Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚTLIT er fyrir að verð-bólga verði fyrir ofanskilgreind þolmörkfram í byrjun ársins 2003 að óbreyttu gengi og peninga- stefnu og að forsenda þess að markmið um 2,5% verðbólgu á árinu 2003 náist sé að komið verði í veg fyrir víxlhækkanir verðlags, launa og erlends gjaldeyris. Þetta kemur fram í greinargerð Seðlabanka Íslands til ríkisstjórn- arinnar vegna verðbólgumarkmiðs sem peningastefna bankans grundvallast á eftir að vikmörk gengis íslensku krónunnar voru af- lögð í mars síðastliðnum. Þolmörk- in voru ákveðin 6% á þessu ári og 4,5% á því næsta, en almennt skal við það miðað að verðbólga miðuð við hækkun vísitölu neysluverðs yfir tólf mánuði sé sem næst 2,5%, en leyfð eru frávik um 1,5% til hvorrar áttar. Bankinn segir að hækkun launa, ofþensla, óhóflegur viðskiptahalli og ytri áföll séu helstu skýringar á gengislækkun krónunnar á undan- förnu ári. Breytingin sem gerð hafi verið á umgjörð peningastefnunn- ar skýri ekki þá gengislækkun og vaxandi verðbólgu sem átt hafi sér stað að undanförnu. Breytingin hafi verið gerð í ljósi þess að hið nýja kerfi hentaði betur íslenskum aðstæðum til frambúðar og að sjálfstæð fastgengisstefna sé mjög erfið í framkvæmd þegar fjár- magnshreyfingar séu óheftar. Þrýstingur á gengið hafi verið við- varandi um hríð og nánast útilokað hafi verið fyrir Seðlabankann að halda því mikið lengur innan vik- marka með inngripum á gjaldeyr- ismarkaði. Þá kemur fram að bankinn hafi ákveðið að halda vöxtum sínum óbreyttum að sinni, enda þótt auk- in verðbólga og verðbólguvænting- ar mæli með vaxtahækkun. Þessi ákvörðun byggist á að eftirspurn hjaðni ört á næstunni og að verð- bólga muni hjaðna á næsta ári, auk þess sem vaxtahækkun við núver- andi aðstæður geti grafið undan stöðu fjármálastofnana. Bankinn muni fylgjast náið með þróuninni og hækka vexti ef líkur aukist á víxlverkunum verðlags, launa og erlendra gjaldmiðla. Þá segir bankinn ekki tímabært að grípa til eftirspurnarhvetjandi aðgerða, en aðgerðir sem auki framboð vinnuafls og fjármagns, auki framleiðni og efli sparnað myndu samtímis skapa forsendur varanlegs hagvaxtar og styðja við verðbólgumarkmið bankans. Þá myndu bætt fjárfestingartækifæri, meðal annars vegna einkavæðing- ar, stuðla að fjármagnsinnstreymi og hærra gengi krónunnar. Aukin samkeppni muni einnig styðja við verðbólgumarkmiðin og draga úr nauðsyn hárra vaxta. Góðar líkur á að gengið geti hækkað Í greinargerðinni kemur fram að komi ekki til breytinga á núgild- andi kjarasamningum séu enn horfur á að verð- bólga verði um 2,5% um mitt ár 2003, jafnvel þótt gengi krónunnar hækki ekki frá því sem nú sé. Þar sem raun- gengi krónunnar sé hins vegar mjög lágt nú séu góðar líkur á að það geti hækkað þegar verðbólgu- væntingar hjaðni. Bankinn segir að lækkun geng- isins á undanförnum mánuðum sé nærtækasta skýring þess að verð- bólgan hafi hækkað yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins, en lækkun gengisins eigi rót sína að rekja til þess mikla ójafnvægis sem magn- ast hafi í íslenskum þjóðarbúskap og birtist meðal annars í óhófleg- um viðskiptahalla. Þannig skýri verðhækkanir á innfluttum vörum án bensíns nú rúman þriðjung af hækkun vísitölu neysluverðs síð- astliðið ár, en á sama tíma í fyrra hafi framlag þessa liðar verið nei- kvætt, þ.e.a.s. verðlag á innfluttum varningi hafi lækkað í verði. Inn- fluttar vörur hafi alls hækkað í verði um 8,5% á síðustu tólf mán- uðum og um 8% frá áramótum og til þessara hækkana megi rekja um 2⁄3 hækkunar vísitölu neysluverðs frá áramótum. Mat- og drykkjar- vörur, nýir bílar, varahlutir og bensín hafi hækkað hvað mest eða um 8–15% frá áramótum. Hækkun á húsnæðiskostnaði vegi hins veg- ar mun minna í ár en í fyrra. Á síð- asta ári hafi húsnæðiskostnaður skýrt um helming hækkunar vísi- tölunnar en einungis um 10% nú. Þá kemur fram að verð á al- mennri þjónustu hafi hækkað um 7,8% á síðustu tólf mánuðum og lík- legt sé að hún haldi áfram að hækka um sinn þar sem áhrif kjarasamninga frá því í fyrra og af gengislækkun krónunnar séu sennilega ekki að fullu komin fram. Einnig veki athygli að verð á inn- lendum mat- og drykkjarvörum hafi hækkað í verði um 1,9% frá maí til júní, sem gefi lítið eftir hækkun á innfluttum mat- og drykkjarvörum sem hafi hækkað um 2,1%. Aðrar innlendar vörur hafi hækkað um 2,4% milli maí og júní, en gengislækkun krónunnar veiti innlendum fyrirtækjum aukið svigrúm til þess að hækka vöru- verð. Seðlabankinn segir að líkur séu til þess að bensínverð geti lækkað á næstu mánuðum ef mið sé tekið af framvirku bens- ínverði á heims- markaði og eru nefndar 6–7 króna lækkun í því sam- bandi til ársloka haldist gengi gagnvart Bandaríkjadal óbreytt. Auk þess sé líklegt að húsnæðislið- ur vísitölunnar muni draga úr verðbólgu á komandi mánuðum. Laun hækkað langt umfram framleiðniaukningu Í greinargerð Seðlabankans segir varðandi launaþróunina að laun hafi hækkað langt umfram framleiðniaukningu og viðunandi verðbólgu á undanförnum árum. Þetta sé veigamesti þátturi baki vaxandi verðbólgu og rætur að rekja til mikilla lendrar eftirspurnar. M launahækkanir hafi ásamt s lækkunum og útlánaþenslu s að viðskiptahallanum. Bent e á fyrsta fjórðungi þessa ár laun allra launþega verið hærri en að meðaltali á árinu Á sama tíma hafi vísitala n verðs hækkað um 15% þan kaupmáttur launa hafi vax rúm 20%. Á almennum vinnu aði hafi laun hækkað um rúm milli áranna 1996 og 2000 e 6% á ári að meðaltali, en á tíma hafi framleiðni vinnu vaxið um rúm 7% eða um 1,7% að meðaltali. Til lengdar þessi framleiðniaukning s undir 4,2% launahækkun á verðbólga eigi að haldast í kr 2,5%. Bankinn segir að miðað við lagshorfur á þessu ári sé líkl kaupmáttur launa á alme vinnumarkaði vaxi lítið frá ári og að hann rýrni nokku upphafi til loka ársins. „Mikil hækkun ráðstö tekna á undanförnum árum launahækkana og skattalæ átti verulegan þátt í þeim gíf vexti eftirspurnar sem er me sök viðskiptahallans. Hún á mati bankans þátt í þeirri bólgu sem nú er við að glím hefur annars vegar gerst á hátt að hækkun launa umfram framleiðni hefur verið beinlín út í verðlagið þegar líða tók sveifluna og óbeint með því a skiptahallinn gróf að lokum gengi krónunnar. Launahæ irnar sjálfar eiga sér síðan r aukinni eftirspurn eftir vinnuafli í upp- sveiflunni sem leiddi að lokum til mikillar spennu á vinnumark- aði. Þrátt fyrir að viss teikn séu á lofti um að byrjað sé að draga úr spen er hún enn veruleg að mati bankans. Árstíðarleiðrétt at leysi er t.d. enn undir 2% bendir til umframeftirspurn ir vinnuafli þegar tillit er te lausra starfa og innflutni vinnuafli,“ segir í greinarger Þá kemur fram að gengi unnar sé nú um miðjan jún lægra en þegar umgjörð pe stefnunnar var breytt 27. ma Seðlabankinn telur verðbólgu verða ofan þolmarka f Vextir óbreyttir fyrir aukna verð                                               !  "  !  # $% &%$' ($ $( &$ &$) ))$) %$ *)$+ +$' &$( $ ($ ))$) $( %$  $& '$( )$)  $' ))$) *  % ))                    !!  " #  $ %&    !! !!  & , )) , ))) , )) , -!. -!.   .   . -!. .  //  0 #/  1  ..    #2 1 # /  3 2 1 # /  #/  1  ..    3 1  /  5 .  &$' %$ %$) +$ )$' +$ $& &$+ &$+ +$ +$ +$ +$ )$ %$ &$ )$ Vextir Seðlabankans verða óbreytti áfram enda þótt aukin verðbólga mæ með vaxtahækkun og bankinn telur ek tímabært að gripið sé til eftirspurna hvetjandi aðgerða í efnahagslífinu. 1 þu Laun 39% hærri á fyrsta ársfjórðungi en að meðaltali árið 1996 TÆKNIVÆDD UTANRÍKISÞJÓNUSTA OPNUN ERRÓSAFNSINS Formleg opnun Errósafnsins íHafnarhúsinu í kvöld mark-ar ákveðin þáttaskil í menn- ingarsögu landsins, ekki síður en í þróun Listasafns Reykjavíkur, sem nú hefur fundið veglegri listaverka- gjöf Erró frá árinu 1989 varanlegan samastað. Síðan þá hefur safnið þó aukist mikið að vöxtum, því Erró hefur bætt fjölda verka við gjöf sína, ásamt skissubókum, dagbók- um, bréfasafni, ljósmyndum og bókum, sem hann hefur einnig af- hent safninu. Slíkt ítarefni um listamanninn og feril hans á eftir að skipta sköpum í rannsóknarvinnu við safnið þegar fram líða stundir. Á þessum tímamótum er almenn- ingi loks tryggður aðgangur að verkum Erró sem verða til sýnis að staðaldri í hluta safnsins eftir að sýningunni, sem nú verður opnuð í öllum sölum, lýkur. Errósafnið er því mikilvæg viðbót við söfn ann- arra íslenskra listamanna, svo sem safn Ásmundar Sveinssonar og Kjarvals, sem einnig heyra undir Listasafn Reykjavíkur, auk safna Þorvaldar Skúlasonar sem Lista- safn Háskólans varðveitir, Ásgríms og Einars Jónssonar. Errósafnið hefur þó þá sérstöðu að auk þess að vera vitnisburður um feril lista- mannsins sjálfs, veitir það einstaka innsýn inn í þróun nútímalista á al- þjóðavettvangi. Eins og Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, bendir á í blaðinu í dag má ætla „að í framtíð- inni verði list Errós ómissandi hluti af umfjöllun um þróun frásagnar- málverksins og popplistarinnar í heiminum“. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægi þess að setja íslenska mynd- list í alþjóðlegt samhengi og enginn vafi leikur á að Errósafnið mun marka upphaf ferlis sem „kann að opna okkur ýmsar dyr varðandi samskipti við söfn í öðrum lönd- um“, eins og Eiríkur orðar það. Þýðing safnins er því ótvíræð fyrir menningu okkar og óhætt að líta á það sem mikilvægt tæki sem hægt er að beita til að efla gagnvirk tengsl okkar við umheiminn. Enda er ljóst að ef íslensk listasöfn eiga að þjóna tilgangi sínum sem menn- ingar- og fræðslustofnanir er bæði nauðsynlegt og tímabært að huga að alþjóðlegu samhengi samtímans í safneigninni. Ef henni tilheyra ekki verk eftir lykilaðila á erlendum vettvangi verður safneignin ómarktæk nema í afar þröngu samhengi. Í bók Aðalsteins Ingólfssonar um Erró kemur fram að það var Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, sem fyrstur orðaði það við Erró að færa Íslendingum verk sín að gjöf. Þótt Erró hafi þá þegar verið farinn að gera sér grein fyrir því að það væri „styttra í Íslend- inginn“ í honum en hann hafði gert sér í hugarlund, fannst honum hug- myndin um einkasafn utan um sjálfan sig „jaðra við kviksetningu“. Fyrir þjóðina er þessi höfðinglega gjöf þó fremur eins og ferskur and- blær að utan sem veitir kærkomið tækifæri til að víkka sjóndeildar- hring okkar og kynnast uppruna tímabils sem átti eftir að móta heimsbyggðina alla. Í Morgunblaðinu í gær kom fram,að íslenzka utanríkisþjónustan er ein sú tæknivæddasta í heimi. Sem dæmi um það er fjarfundabún- aður, sem áformað er að koma upp í sendiráði Íslands í Brussel til þess m.a. að bæta og auka samskipti ráðuneytisins hér heima og sendi- ráðsins. Samskiptakerfi á milli ut- anríkisráðuneytisins og sendiráða er nánast pappírslaust. Símafundir á milli fulltrúa Íslands og annarra landa færast í vöxt. Það eru augljósar ástæður fyrir því, að svo mikil áherzla er lögð á nýtingu hinnar nýju samskipta- tækni bæði á vegum utanríkisþjón- ustu okkar og annarra, m.a. fyrir- tækja. Fjarlægðarinnar vegna er kostnaðarsamara fyrir okkar en margar aðrar Evrópuþjóðir að halda uppi alþjóðlegum samskiptum, sem jafnframt verða stöðugt mikilvæg- ari. Það er hægt að draga verulega úr þessum kostnaði með því að nýta hina nýju tækni til hins ítrasta. Reynslan bendir til þess, að síma- fundir eða fjarfundir, þar sem þátt- takendur sjá hver annan skili því, sem þeir þurfa að skila. Þess vegna er líklegt að smátt og smátt eigi þessi aðferð til þess að stunda al- þjóðleg samskipti eftir að aukast mjög. Úr því að við Íslendingar erum í fremstu röð í nýtingu hinnar nýju tækni í utanríkisþjónustu okkar er ástæða til að við tökum nokkurt frumkvæði í því að hvetja aðrar þjóðir til þess að nýta sér hana. Það eru fleiri smáþjóðir en við Íslend- ingar, sem eiga fullt í fangi með að halda uppi lágmarksþátttöku í al- þjóðlegum samskiptum. Þetta snýst ekki bara um peninga heldur líka fólk. Við og margar aðrar þjóðir erum í þeirri stöðu, að það getur einfald- lega verið erfitt fyrir okkur að finna nægilega margt fólk í stjórnkerfinu til þess að ferðast heimshorna á milli. Þeir hinir sömu gegna ekki nauðsynlegum störfum hér heima við á meðan. Það er ástæða til að fagna því, að við stöndum svo framarlega á þessu sviði, sem raun ber vitni. En jafn- framt ættum við að taka höndum saman við aðrar þjóðir, sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta, til þess að hraða nýtingu hinnar nýju sam- skiptatækni í alþjóðlegu samstarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.