Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hr. Mathiesen þorir ekki fyrir sitt litla líf að setja kvóta á okkur, Arthur minn. Ráðstefna um listir, fötlun og samfélag Samtenging og vægi listar LEIKHÓPURINNPerlan er með sýn-ingar á Kirkjulist- arhátíð í dag í tjaldi á Skólavörðuholti. Nýlega sótti Sigríður Eyþórsdóttir, stjórnandi leikhópsins Perlunnar, al- þjóðaráðstefnu og nám- skeið í St. Petersburg sem samtökin WSA-Arts stóðu fyrir. Hún var spurð hvað fjallað hefði verið um á þessari ráðstefnu. „Ráðstefnan stóð í tæpa viku og yfirskrift hennar var: Linking end Leverag- ing Arts. Arts, disability end Community – sem þýða má sem Samtenging og vægi listar. Listir, fötlun og samfélag. Inntakið er eins og heitið ber með sér: að- gengi fatlaðra að list.“ – Hvernig var viðfangsefnið nálgast? „Það var aðallega með fyrirlestr- um og eins með heimsóknum á listamiðstöðvar fatlaðra á Flórída og einnig með opnun listasýninga, svo sem í Salvador Dali-safninu. Þetta var mjög yfirgripsmikið allt saman svo vandinn var að velja, mann langaði að taka þátt í öllu saman, en það var auðvitað ógjörn- ingur. Ég reyndi að leggja mig eft- ir leiklist og annarri listsköpun. Ég fór t.d. í listsmiðju þar sem leið- beint er af fagfólki í öllum listgrein- um í björtu og fallegu húsnæði.“ – Eru Bandaríkjamenn framar- lega í að veita fötluðum aðgengi að listsköpun? „Það er að minnsta kosti mark- mið þessar samtaka sem stóðu að umræddri ráðstefnu. Undir merkj- um WSA-Arts er unnið í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Það sem ég hins vegar sá í St. Petersburg er unnið og styrkt af aðilum á því svæði.“ – Hvenær voru þessi samtök stofnuð? „Það var árið 1974 sem Jean Kennedy Smith, yngsta systir John F. Kennedy heitins forseta, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Írlandi sem stofnaði WSA-Arts. Í fyrstu hétu samtökin Very Special Arts, en svo fór að þessi nafngift hafði tapað merkingunni og nafn- inu var breytt í WSA-Arts. Ein úr hópi Kennedy-systkinanna var þroskaheft og það hefur að líkind- um verið kveikjan að hugmynd Jean Kennedy Smith, sem hún hratt nú heldur betur í fram- kvæmd. Hún stofnaði þessi samtök raunar í tengslum við Kennedy Center-leikhúsið í Washington. Markmið samtakanna er að vinna að aukinni kennslu í listsköpun fyr- ir fólk á öllum aldri með líkamlegar eða andlegar sérþarfir. Síðan urðu þessi samtök alþjóðleg árið 1984 undir nafninu Very Special Arts Int- ernational. Yfir áttatíu þjóðlönd eiga aðild að samtökunum í dag og þau heimsviðurkenn- ingu sem leiðtogar í listastarfi fyrir fatl- aða.“ – Nú átt þú og Perl- an aðild að þessum samtökum – hafið þið haft mikið gagn af því? „Svo sannarlega því við fáum upplýsingar um allt það sem er að gerast í listsköpun og listþjálfun fyrir fatlaða víðs vegar um heim. Alþjóðlegt fréttabréf WSA-Arts kemur út nokkrum sinnum á ári og samtökin miðla fræðsluefni og þau skapa tengsl, í gegnum slík tengsl hefur mér og Perlunni borist boð um þátttöku í ýmsum ráðstefnum og einnig hef ég kennt á þessum vettvangi leiklist og leikræna tján- ingu víða um heim. Það hefur styrkt mig mikið í starfi mínu með Perlunni að kynnast þessum sam- tökum því ég hef fengið góð tæki- færi til að fylgjast því sem er að gerast á alþjóðavettvangi og verið beinn þátttakandi úti hinum stóra heimi. Það sem ég hef kynnst í WSA-Arts hefur hvatt mig og styrkt í trúnni á það starf sem ég hef verið að vinna í leiklistarmálum með fötluðu fólki í Perlunni, það er afar þýðingarmikið í svona starfi.“ – Er list heppilegt form á tján- ingu fyrir fatlaða? „Það virðist svo sem fötlun þurfi ekki að vera nein hömlun þegar listsköpun er annars vegar. Ég hef séð blinda dansa ballett sem alsjá- andi og handalausa mála stórkost- leg listaverk með munni eða tám, einfætta dansa, svo dæmi sé tekið. Listsköpun fatlaðra opnar nýjar víddir í listsköpun. Listin auðgar ímyndunaraflið og ímyndunaraflið opnar fyrir manni heiminn.“ – Er blómleg starfsemi hjá Perl- unni um þessar mundir? „Já, það er alltaf mik- ið að gerast. Við erum með sýningar núna í dag á Kirkjulistarhátíð. Þar sýnum við dansinn Róm- antíka eftir Láru Stef- ánsdóttur sem er afar góður liðsmaður Perl- unnar, Síðasta blómið var sérstaklega beðið um og einnig sýnum við Ef þú bara giftist. Það verður því nóg að gera hjá Perlunni í dag. Af því að blessað sumarið er nú komið þá langar okkur í Perlunni og Perluvini að fara og kíkja aðeins á lundinn okkar í Hvammsmörk við Hvammsvík til að athuga hvernig trjáplönturnar okkar hafa komið undan vetri.“ – Hvað eru margir sem starfa í Perlunni núna? „Þar starfa núna þrettán félagar á ýmsum aldri, eins og gerist í góðu leikhúsi. Sigríður Eyþórsdóttir  Sigríður Eyþórsdóttir fæddist í Selvogi 1940. Eftir próf úr Kvennaskólanum í Reykjavík lauk hún leiklistarprófi úr Leik- listarskóla Leikfélags Reykja- víkur 1968 og prófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1991, einnig hefur hún lokið starfsleikniprófi frá sama skóla. Hún hefur starf- að að leiklistarmálum, var við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu um árabil en er nú kennari hjá fullorðinsfræðslu fatlaðra í Reykjavík. Hún hefur stofnað ýmsa leikhópa, m.a. Snúð og Snældu og leikhópinn Perluna sem víða hefur farið með sýn- ingar. Sigríður á tvö börn og tvö barnabörn. Listin auðgar ímyndunar- aflið og ímyndunar- aflið opnar fyrir manni heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.