Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Á SUMRIN reyna margir að lífga
upp á húsin sín með því að mála
þau.
Ljósmyndari Morgunblaðsins
rakst á tvo önnum kafna málara í
veðurblíðunni í Árbænum í gær
enda um að gera að nýta hana til
fullnustu.
Morgunblaðið/Golli
Málað í góðviðrinu
Þetta kemur fram í greinargerð
bankans til ríkisstjórnarinnar vegna
þess að verðbólga hefur farið út fyrir
þolmörk sem ákveðin voru 6% í ár
þegar gengisstefnunni var breytt og
tekið upp verðbólgumarkmið í lok
marsmánaðar síðastliðins. Í greinar-
gerðinni segir bankinn að útlit sé
fyrir að verðbólga verði fyrir ofan
skilgreind þolmörk fram í ársbyrjun
ársins 2003 að óbreyttu gengi og
peningastefnu og að forsenda þess
að markmið um 2,5% verðbólgu á
árinu 2003 náist sé að komið verði í
veg fyrir víxlhækkanir verðlags,
launa og erlends gjaldeyris.
Þá kemur fram að bankinn hafi
ákveðið að halda vöxtum sínum
óbreyttum að sinni, enda þótt aukin
verðbólga og verðbólguvæntingar
mæli með vaxtahækkun. Þessi
ákvörðun byggist á að eftirspurn
hjaðni ört á næstunni og að verð-
bólga muni hjaðna á næsta ári, auk
þess sem vaxtahækkun við núver-
andi aðstæður geti grafið undan
stöðu fjármálastofnana. Bankinn
muni fylgjast náið með þróuninni og
hækka vexti ef líkur aukast á víxl-
verkunum verðlags, launa og er-
lendra gjaldmiðla.
Þá segir bankinn ekki tímabært að
grípa til eftirspurnarhvetjandi að-
gerða, en aðgerðir sem auki framboð
vinnuafls og fjármagns, auki fram-
leiðni og efli sparnað myndu sam-
tímis skapa forsendur varanlegs
hagvaxtar og styðja við verðbólgu-
markmið bankans. Þá myndu bætt
fjárfestingartækifæri, meðal annars
vegna einkavæðingar, stuðla að fjár-
magnsinnstreymi og hærra gengi
krónunnar. Aukin samkeppni muni
einnig styðja við verðbólgumarkmið-
in og draga úr nauðsyn hárra vaxta.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að mjög mikilvægt
sé að við lendum ekki inn í vítahring
víxlverkana verðlags, launa og er-
lendra gjaldmiðla á þessu stigi. Ef
það takist þá sé þetta verðbólgukúf-
ur, sem muni ganga yfir og lækka
strax á næsta ári og svo áfram á
árinu 2003. Til þess þyrftu allir að
taka höndum saman, ef svo mætti
segja.
Hann sagði að laun hér hefðu
hækkað langt umfram framleiðni-
aukningu og kaupmáttaraukningin
hefði verið meiri heldur en þjóðarbú-
ið hefði þolað, auk mikillar þenslu í
útlánakerfinu, sem leitt hefði til mik-
ils viðskiptahalla.
„Nú er farið að verða tregara um
fjármögnun og þá myndast þetta
misvægi á gjaldeyrismarkaðnum,
sem hefur leitt til gengislækkunar-
innar, sem aftur er meginorsök þess-
arar verðbólguhrinu sem nú er að
ganga yfir,“ sagði Birgir Ísleifur.
Greinargerð Seðlabankans vegna þess að verðbólga er umfram þolmörk
Koma verður í veg
fyrir víxlhækkanir
SEÐLABANKI Íslands segir að hækkun launa, ofþensla, óhóflegur
viðskiptahalli og ytri áföll séu helstu skýringar á gengislækkun krón-
unnar á undanförnu ári. Breytingin sem gerð hafi verið á umgjörð
peningastefnunnar skýri ekki þá gengislækkun og vaxandi verð-
bólgu sem átt hafi sér stað.
Vextir óbreyttir/30
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
ákveðið að gengið skuli til viðræðna
við Skýrr hf. um kaup á nýju fjár-
hags- og starfsmannakerfi fyrir ríkið
á grundvelli útboðs Ríkiskaupa í jan-
úar síðastliðnum. Tilboðið hljóðaði
uppá 1.100 milljónir króna. Ákvörð-
unin er byggð á tillögu stýrinefndar á
vegum Ríkisbókhalds, sem fór með
framkvæmd málsins fyrir hönd fjár-
málaráðuneytisins.
Unnið hefur verið að undirbúningi
málsins um langt skeið segir í frétt frá
fjármálaráðuneytinu en núverandi
tölvukerfi ríkisins eru mjög komin til
ára sinna.
Átta aðilar skiluðu inn tilboði
Í útboði Ríkiskaupa í janúar síðast-
liðnum bárust alls átta tilboð. Í lok
apríl var ákveðið að velja tvö þeirra til
sérstakrar skoðunar samkvæmt
ákvæðum útboðsskilmála. Það voru
annars vegar tilboð frá Skýrr sem
hljóðaði upp á rúmar 1.100 milljónir
og tilboð frá Nýherja sem var upp á
1.793 milljónir. Þessum tveimur fyr-
irtækjum var gert að gera greiningu á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og skila
greiningarskýrslu og ákveðinni frum-
mynd af kerfi fyrir stofnunina.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu að bæði kerfin,
Oracle-kerfi frá Skýrr og SAP-kerfi
frá Nýherja, hafi uppfyllt útboðskröf-
ur mjög vel. Vinnubrögð og efnistök
starfsmanna beggja fyrirtækjanna
hafi sýnt að bæði fyrirtækin væru lík-
leg til að skila verkinu með miklum
ágætum. Hins vegar hafi komið fram í
verðsamanburði að verulegur munur
var á verði Skýrr í hag.
Hreinn Jakobsson framkvæmda-
stjóri Skýrr sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera mjög ánægður
með ákvörðun ríkisins um að ganga til
samninga við Skýrr. Fyrirtækið hafi
unnið lengi að undirbúningi fyrir
þetta útboð. Alltaf hafi legið fyrir að
kæmi að endurnýjun á tölvukerfum
ríkisins og Skýrr þyrfti að keppa á
þeim markaði við önnur fyrirtæki.
„Þegar Skýrr var einkavætt á sínum
tíma lá fyrir að það kæmi að því að
þessi kerfi færu í útboð. Þegar á
reyndi sannaði fyrirtækið að það get-
ur starfað á samkeppnismarkaði.“
Hreinn segir að reiknað sé með að
nýtt tölvukerfi ríkisins verði tekið í
notkun um áramótin 2002/2003.
Tekið 1.100
milljóna
króna til-
boði Skýrr
MIKIL umferð var norður í land í
allan gærdag og hófst hún um há-
degisbil að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi. Að sögn hennar gekk
umferðin mjög vel og hraðinn var í
ágætu lagi þó svo að nokkrir hafi
verið teknir fyrir of hraðan akstur.
Lögreglan á Blönduósi tók í sama
streng um að umferðin hefði gengið
vel þótt margir hefðu verið á leiðinni
norður en að sögn lögreglunnar á
Hólmavík tóku þeir 22 ökumenn fyr-
ir of hraðan akstur frá klukkan þrjú í
gærdag til átta um kvöldið og mæld-
ist einn ökumaður á 138 kílómetra
hraða á Holtavörðuheiðinni.
Samkvæmt veðurspá er búist við 6
til 15 stiga hita á Ströndum og á
Norðurlandi vestra en 10 til 20 stiga
hita í dag á Norðurlandi eystra.
Mikil um-
ferð norður
í land
ÞRÍR hluthafar í Lyfjaverslun Ís-
lands hf., sem í síðustu viku lögðu
fram beiðni til Sýslumannsins í
Reykjavík um lögbann á fyrirhuguð
kaup félagsins á Frumafli ehf., lögðu
í gær fram nýja lögbannsbeiðni.
Sýslumaður synjaði beiðninni í gær,
þar sem hann taldi ekki nægjanleg
rök fyrir henni.
Sýslumaður synjaði fyrri lög-
bannsbeiðninni síðastliðinn miðviku-
dag og þegar það lá fyrir krafðist
lögmaður hluthafanna úrlausnar
Héraðsdóms Reykjavíkur á ákvörð-
un sýslumanns.
Í erindi hluthafanna til Sýslu-
mannsins í Reykjavík í gær er þess
krafist að lagt verði lögbann á að Jó-
hann Óli Guðmundsson, seljandi
Frumafls, hagnýti sér það sem fylgir
hlutafjáreign hans í Lyfjaverslun Ís-
lands, sem honum var afhent með
rafrænum hætti til ráðstöfunar 20.
júní síðastliðinn, samtals að nafn-
virði 170 milljónir króna. Jafnframt
var krafist lögbanns á því að Jóhann
Óli ráðstafi umræddri hlutafjáreign
sinni til þriðja aðila.
Nýrri lögbanns-
beiðni synjað
Lögfræðileg/6
LOÐNUSKIPIN eru farin að landa
sumarloðnunni og meðal annars
landaði norska skipið Talbor 650
tonnum af loðnu á Seyðisfirði í gær
en það er heildarkvóti skipsins í ís-
lenskri lögsögu. Fór loðnan til
vinnslu í SR-mjöli hf. Þá landaði
Grindvíkingur GK 1.000 tonnum af
loðnu og 120 tonnum af síld á Seyð-
isfirði í gær.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Loðnu landað á Seyðisfirði