Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 25 LISTAFÉLAGIÐ Eidskog í Noregi vinnur nú að söfnun heimilda um norska listmálarann Arthur Erik- sen, sem bjó hér á landi á árunum 1967-73. Arthur Eriksen var fæddur 1903 og er verið að undibúa útgáfu af- mælisrits um listmálarann sem verð- ur gefið út árið 2003. Arthur Erik- sen nam við Kunst- og håndverk- skolen og við Kunstakademiet í Osló. Hann lifði af list sinni og hélt fjölda einkasýninga. Kominn á efri ár giftist Arthur Eriksen sænskri konu, Esther Nils- son, sem bjó hér á landi og rak m.a. barnaheimili á Flateyri. Arthur flutti til Íslands og hélt hér nokkrar sýningar, m.a. á Akureyri. Hann málaði töluvert af landslagsmyndum meðan hann dvaldi hér á landi. Fulltrúi listafélagsins í Eidskog, Greta Storm Ofteland, er nú hér á landi til að afla upplýsinga um Ís- landsár Arthurs Eriksens og einnig til að taka ljósmyndir af verkum hans sem til eru hér. Þeir sem þekktu Arthur Eriksen eða eiga myndir eftir hann eru vinsamlegast beðnir að hringja í farsíma Gretu sem er 0047 9088 5308 eða senda tölvupóst til ofteland@yahoo.com. Eins er hægt að koma boðum til hennar í síma 552 1111. Norski listmálarinn Arthur Eriksen Lýst eftir myndum Íslandsmynd eftir Arthur Eriksen. mikill óplægður akur nútíma tón- skáldum, enda í góðum höndum greinilega hið tjáningarríkasta tóna- amboð. Að hún kynni bæði að strjúka og slá birtist þegar í fyrsta verkinu, annars fremur léttvægri Cavatine eftir Camille Saint-Saëns, þar sem lúðurinn lék tveim skjöldum á ýmist lipurri sigri hrósandi bombastík og líðandi sönghæfum strófum. Söng- hæfnin kom enn betur í ljós í tveim Rómönsum Schumanns úr Op. 94, upphaflega sömdum fyrir óbó eða fiðlu og píanó, og var hin síðari sýnu svipmeiri. Þarnæst voru þrjú íslenzk sönglög í tregablendnum moll, Mánaskin eftir Eyþór Stefánsson, Heimir e. Kalda- lóns og Íslenzkt vögguljóð á Hörpu e. Jón Þórarinsson. Voru þau blásin af eftirtektarverðri tilfinningu, ekki sízt vögguljóðið, sem var snilldarlega mótað við vel samhæfðan píanó- meðleik. Síðast fyrir hlé kom annað hinna fáu verka á dagskrá sem frumsamið var fyrir áhöfnina, And- ante og Allegro eftir J. Ed. Barat. Að sögn Sigurðar til komið vegna Konservatóríunnar í París, er á ára- tugunum kringum 1900 pantaði mörg verk frá þarlendum tónskáldum handa útskriftarnemum. Um ná- kvæman aldur verksins var ekki vit- að, en eftir nýklassískum stíl þess að dæma, með smá ávæningi af djass- áhrifum, gæti það hafa verið frá milli- stríðsárunum; snoturt verk sem end- aði á eldfjörugum Allegro-þætti. Einhvern tíma kemur vonandi að því að tónskrárritari leiði hlustendur inn í undraheim málmblástursdemp- ara, sem á sekúndubroti geta töfrað fram ólíklegustu hamskipti, og sýnist manni básúnan allra lúðra bezt sköp- uð til slíkrar umbreytingar. Kom það fyrst í ljós í Summertime Gershwins (úr Porgy and Bess) eftir hlé í dún- mjúkum inngangi lagsins, en ræki- legast í lokanúmeri tónleikanna, Rhapsody in Blue eftir sama höfund, þar sem örar en velúthugsaðar demp- araskiptingar stöppuðu nærri hug- vitssamri orkestrun. Af léttblúsaðri útfærslu Sigurðar á Gershwin kvikn- aði grunur um að fastráðinn básúnu- FÉLAGSHEIMILIÐ Hlégarður í Mosfellssveit (er svo fyrrum hét) mun áreiðanlega skipa töluverðan sess í ís- lenzkri rokksögu sem samastaður næstu sveitaballa sem Reykvíkingar komust í á 7. og 8. áratug. Eru und- irrituðum enn í fersku minni tíðar út- varpsauglýsingar um „sætaferðir“ þangað, þó að lukkan skikkaði svo til að hann ætti þar sjálfur aldrei inn fyr- ir stokk að líta fyrr en á vel sóttum sumarsólstöðutónleikum hjónanna Sigurðar S. Þorbergssonar og Judith Þorbergsson á fimmtudagskvöldið var. Hvað sem líður fagurtónrænum ferli staðarins var við fyrstu sýn auð- skilið aðdráttarafl hins notalega meg- insalar á rokkunnendur, enda hljóm- burður hans greinilega tilvalinn fyrir hrynbundna tónlist. Heldur virtist akústíkin þó síðri fyrir klassísk hljóð- færi, í þessu tilviki einkum slaghörp- una sem hljómaði ósjaldan líkt og lægju filtrenningar á strengjunum. Þessu virtist auðveldlega mega kippa í lag með því að svipta baktjöldum af sviðinu, og væri það vel athugandi, enda aðstæður að öðru leyti hinar við- kunnanlegustu og ágætlega fallnar til óformlegs sumartónleikahalds í hljómskálastíl, með litlum kaffiborð- um og veglegri koníaksstofu í við- byggingu. Dagskráin var úr ýmsum áttum en að mestu á fisléttum sumarnótum. Takmörkuð fortíð básúnunnar á vett- vangi sígildrar kammertónlistar – ut- an fylgiradda í kirkjukórverkum, her- lúðrasveita, síðrómatískra sinfónía og loks stórsveita djassins – kom fram í því að margt var ýmist umritað úr verkum fyrir önnur hljóðfæri eða úr sönglögum. Virðist sleðabásúnan enn leikari SÍ væri liðtækari í djassi en al- gengt er um klassíska blásara nú til dags og væri forvitnilegt að fá að heyra hann við slíkt tækifæri. Básúnuvirtúosinnn Arthur Pryor, sem starfaði með bandaríska marsa- kónginum John Philip Sousa fyrir rúmum 100 árum, var höfundur til- brigða um Blue Bells of Scotland, sem gerðu út á mörk hins tæknilega mögulega, þrátt fyrir síðrómantískan stíl tímans. Var gaman að heyra Sig- urð glíma við hálsbrjótandi hraða- kröfur verksins og þó að heimskunn- ur sænskur kollegi hans, Christian Lindberg, sem hér lék á dögunum með Sinfóníuhljómsveitinni, hefði ef- laust getað skilað fleiri lýtalausum nótum dró það ekki úr spennu hlust- andans, enda hvergi gefið eftir, og ekki heldur í píanópartinum, eins og heyra mátti af stökum hjáslætti. Somewhere, elskendadúettinn eft- irminnilegi úr West Side Story Bern- steins (sem suma reyndar grunar að gæti, a.m.k. að hluta, verið eftir líbrettistann Stephen Sondheim) var fallega mótaður, og hrynrænt flug – m.a. í 5- og 7-skiptum takttegundum – var yfir Four sketches eftir Bretann Tony Cliff, 15 ára gömlu verki þar sem ekki sízt „Impressions“ (IV.) glimraði í þokkafullum sömbuflutn- ingi. Útsetning þeirra hjóna á píanó- konsert Gerswhins frá um 1925, Rhapsody in Blue, myndaði glæsilegt niðurlag tónleikanna, ekki sízt fyrir áðurgetna „orkestrun“, og má vel vera að sú útgáfa reynist söluvæn meðal básúnista heimsins, meðan kammerbókmenntaval hljóðfærisins er ekki fjölskrúðugra en raun ber vitni. Sigurður blés af krafti og til- finningu og píanistinn virtist ekki síð- ur hagvanur í Þriðja straums tónmáli bandaríska lagasnillingsins (nærri 30 árum áður en Gunther Schuller fann hugtakið upp) með innlifuðum og samstilltum meðleik, sem náði, þrátt fyrir að vera ekki 100% örðulaus, víða að lyfta tónlistinni upp í heiðbláar hæðir. TÓNLIST H l é g a r ð u r Ýmis inn- og erlend smáverk og sönglög. Sigurður S. Þorbergsson, básúna; Judith Þorbergsson, píanó. Fimmtudaginn 21. júní kl. 20:30. KAMMERTÓNLEIKAR Heiðbláar hæðir Ríkarður Ö. Pálsson SÖNGMÁLASTJÓRI þjóðkirkj- unnar stendur fyrir kóra- og org- anistanámskeiði í tengslum við kirkjudaga í Reykjavík sem nú standa yfir en slík námskeið hafa á undanförnum árum verið haldin í Skálholti. Kórafólk og organistar, um 140 manns, sjá um söng og orgelleik ásamt söngstjórn í messu í Hallgrímskirkju í dag, laugar- dag, kl. 17. Fluttir verða þættir úr messum eftir J. Haydn. Á morgun, sunnudag, kl. 15 verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem flutt verða ýmis lög úr söngbók sem gefin var út í tengslum við námskeiðið. Aðgang- ur á tónleikana er ókeypis. Flytja verk eftir Haydn Frá kóra- og organistanámskeiði í Skálholti. SARA Björnsdóttir tekur þátt í spænsk-amerísku listahátíðinni í Caracas í Venesúela, sem hefst í dag, laugardag. Sýningin stendur í mánuð og er hún hluti af röð sýn- inga þar sem fjallað er um borgina og reynt að henda reiður á flóknu sambandi nútímalistar og nútíma- samfélags, sem einkennist af sífellt hraðari lífsstíl. Hátíðin er haldin í listahverfinu Bellas Artes og verða listaverkin í ýmsum formum, má þar nefna myndbönd og innsetn- ingar, tónleika og gjörninga. Verk Söru fjallar um samspil náttúru og borgarlífs. Það saman- stendur af myndböndum sem sýna daglegt líf í Caracas í bland við myndir frá Íslandi af borgarlífi og náttúru. Sara hélt til Caracas fyrir rúmri viku, þar sem hún hefur unn- ið verkið undanfarna daga. Þá mun hún einnig flytja gjörning á sýning- unni. „Ég lagði upp með þá hug- mynd að fjalla um hliðstæður og andstæður borganna tveggja, þ.e. Caracas og Reykjavíkur. Ég hef ekki komið til fyrrnefndrar borgar áður og hef því unnið út frá þeim áhrifum sem hún hafði á mig. Með löndunum tveimur má þó finna ákveðnar hliðstæður, Venesúela og Ísland voru bæði fátæk lönd þar til á 20. öld, þegar þau nútímavæddust mjög hratt. Síðan hafa bæði löndin upplifað geysihraðan vöxt, eins og þau séu að reyna að bæta fyrir glataðan tíma,“ segir Sara. Listamenn frá Brasilíu, Kólumb- íu, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Japan, Kóreu, Bretlandi, Banda- ríkjunum, Spáni og Venesúela taka þátt í sýningunni og var Söru boðin þátttaka eftir að vinur hennar frá Venesúela benti henni á að sækja um þátttöku í hátíðinni í Caracas. „Ég fékk síðan styrk frá mennta- málaráðuneytinu til fararinnar sem er frábært og ég er mjög þakklát fyrir. Það er mikilvægt fyrir ís- lenska listamenn að komast inn á sýningar í útlöndum, þar sem þeir hafa tækifæri til að hitta listamenn frá öðrum löndum og heimsálfum. Það er með þeim hætti sem tæki- færi til sýningarhalds verða til, auk þess að þau áhrif sem listamenn- irnir koma með heim hljóta að verða íslensku listalífi mikil inn- spýting,“ segir Sara Björnsdóttir myndlistarmaður. Sara Björnsdóttir sýnir í Venesúela Finna má ákveðnar hliðstæður Sara Björnsdóttir fjallar um samspil náttúru og borgarlífs. STELLA Sigurgeirsdóttir opnar sýningu í Hafnarhúsinu hafnarmegin, í sýningarsal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 í dag kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina „Por- trett landslag – tuttugu orð“. Verkin sem eru tvívíð, eru unnin í Imageon filmur og býflugnavax. Þau innihalda orð, tuttugu og átta ólíkra einstak- linga sem fengu beiðni um að senda listakonunni tuttugu orð með rafræn- um pósti. Orðin máttu vera af ýmsu tagi, helst þau orð sem komu upp í hugann hverju sinni eða einhver uppá- haldsorð. Verkin innihalda orðin og heiti verkanna bera nafn viðkomandi einstaklings, dagsetningu og tíma. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudaga til sunnudag frá 14- 18. Tuttugu orð í býflugnavaxi Safnahúsið á Sauðárkróki Sýningunni 3 stöllur í Safnahús- inu á Sauðárkróki lýkur nú á sunnu- dag. Listamennirnir eru Anna S. Hróðmarsdóttir, Bryndís Siemsen og Dósla – Hjördís Bergsdóttir. Anna Sigríður sýnir tvö málverk, þrjá ferðabækur frá þessu ári og þrjú verk úr steinleir, rakuleir og postulíni. Bryndís notar blýant, leir, vatnsliti, pappír og gifs í sínar myndir og Hjördís sýnir málverk máluð með olíu á striga. Sýningin er opin frá 14-18. Sýningu lýkur MENNINGARMIÐSTÖÐIN Edin- borg í samvinnu við hugvísindastofn- un Háskóla Íslands efna til skáld- sagnaþings í Edinborgarhús- inu á morgun, sunnudag, kl. 16. Árni Bergmann fjallar um Meist- arann og Marga- rítu eftir Mikhail Bulgakov, Berg- ljót Kristjánsdótt- ir um Gerplu Hall- dórs Laxness, Geir Svansson talar um Björn og Svein eftir Megas, Guðrún Nordal um Innasveitarkroniku Halldórs Lax- ness og Irma Erlingsdóttir um verk Marcel Proust Í leit að glötuðum tíma. Skáldaþingið er liður í fyrirlestra- dagskrá bókmenntafræðinga Háskól- ans í samvinnu við heimamenn á sex stöðum á landsbyggðinni í sumar. Aðgangseyrir kr. 500. Skáldaþing á Ísafirði Geir Svansson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.