Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haraldur IngvarGuðmundsson
fæddist á Knapp-
stöðum í Holts-
hreppi í Skagafirði
28. apríl 1920. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Dalbæ á Dalvík
17. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Guðmundsson, f.
1887, d. 1966, og
Sigurbjörg Hjör-
leifsdóttir, f. 1898,
d. 1975, síðast bú-
sett á Karlsá við
Dalvík. Systkini Haraldar eru:
Sigurrós Lára, f. 1919, d. sama
ár, Lára, f. 1921, Jón Marvin, f.
1922, Rósa, f. 1924, d. 1970,
Guðmundur, f. 1925, Freyja, f.
1926, Hjörleifur Bjarki, f. 1928,
Guðrún Hulda, f. 1930, Gestur,
f. 1931, Ragnar, f. 1933, d. 1980,
Snjólaug Birna, f. 1936, Vilhelm
Jónatan, f. 1937, Aðalheiður, f.
1940.
Haraldur var kvæntur Ingi-
björgu Arnfríði
Helgadóttur, f. 30.
mars 1930 á Geit-
eyjarströnd í
Skútustaðahreppi,
S-Þing. Börn þeirra
eru: 1) Helga Dýr-
leif, f. 1950, hennar
maður er Stefán
Ragnar Friðgeirs-
son. 2) Ingvar, f.
1953, hans kona er
Ásrún Aðalsteins-
dóttir. 3) Guðmund-
ur, f. 1966. 4) Hjör-
leifur Mar, f. 1967.
5) Sigríður Björg, f.
1969, hennar maður er Þor-
steinn Eyfjörð Friðriksson. 6)
Haraldur Örn, f. 1970. Barna-
börn Haraldar og Ingibjargar
eru tólf og barnabarnabörn tvö.
Haraldur var rafvirkjameist-
ari að mennt og starfaði alla tíð
við grein sína. Hann bjó mestan
sinn aldur á Dalvík.
Útför Haraldar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Nú þegar Haraldur, móðurbróð-
ir okkar, hefur kvatt þennan heim
streyma minningarnar fram. Í
elstu minningunum er Haraldur,
eða Halli eins og hann var oft kall-
aður, óaðskiljanlegur frá Willis-
jeppanum og einnig er til í hug-
arfylgsninu óljós mynd af ungum
rauðhærðum manni á stóru mót-
orhjóli. Það ríkti alltaf eftirvænt-
ing á Karlsá þegar sást til Willis-
jeppans koma akandi í rykskýi
eftir vegarslóðanum frá Dalvík.
Það var á þeim tíma þegar veðrið
var alltaf gott, hringvegurinn ekki
til og Karlsá lá utan alfaraleiðar.
Sumir væntu þess að fá aðsendan
böggul með Halla en hinum nægði
að hitta son og bróður og gleðjast
yfir tilbreytingunni sem koma
hans bar með sér.
Við gerðum okkur snemma
grein fyrir því að Halli frændi var
snillingur í öllu sem tengdist raf-
magni enda heyrðum við að ein-
hverjir kölluðu hann Edison. Við
minnumst hans einnig sem mikils
náttúrubarns og veiðimanns bæði
með veiðistöng og byssu. Okkur
þótti ákveðin mótsögn í því að vera
náttúruunnandi og veiðimaður en
Halli lýsti því eitt sinn fyrir okkur
af mikilli einlægni hvernig hann
tryði því að sálir dýranna sem
hann banaði lifðu áfram.
Kærasta minning okkar um
Halla er frá heimsókn okkar
systkinanna á Karlsá skömmu eft-
ir að Rósa, mamma okkar, lést ár-
ið 1970. Halli kom þá frá Dalvík og
bauð okkur með sér í bíltúr. Hann
fór með okkur í Skíðadalinn og
Svarfaðardalinn, að Gullbringu og
á fleiri staði sem tengdust bernsku
þeirra systkina í dalnum, sagði frá
fólki og rifjaði upp atburði liðins
tíma. Síðar þennan dag fór Halli
einnig með okkur fram í Fljót þar
sem hann hélt áfram að sýna okk-
ur staði og segja frá liðinni tíð.
Guðmundur, faðir hans, var ætt-
aður úr Fljótunum, þar hóf hann
búskap með Sigurbjörgu konu
sinni og þar eignuðust þau sex
elstu börn sín, þar á meðal Halla
og mömmu. Fjölskyldan bjó á
Húnsstöðum þar til hún fluttist
búferlum að Gullbringu þegar
Halli var á áttunda ári. Þar bjuggu
þá fyrir móðurforeldrar hans. Árið
1947 fluttist fjölskyldan loks að
Karlsá. Halli sagði frá mönnum og
atburðum af svo mikilli hlýju og
virðingu að dagurinn verður í end-
urminningunni eins og óður til lið-
ins tíma, til mömmu, afa og ömmu
og foreldra þeirra. Þessi ferð var
okkur ómetanleg og sýndi vænt-
umþykju Haraldar í garð mömmu
og okkar betur en nokkuð annað.
Hin síðari ár þegar við komum á
Karlsá með fjölskyldum okkar
komu Halli og Inga, konan hans,
oft í heimsókn. Þá var glatt á
hjalla því Halli var sögumaður
mikill og náði óskiptri athygli
allra, barna og fullorðinna.
Með Haraldi er horfinn góður
maður sem við kveðjum með þakk-
læti og virðingu. Eins og hann trú-
um við því að lífið haldi áfram ann-
ars staðar.
Við sendum Ingu, afkomendum
þeirra og systkinum hans samúð-
arkveðjur.
Pétur og Nanna Christ-
iansen og fjölskyldur.
HARALDUR
GUÐMUNDSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúm-
er höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línulengd, -
eða 2.200 slög (um 25 dálk-
sentimetra í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
!" "#$
! " ##
! % &' ( ! )& )
* "% &'
+!! % ) +) ,&'
- )- ) - )- )- )
$
./0 12
&3 !)04
% )!
% & ! " ' %
"(
)(
*
+ % )
,
!
* ! %
*
)
-
. 0! ) ))5' &'
!4)"5' !,&' *)+ )
)
')&'
')) )
) ) ,'6/
')&'
4- )/
/
7*/516
8212
0 . 1" 2" % %
& ! " 3
%
*
" (
)(
*
+0
)
. 1" 2"
"))&&'
- ) - )- ) - )- )- )/
4
-
-
-
-
-
-
0(2
2212
9!)))
03! 4 &#:;
!,%<3"%
0 %
+!
*! 5( "
! "
44"&' ))
% -0 & )
"),0 4)%!&' 04&"6< 0 4)%!&'
0 & )) )
0& 6< )) &'
-< )) &'
7+6!)!&% )
!4)" "%
<)&' /
/
*2=51212
- )>%)
0 "#?
!,%<3"%
0 * "
%
! " +)'!)&&'
5 !))*)+ ) 06@ ))4&'
'! +)*)+&' *!3)*@))
)& *)+ ) .%0<")
)) *)+ )
- )- ) - )- )- )/
/
2A0 6
212
+"!
* % 4?B
0 . 1" $
# ! "
0 4) & )&&'
4<%,&/
/
"
. 0 ( 3! #
% !,
0 $
!
*!
(
! "
)),<'4 )
0 '4 *)
) ) !)!3!3!!
!4))>
) ) 0!* C*D
C 1
) )/
"
*0 E2
2<F$
!,%<3"%
0 % ! "
'! *)+ )
4<%,& )) )/
"
./*G
3!#$?
!,%<3"%
0 *!
* +
! "
6 & *@%/