Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐSTEFNU um sjálfbæra nýt- ingu og verndun auðlinda Norður- Atlantshafsins lauk í Færeyjum í gær, en hana sátu Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra. Megintilgangur ráðstefnunn- ar var að stefna saman fulltrúum þeirra þjóða við Norður-Atlants- hafið, sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á auðlindum hafsins. Í þeim tilgangi var sérstaklega ósk- að eftir þátttöku strandsvæða Kan- ada og Skotlands, Nýfundnalands, Labrador og Hjaltlands. Siv Friðleifsdóttir segir mikil- vægt að auka samstarf milli þjóða og samfélaga í kringum Norður- Atlantshafið, en gífurlegir hags- munir séu fólgnir í því að verja haf- ið með öllum ráðum gegn mengun. Hún segir mörg brýn mál er varða nýtingu hafsins og sjávarauðlinda á sjálfbæran hátt hafa verið rædd á ráðstefnunni. Meðal annars var fjallað um nýundirskrifaðan samn- ing gegn notkun þrávirkra lífrænna efna á borð við díoxín, PCB, DDT og fleiri slík sem safnast upp í fitu- vef dýra, en Siv segir mjög mik- ilvægt að þessi samningur verði fullgiltur sem fyrst. Þá var kjarn- orkuverið í Sellafield og áhrif geislamengunar í hafinu til um- ræðu og hvalveiðar og réttur ríkja til þess að nýta sjávarauðlindir sín- ar á sjálfbæran hátt. „Rætt var um mikilvægi þess að reyna að hafa áhrif á umhverfisverndarhreyfing- ar, sem hafa verið mótfallnar hval- veiðum okkar. Sumar þessara hreyfinga hafa snúist gegn hval- veiðum á tilfinningalegum nótum og verið að gefa fólki rangar upp- lýsingar, fjöldi fólks trúir því að ekki sé hægt að veiða hval með sjálfbærum hætti, sem er algerlega rangt. Við viljum reyna að upplýsa þessar hreyfingar betur um hið rétta ástand í hafinu varðandi hval- veiðarnar,“ segir Siv. Á ráðstefnunni var einnig mikið rætt um mikilvægi þess að auka þverfaglegar rannsóknir á vistkerfi hafsins og að vísindasamstarf þátttökulanda á þessu sviði verði eflt. Ráðstefnan í Færeyjum var sú fyrsta sinnar tegundar en ákveðið hefur verið að næsta ráðstefna verði haldin árið 2003 á Hjaltlands- eyjum. Ráðstefna þjóða við Norður-Atlantshafið í Færeyjum um sjávarauðlindir Sjálfbær nýting og verndun auð- linda efst á baugi ALLS eru 52% landsmanna andvíg áformum um myndum Norðlinga- öldulóns, 35% eru fylgjandi en 13% hvorki fylgjandi né andvíg, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landvirkjun dagana 29. maí til 12. júní sl. Á hinn bóginn sögðust 36,4% svarenda ekkert þekkja til áforma um gerð Norðlingaöldulóns í Þjórsá, 41,4% lítið, 19,2% nokkuð og einungis 2,9% mikið. Þá sögðust um 38% svarenda hafa komið í Þjórsárver. Þegar spurt var hvort það myndi hafa áhrif á afstöðu viðkom- andi ef Norðlingaöldulón væri for- senda þess að álver á Grundar- tanga yrði stækkað sögðu 78% svarenda að það hefði engin áhrif. Í könnuninni var spurt hvort viðkomandi væri fylgjandi eða andvígur að Norðlingaöldulón fari í mat á umhverfisáhrifum og voru 87% því fylgjandi en einungis 5% andvíg. Úrtakið var 1.165 manna slembi- úrtak úr þjóðskrá á aldrinum 18– 75 ára af landinu öllu og svöruðu 764 eða 67,9%. 52% andvíg myndun Norðlinga- öldulóns MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð, dagsetta 21. júní 2001, sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður tók saman að beiðni fjögurra af fimm stjórnarmanna í Lyfjaverslun Ís- lands hf., starfsárið 2000–2001. Spurningunni sem Hreini var fal- ið að svara var sú hvort tekist hafi bindandi samningur um kaup Lyfjaverslunar Íslands á hlutabréf- um í Frumafli með tveimur skjölum frá janúar síðastliðnum. Frá innihaldi skjalanna var greint í Morgunblaðinu 15. júní. Annað skjalið er minnisblað sem allir fimm stjórnarmenn Lyfjaversl- unar Íslands settu upphafsstafi sína á og sem handskrifuð er á dagsetn- ingin 23/01/01. Í því er kveðið á um skilmála fyrir kaupum Lyfjaversl- unar á hlutafé Frumafls. Hitt skjal- ið er yfirlýsing, dagsett 24. janúar 2001, í tengslum við kaup Lyfja- verslunar á öllu hlutafé í A. Karls- syni hf. Undir yfirlýsinguna skrifa fjórir stjórnarmenn í Lyfjaverslun, Aðalsteinn Karlsson og Jóhann Óli Guðmundsson, sem þá var stærsti hluthafi í félaginu. Niðurstaða Hreins Loftssonar er eftirfarandi: „Ekki verður séð, að með ofan- greindum skjölum hafi komist á bindandi samningur milli Lyfja- verslunar Íslands hf. og hluthafa í Frumafli hf.“ Gæta verður hagsmuna allra hlutaðeigandi aðila Röksemdir Hreins fyrir niður- stöðunni eru eftirfarandi: „Við túlkun gagna af þessu tagi er fyrst skoðað hvort til staðar sé yfirlýsing með skuldbindandi lof- orði og hvort móttakandi yfirlýsing- arinnar hafi samþykkt loforðið fyrir sitt leyti. Oft getur verið erfitt að henda reiður á þessu og þá getur reynst nauðsynlegt að skoða stöðu hvors aðila um sig, t.d. hvað hvor þeirra mátti ætla um gildi minnis- blaðsins og yfirlýsingarinnar, í því máli sem hér er til umfjöllunar. Í því efni ber einnig að hafa í huga lögfestar efnisreglur laga um hluta- félög nr. 2/1995 sem hafa áhrif á túlkun þessara skjala. Þar skiptir einna mestu máli hvaða reglur gilda um hækkun hlutafjár þar sem greiða á fyrir hlutabréfin í Frumafli hf. á grundvelli hækkunarheimild- ar, sem stjórn Lyfjaverslunar Ís- lands hf. hefur skv. 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins. Rétt er að minna á í því sambandi, að sömu grundvallarsjónarmið eiga við um hækkun hlutafjár og um stofnun hlutafélags. Heimild stjórnar til hækkunar má ekki nota með frjáls- legum hætti heldur verður að standa þannig að málum, að öruggt sé, að raunveruleg fjárhagsleg verðmæti komi inn í félagið. Gæta verður hagsmuna allra hlutaðeig- andi aðila, t.d. lánardrottna, og í því tilviki sem hér um ræðir verður sér- staklega að huga að hagsmunum eldri hluthafa, en þeir hagsmunir felast í því að eðlilegt jafnvægi sé á milli þeirra verðmæta sem hluthaf- ar hafa lagt inn í félagið og fengið hlutabréf í því í staðinn. Stjórn félagsins hefur heimild til að greiða fyrir hlutabréfin í Frum- afli hf., en í þeirri heimild felst ekki sjálfdæmi um, með hvaða hætti þau bréf eru metin heldur verður stjórnin við beitingu heimildarinnar að gæta framangreindra og fleiri efnisreglna hlutafélagalaga.“ Niðurstaða Hreins Loftssonar er ekki í samræmi við niðurstöðu Magnúsar Thoroddsen, hæstarétt- arlögmanns, í lögfræðilegri álits- gerð sem hann tók saman fyrir Lyfjaverslun Íslands og greint var frá í Morgunblaðinu 16. júní síðast- liðinn. Magnús komst að þeirri nið- urstöðu að kominn hefði verið á bindandi samningur um kaup Lyfjaverslunar á hlutafé Frumafls. Ekki kominn á bindandi samningur Lögfræðileg álitsgerð Hreins Loftssonar hrl. vegna Lyfjaverslunar og Frumafls ÞEGAR Hafrannsóknastofnun kynnti niðurstöður sínar á dögunum um sjávarafla á næsta fiskiveiðiári kom í ljós að mikill niðurskurður verður á aflaheimildum í hörpudiski. Lagt er til að aflaheimildir verði skertar úr 8.000 tonnum í 6.500 tonn á næsta ári. Ráðherra hefur ákveðið að fara að þeim tillögum. Hér er um að ræða 19% niður- skurð, en að auki voru aflaheimildir skertar um 6% á síðasta ári. Skel- kvótinn hefur því verið skertur um 25% á tveimur árum. Stærsti hluti skelkvótans, sem veiddur er í Breiðafirði, er unninn í skelvinnslum í Stykkishólmi. Því hefur fjórðungs- skerðing mikil áhrif á atvinnulífið í Stykkishólmi. Niðurstöðurnar koma mörgum á óvart því úthlutaður hörpudiskskvóti hefur verið svipað- ur á milli ára síðasta áratuginn og því var vonast til að jafnvægi væri komið á milli veiða og stofnstærðar. Bæjarráð Stykkishólms tók málið á dagskrá og lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandinu. Bæjarráð fer fram á það við Hafrannsókna- stofnun að rannsóknir verði nú þeg- ar auknar og skýrt hvaða ástæður liggja að baki minnkun veiðistofns- ins. Að sögn bæjarstjórans, Óla Jóns Gunnarssonar, er lögð mikil áhersla á það að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er og niður- stöður kynntar heimamönnum sem allra fyrst. Óli Jón vonast til að Haf- rannsóknastofnun bregðist skjótt við ósk bæjarráðs og komi með skýringar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Mikill samdráttur í hörpudiskveiðum á Breiðafirði á næsta ári Kemur hart niður á atvinnulífi Stykkishólmur. Morgunblaðið. ÞAU Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir og Stefán Már Stefánsson veiða hér hornsíli í norðurenda Þing- vallavatns, í landi þjóðgarðsins. Þau vinna að rannsókn sem er á vegum Líffræðistofnunar og Hólaskóla, á öðrum af tveimur hornsílastofnum í vatninu en sá finnst þar sem hraunið nær út í vatnið. Við veiðarnar nota þau rafstraum sem auðveldar þeim að fanga sílin. Morgunblaðið/Einar Falur Vísindalegar hornsílaveiðar OTTO Gregussen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, verður í opin- berri heimsókn á Íslandi í dag til mánudags en situr síðan fund nor- rænu ráðherranefndarinnar, sem hefst á þriðjudag og lýkur á fimmtudag. Otto Gregussen kemur ásamt eiginkonu sinni, Anne Redergård, og fylgdarliði, til Reykjavíkur um hádegisbil í dag og fer m.a. í Bláa lónið. Á morgun verður hann á Mývatni og á Akureyri, en á mánudag á ráðherrann fund með Árna M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, og heimsækir Hafrann- sóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Stjörnu-Odda og Þjóðmenningarhúsið. Opinber heimsókn Otto Gregus- sen til Íslands ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.