaða „dreadlocks“ sem er hárgreiðsla sem fengin er með því að klippa hvorki né greiða hárið og hefur margfalda merkingu; meðal annars táknar hún hinar svörtu rætur þeirra og ljónið af Júda. Í tengslum við rastafaritrú á Jam- aíku varð til tónlistarstefnan ska og upp úr henni síðan rock steady og reggae. Reggae-tónlistarmaðurinn Bob Marley (1945–1981) er vísast ár- angursríkasti boðberi rastafaritrúar til þessa. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, stundakenn- ari í heimspeki við HÍ og aðstoðarritstjóri Vísindavefjarins. Hvernig er orðið „splúnkunýr“ til komið? SVAR: Uppruni forliðarins splúnku- í orðinu splúnkunýr er óljós. Orðið virðist ekki tökuorð og helst er gisk- að á að um blendingsmynd sé að ræða úr orðunum flunkunýr og splundurnýr. Flunkunýr á rætur að rekja til dönsku flunkende ny af sögninni flunke sem merkir ’blika, skína’ og splundurnýr er einnig rakið til dönsku splinterny ’spánnýr’. Svo virðist sem splundur- hafi ver- ið tengt sögninni splundra ’tvístra, sundra’ við svonefnda alþýðuskýr- ingu og þannig sé u-ið til komið. Einnig mætti hugsa sér að orðin flunkunýr og splinterny hafi runnið saman í splúnkunýr. Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar? SÍÐASTLIÐNA viku fjallaði Vísindavef- urinn um eineggja tvíbura, viðskipti Kín- verja og Bandaríkjamanna, sultu og marmelaði, ljóskæfu, orðið „hæ“, fyrsta íslenska fjölmiðilinn, Þjóðverja, þríhljóða, rykmaura, Dalai Lama, lendinguna á tunglinu 1969, hæð og lengd hluta, kommóður, normalbrauð, sækýr, rastafaritrú, ævilengd refa, minnstu eyju heims og sigurnagla. VÍSINDI svartur sandur á milli fjalls og fjöru. Nær okkur eru Drangshlíðarfjall og Raufarfell litlu vestar. Inn í Drangs- hlíðarfjall skerst lítið dalverpi sem heitir Melrakkadalur. Norðan í fjall- inu eru tveir háir klettar, karl og kerl- ing, sem dagaði þar uppi. Gönguslóð- inn liggur síðan beint í norður og enn um sinn um grasi gróið land, þar til komið er á móts við Hornfellsnípu, móbergsstapa vestan árinnar. Foss- arnir sem verða á vegi okkar frá Steinbogafossi eru Rollutorfufoss, Skálabrekkufoss, Kæfufoss, Efri- Skálabrekkufoss (stundum kallaður litli Gullfoss) og Króksfoss sem marg- ir telja þann tilkomumesta í allri Skógánni. Hérna beygir áin til norð- austurs og gönguleið okkar þar af leiðandi einnig. Landið hækkar líka talsvert. Helstu fossar þarna eru Gluggafoss og Landnorðurstungu- fossar sem eru þrír með stuttu milli bili hver niður af öðrum. Eins og víða á Íslandi eru örnefni á þessum slóðum svolítið á reiki eftir því hvort menn eiga rætur austan eða vestan Skógár. Hér hefur verið reynt að fylgja hefð austanmanna. Þegar komið er yfir ána skal bílveg- inum fylgt. Alla vega er fólki ráðlagt að missa hann ekki úr augsýn enda liggur leiðin nú um gróðurlaust land. Við enda vegarins er Baldvinsskáli, nefndur eftir Baldvin Sigurðssyni frá Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, kunnum fjalla og ferðagarpi. Annar skáli er á Fimmvörðuhálsi í eigu Ferðafélagsins Útivistar. Hann stendur dálítið vestar og ofar en gönguslóðin liggur. Eftir að komið er framhjá Baldvinsskála má segja að gengið sé að mestu í snjó þar til komið er niður undir Heljarkamb. Hér er líka mest hætta á þoku og því mik- ilvægt að fara varlega til að villast ekki. Leiðin niður Bröttufannarsker og út á Heljarkamb er e.t.v. vandrat- aðasti hluti leiðarinnar ef eitthvað er að veðri. Sé veður hins vegar bjart er þarna stórkostlegt útsýni til norðurs. Að sjá niður á fjöll sem eru allt að 800 m há er sjón sem líður manni seint úr minni. Næst okkur til hliðar eru jökl- arnir tveir Mýrdals- og Eyjafjallajök- ull og framundan fjöllin á Goðalandi, Réttarfell, Útigönguhöfði og Morris- heiði. Nafnið á heiðinni er búið til af Jóni Söðla Jónssyni frá Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð sem var leiðsögumað- ur ensks Íslandsvinar, á þessum slóð- um á seinni hluta 19. aldar. Sá hét William Morris. Heiðina nefndi Jón eftir honum og kallaði Morrisheiði. Miklir skriðjöklar ganga vestur úr Mýrdalsjökli. Mest ber á Krossárjökli og Tungnakvíslarjökli. Á milli þeirra heita Teigstungur. Hæstu sker í þeim eru Litfari og Moldi. Í fjarska norðan Þórsmerkur ber mest á Tindfjöllun- um og Tindfjallajökli. Héðan er líka sérlega gott útsýni yfir syðri hluta Laugavegarins, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Leið okkar liggur nú niður Bröttu- fönn yfir Heljarkamb og út á Morr- isheiði. Af Heljarkambi má líka fara til vinstri og niður Hvannárgil, ganga síðan sunnan í Útigönguhöfða og koma niður í Bása milli Höfðans og Réttarfells. Ekki skal dregið úr feg- urð gilsins sem er eitthvert mesta augnakonfekt á öllu Þórsmerkur- svæðinu. Engum skal þó ráðlagt að fara þarna niður nema veður sé gott og að kunnugur maður sé með í för. Þegar komið er inn á Morrisheiði legg ég til að fólk gangi inn á austurbrún heiðarinnar. Útsýni þaðan er trölls- lega fagurt. Sandur með kolmórauð- um jökulám, skógarteigar, há fjöll og jöklar, allt fyrir augunum samtímis. Nyrst á Morrisheiði heitir Heiðar- horn. Þangað er sjálfsagt að ganga í góðu skyggni. Niður af heiðinni er gengið um skarð sem er lítið eitt sunnan við Heiðarhorn. Það er eini staðurinn þar sem niðurganga er möguleg. Gönguslóðinn liggur síðan niður svokallaðan Kattarhrygg með Strákagil á vinstri hönd og Útigöngu- höfða sunnan þess. Þar með erum við komin niður í Bása á Goðalandi og göngu okkar lýkur. Heimildir: Albert Jóhannsson: Yfir Fimmvörðuháls, Ársrit Útivistar 1990; 107- 117. Árni Johnsen: Undir kinnum Eyjafjallajök- uls. Sjónvarpið 1988 Þórður Tómasson: Munnlegar upplýsingar. Höfundur er fararstjóri og stjórnar- maður í Ferðafélagi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.