Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 37 NÝVERIÐ skilaði umboðsmaður Alþingis frá sér áliti þar sem hann sagði stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) ekki hafa farið að lög- um þegar hún neitaði að taka tillit til breyttra aðstæðna fyrrverandi náms- manns sem fengið hafði MS-lömunar- sjúkdóm. Hann hafði sótt um undanþágu frá endurgreiðslu lána. Mál þessa tiltekna manns kom fyrst fyrir stjórn LÍN eins og reglur gera ráð fyrir og var ákvörð- un stjórnarinnar um að hafna þess- ari beiðni kærð til málskotsnefndar LÍN, þar sem niðurstaðan var sú sama. Ástæða þess að námsmanninum var synjað um niðurfellingu á end- urgreiðslum námslána haustið 1999 var að honum yrði reiknuð tekju- tengd afborgun árið 2000 eins og árin 1997 til 1999. Maðurinn, sem um ræðir, hafði rökstutt beiðni sína vel og ljóst er að fjárhagslegir örðugleikar hans vegna alvarlegra veikinda eru mikl- ir. LÍN afgreiddi þessa beiðni hins vegar á grundvelli hlutlægrar og fortakslausrar vinnureglu. Vinnu- regla þessi er sú að ekki sé veitt undanþága frá endurgreiðslu náms- lána ef líklegt er talið að lánþega muni reiknast tekjutengd afborgun á næsta ári eftir að breytingin á högum hans á sér stað. Umboðsmaður segir LÍN ekki hafa farið að lögum Í lögum um LÍN nr. 21/1992, 6. mgr. 8. gr. segir að stjórn lána- sjóðsins sé heimilt að veita und- anþágu frá árlegri endurgreiðslu skv. 1. mgr. sömu greinar. Ákveðin skilyrði eru sett fyrir veitingu þess- arar undanþágu. Í greininni stend- ur orðrétt: „Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita undanþágu frá ársgreiðslu skv. 1. mgr. ef nám, atvinnuleysi, veikindi, þungun, umönnun barna eða aðrar sambæri- legar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans.“ Í því tilviki sem um ræðir sendi aðili máls inn rökstudda beiðni um undanþágu á grundvelli alvarlegra veikinda og verulegra fjárhagsörðugleika vegna þeirra. Það sem umboðsmaðurinn gagnrýnir réttilega er að ástæður þær sem lágu að baki beiðni náms- mannsins um undanþágu hafi ekki verið kannaðar nægilega. LÍN sinnir ekki rannsóknarskyldu sinni Hlutverk málskotsnefndar LÍN er skv. 5. gr. a. að skera úr um hvort úrskurðir stjórnar LÍN séu í samræmi við lög og reglur og skal málsmeðferð fyrir nefndinni fara eftir stjórnsýslulögum þar sem lögum um LÍN sleppir. Nefnd- inni ber því að sinna rannsóknarskyldu sinni skv. 10. gr. stjórnsýslulaganna nr. 37/1993 og sjá um að mál séu nægilega upp- lýst áður en tekin er ákvörðun. Í þessu felst að staðreyna beri eftir atvikum hvort upplýs- ingar þær sem nefndin fær upp í hendurnar í hverju máli séu réttar svo rétt ákvörðun verði tekin. Í samræmi við íslenskan stjórn- sýslurétt verða gerðar meiri kröfur til nefndarinnar varðandi þetta at- riði eftir því sem ákvörðunin er til- finnanlegri eða meira íþyngjandi. Skoða ber hvert tilvik fyrir sig Það liggur ljóst fyrir af ofan- sögðu að beiðni eins og slíka, sem hér um ræðir, er ekki hægt að af- greiða á grundvelli hlutlægrar og fortakslausrar vinnureglu. Það verður að meta hvert tilvik fyrir sig með tilliti til breyttra aðstæðna að- ila máls og taka ákvörðun á grund- velli þeirra upplýsinga sem berast og með tilliti til þeirra skilyrða sem lögin um LÍN setja fyrir veitingu undanþágu. Það er alveg forkastanlegt að stjórn LÍN skuli hvað eftir annað afgreiða samskonar mál með þess- um hætti og virða að vettugi ábend- ingar umboðsmanns Alþingis um það hvernig betur megi standa að ákvarðanatöku þannig að hún sé í samræmi við lög. Slík vinnubrögð grafa undan trausti á sjóðnum og benda til að hann sé ekki að sinna hlutverki sínu samkvæmt lögum sem er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án til- lits til efnahags. Vaka leggur mikla áherslu á að námsmenn geti treyst því, í sam- skiptum sínum við lánasjóðinn, að farið sé að lögum þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi þeirra og skyldur. Vaka hvetur til vandaðra vinnubragða Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir Höfundur situr í lánasjóðsnefnd Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Lánasjóður Námsmenn verða að geta treyst því, segir Ásta Sóllilja Sigur- björnsdóttir, að farið sé að lögum þegar teknar eru ákvarðanir um rétt- indi þeirra og skyldur. STARFSMENN fyrirtækja eiga ekki að þurfa að óttast að yfir- menn þeirra eða aðrir lesi tölvupóst sem þeim er sendur. Í fyrsta lagi er þvílíkt háttalag ruddaskapur og í öðru lagi leggur stjórnar- skráin bann við „rann- sókn á skjölum og póst- sendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns“ (let- urbr. mín) nema sam- kvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Gunnar Sturluson, hæstaréttarlög- maður, segir í Morgunblaðinu 17. júní að í þessari afstöðu minni sé að greina hrapallegan misskilning, tölvupóstur til fyrirtækja á netföng starfsmanna sé ekki einkamál þeirra, en ég leggi að jöfnu „einka- bréf til starfsmanns fyrirtækis og bréf til fyrirtækis stílað á ákveðinn starfsmann í tengslum við verksvið hans hjá fyrirtækinu“. Þetta er ekki rétt hjá Gunnari. Ég hef haldið því fram að fyrirtæki megi lesa fyrirtækja- póst, en ekki kanna póst til starfsmanna eða rannsaka tölvubréfa- safn þeirra, því að það fer eftir efni sendingarinnar hvort hún teljist einkamál eða ekki. Það veltur hvorki á aðferðinni, sem beitt er til að koma sendingunni til viðtak- anda, né á því hver eigi póstfangið. Um leið og t.d. forstjóri fyrirtækis opnar tölvupóst starfsmanns, sem hefur að geyma einkamálefni, treður hann á mannréttindum starfsmanns síns og einnig sendanda tölvupósts- ins. Gildir einu þótt Gunnar bendi á að forstjórinn sé í slíkum tilvikum bundinn trúnaði. Honum er einfald- lega óheimilt að opna eða lesa póst, sem sendur er starfsmanni, nema hugsanlega í þeim tilvikum sem ótví- rætt er um fyrirtækjapóst að ræða sem snertir ekki friðheilagt einkalíf hans. Bannið er því meginreglan og ber að virða minnsta vafa starfs- mönnum í vil og láta póst þeirra ósnertan. Gunnar Sturluson upplýsti í út- varpsþætti, sem við tókum báðir þátt í, að lögfræðistofa hans ráðleggi fyr- irtækjum að kveða á um það í ráðn- ingarsamningum að heimilt sé að rannsaka tölvupóst starfsmanna, þar með talin einkabréf þeirra! Er þetta eitthvert gleggsta dæmið sem ég þekki um stóra bróður-viðhorfið sem býr að baki þeirri viðleitni að fylgjast með bréfaskiptum starfsmanna, jafn- vel þau sem snerta beint einkalíf þeirra. Öll þess háttar ákvæði í ráðn- ingarsamningum og vinnustaða- reglum eru í raun ómerk samkvæmt stjórnarskránni, þótt þau séu samin á lögfræðistofum. Annars ætti að vera alger óþarfi að vísa í lög í þessu efni og nægja ein- faldlega að minna atvinnurekendur á að gæta almenns velsæmis og hnýs- ast ekki í póst annarra. „Stóri bróðir“ vill lesa tölvupóstinn þinn Þór Jónsson Mannréttindi Er þetta eitthvert gleggsta dæmið sem ég þekki, segir Þór Jónsson, um stóra bróð- ur-viðhorfið sem býr að baki þeirri viðleitni að fylgjast með bréfaskipt- um starfsmanna. Höfundur er varaformaður Blaðamannafélags Íslands.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.