Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 43 ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30 í til- efni Kirkjudaga. Hún er eins og allt- af tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni. Á dagskrá er að vanda reynslu- saga úr baráttunni fyrir bata. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir samkomuna. Þær Ragnheiður Sverr- isdóttir djákni og Bryndís Valbjarn- ardóttir guðfræðingur leiða fyrir- bæn. Sylvía Rún Ómarsdóttir, ung söngkona úr Grundarfirði, syngur einsöng. Anna Sigríður Helgadóttir og Kristjana Stefánsdóttir, Guð- mundur Sigurðsson og Gunnar Hrafnsson sjá að öðru leyti um tón- list. Eins og sjá má er góðs að vænta eins og jafnan á æðruleysismessum sem hafa aflað sér vinsælda fyrir ein- lægni og gleði þrátt fyrir allt sem við er að stríða í þessu lífi. Við horfum í þessum guðsþjónustum fram til þeirrar hjálpar sem er í vændum og bregst ekki. Akureyringar í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 24. júní kl. 11 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík í tengslum við Kirkju- daga. Prestar og kór frá Akureyr- arkirkju messa í Dómkirkjunni. Í messunni þjóna: Sr. Svavar Alfreð Jónsson sem prédikar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Elísabet Jónína Þor- steinsdóttir sem þjóna fyrir altari. Barnakór Akureyrarkirkju syngur við messuna, einnig Dómkórinn, og Marteinn H. Friðriksson organisti leikur á orgel. Hvatt er til að Akureyringar og Dómkirkjufólk grípi tækifærið til þess að rækja kynni og vináttu sín á milli og komi og njóti góðrar stundar í Dómkirkjunni. Kirkja og börn í borg NÚ ER tveimur af fjórum sumar- námskeiðum Dómkirkjunnar lokið. Undirtektir hafa verið með eindæm- um góðar og fullt var í bæði júnínám- skeiðin. Næstu sumarnámskeið verða haldin í byrjun ágúst og verða sem hér segir: 30. júlí-3. ágúst kl. 9:00-13:00, 7. ágúst-10. ágúst kl. 9:00- 13:00 Þessi námskeið byggjast á frískandi útiveru, leikjum, sögum, kristinni fræðslu og ferðum um borg- ina. Námskeiðsgjaldi er haldið í lág- marki, vikan kostar 1.500 kr. á barn, en hafi það verið þátttakandi í kirkju- starfi Dómkirkjunnar yfir veturinn borgar það 1.000 krónur. Hámarks- fjöldi á námskeiði eru 25 börn. Umsjón með námskeiðunum hefur Bolli Pétur Bollason æskulýðs- fulltrúi Dómkirkjunnar og honum til aðstoðar er Gerður Bolladóttir og unglingar úr æskulýðsstarfi Dóm- kirkjunnar. Innritun í ágústnámskeiðin stend- ur yfir. Í júnímánuði fer innritun fram í síma 5622755/ 8645372 milli kl. 9:00-12:00. Í júlímánuði fer innritun eingöngu fram í síma 8645372 og þá á sem kristilegustum tíma. F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason. Sameining Odda- og Digranes- prestakalla Í TILEFNI af Kirkjudögum á Jónsmessu fáum við í Digra- nesprestakalli messuheimsókn frá Oddaprestakalli. Í stað þess að heimamenn annist helga þjónustu í kirkjunni okkar mun sr. Sigurður Jónsson þjóna ásamt organista, barnakór og kórum Odda- og Þykkvabæjarsókna. Það ætti að vera kærkomið tækifæri fyrir Digranes- söfnuð að njóta messu eins og hún er sungin að þeirra hætti. Sóknarbörn prestakallanna eru hvött til þess að koma og taka þátt í messunni sem hefst kl. 20:30. Kaffisopi verður í safnaðarsal að messu lokinni. Prestarnir. Sumarguðsþjón- ustur í Hafnar- fjarðarkirkju ÞÁ ER komið hásumar og lífið allt tekur á sig nýjan svip. Frá og með næstkomandi sunnudegi verða guðs- þjónustur Hafnarfjarðarkirkju því með öðru sniði en tíðkast um vetur. Verða þær haldnar undir heitinu sumarguðsþjónustur. Sumarguðs- þjónustan er með léttu og sumarlegu sniði. Áhersla er lögð á tónlist og bænahald, en einnig hefur hver sum- arguðsþjónusta ákveðið þema. Þema fyrstu sumarguðsþjónustunnar er frásögnin af lífi og dauða Jóhannesar skírara. Einnig verður barn borið til skírnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Natalía Chow. Eftir sumarguðsþjónustuna er kaffi í safnaðarheimilinu. Njótum saman sumarmorguns og Jónsmessu í Hafnarfjarðarkirkju. Þórshafnarbúar í Breiðholtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 24. júní, tekur hópur Þórshafnarbúa þátt í messu í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 11:00. Sr. Sveinbjörn Bjarnason sóknar- prestur á Þórshöfn prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Gísla Jón- assyni og meðlimir úr kór Þórshafnarkirkju syngja ásamt kór Breiðholtskirkju. Að messu lokinni er öllum kirkjugestum boðið að þiggja léttan málsverð í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þessi heimsókn er í tengslum við Kirkjudaga á Jónsmessu, en í fram- haldi af þeim munu ýmsir söfnuðir á landsbyggðinni heimsækja söfnuð á höfuðborgarsvæðinu þennan dag og taka þátt í helgihaldi þeirra. Það er okkur í Breiðholtssókn sérstök ánægja að fá að taka á móti hópnum frá Þórshöfn. Gefst þar kærkomið tækifæri til að þakka fyrir frábærar móttökur á Þórshöfn er við sóttum staðinn heim í safnaðarferð í lok maí og tókum þátt í guðsþjónustu í Þórs- hafnarkirkju 27. maí. Vonandi eru þessar heimsóknir aðeins upphafið að nánara samstarfi þessara tveggja safnaða á komandi árum. Við viljum sérstaklea hvetja þá sem ættaðir eru frá Þórshöfn og ná- grenni, en búsettir hér á höfuðborg- arsvæðinu, að nota þetta tækifæri til að hitta hópinn frá Þórshöfn með því að taka þátt í messunni og eiga síðan með honum góða stund í safnaðar- heimilinu á eftir. Verið öll hjartanlega velkomin í Breiðholtskirkju. Sr. Gísli Jónasson. Melstaðarprestakall í Kópavogskirkju GÓÐIR gestir norðan úr Húnavatns- sýslu koma í heimsókn á sunnudag í Kópavogskirkju og annast guðsþjón- ustu dagsins kl. 11:00. Séra Guðni Þór Ólafsson prestur í Melstaðarprestakalli og prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi prédikar og þjónar fyrir altari. Kórar Mel- staðarprestakalls syngja en í kórn- um eru félagar úr kirkjukórum Mel- staðarkirkju, Staðarbakkakirkju og Víðidalstungukirkju. Organisti og kórstjóri er Pálína Fanney Skúla- dóttir. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13:00-18:00 Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20:00-23:00. Vídalínskirkja. Opið hús á þriðju- dögum. Farið verður nk. þriðjudag 26. júní í Grafarvogskirkju. Kirkjan skoðuð og kaffi drukkið. Lagt verður af stað frá Kirkjuhvoli kl. 13:30 og komið til baka um kl. 16:00. KEFAS: Þriðjudag: Almenn bæna- stund kl. 20:30. Miðvikudag: Sam- verustund unga fólksins kl. 20:30. Allir hjartanlega velkomnir. Æðruleysis- messa í Dóm- kirkjunni Morgunblaðið/Jim Smart JÓHANNS Þóris Jónssonar verður minnst með veglegu alþjóðlegu skák- móti í ráðhúsinu í Reykjavík í haust. Mótið verður haldið 23. október til 1. nóvember, en Jóhann Þórir Jónsson hefði orðið sextugur 21. október. Á mótinu gefst efnilegum íslensk- um skákmönnum kostur á að vinna sér inn áfanga að alþjóðlegum titlum, en gert er ráð fyrir að keppendur verði alls um 30, þar af helmingurinn titilhafar. Teflt verður í ráðhúsi Reykjavíkur og miðast undirbúningur við að um- gjörð mótsins verði sem allra vegleg- ust. Ekki liggur fyrir hvaða útlendu meistarar verða með á mótinu, en m.a. verður leitað eftir þátttöku er- lendra titilhafa sem tefla í fyrrihluta deildakeppni Skáksambandsins í haust. Stefnt er að því að fá sem flesta íslenska stórmeistara, en margir þeirra eru því miður hættir atvinnumennsku í skák. A.m.k. einn þeirra hefur sýnt áhuga á að auka aft- ur taflmennskuna og vonandi dregur hann fleiri með sér því ekki er vafa- mál að þátttaka íslensku stórmeist- aranna vegur þungt í hugum skák- áhugamanna. Fyrirkomulag mótsins verður þannig, að tefldar verða tíu umferðir eftir Monrad-kerfi og teflt verður samkvæmt nýjustu tímamörkum FIDE. Umferðafjöldinn er óvenju- legur, en mun algengara er að tefldar séu níu umferðir. Viðbótarumferðin eykur hins vegar möguleika á titil- áföngum, en mikill áhugi hefur bloss- að upp meðal ungra skákmanna á að ná slíkum áföngum. Gert er ráð fyrir ágætum verðlaunum, en ekki er búið að ákveða heildarupphæðina. Sérstök framkvæmdanefnd hefur verið sett á laggirnar vegna mótsins, en þótt Skáksambandið sé ábyrgt fyrir framkvæmdinni mun nefndin leggja áherslu á að virkja sem flest skákfélög til samvinnu um mótshald- ið. Formaður framkvæmdanefndar er Guðmundur G. Þórarinsson, fyrr- verandi forseti Skáksambandsins og bróðir Jóhanns Þóris, en aðrir nefnd- armenn eru Ríkharður Sveinsson, Einar S. Einarsson, Helgi Ólafsson og Hrafn Jökulsson. Jóhann Þórir Jónsson gaf út og rit- stýrði tímaritinu Skák í nærfellt 35 ár og gaf auk þess út fjölda skákbóka. Hann var jafnframt ötulasti móts- haldari sem Íslendingar hafa eignast. Hann hélt m.a. 49 helgarskákmót víða um land auk 10 alþjóðlegra skák- móta. Margt fleira mætti telja til, en hann var einn af helstu máttarstólp- um skákarinnar hér á landi meðan hans naut við. Hann lést 2. maí 1999. Sigurður Daði á titilveiðum Sigurður Daði Sigfússon teflir um þessar mundir á skákmóti í Kecsk- emet og er einn í efsta sæti eftir 7 umferðir. Hann hefur fengið 4½ vinn- ing og þarf 2 vinninga í síðustu 3 skákunum til að ná áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Sigurður Daði sigraði ungverska alþjóðlega meist- arann Ferenc Berebora (2.404) í sjö- undu umferð og var það þriðja vinn- ingsskák hans í röð. Sex skákmenn tefla á mótinu, tvöfalda umferð, allir við alla. Að þessu móti loknu tekur Sigurður Daði þátt í öðru alþjóðlegu skákmóti með sama sniði sem hefst 25. júní. Helgarskákmót TR Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti 23.-24. júní í sam- vinnu við Skáksamband Íslands. Mótið er eitt fimm móta í helgar- mótasyrpu Skáksambands Íslands og veitir stig í „helgarmótapottinum“ þar sem veitt eru vegleg verðlaun. Tefldar verða 9 umferðir, atskákir með 30 mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst laugardaginn 23. júní klukkan 13. Skráning fer fram á skákstað kl. 12:45. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 23.6. TR&SÍ. Helgarskákmót. 1.7. Hellir. Bikarmót Striksins. Alþjóðlegt skákmót til minningar um Jóhann Þóri Jónsson SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 23.10.–1.11. 2001 Daði Örn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.