Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 39 börnum við fæðingu og fylgdist með þeim fram eftir æfi. Oft sendi hún þeim glaðning um jól og öllum sendi hún gjöf á fermingardaginn. Þannig var Guðrún heil í öllu, heil í skoðunum sem hún hvikaði ekki frá, heil í vin- áttu sinni og tryggð við þá sem hún tók undir sinn verndarvæng og heil í því mikla trúnaðar- og ábyrgðarstarfi sem Drottinn vígði hana til að gegna í víngarði sínum. Við Nína, Elinborg tengdamóðir mín og fjölskyldan öll kveðjum þessa heiðurskonu með virð- ingu og þökk fyrir allan stuðning hennar og vináttu í okkar garð á lífs- leiðinni. Það er hverri ungri mann- eskju mikið happ að fá slíkan sam- ferðamann. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við hug- heilar samúðarkveðjur á þessari skilnaðarstund. Minningin um Guð- rúnu Eiríksdóttur lifir í huga okkar þótt hún hafi nú gengið til nýrra starfa í á nýjum ökrum í ríki Drottins vors. Árni Valdimarsson. Þegar meðalævilengd fólks er liðin að ca. 2/3, fer ekki hjá því að hugurinn reiki til baka og athugi vörður og við- mið úr bernskunni. T.d. hvernig var fólkið og hvað er ljúft að muna. Flest var það mjög gott, en þó var til fólk sem var alveg sérstaklega gott eins og Guðrún ljósa. Það fylgdi því sérstakur hugblær að nefna hana og eitthvert ljós logaði alltaf í hugskot- um mínum þegar hún var nefnd eða hún var nálæg. Ég er viss um að margir geta sagt þetta sama því mörg eru ljósubörnin hennar þ.e. hún á eitthvað í fjölmörg- um börnum. Fyrsta ljósubarn Guð- rúnar mun vera Ása móðursystir mín fædd 1930. En mig minnir að alls yrðu þau um eða yfir 1200 (leiðrétti þeir er betur vita). Nú er líklega rétt að hverfa til 8. ágúst 1945 þegar Guðrún var kölluð að Brandshúsum til að hjálpa mér í þennan heim. Mér hefur verið sagt að lítt hafi séð til sólar þá dagana og ótti og kvíði hafi lagst á þorra mannkyns, því daginn þar áður (og næsta á eftir) var atómsprengju varpað á borgir í Japan með ómælanlegum hörmung- um. En lífið heldur áfram á öðrum stöðum og þokan lyftist. Allt heppn- aðist vel þó nokkuð illa gengi í fyrstu því ég var víst nokkuð þykkvaxinn og illa lagaður til upphafs ferðarinnar. Mér finnst sérstök ástæða til að minnast á þetta því þá stóð svo á hjá Guðrúnu að hún var gengin með fram á áttunda mánuð og vílaði ekki fyrir sér að taka á móti barni við frum- stæðar aðstæður. Yngsta barn henn- ar Viðar fæddist svo 19. september. Ég enda þessar línur með því að hverfa í huganum til aðfaranætur 8. janúar 1969, en þá fylgdi ég konu minni á Fæðingarheimili Reykjavík- ur og þar fæddist okkar annað barn. En í biðinni á Eiríksgötunni tók ég „bara einhverja“ bók. Þá kem ég þar á viðtal við („bara einhverja“) reynsluríka ljósmóður hverrar starfs- tími hafði spannað allan skalann á breytingu til nútímans. Að lokum var spurt: Hvaða eðliskosti þarf góð ljós- móðir að hafa fram yfir ljósuhendurn- ar. Og það var nú eitt og annað því traustið sem lagt er á ljósuna er oft al- veg takmarkalaust. Fyrirmyndar- ljósan þarf að hafa ljúft og gott við- mót, en vera hiklaus og ákveðin. Gamansöm þegar það á við og hlusta vel á allt fólk og þó sérstaklega ungu mæðurnar sem þurfa ýmsu að hvísla og ráða að leita. En nú hætti ég mér ekki lengra út í hina kvenlegu veröld. Finnst bara að hér sé verið að lýsa Guðrúnu ljósu. Bestu kveðjur til fjölskyldu Guð- rúnar. Erlingur Kristjánsson. Liðinn er mildur og góður vetur. Það eru lengstu dagar ársins sem yfir standa. Við sem búum hér á norður- hjara, fögnum þessum tíma, hinni nóttlausu veröld. En við heilsumst og kveðjumst, hver sem árstíminn er. Látin er í hárri elli, Guðrún Eiríks- dóttir, ljósmóðir. Eins og getið er um í upphafsorðum, var Guðrún fædd árið 1903. Það er sjálfsagt lausn þegar níu- tíu og átta ára einstaklingur kveður, eftir svona langa ævi. En það er dýr- mætur arfur sem hún hlaut í vöggu- gjöf, hennar góða heilsa og ljúfa lund. Foreldrar Guðrúnar hófu búskap í Árhrauni á Skeiðum árið 1898 – en ár- ið 1901 flytja þau að Miðbýli í sömu sveit og þar fæddist Guðrún. En árið 1904 eru þau komin að Efri-Gróf í Villingaholtshreppi. Árið 1910 eru börnin orðin sex og það sjöunda á leiðinni. 21. nóvember fæðist sonur, en Ingveldur móðir hennar reis ekki úr rekkju eftir það, hún lést 29. nóv- ember og drengurinn sem fæddist lést 28. desember sama ár. Fermingarárið sitt flytur Guðrún með föður sínum og systkinum að Ferjunesi í Villingaholtshreppi, og við þann bæ eru þau ævinlega kennd. Þar býr sama ættin enn, Ásmundur bróðir hennar, ásamt Oddnýju Krist- jánsdóttur og sonum þeirra. Ekki skal það dregið í efa að þung hafa verið sporin í Efri-Gróf, eftir lát húsmóðurinnar af barnsförum. En Eiríkur, faðir hennar, var þeirrar gerðar að hann stóð alltaf uppréttur, hann var vel gerður til sálar og lík- ama. Eiríkur réð til sín bústýru, Steinunni Sigurðardóttur, og reynd- ist hún börnunum góð fóstra. Guðrún átti sín þroskaár í Ferjunesi ásamt systkinum sínum, ein systirin ólst upp hjá bróður Eiríks í Vesturkoti á Skeiðum. Guðrúnu hefur sjálfsagt oft orðið hugsað til móður sinnar og þeirra örlaga sem hún hlaut, að deyja eftir barnsburð í baðstofunni í Efri- Gróf. En svona voru aðstæður þeirra tíma, baðstofurnar voru fæðingar- heimili og þar stóðu líkin uppi innan um fólkið og þótti ekkert tiltökumál. Þetta voru einu vistarverurnar sem fólkið hafði. Guðrún réðst í það hálfþrítug að fara til Reykjavíkur og læra til ljós- móður. Ljósmæðraskóli var ekki tek- inn til starfa, eins og varð nokkrum ár- um síðar, eða með tilkomu Landspítala Íslands árið 1930. Guðrún var í Reykjavík veturinn 1929–30, í níu mánuði. Aðalkennari hennar var Þór- unn Björnsdóttir, ljósmóðir. Námið fólst aðallega í því að fylgja ljósmæðr- um í vitjanir og vera viðstödd fæðingar og hjálpa þeim, auk bóklegrar kennslu. Allt var farið gangandi, því ekki var um nein farartæki að ræða á þeim tíma og ekki til fé til að nota bíla þó að þeir hafi verið til. Heim komin gerðist hún ljósmóðir í Villingaholtshreppi. Eins og getið er um í formála, gekk Guðrún í hjónaband árið 1934, átti Ólaf Oddgeir Kristinsson, ættaðan frá Eyrarbakka. Hann ólst upp á Eystri-Loftsstöðum í Gaulverjabæj- arhreppi. Þau byrjuðu búskap í Ferj- unesi, en fluttu að Efra-Velli í Gaul- verjabæjarhreppi vorið 1935. Í Gaulverjabæjarhreppi var þá ljós- móðir Sigríður Jónsdóttir í Syðri- Gegnishólum, hún var orðin fullorðin og hætti fljótlega eftir að Guðrún kom, svo hún hafði báðar sveitirnar um tíma. Á Efra-Velli voru lélegar byggingar. Ólafur reisti strax um vor- ið lítið hús sem þau bjuggu í á meðan þau voru þar. Árið 1949 losnar ljósmóðurstaðan á Selfossi, þá ákveða Guðrún og fjöl- skyldan að taka sig upp og flytja þangað. Og þá verða hennar stóru umskipti. Á Selfossi settist að mikið af ungu fólki í ört vaxandi bæ. Guðrún var á besta aldri, fjörutíu og fimm ára og var búin að vera ljósmóðir í tutt- ugu ár. Það hlóðust fljótt á hana störf- in að sinna sængurkonum, voru oft margar á döfinni í einu, allt upp í sex. Guðrún var á ferðinni með töskuna í hendinni um þorpið, bæði nótt og dag, að sinna skjólstæðingum sínum. Það voru margar næturnar sem hún svaf ekki. Einhverju sinni vaknar Óli, maðurinn hennar, til vinnu og klæðir sig, Guðrún var hvergi sjáanleg, en þegar hann kom fram í eldhús var hún eitthvað að sýsla þar. „Ertu að koma eða fara, Gunna,“ segir hann. „Það er stutt síðan ég kom.“ En Guðrún átti góðan og skilnings- ríkan mann og börn er studdu hana til allra hennar verka. Hún var eina hjúkrunarkonan í þorpinu, læknarnir vísuðu til hennar fólki sem þurfti að ganga í sprautur og fá margskonar aðhlynningu. Ýmist kom það til henn- ar eða hún fór heim til sjúklinga sem áttu ekki heimangengt. Heimilið var heilsugæslustöð. Með tilkomu sjúkra- húss 1958 breyttist þetta. Þá fjölgaði ljósmæðrum, jafnframt að sjúkrahús- ið þjónaði stærra svæði og urðu þar töluverð umsvif. Á sjúkrahúsinu vann Guðrún til ársins 1973, eða í sextán ár, að hún hætti sjötug að aldri, eftir farsælt ævistarf. Heimili Guðrúnar og Ólafs var í þjóðbraut ef svo má segja. Þar komu margir, bæði voru þau einstaklega gestrisin og ræktarsöm við ættingja, nágranna og vini, það getur sá sem þessar línur ritar vitnað um, sem er giftur systurdóttur Guðrúnar, að þær þrjár dætur sem við eignuðumst fæddust allar á Kirkjuvegi 15, annað kom ekki til mála. Með öllu þessu mikla starfi við heilsugæslu, var Guðrún húsmóðir af lífi og sál, og rækti það starf af mynd- arskap. Aldrei féll henni verk úr hendi, ef stund féll til, hún var mikil hannyrðakona, saumaði og prjónaði, og liggja eftir hana mörg verk, síð- ustu vettlingunum gekk hún frá tveimur dögum áður en hún lést. Guðrún var falleg kona og björt yf- irlitum og geislaði af henni einstök hlýja og hugarró, svo öllum leið vel í návist hennar. Móðir ljóssins, tekur á móti ljósinu, sem í heiminn kemur. Við finnum til- finningar móður og foreldra, börnin eru ljós heimilisins. Að eiga tólf- hundruð ljósubörn og allar mæðurn- ar sem hugsa hlýtt til Guðrúnar í þessari óbilandi móðurást, sem aldrei slokknar, sem aldrei deyr. Blessuð sé minningin. Jón Ólafsson og fjölskylda. Látin er mikil heiðurskona Guðrún Eiríksdóttir ljósmóðir, sem búsett var á Selfossi í tæp sextíu ár. Í dag- legu tali var hún kölluð Guðrún ljósa, af skiljanlegum ástæðum, en hún var eina ljósmóðirin sem starfaði hér lengi vel. Mig langar með örfáum orð- um að minnast þessarar góðu konu sem hjálpaði foreldrum mínum á sín- um tíma og síðan mér og minni fjöl- skyldu nokkuð, sem við erum afar þakklát fyrir. Í æsku var það mikil gæfa að kynnast öllu þessu góða fólki sem bjó við Kirkjuveginn, sem var holóttur malarvegur í uppbyggingu og mótun. Fólki sem átti eftir að verða samferðafólk okkar og hafa mótandi áhrif á uppvöxt okkar og framtíð. Þar bjó Guðrún ljósa og fjöl- skylda hennar meðal annarra, sem átti eftir að verða okkur hjálpleg og reynast okkur afskaplega vel. Þessi góðu kynni hófust árið 1948 þegar foreldrar okkar fluttust austur á Sel- foss og byrjuðu búskap í kjallara íbúð að Kirkjuvegi 15, í húsi Guðrúnar og Ólafs, mannsins hennar. Í minning- unni man ég vel að við bræður sóttum mikið upp á loft í heimsókn til Guð- rúnar. Hún tók vel á móti okkur og sérstaklega þegar hún var að baka þá naut hún þess að gefa okkur góðgætið sem var á borðum hennar. Það var okkur ungum drengjunum mikill styrkur að geta heimsótt Guðrúnu ljósu þegar okkur datt í hug. Eftir að við fluttum í nýbyggt hús á Kirkju- vegi 17, hélst áfram þetta góða og trausta samband. Þegar svo kom að því að ég ásamt minni fjölskyldu ákvað að fara að búa sjálfstætt, var það Guðrún ljósa sem kom því til leið- ar að við byrjuðum okkar búskap á Kirkjuvegi 15. Um þetta leyti flutti Guðrún og fjölskylda hennar í Foss- heiði 1. Stuttu síðar seldi fjölskylda Guðrúnar okkur bílinn sinn. Þannig að áhrifa og stuðnings frá þeim gætti verulega í lífi okkar. Guðrún var mjög vinaleg og góð kona sem gott var að leita til, enda sóttu drengirnir mínir til hennar og höfðu mikla ánægju af. Hún verið eftirsótt sem ljósmóðir og boðin og búin til að leiðbeina konum og hjálpa við fæðingu. Ég hef sagt það áður að Guðrún sé á vissan hátt guðmóðir margra Selfyssinga og nærsveitunga sem ljósmóðir, svo margar voru fæðingarnar sem hún annaðist og börnin sem hún tók á móti. Það hefur sjálfsagt ekki alltaf verið auðvelt að ganga í þessi störf á öllum tímum ársins, jafnvel við erf- iðar aðstæður, en Guðrún var þannig að hún var vandanum vaxinn og leyst hvert verk vel og örugglega sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gaman að fylgjast með henni í seinni tíð hvað hún var næm á sitt umhverfi, hún fylgdist vel með því sem var að gerast og hafði á því skoðanir. Hún var iðin við prjónana sína sem margir nutu góðs af, þar á meðal drengirnir mínir. Mig langar í lokin að þakka Guðrúnu ljósu allt það sem hún gerði fyrir okk- ur, bæði foreldra mína og mína fjöl- skyldu, og þakka þær góðu samveru- stundir fyrr og síðar sem gleymast ekki. Fyrir hönd okkar bræðra og minnar fjölskyldu votta ég öllum að- standendum mína dýpstu samúð um leið og ég bið góðan Guð að varðveita minningu þessarar góðu konu. Guð- rúnar Eiriksdóttur. Björn Gíslason. Í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín Guðrún Eiríksdótt- ir ljósmóðir. Kynni okkar hófust fyrir 30 árum er ég kom sem unnusta Viðars, yngri sonar þeirra hjóna Guðrúnar og Ólafs, í Fossheiði 1. Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið hlýjar enda þau hjón elskuleg og gestrisin. Margar urðu ferðir okkar hjóna með börnin austur á Selfoss. Yfirleitt var gist og var stjanað við okkur á alla lund og ekkert var nógu gottfyrir okkur. Töfraði Guðrún fram veislu- borð af ýmsu góðgæti án mikillar fyr- irhafnar og var ánægðust ef við gerð- um því góð skil. Mjög gestkvæmt var á Fossheið- inni og varla leið sá dagur að einhver liti ekki inn, gladdi það Guðrúnu ætíð að fá vini og gamla sveitunga í heim- sókn. Guðrún var lánsöm kona, átti traustan eiginmann, umhyggjusöm börn og gott heimili. Var henni mjög annt um fjölskylduna sína og fylgdist með henni fram á síðasta dag. Hún naut gæfu í starfi sínu sem ljósmóðir í yfir fjörutíu ár á Selfossi og sveitunum þar um kring og mun hún hafa tekið á móti u.þ.b. 1200 börnum. Guðrún hélt heimili með Hjördísi dóttur sinni þar til hún flutti að Ljós- heimum á síðasta ári, þar lést hún 11. júní sl. Til þín. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi.) Við fjölskyldan þökkum Guðrúnu samfylgdina og alla hennar ástúð og umhyggju. Blessuð sé minning hennar. Stefanía. Elsku amma, nú ert þú farin. Við eigum svo margar fallegar minningar um þig. Í dag hefðir þú orðið 98 ára, það er löng ævi, en þú áttir svo mikið að gefa. Það geislaði frá þér hlýju og kær- leika. Þú varst góð amma, með prjónana þína og hafðir tíma og alltaf var gaman að koma til þín. Þú varst góð fyrirmynd, það var svo yndislegt að koma með börnin til þín, enda voru börn þér hugleikin. Þú varst búin að hjálpa mörgum í þennan heim og vannst göfugt starf ósérhlífin og dugleg oft við erfiðar að- stæður í heimahúsum. Þú helst þér vel andlega og fylgdist vel með okkur öllum. Gerðir marga fallega hluti, við eig- um svo margt fallegt eftir þig. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa átt þig að og biðjum algóðan Guð að umvefja þig ljósi og kærleika. Björk, Magnea, Guðrún, Jónína, Oddný. Í dag kveð ég ömmu mína Guðrúnu sem hefði orðið 98 ára í dag, sem er hár aldur. Allt fram á síðasta dag fylgdist amma með öllu sem fram fór í fjölskyldunni. Eitt af því sem mér finnst mjög merkilegt við hana ömmu var að þeg- ar hún var ung dreif hún sig í ljós- mæðranám. Í þá daga var ekki sjálf- sagt að ungar stúlkur gengju menntaveginn og gegndi hún ljós- mæðrastarfinu allt til ársins 1973. Hún hafði mikið yndi af starfinu enda tók hún á móti um 1.200 börnum. Hún var alltaf á vakt jafnt hátíðisdaga sem aðra daga og henni fannst það alveg sjálfsagt. Samt var hún með heimili eins og gengur, en hún átti líka góðan að, hann afa sem tók öllu með jafn- aðargeði alveg sama hvað gekk á. Amma hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og þeim varð ekki auð- veldlega breytt. Amma var með afbrigðum gestris- in og passaði vel að enginn færi svangur frá henni. Einnig sá hún fjölskyldumeðlimum fyrir sokkum og vettlingum; allt til síðasta dags var hún að prjóna. Ég vil þakka henni ömmu fyrir alla umhyggjuna í minn garð alla tíð og einnig eiginmanns míns og barna minna. Elsku amma, ég trúi því að þú hafir nú hitt afa. Ég og fjölskylda mín viljum kveðja þig með bæninni sem þú kenndir börnunum mínum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Guðrún Edda og fjölskylda. Elsku Fúsi okkar. Á mánudaginn 11. júní sl. fengum við þær fréttir að þú værir dáinn.Við vissum að þú varst búinn að vera mikið veikur en samt vorum við ekki viðbúnar því að þú myndir yfirgefa okkur svona snöggt. Þú varst upphafsmaður að okkar góða og skemmtilega félagi „Þorpararnir“ og áttir reyndar líka hugmyndina að nafninu. Þegar kom að kjöri for- manns félagsins var það sjálfgefið að þú gegndir því embætti því eins og þú bentir réttilega á varst þú eini karlmaðurinn í félaginu. Þitt fyrsta verk sem formaður var að gera SIGFÚS SVEINSSON ✝ Sigfús Sveinsson, Hraunbúð-um, Vestmannaeyjum, fæddist 22. febrúar 1916 á Stóru-Mörk íVestur-Eyjafjallahreppi. Hann andaðist 11. júní sl. á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Útför hans fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag, 23. júní, klukkan 14. okkur grein fyrir því að þegar til kæmi að greiða þyrfti atkvæði um einhver mikilvæg málefni þá hefði þitt atkvæði tvöfalt vægi á við okkar hinna. Það var oft mikið spjallað og hlegið á fundum, jafnvel fram á nótt og frábært hversu vel við náðum öll saman þó 57 ár hafi skilið á milli yngsta og elsta meðlims félagsins. Eftir að þú veiktist var það þér hjartans mál að vita hvort einhver af „Þorpurunum“ væri á vakt, því eins og þú sagðir sjálfur þá væri slapp- leikinn tilkominn vegna skorts á „Þorpurum“ í vinnu undanfarna daga. Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku vinur, og þakka þér samfylgdina. Það var yndislegt að fá að kynnast þér því annað eins ljúf- menni er vandfundið hér í heimi. Við vottum Unni og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. „Þorpararnir“ Ásdís, Helena, Eygló og Sigga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.