Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 45
ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í
brids vann í vikunni Norðurlanda-
mót spilara 25 ára og yngri sem
haldið var í Trelleborg í Svíþjóð.
Íslenska liðið endaði með 188 stig
en Norðmenn urðu í 2. sæti með
172 stig og Danir í 3. sæti með 171
stig.
Íslenska liðið hafði sex stiga for-
skot á A-lið Norðmanna fyrir síð-
ustu umferð og vann þá Finna,
23:7, en Norðmenn töpuðu fyrir
Dönum, 11:19. Alls voru spilaðar 9
umferðir í mótinu og íslenska liðið
vann alla leiki sína utan leikinn við
Norðmenn, sem tapaðist með
minnsta mun, 14:16. Þess má geta
að spilararnir í norska liðinu eru
allir núverandi Evrópumeistarar í
þessum aldursflokki.
Lokastaðan á mótinu var þessi:
1. Ísland 188 stig
2. Noregur I 172 stig
3. Danmörk I 171 stig
4. Noregur II 161 stig
5. Svíþjóð I 138 stig
6. Finnland 121 stig
7. Danmörk II 100 stig
8. Færeyjar 91 stig
9. Svíþjóð II 84 stig
Íslenska liðið var skipað Sigur-
birni Haraldssyni, Bjarna Einars-
syni, Guðmundi Gunnarssyni,
Heiðari Sigurjónssyni og Birki
Jónssyni en fyrirliði og þjálfari var
Anton Haraldsson. Liðið undirbjó
sig af kostgæfni fyrir mótið. Anton
lét alla liðsmennina spila sama
sagnkerfið og hver þeirra spilaði í
tveimur föstum pörum. Þetta skil-
aði árangri og í butlerútreikningi
eftir mótið voru þeir Birkir og
Guðmundur efstir þeirra para sem
spiluðu yfir þriðjung mótsins en
Sigurbjörn og Bjarni voru í 5. sæti.
Af þeim pörum sem spiluðu undir
þriðjung voru Heiðar og Bjarni
efstir en Heiðar og Birkir í 2. sæti.
Þetta er í annað skipti sem Sig-
urbjörn vinnur Norðurlandamót 25
ára og yngri en Íslendingar unnu
mótið einnig fyrir fjórum árum.
Sigurbjörn er raunar næstyngstur
í íslenska liðinu, 22 ára gamall, en
langleikreyndastur og er m.a. nú-
verandi Íslandsmeistari í sveita-
keppni.
Það er ekki alltaf nóg að spila
vel, til að vinna mót, heldur verður
heppnin einnig að vera með í för.
Bjarni Einarsson gat ekki kvartað
eftir þetta spil úr leiknum við Sví-
þjóð II.
Norður
♠ K
♥ ÁK87
♦ G542
♣ KG106
Vestur Austur
♠ 63 ♠ D9754
♥ 1052 ♥ DG94
♦ D10986 ♦ 3
♣ D93 ♣ 854
Suður
♠ ÁG1082
♥ 63
♦ ÁK7
♣ Á72
Samkvæmt sveitakerfinu opnaði
Bjarni á sterku laufi í suður og
Heiðar í norður sýndi 1-4-4-4
skiptingu og undirtekt með því að
stökkva í 2 hjörtu. Bjarni sýndi þá
lágmark og engan slemmuáhuga
með því að stökkva í 3 grönd,
Heiðar lyfti í 4 grönd og eftir
langa umhugsun stökk Bjarni í 6
lauf; eins og sést á legunni hefðu 6
tíglar ekki gefist vel.
Vestur var ekki sérlega heppinn
með útspilið, sem var tígultía.
Bjarni stakk upp gosanum í borði
og þegar hann hélt slag tók Bjarni
ÁK í hjarta, trompaði hjarta með
tvistinum, spilaði spaða á kóng,
trompaði hjarta með ásnum,
svínaði laufatíu, tók laufakóng og
spilaði 3 laufinu. Eins og sést lá
allt eins vel og hægt var að óska
sér og íslensku strákarnir gátu
skrifað 920 í sinn dálk.
Misjafnt gengi
á Evrópumótinu
Gengi íslenska landsliðsins á
Evrópumótinu á Kanaríeyjum hef-
ur verið misjafnt síðustu dagana.
Liðið tapaði 9:21 í 9. umferð fyrir
Lettum, sem þá voru í neðsta sæti.
Í lettneska liðinu spila tveir Svíar,
Eliasson og Magnusson, og þeir
voru í miklu stuði í leiknum, tóku
erfiða alslemmu og hálfslemmu
sem fá önnur pör náðu. Í 10. um-
ferð tapaði Ísland síðan naumlega
fyrir Tyrkjum, 14:16. Þar stóðu
Jóni m.a. tvær spilaleiðir til boða í
slemmu sem byggðist á að finna
tígulkónginn. Önnur leiðin var ein-
faldlega að spila á tíguldrottningu,
í þeirri von að kóngurinn væri
réttur, en hin á endaspilun þar
sem þyrfti að spila frá tígulkóngn-
um. Jón valdi þá síðari en sú fyrri
hefði gengið.
Í 11. umferð tapaði Ísland fyrir
Skotum, 11:19, en vann loks Spán-
verja í þeirri 12., 23:7. Spánverjar
höfðu í leiknum á undan unnið
stórsigur á Norðmönnum sem
misstu við það efsta sætið. Í 13.
umferð í gærmorgun spilaði Ísland
við Svíþjóð og tapaði með minnsta
mun, 14:16. Eftir 13. umferðir var
íslenska liðið í 23. sæti með 190
stig. Evrópumeistarar Ítala höfðu
þá tekið forustuna, höfðu 244 stig.
Rússar voru í 2. sæti með 242,5,
Pólverjar í 3. sæti með 240 stig
Austurríkismenn voru í 4. sæti
með 235 stig og Norðmenn, sem
misstu nokkuðu flugið eftir góða
byrjun, voru í 5. sæti með 233. Ís-
land spilaði í gær við Ísrael og
Portúgal.
Norðmenn hafa gaman af að
melda og margar opnanir þeirra á
2. sagnstigi líkjast oft ekki opn-
unum annarra spilara, nema helst
Íslendinga. Þeir fara auðvitað
stundum flatt á þessu, eins og Ís-
lendingarnir, en þetta gerir and-
stæðingunum óneitanlega erfitt
fyrir og getur einnig haft upp-
byggileg áhrif:
Norður
♠ D4
♥ K109
♦ G943
♣ KG76
Vestur Austur
♠ 962 ♠ 73
♥ D82 ♥ ÁG765
♦ ÁD107 ♦ 652
♣ 1084 ♣ 953
Suður
♠ ÁKG1085
♥ 43
♦ K8
♣ ÁD2
Þetta spil kom fyrir í leik Norð-
manna og Pólverja sem Norðmenn
unnu 20:10. Við annað borðið sátu
Geir Helgemo og Tor Helness NS
og fengu að segja ótruflað upp í 4
spaða. Jacek Pszczola í vestur spil-
aði út laufafjarka og Helness var
fljótur að taka næstu 10 slagi. 620
til Noregs.
Við hitt borðið byrjaði Terje Aa í
austur á að opna á 2 tíglum sem
sýndi veika tvo í öðrum hvorum
hálitnum. Krzysztof Martens í suð-
ur stökk í 3 spaða og Marcin Lesn-
iewski í norður lyfti í 4 spaða.
Nú vissi Glenn Grötheim í vest-
ur að Aa átti hjartalit og spilaði
því út hjartatvisti. Aa tók hjarta-
gosa og hjartaás og skipti síðan í
tígul og Grötheim tók þar tvo
slagi. Einn niður og 12 stig til Nor-
egs.
Glæsilegur
sigur á Norð-
urlandamóti
gummi@mbl.is
Íslensku Norðurlandameistararnir. Í efri röð eru Bjarni Einarsson, Sig-
urbjörn Haraldsson og Anton Haraldsson en í þeirri neðri eru Heiðar
Sigurjónsson, Guðmundur Gunnarsson og Birkir Jónsson.
BRIDS
ÍSLENSKU menntasamtökin og
Hrafnagilsskóli standa fyrir kennara-
námskeiði í ágúst í samvinnu við „The
Council for Global Education.“ Nám-
skeiðið verður haldið dagana 7. til 10.
ágúst næstkomandi. Dagskráin er
með alþjóðlegu yfirbragði, þar sem
auk innlendra leiðbeinenda munu
fjórir erlendir leggja námskeiðinu lið.
Meðal innlendra leiðbeinenda eru:
Herdís Egilsdóttir kennari; Jón Bald-
vin Hannesson skólaráðgjafi; Karl
Frímannsson, skólastjóri Hrafnagils-
skóla; Áslaug Brynjólfsdóttir fyrrv.
fræðslustjóri; Kristrún Lind Birgis-
dóttir skólastjóri og Jónína Bjart-
mars, form. Heimilis og skóla, auk
þess mun dr. Sunita Gandhi, fram-
kvstj. Íslensku menntasamtakanna,
flytja erindi.
Erlendir leiðbeinendur verða: Dr.
Dwight Allen, heiðursprófessor við
Old Dominion-háskólann í Norfolk; dr.
William Huitt, prófessor við Valdosa
State University; dr. Gordon Vessels,
höfundur bókarinnar „Character and
Community Development: A School
Planning and Teacher Training
Handbook“ og Robert Saunders,
deildarstjóri við Alþjóðabankann í
Washington og annar stofnenda „The
Council for Global Education.“
Námskeiðsgjald er 19.000 kr. en
síðan er veittur hópafsláttur ef fleiri
en þrír kennarar frá sama skóla taka
þátt. Innifalið í gjaldinu eru allir fyr-
irlestrar og kennslugögn, hádegis-
verður, kaffi, te og meðlæti alla dag-
ana.
Námskeiðið er öllum opið og þeir
sem hafa áhuga geta skráð sig á vef-
setri Íslensku menntasamtakanna,
sem hefur slóðina www.ims.is, eða
sent tölvupóst með nafni og heimilis-
fangi á netfangið ims@ims.is.
Alþjóðlegt
yfirbragð á
kennaranám-
skeiði
HINN 21. júní sl. milli kl. 12.45 og
14.30 var ekið í vinstri hlið bifreið-
arinnar ZZ-847, sem er græn Ren-
ault-bifreið, svo að mikið tjón hlaust
af. Tjónvaldur fór hins vegar af vett-
vangi án þess að tilkynna það lög-
reglu eða hlutaðeiganda. Er því hann
eða aðrir, sem einhverjar upplýsing-
ar geta gefið, beðnir að snúa sér til
lögreglunnar í Reykjavík.
Vitni vantar
♦ ♦ ♦
Rýmingarútsala
Laugardaginn 23. júní höldum við rýmingar-
sölu frá kl. 13.00—16.00 síðdegis og bjóðum
ykkur álstiga á frábæru verði. Einnig úrval af
ódýrum verkfæra- og veiðikössum. Þvotta-
grindur mjög ódýrar. Ferðavörur á mjög hag-
stæðu verði: uppblásinn vaskur í útileguna,
sápuhulstur, töskur, grillgafflar og margt fleira.
Einnig er mikið úrval veiðarfæra, flugustangir,
kaststangir, kaststangir með hjóli á góðu verði,
fluguhjól, flugulínur, flugu og baklínu í sama
pakka, túbu „Visa“ ódýrar vöðlur, Camo vöðl-
ur til gæsaveiða, veiðigalla heilgalli vatteraður,
vöðluskór, vöðlusokkar, stangapokar, hjólapok-
ar o.fl. Fjölbreytt úrval leikfanga, dúkkur, bílar,
boltar, sandkassaleikföng, o.fl. Örbylgjuofnar
á kynningarverði. Safapressur á tilboðsverði.
Raftæki: Ódýrar kaffikönnur, brauðristar og
handþeytari með skál einnig eldhúsvogir. Fjöl-
tengi fyrir sumarhúsið. Ódýr tré-herðatré, 3
í pakka, plastherðatré, örbylgjuofnabakkar,
vínkælar, plasthnífapör í sumarhúsin og útileg-
una. Plastborðdúkar, servíéttur, pappaglös og
diskar. Gluggasköfur, uppþvottaburstar,
hleðslubatterí o.fl., o.fl. Lítið við og gerið góð
kaup. Greiðslukortaþjónusta.
I Guðmundsson ehf.,
Vatnagörðum 26,
104 Reykjavík, sími 533 1991.
TILKYNNINGAR SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Curtis Silcox frá USA mun pred-
ika á samkomu hjá okkur í kvöld
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Sunnudagur 24. júní kl. 13.00
Stardalur — Tröllafoss.
Skemmtileg um 3 klst. fjölskyldu-
ganga með Leirvogsá. Verð
1.400 kr. f. félaga og 1.600 kr. f.
aðra. Munið Heklugöngu 30. júní
og Reykjaveg 5. áfanga 1. júlí.
Sjá heimasíðu: utivist.is og
textavarp bls. 616. Sjáumst!
24. júní sunnudagur. Leira -
Garður.
3—4 klst. ganga á forna útgerð-
astaði. Liður í þemanu „Fast þeir
sóttu sjóinn“. Fararstjóri Magn-
ús Ingvarsson og Ásgeir Páls-
son. Almennt verð 1900 kr.- en
1700 kr. fyrir félagsmenn F.Í.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með
viðkomu í Mörkinni 6 og austan
við kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
ATH! enn eru nokkur sæti
laus í Ævintýradvöl í Svarfað-
adal og Vatnaleiðina.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R