Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 51 DAGBÓK Fágun – fagmennska Gullsmiðir Kr. 7.900 Ný sending af höttum. Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Stuttar og síðar glæsilegar kápur Mörkinni 6, sími 588 5518 STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú stendur óvenjuföstum fótum í fortíð þinni og átt því erfitt með að ákveða nokkuð í skyndi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt ekki láta tilfinning- arnar hlaupa með þig í gönur, þegar starfið er annars veg- ar. Þar á rökhugsunin betur heima og staðreyndirnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að varast að setja þig á of háan hest gagnvart samstarfsmönnum þínum. Það kallar bara á óánægju og stirfni, sem þú getur vel verið án. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að nýta gáfur þínar til hins ýtrasta, annars áttu á hættu að dragast aftur úr í starfi og þá er stutt í að allt fari úr böndunum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Magn er ekki sama og gæði, en samt þarftu að gæta þess að fara ekki niður fyrir lág- mörk í iðni og afköstum. Sýndu samstarfsmönnum skilning. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur heilbrigðan metnað til að komast áfram og átt að leyfa honum að leiða þig. Haltu þínu striki og láttu úr- tölur sem vind um eyru þjóta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er allt á ferð og flugi í kring um þig og þú átt erfitt með að fóta þig í öllum hama- ganginum. Bíddu af þér storminn og þá kemur til þinna kasta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er mikil ásókn í þig, svo mikil að þér er nauðugur einn kostur að verja þig. Lærðu þær aðferðir sem gagnast vel án of mikilla átaka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu vera að ryðjast fram með hugmyndir þínar núna. Bíddu rólegur meðan hinir láta gamminn geisa. Þá kem- ur að þér og þú átt sviðið aleinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mundu að sýna þeim örlæti sem lögðu þér lið, þegar þú þurftir á því að halda. Það er bæði sjálfsagt og tryggir þér liðveislu þeirra áfram. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er best að koma til dyr- anna eins og maður er klædd- ur. Að reyna að kasta ryki í augu fólks hefnir sín alltaf svo þú skalt láta það ógert. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að leita samkomu- lags við samstarfsmann þinn, öðru vísi verður ekkert af því að þú fáir að vinna að því verkefni, sem þig hefur dreymt um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að einbeita þér betur að því sem þú ert að gera. Taktu þér tak og hristu upp í hlutunum, annars áttu á hættu að missa af strætis- vagninum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla VILAMOURA í Portúgal 1995. Þar hófst sigur- ganga Ítala á nýjan leik en þeir hafa unnið þrjú síð- ustu Evrópumót. Ísland varð í 8. sæti af 31 þjóð og var liðið þannig skipað: Jón Baldursson, Sævar Þorbjörnsson, Guðm. P. Arnarson, Þorlákur Jóns- son, Matthías Þorvalds- son og Jakob Kristinsson. Fyrirliði var Karl Sigur- hjartarson. Þorlákur fann fallega vörn í eftirfarandi spili gegn Pólverjum: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 87543 ♥ 103 ♦ 10743 ♣ Á8 Vestur Austur ♠ ÁG962 ♠ D10 ♥ G ♥ 976 ♦ KD65 ♦ ÁG82 ♣753 ♣KG106 Suður ♠ K ♥ ÁKD8542 ♦ 9 ♣D942 Vestur Norður Austur Suður GuðmundurRomanski Þorlákur Kowalski -- Pass Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Á hinu borðinu vakti Sævar líka á fjórum hjört- um og þar lauk sögnum. Lasoki í vestur kom út með tígulkóng og fékk kall frá makker sínum, Gawrys. Áfram kom tígull sem Sævar trompaði og spilaði laufás og laufi að drottningu. Þar með var spilið unnið því Sævar gat stungið eitt lauf í borði. Þorlákur var vakandi fyrir þessari hættu og yf- irdrap því tígulkónginn í fyrsta slagi og trompaði út! Kowalski drap, spilaði laufi á ás og meira laufi. En Þorlákur tók á kóng- inn og spilaði aftur hjarta. Þar með varð Kowalski að gefa fjórða slaginn á lauf í lokastöðunni. Einn niður og 11 IMPar til Íslands. Það er hins vegar at- hyglisvert hvað það gefur góða raun að melda fjóra spaða yfir fjórum hjörtum á spil vesturs. Í þessu til- felli á norður fimmlit í spaða en samt vinnast fjórir spaðar með því að hitta í laufið. Margir halda því fram að alltaf eigi að melda fjóra spaða yfir fjórum hjörtum með fimmlit og þetta spil er vatn á myllu þeirrar kenn- ingar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT STÖKUR Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Dagsins runnu djásnin góð, dýr um hallir vinda. Morgunsunnu blessað blóð blæddi um fjallatinda. Dýrin víða vakna fá, varpa hýði nætur. Grænar hlíðar glóir á, grösin skríða á fætur. Hreiðrum ganga fuglar frá, flökta um dranga bjarga, sólar vanga syngja hjá sálma langa og marga. Sigurður Breiðfjörð. STAÐAN kom upp á helg- armótinu á Akureyri er lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði Hrannar B. Arnarsson (1895) gegn Ágústi Braga Björnssyni (1470). 31.Hxd6! Dg1+ Ekki gekk upp að leika 31...Hxd6 þar sem eftir 32.Re7+ tapar svartur drottningunni. 32.Kc2 Hxd6 33.Re7+ Kh8 34.Dxh5 Dg4 35.Dxf5 Dxf5 36.Bxf5 og hvítur vann um síðir. Þriðja mótið í helgarskákmótasyrp- unni verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verða 9 um- ferðir með atskáksniði og hefst taflið kl. 13.00 í dag, 23. júní. Einnig verður teflt á morgun á sama tíma og stað. Fyrstu tvö mótin voru vel heppnuð. Það fyrra var haldið í Mosfellsbæ og var myndarlega styrkt af Holta- kjúklingum. Það síðara var haldið á Akureyri og mynd- aðist þar skemmtileg stemmning enda um hvíta- sunnuhelgi að ræða. Ástæða er til að hvetja skákmenn að mæta á mótin þar sem mörg flokkaverðlaun eru í boði en ekki síður til þess að njóta þess sérstaka andrúmslofts sem jafnan er á helgarmót- um. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Akureyr- arkirkju af sr. Pálma Matth- íassyni þau Ásta Laufey Eg- ilsdóttir og Sigurður Hall- mann Egilsson. Heimili þeirra er að Helgamagra- stræti 53 á Akureyri. Ljósmynd/Myndrún ehf. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þessir duglegu krakkar úr 3-BÓ í Hofsstaðaskóla, Garðabæ söfnuðu kr. 4.000 til styrktar Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna. Þau heita Alexander, Arnar, Helgi og Valdís. Á myndina vantar Sverri, Kristínu, Hjördísi og Unu. Ljósmynd/Myndrún ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. júní sl. í Stærri- Árskógskirkju af sr. Huldu Hrönn þau Þórunn Andrés- dóttir og Rúnar Þór Ingv- arsson. Heimili þeirra er að Aðalbraut 6 á Dalvík. Hlutavelta M. Sarath óskar eftir ís- lenskum pennavini og skrif- ar á ensku. Áhugamál eru söfnun frímerkja. M. Sarathy K. Munasinghe, 6/5 Welimada Road, Bandarawela, Sri Lanka. Surya, sem er mjög hrifin af Íslandi, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Surya Jandhyala, 1111 Arlington Boulevard, Apt. 338, Arlington, VA. 22209, U.S.A. Jacopo, sem er 15 ára ítalskur piltur, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Hann skrifar á ensku. Áhugamál hans eru m.a. íþróttir og tónlist. Jacopo Barbarito, Via Umberto Moricca 40, 00167 Roma, Italy. Pennavinir FRÉTTIR ÁRLEGUR Esjudagur fjölskyld- unnar var haldinn laugardaginn 9. júní í boði SPRON. „Samstarfsaðilar SPRON voru Ferðafélags Íslands, Flugbjörgunarsveitin og Nanoq. Þátttaka var mjög góð, en um 800 manns mættu á staðinn. Óhætt er að segja að allir í fjölskyldunni hafi get- að fundið eitthvað við sitt hæfi því boðið var upp á þrjár gönguleiðir með leiðsögumönnum frá Ferða- félagi Íslands og Skógrækt ríkisins. Fjölbreyttar gönguleiðir Á sjöunda tug manna lagði upp í lengstu gönguna klukkan 9 á laug- ardagsmorgninum, þar sem gengið var upp Esjuna að sunnanverðu og niður að norðanverðu. Önnur göngu- leið var hefðbundin Esjuganga á Þverfellshorn og að venju lagði stór hópur göngugarpa upp í hana. Skóg- urinn og blómin var síðan heiti á léttri og skemmtilegri göngu fyrir yngstu þátttakendurna. Vel heppnaður dagur Allir þátttakendur sem gengu á Þverfellshorn fengu viðurkenningar- skjal. Leppin, Emmessís og Nói- Síríus sáu til þess að allir þátttak- endur hefðu næga orku fyrir göngu- leiðirnar. Auk þess voru allir þátttak- endur sjálfkrafa með í happdrætti þar sem á meðal vinninga voru ferða- vinningar frá Ferðafélagi Íslands, útivistarvörur frá Nanoq og fleira. Það voru þreyttir en afskaplega ánægðir göngugarpar sem héldu heim á leið að loknum vel heppnuð- um Esjudegi fjölskyldunnar,“ segir í fréttatilkynningu frá SPRON. Esjudagur fjölskyldunnar KIRKJUBÆJARKIRKJA í Hró- arstungu í Norður-Múlasýslu verð- ur 150 ára á þessu ári. Ákveðið hefur verið að halda upp á afmælið með hátíðarguðþjónustu sunnu- daginn 5. ágúst nk. Árið 1980 hófust viðgerðir á Kirkjubæjarkirkju á vegum Hús- friðunarnefndar og lauk þeim að fullu sl. haust. Kirkjan hefur nú verið færð í sína upprunalegu mynd að útliti sem innviðum. Margt gamalla muna er í kirkj- unni, s.s. predikunarstóll frá 16. öld, söngtafla frá 1805, altaristafla og ljósahjálmar frá lokum 19. ald- ar. Verið er að safna fyrir messu- klæðum í tilefni afmælisins og er velunnurum Kirkjubæjarkirkju bent á sparisjóðsbók nr. 83868 í Búnaðarbankanum á Egilsstöðum. 150 ára afmæli Kirkjubæjarkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.