Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERSLUNIN á Skólavörðu- stíg 19 lætur ekki mikið yfir sér. Það er ekki nóg með að búðin sé lítil að flatarmáli heldur hefur hún ekkert heiti enda segir eigandi hennar að hann sé „ekkert svoleiðis móðins að hafa nafn á búð- inni.“ Sú sem þarna talar er Jór- unn Ragnheiður Brynjólfs- dóttir frá Hrísey sem þrátt fyrir að vera komin á tíræð- isaldur tekur sama leigubíl- inn á hverjum morgni klukk- an tíu frá dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún býr. Þaðan fer hún í vinnuna þar sem hún af- greiðir sængurfatnað og dúka ásamt fleiru fram til klukkan sex á daginn, líkt og hún hefur gert síðastliðin níu ár. Svo skemmtilega vill til að daginn sem Morgunblaðið tekur hús á Jórunni, þann 20. júní, á hún 91 árs afmæli. Hún tekur sér þó ekki frí í tilefni dagsins heldur stendur keik aftan við búðarborðið og tek- ur hlýlega á móti við- skiptavinum sínum. Þegar gengið er inn í verslunina tek- ur maður fyrst eftir sérstöku andrúmsloftinu sem þar ríkir. Innan um sængurver, nátt- klæðnað og fallega dúka má sjá persónulega muni, fal- legar myndir á veggjum og logandi kertaljós. „Ég hef alltaf haft kertaljós í búðinni í öll þessi ár sem ég hef rekið verslun því þá finnst mér ég vera komin heim,“ segir hún og brosir. Það er greinilegt að þetta skilar sér því verslunin er ákaflega heimilisleg. Aðalatriðið að manni líði vel Það tekur nokkrar fortölur að fá Jórunni til að segja svo- lítið frá sjálfri sér og versl- uninni. „Ég er bara venjuleg manneskja og vil ekkert láta bera á mér því ég er ekkert öðruvísi en aðrir,“ segir hún og finnst ekkert merkilegt við það að vera 91 árs versl- unarrekandi í miðbæ Reykja- víkur. Að lokum lætur hún þó til- leiðast og fyrsta spurningin er hvers vegna hún sé að standa í þessum versl- unarrekstri. „Ég get ekki hugsað mér líf án vinnu,“ seg- ir hún óhikað. „En ég fór ekki að vinna fyrr en börnin mín voru komin upp og þá var ég fimmtug. Þá var drengurinn minn orðinn stúdent og stelp- urnar farnar að heiman,“ seg- ir hún og í ljós kemur að hún á þrjár dætur og einn son. Það er þó tiltölulega stutt síðan hún hóf verslunarrekst- urinn að Skólavörðustíg. „Ég var búin að vera lengi með stóra búð með vefn- aðarvöru að Grundarstíg 2 en hætti þar þegar ég varð 75 ára. Svo fór ég aftur að vinna í búð niðri á torgi 80 ára göm- ul og vann í tvö ár áður en ég opnaði búðina hérna,“ segir Jórunn og bætir því við að dætrum hennar hafi ekkert litist á blikuna þegar hún tók upp á því að fara aftur út á vinnumarkaðinn. „En þetta er bara svo gam- an,“ segir hún og það er aug- ljóst að þar fylgir hugur máli. „Aðalatriðið er að manni líði vel.“ Alltaf sami leigubílstjórinn Fyrir tveimur mánuðum fluttist Jórunn á dvalarheim- ilið Grund og segir hún það bestu ákvörðun sem hún hafi tekið lengi. „Það er svo gam- an að vera þarna, það er svo gott og yndislegt fólk. Þegar ég er búin að vera hér í búð- inni er búið að vera nóg af þvargi og ég er búin að fá nógu mikinn félagsskap og ég vil fá að vera í næði. En þegar maður er með stóra fjöl- skyldu er alltaf eitthvað að gerast og ég var orðin svolítið þreytt og langaði bara að vera út af fyrir mig,“ segir hún en bætir þó við að hún hafi myndir af börnunum sín- um allt í kringum sig á Grund. Til að komast í verslunina á morgnana tekur Jórunn leigubíl og það er alltaf sami bílstjóri, Hermann Björg- vinsson á BSR, sem ekur henni. „Það fara alltaf allir svo snemma í vinnu en ég fer ekki fyrr en klukkan tíu þannig að það er erfitt um vik að fá far með einhverjum. Svo ég fór að hugsa hvernig ég færi að því að koma mér í vinnuna og hugsaði sem svo að ég gæti nú alltaf tekið bíl en mér finnst svo leiðinlegt að fara alltaf með nýjum og nýj- um bílstjóra. En svo hringdi dóttir mín á leigubíl og það kom svo yndislegur maður og mér fannst hann svo geðugur að ég segi sem svo: heldurðu að þú sækir mig ekki hér eft- ir,“ útskýrir Jórunn og sú varð líka raunin. Jórunn segir Hermann vera alveg einstakan. „Hann er búinn að gera mig alveg ósjálfbjarga, styður alveg við mig og ætlar varla að sleppa mér. Það spyrja mig allir hvort hann sé eitthvað skyld- ur mér þessi maður en hann er bara svo óskaplega mikið góðmenni,“ segir hún og bæt- ir því við að þegar hún hafi verið að vandræðast yfir akstursmálunum hafi hún ákveðið að fela Guði að finna út úr þessu. „Og þessu tek ég svo mikið eftir, maður verður að treysta á hann.“ Minningar til að taka með heim Hún segir dagana í versl- uninni afskaplega misjafna. „Suma daga er mikið að gera og aðra minna en ég fæ venjulega gott út úr búðinni. Hins vegar er ég ekkert að safna neitt. Það er kannski nauðsynlegt þegar maður er að koma sér áfram en svo er ekkert gaman að vera með eitthvert drasl sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við.“ Viðskiptavinir Jórunnar eru af ýmsu tagi en þó segir hún yngri konur í meirihluta. „Ég er búin að vera versl- unarkona í 40 ár og sumar af þeim náðu ekki upp á búð- arborðið hjá mér þegar þær komu fyrst með mæðrum sín- um. Þannig að það er voða mikið af ungum stelpum sem koma og versla hjá mér.“ Hún segir að sér hlýni um hjartaræturnar þegar hún finni fyrir því að fólk versli sérstaklega hjá henni til að styðja hana í verslunarrekstr- inum og nefnir sem dæmi konu sem keypti allar jóla- gjafirnar hjá henni fyrir síð- ustu jól. „Þetta var mjög dýrmætt fyrir mig að finna að það er til maður og maður sem hugsar svona – að þarna sé gömul kona með verslun sem verði kannski út undan í öllum þessum ys og þys.“ Vörurnar fær Jórunn frá heildsölum sem hún segir ákaflega góða við sig. „Ef þeir eiga eitthvað á nið- ursettu verði geyma þeir það handa mér en svo hef ég líka fengið áminningu frá þeim ef ég sel of ódýrt því þá eru sum- ar verslanirnar að kvarta. En ég geri þetta því ég er bara að leika mér og er hér til að hafa það gaman því það er enginn dagur sem líður án þess að maður fái einhverjar minningar til að fara með heim,“ segir hún. Hefur ekkert með dugnað að gera Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist ekki mikið mál að reka verslun svarar hún stutt og ákveðið: „Nei,“ og þverneitar að þetta hafi eitthvað með dugnað að gera. „Þetta er ekki dugnaður, þetta er bara vilji,“ segir hún. „Ég vinn bara á styrknum og viljanum.“ Það er heldur ekkert upp- gjafarhljóð í þessari ákveðnu verslunarkonu og segist hún ætla að standa á bak við búð- arborðið svo lengi sem hún hefur heilsu. „Hann Úlfur Ragnarsson læknir, sem er mikill vinur minn, hefur alltaf sagt að ég muni bara líða út af í vinnunni og ég vona að sú verði raunin,“ segir hún og brosir. „Þá fer ég bara í næstu vinnu á næsta stað.“ 91 árs vistmaður á Grund og rekur eigin rúmfataverslun á Skólavörðustíg 19 í Reykjavík „Bara venjuleg manneskja“ Morgunblaðið/Arnaldur Innan um sængurver og kodda hefur Jórunn komið fyrir persónulegum munum í verslun sinni og alltaf er logandi kertaljós til að gera búðina heimilislegri. Miðbær EKKERT verður úr samein- ingarviðræðum Bessastaða- hrepps og Garðabæjar eftir að meirihluti íbúa í Bessa- staðahreppi lýsti sig andvígan slíkum viðræðum. Vikuna 6. – 13. júní var gerð skoðanakönnun gegnum síma meðal allra kosningarbærra íbúa hreppsins þar sem þeir voru spurðir um afstöðu sína. Áður höfðu íbúarnir fengið kynningarbækling auk þess sem um 90 manns höfðu sótt opinn kynningarfund þar sem skoðanakönnunin var kynnt. Í könnuninni var spurt hvort íbúarnir vildu að hreppsnefnd Bessastaða- hrepps ynni að sameiginlegri tillögu með Garðabæ um sam- einingu sveitarfélaganna tveggja sem þeir síðan fengju að kjósa um, eða hvort þeir vildu að sú vinna færi fram. Endanlegt úrtak svarenda var 921 og þar af svöruðu 823 spurningunni og var svarhlut- fall því 89,4%. Niðurstöðurnar urðu þær að 40,5% vildu að hrepps- nefnd færi út í viðræðurnar en 59,5% voru því mótfallin. „Engin vonbrigði“ Með hliðsjón af þessu var samþykkt í hreppsnefnd að ekki yrði farið í formlegar við- ræður við Garðabæ um sam- einingu sveitarfélaganna en fyrir lá erindi Garðabæjar þar sem lagt var til að hrepps- nefnd Bessastaðarhepps skip- aði fulltrúa í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningunni. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Bessastaða- hrepps, segir niðurstöðu könnunarinnar ekki vera von- brigði. „Við renndum alveg blint í sjóinn með þetta og það var ákveðið að hreppsnefndin myndi fylgja þeim niðurstöð- um sem fengjust út úr þessari könnun þó að hún væri aðeins til leiðbeiningar. Það voru ekki önnur sjónarmið höfð að leiðarljósi með könnuninni þannig að ég held að það séu engin vonbrigði hjá neinum,“ segir hann. Þvert á móti telur hann að tilgangi könnunarinnar hafi verið náð. „Þegar við fórum af stað með þessa skoðanakönn- um höfðum við hug á að fá af- stöðu almennings og íbúa Bessastaðahrepps og hún liggur alveg skýr fyrir, þannig að við náðum fram því mark- miði sem við ætluðum okkur.“ Hann segir enn fremur mikilvægt að hafa fengið úr þessu skorið. „Þetta er stórt málefni og það er mikilvægt að hreppsnefndarmenn á hverjum tíma geti tekið ákvarðanir í svona stóru máli. Menn gera það ekki með því að renna blint í sjóinn heldur vilja hafa miklu fastara land undir fótunum í slíkum stefnumarkandi málum,“ seg- ir hann. Samstarf sveitar- félaganna eflist Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, seg- ir að þrátt fyrir að Bessa- staðahreppur hafi ekki áhuga á að fara í formlegar samein- ingaviðræður við Garðabæ sé hún þess fullviss að samstarf sveitarfélaganna eigi eftir að halda áfram að þróast og efl- ast. „Samstarf sveitarfélaganna er mjög mikið nú þegar og hefur verið að aukast nú á undanförnum árum,“ sagði Ásdís Halla. „Bæði samstarf Garðabæjar og Bessastaða- hrepps og þessara tveggja sveitarfélaga við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæð- inu.“ Hún segir að slíkt sam- starf sé mikill ávinningur fyrir íbúana og svo verði að koma í ljós síðar hvort frekari sameining verði í framtíðinni. Niðurstöður símakönnunar meðal allra kosningarbærra íbúa Sameiningar- viðræðum hafnað            !!! " # $ % & '  !   & ' ( )&   *  " !( *+!  , & !(   -.  ! / ! . !                                 ! "   #  !$ "         %              &   $ '(( 00  ')* 1 1 +),  -(*    Bessastaðahreppur FORELDRARÁÐ Korpu- skóla hefur beint þeim tilmæl- um til borgaryfirvalda að gengið nýr hverfisskóli verði hannaður sem allra fyrst sam- hliða endurbótum á eldra hús- næði skólans á Korpúlfsstöð- um. Fræðsluráð hefur þegar fjallað um málið en í svari þess segir að mögulegt sé að hefja undirbúning að hönnun nýs skóla í Staðarhverfi árið 2004 til 2005. Að sögn Davíðs Héðinsson- ar, formanns foreldraráðs Korpuskóla, eru foreldrar ekki sáttir við að beðið sé með hönnun nýs skóla þar til 2004 eða 2005. Að hans sögn er það eindregin ósk félagsins að nýr hverfisskóli verði tilbúinn haustið 2003. Fjöldi barna vanáætlaður Í bréfi foreldraráðs til fræðsluráðs er því fagnað að Korpúlfsstaðir verði endur- bættir og lagfæringar verði gerðar á húsnæðinu. Auk Korpuskóla er þar golfskáli og einnig hafa listamenn afnot af hluta húsnæðisins. Að sögn Davíðs lá fyrir að gerðar yrðu endurbætur á húsinu öllu. Hins vegar segir í bréfinu að á kynningarfundi, sem haldinn var fyrir kennara og foreldraráð skólans í lok apríl þar sem húsnæðismál skólans voru rædd, hafi komið fram að ekki væri hægt að koma full- nægjandi skólastarfi fyrir í því húsnæði sem hugsað er til skólastarfsins. Segir þar að miðað sé við að 250 börn verði í skólanum en foreldraráð telji að sú tala sé vanáætluð. Telur foreldraráð að 325 börn séu raunhæfari tala. Foreldraráð vísar einnig í bréf sem það ritaði fræsluráði í lok nóvembermánaðar 1999. Í því bréfi er kvartað undan staðsetningu hverfisskóla við Korpúlfsstaði og bent á að þung umferð sé um Korpúlfs- staðaveg og að oft hafi legið við stórslysum. Foreldraráð hefur farið fram á að undirbúningshópur verði skipaður til að vinna úr frekari hugmyndum. Þá óskar það eftir því að farið verði í jarðvegsskipti á nýju skóla- lóðinni og að gerð verði leik- aðstaða með boltavöllum. Vilja nýjan hverfis- skóla sem fyrst Grafarvogur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.