Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 34
FJÖLMIÐLUN 34 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er töluvert til í þessu og flestir sem kynnst hafa banda- rísku þjóðlífi kunna ótal sögur af mála- rekstri sem þætti í besta falli skrítin lygi uppi á Íslandi. Hérna takast foreldrar til dæm- is á af hörku fyrir dómstólum af því að börnum þeirra sinnaðist, annað kallaði hitt ónefnum eða hótaði því limlestingum og þá þarf að láta vísa ódæðismann- inum úr skóla og helst fá millj- ónabætur vegna þess meinta andlega álags sem uppákoman hafði í för með sér. Virðist þá litlu skipta aldur hins meinta skúrks, Bandaríkjamenn missa nefnilega hæfileikann til að telja árafjölda þegar af- brotamenn eru dregnir fyrir dómstóla, þeir teljast þá allir fullorðnir og eðlilegt að rétta yfir þeim sem slíkum. Þegar lög- sókn er orðin tómstunda- gaman hálfr- ar þjóð- arinnar er ekki von á góðu. Námsmaður, sem flutti frá Íslandi til Bandaríkjanna, varð óþyrmilega var við þetta þegar hann var að koma sér fyrir í íbúð sinni og þurfti að láta laga tölvutengingu. Starfs- maður símafyrirtækis kom á heimilið en náði ekki að fá tölv- una til að þýðast tenginguna. Eftir margra tíma streð játaði hann sig sigraðan og sagði námsmanninum að hann yrði að leita til einhvers annars. Náms- maðurinn spurði hvort hann gæti kannski mælt með ein- hverjum tölvufróðum sér til að- stoðar, því sjálfur væri hann nýkominn í bæinn og þekkti ekkert þar til. Starfsmaður símafyrirtækisins baðst marg- faldlega afsökunar á að það mætti hann alls ekki gera. Ef hann vísaði á fyrirtæki, sem stæði sig illa, gæti námsmað- urinn átt kröfu á hendur síma- fyrirtækinu fyrir lélega ráðgjöf. Og slíka málsókn ætlaði hann ekki að kalla yfir sig og sína. Öflug símafyrirtæki óttast málsókn, því kviðdómar virðast oft láta bætur vera í samræmi við greiðslugetu þess brotlega en ekki endilega alvarleika brotsins. Ríkt fólk óttast mál- sókn, af því að það má ekki hnerra á almannafæri án þess að vera stefnt fyrir dómstóla af einhverjum sem átti leið hjá og leið andlegar vítiskvalir í marga daga af ótta við að hann hefði smitast af kvefinu. Slíkar kvalir kosta auðvitað skildinginn. Og ríka og fræga fólkið fylgist vel með fjölmiðlum, í von um að rekast á einhverja umfjöllun um sig og sína sem gæti fært því tugi milljóna í miskabætur. Læknar eru að sligast undan tryggingaiðgjöldum, því eitt er að gjalda fyrir mistök sín og annað að þurfa að sæta því að greiða jafnvel milljarða króna í bætur vegna yfirsjóna. Boltinn heldur áfram að rúlla og nú þarf að setja reglur um allt mögulegt og ómögulegt til að komast undan ábyrgð. Það verður að setja undir alla leka, banna allar hugsanlegar uppá- komur, því ef einhverjum dettur í hug að gera eitthvað sem veldur öðrum skaða, hvort sem sá skaði er raunverulegur eða uppdiktaður fyrir dómstóla, þá er aldrei að vita nema fyrir- tækið sem hannaði tölurnar á buxurnar sem dóttir afbrota- mannsins klæddist sé allt í einu orðið skaðabótaskylt fyrir millj- ónum. Bandarískir skólar hamast við að koma böndum á ungviðið innan sinna veggja. Þeir hampa margir hverjir ströngum reglum sínum um framkomu nemenda, þar sem ekkert er lið- ið sem minnt getur á ofbeldi af nokkru tagi. Þessum reglum er fylgt svo stíft að daglega berast tragíkómískar fréttir af skólum þar sem yfirmenn hafa gert sig að fífli. Þeir vísa 11 ára stúlku heim fyrir að koma með keðju í skólann, þótt keðjan sú hafi að- eins verið veik keðja á lykla- kippu. Þeir reka dreng heim með óbótaskömmum fyrir kyn- ferðislega áreitni og taka ekk- ert tillit til að hann er aðeins 6 ára eins og stúlkan sem hann var svo grófur að smella kossi á. Þeir banna eltingarleik á skólalóðinni, af því að þegar sá sem eltir nær að elta einhvern uppi og dangla í hann brýtur það gegn reglum sem banna alla líkamlega snertingu. Þeir senda heilan hóp af fimm ára guttum heim, af því að þeir ot- uðu fram vísifingrum á skóla- lóðinni og hrópuðu „bang“. Fyrir nokkru ritaði blaðamað- urinn Jonathan Rauch grein í tímaritið New Republic þar sem hann fjallaði um þá áráttu landa sinna að setja lög og skráðar reglur um öll svið mannlífsins. Hann syrgir þá tíma þegar al- mennar kurteisisreglur og um- gengnisvenjur fleyttu fólki í gegnum lífsins ólgusjó, án þess að kæmi til kasta dómstóla. Rauch hittir án efa naglann á höfuðið þegar hann segir að lagasetning um alla skapaða hluti hlaði smám saman utan á sig þar til ekki verður við neitt ráðið. Ekki að hann hafi neitt út á lagasetningu að setja í sjálfri sér, enda hælir hann vestrænu réttarkerfi á hvert reipi. Smá- vægilegar deilur einstaklinga eða sakleysislegar yfirsjónir þeirra eiga hins vegar ekkert erindi í það kerfi. Rauch bendir á að ofurtrú á málsmeðferð sannfæri fólk um að niður- staðan hljóti að verða rétt, en því sé aldeilis ekki að heilsa. Ekki sé hægt að fella alla mannlega hegðun undir laga- bókstafinn án þess að eiga á hættu að skekkja útkomuna verulega, eins og gerist til dæmis þegar koss 6 ára drengs er orðinn að kynferðislegri áreitni, bara vegna þess að hegðun hans féll að lagabók- stafnum og framréttur vísifing- ur telst hótun smábarna um að skjóta mann og annan. Og hvað er til ráða? Margir mættu að ósekju rifja upp gömlu góðu kurteisina, nota „fyrirgefðu“ í staðinn fyrir „þú verður að tala við lögfræðinginn minn“. Kurteisi eða kærur Mörgum ofbýður lögsóknargleði Banda- ríkjamanna, segja þá grípa til lagabók- stafsins við minnstu móðgun og heimta fáránlega háar fjárhæðir í bætur. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu HAGVÖXTUR eykst, verðbólga og vextir eru lágir, almenningur er kaupglaður – og samt hafa auglýs- ingar hríðdregist saman það sem af er árinu. Skýringunni velta auglýs- endur ákaft fyrir sér. Samdrátturinn hittir alla miðla fyrir en bitnar einna verst á sjónvarpsstöðvum, þó upp- sagna hjá fjölmiðlum gæti víðar. Að sögn Guardian hefur fjárfest- ingabankinn ABN Amro varað við að auglýsendamarkaðurinn virðist ekki lengur fylgja þjóðarframleiðslu, þó svo þar sé spáð um tveggja prósenta vexti sé samdráttur á auglýsinga- markaðnum staðreynd. ABN spáir aðeins 1,3 prósenta vexti alheims- auglýsingamarkaðarins á árinu en í fyrra var vöxturinn 10,3 prósent. Ýmsir tala um að ástandið nú sé jafn- slæmt eða verra og á krepputíman- um í kringum 1990. Fyrirtæki úr hátækni- og farsíma- geiranum hafa verið einna ötulustu auglýsendurnir undanfarin ár. Net- fyrirtækin störfuðu undir lögum nýja hagkerfisins, þar sem gamal- dags hugtök eins og hagnaður voru úrelt. Þess í stað dældu þau út pen- ingum fjárfesta, ekki síst í auglýs- ingar og markaðssetningu. Farsíma- fyrirtækin auglýstu grimmt til að ná í fleiri viðskiptavini á markaðisem að þeirra dómi var takmarkalaus. Ein meginbreytingin á auglýs- ingamarkaðnum er að fyrirtæki úr þessum geirum eru nánast horfin af auglýsingamarkaðnum og um leið auglýsingatekjurnar þaðan, sem munar um. Netfyrirtækin hafa horf- ið unnvörpum en þau er eftir lifa stefna nú á hagnað, sem þýðir nið- urskurð á kostnaði, ekki síst auglýs- ingakostnaði. Farsímafyrirtækin hafa rekið sig á endimörkin á mettuðum farsíma- markaði og miða við að halda í við- skiptavini sína fremur en að afla nýrra og nota aðra nálgun en auglýs- ingar. Um leið finna nýju netmiðl- arnir harkalega fyrir auglýsinga- samdrættinum sem gerir þeim lífið erfitt eins og hrakningar Yahoo! sýna skýrlega. Sjónvarpsauglýsingar á undanhaldi En fyrirtæki skera ekki aðeins auglýsingakostnað heldur skipta í vaxandi mæli um auglýsingamiðla. Taxtar sjónvarpsstöðva hafa í flest- um tilfellum hækkað ákaflega und- anfarin ár og margar verið seinar að lækka taxtana. Auglýsendur voru þegar farnir að líta í aðrar áttir og því hafa margar sjónvarpsstöðvar orðið harðar úti en aðrir miðlar. Gott dæmi er auglýsingastefna Nestlé. Fyrir áratug auglýsti fyrir- tækið KitKat-súkkulaðið eingöngu í sjónvarpi en í ár eru 65 prósent þess- ara auglýsinga í sjónvarpi og verður enn minna næsta ár. Afgangurinn dreifður á útvarp, auglýsingaspjöld, blöð, styrksframlög og jafnvel á nýja miðla og SMS. Almennt er meiri spurn eftir auglýsingaspjöldum en áður og sá miðill í uppsveiflu. Miðað við apríl í fyrra höfðu dag- blaðaauglýsingar dregist saman um 15 prósent nú í apríl og blöð því þurft að draga saman seglinu. Dagblöð eins og Daily Mail og Mail on Sunday hafa sagt upp fólki, sama er með ft.com en Financial Times ræður ekki fólk. Auglýsingastofur hafa ekki komist hjá uppsögnum, þar á meðal Saatchi og Saatchi sem hefur sagt upp 50 manns á skrifstofunni í Lond- on. Í Guardian er ályktað sem svo að áhyggjuefnið sé ekki að auglýsinga- markaðurinn fylgi ekki þjóðarfram- leiðslu, heldur að samdrátturinn sé kannski vísbending um kreppa eins og sú sem gekk yfir í kringum 1990 sé á næsta leiti, jafnvel þótt breskar og evrópskar hagtölur bendi enn ekki til kreppu. Uppdráttarsýki í auglýsingum London. Morgunblaðið. SALA á dagblöðum jókst í mörgum ríkjum á síðasta ári og auglýsinga- tekjur þeirra jukust. Kemur þetta fram í könnun, sem kynnt var á ráð- stefnu Alþjóðasambands blaðaútgef- enda, WAN, í Hong Kong. Aðild að því eiga um 17.000 dagblöð og útgef- endur víða um heim. Upplagstölur dagblaða hækkuðu mjög víða og almennt dró úr sam- drætti þar sem um hann hefur verið að ræða. Góður vöxtur var í auglýs- ingatekjum dagblaðanna og víða hef- ur markaðshlutdeild þeirra aukist, einkum á kostnað sjónvarpsins. Mikil og eftirtektarverð aukning varð í lestri á vefsíðum blaðanna og þykir það benda til að sambland prent- og netmiðlunar hafi fjölgað verulega því fólki sem dagblöðin ná til. Könnunin náði til blaðaútgáfu í 64 löndum og skv. henni hefur blaðasala aukist í 22 ríkjum af þeim 46 sem sambærilegar upplýsingar eru um. Lægri upplagstölur en aukinn lestur Ef litið er á Evrópusambandið, ESB, í heild lækkuðu upplagstölur um 0,4% í fyrra en um 0,8% 1999. Þær hafa þá lækkað alls um 2,5% á síðustu fimm árum en það svarar til þess að áskrifendum hafi fækkað um 2,06 milljónir frá 1996. Á sama tíma jókst blaðalesturinn um 1%. Á síð- asta ári lásu 62,1% alls fullorðins fólks í ESB eitthvert blað daglega. Upplag blaðanna stækkaði í átta ESB-ríkjum á síðasta ári og mest í Portúgal, um 5,6%, og í Bretlandi, 2,4%. Í sjö ríkjum minnkaði það og langmest í Austurríki, um heil 13,6%. Næstmestur var samdrátturinn í Danmörku, 3,1%. Innan ESB hefur dagblöðum fækkað lítillega síðustu fimm ár, úr 1.135 í 1.120, en meðalupplagstölur þeirra eru óbreyttar eða um 72.000. Í Noregi minnkaði blaðasala um 0,5% og á Íslandi minnkaði heildar- upplagið um 1% og um 0,5% í Sviss. Staðan í Mið- og Austur-Evrópu er ólík eftir löndum. Aukning var í Króatíu og Búlgaríu en samdráttur í Tékklandi og Ungverjandi. Í Rúss- landi jókst hins vegar blaðasala um 5% á síðasta ári eftir 4,4% aukningu 1999. Hvergi eru gefin út jafn mörg dagblöð á einum markaði og í Rúss- landi, alls 2.635, og þar af er 171 þeirra landsblað. Í Bandaríkjunum minnkaði heildarupplag blaðanna um 1% á síðasta ári og hefur samdrátt- urinn ekki verið minni síðan WAN hóf þessar kannanir 1987. Upplags- tölurnar hafa lækkað um 1,8% á síð- ustu fimm árum en um 10,2% ef mið- að er við síðustu 10 ár. Titlum hefur fækkað um 44 á fimm árum en upp- lag blaðanna að meðaltali staðið í stað. Nokkur aukning var í Kanada en dálítill samdráttur í Japan. Á Ind- landi jókst salan um 20,2% á síðasta ári og 12,7% í Kína ef miðað er við 1998. Annars staðar í Asíu minnkaði hún nokkuð og einnig í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Í Suður-Ameríku eru tölur dálítið á reiki en mikil aukning hefur verið í Brasilíu og Chile en samdráttur í Argentínu. Ef aðeins er litið á seld eintök er Japan í fyrsta sæti svo um munar, með 71.896.000 daglega; Indland í öðru með 66 milljónir og Bandaríkin í þriðja með tæplega 56 milljónir. Mestu blaðakaup í Noregi en mestur lestur í Svíþjóð Norðmenn og Japanir eru mestu blaðakaupendur í heimi með 575 og 570 eintök á hverja þúsund íbúa og síðan koma Finnar með 445; Svíar með 417 og Svisslendingar með 396. Blaðalestur er hins vegar mestur í Svíþjóð. Þar lesa 88% fullorðins fólks dagblað og Finnar og Norðmenn eru í öðru sæti með 86%. Ekki fjarri eru Hong Kong og Japan en í Bandaríkj- unum er þessi tala 57%. Auglýsingatekjur blaðanna jukust almennt á síðasta ári og í öllum ESB- ríkjunum nema Danmörku. Í Evrópu almennt var aukningin 8,7% en að- eins um 2% í Bandaríkjunum. Þar er þó vöxturinn frá 1996 16,7%. Í Japan var einnig veruleg aukning þrátt fyr- ir erfiða tíma í efnahagsmálum. Í 19 löndum jókst hlutdeild blað- anna á auglýsingamarkaði og í átta löndum hafa þau 50% eða meira af öllum markaðinum. Auglýsingar og áskrift vega mjög misþungt í tekjum blaðanna eftir löndum. Í Bandaríkjunum standa auglýsingar undir 87% teknanna en í Japan er 61% teknanna áskrift. Í Lúxemborg er hlutfall auglýsinga af tekjum hæst í Vestur-Evrópu, 79%, en annars staðar í þessum hluta álf- unnar er það yfirleitt á bilinu 60 til 65%. Í Frakklandi er það lægst innan ESB, 41%. Í 31 landi, sem sambærilegar upp- lýsingar eru um fyrir 1999 og 2000, fjölgaði vefsíðum blaðanna í tveimur þriðju þeirra og stóðu í stað í síðasta þriðjungnum. Var aukningin víða veruleg. Netlesendur nýr markhópur Timothy Balding, framkvæmda- stjóri WAN, segir ekki fara á milli mála, að með netútgáfunum hafi við- skiptavinum blaðanna fjölgað mikið og til þeirra, oft nýrra lesenda, verði þau að reyna að ná sem mest og best. Það eru raunar tvö blöð, sem skera sig úr hvað varðar netinnkomur. Annars vegar Bild í Þýskalandi með 39,2 milljónir á mánuði og hins vegar The Irish Times í Dyflinni með 17,8 millj. Auglýsingar á Netinu voru tiltölu- lega mestar á síðasta ári í Svíþjóð, 6,5% af öllum útgjöldum til auglýs- inga, og næstmestar í Bandaríkjun- um, 4,5%. Árið 2000 almennt hagstætt í útgáfu dagblaða Aukin sala og meiri auglýsingatekjur Reuters Sala dagblaða jókst víða á liðnu ári og auglýsingatekjur sömuleiðis. Hér sökkvir blaðalesandi í Bosníu sér ofan í fréttir dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.