Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU 22 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný vaxtalög - helstu breytingar Á vorþingi voru samþykkt ný lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sem koma í stað eldri vaxtalaga nr. 25/1987. Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi. Af því tilefni boðar viðskiptaráðuneytið til fundar til að kynna helstu þætti nýrra vaxtalaga. Á fundinum verður boðið upp á morgunverð. Ávarp Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Breytingar með nýjum vaxtalögum Benedikt Árnason, skrifstofustjóri fjármagnsmarkaðar, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Gildissvið vaxtalaga, tilgreining í stefnu, vextir af skaðabótakröfum og viðurlög Andri Árnason hrl. Breytingar á ákvörðun dráttarvaxta og birtingu vaxta Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands. Fundarstjóri er Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 560-9070 eða í tölvupósti, postur@ivr.stjr.is. Verð 1.000 kr. Dagskrá: Morgunverðarfundur Sunnusal Hótel Sögu, miðvikudaginn 27. júní frá kl. 8:00-9:30 UMFANGSMIKIL hvalatalning stendur nú yfir í Norðhöfum, í sam- vinnu Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinn- ar, segir að í talningunni fáist mik- ilvæg gögn, meðal annars um afrán hvala á fiskistofnum við landið. Síðast var framkvæmd hvalatalning árið 1995 en þar áður árin 1989 og 1986. Talið verður á þremur hafrann- sóknaskipum, þar á meðal Árna Frið- rikssyni hinum gamla. Í hvalataln- ingu er siglt eftir fyrirframákveðnum leitarlínum og talið eftir ákveðinni að- ferðafræði, að sögn Jóhanns. Nú standa einnig yfir umfangsmiklar rannsóknir á úthafskarfa á Græn- landshafi á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Frið- rikssyni hinum nýja, en að sögn Jó- hanns fellur leitarmynstrið í þessum leiðangri vel að hvalatalningunni. Þess vegna sé einnig hvalatalningar- fólk um borð í þessum skipum og þannig fáist góð nýting út úr skipun- um. Auk þess komi Færeyingar og Norðmenn að hvalatalningunni. „Þetta er talin besta aðferðin til að fá út mælingu á stofnstærð hvala á við- komandi svæði. Það verður farið yfir gríðarlega víðfeðmt svæði, yfir allt Grænlandshaf, norður að ísrönd og suður fyrir Hvarf. Þarna verður tal- inn hver einasti sporður sem sést, vit- anlega með áherslu á einstakar teg- undir eftir svæðum. Til dæmis verður leitað mjög þétt vestan við landið þar sem eru þekktar slóðir stórhvela og hrefnu.“ Einnig talið úr lofti Í júlí hefst einnig hvalatalning úr lofti á grunnslóð allt í kringum landið en það var einnig gert í talningunum árin 1995 og 1989. Jóhann segir taln- ingu úr flugvél hafa gefist mjög vel, þar sem því sé viðkomið. „Það krefst ekki jafnmikils mannafla og á skip- unum, auk þess sem talning úr skip- um er nokkuð erfið og vandasöm. Með flugvél er hægt að fara yfir gríð- arlega stórt svæði og tölfræðilegir eiginleikar þeirra gagna sem þar aflast eru góðir. Matið verður því nokkuð áreiðanlegt. Vandamálið er hinsvegar að skilyrðin þurfa að vera afar góð. Við firði og flóa erum við oft að glíma við þoku, auk þess sem vind- ur má ekki verða mikill. Þessi aðferð á hinsvegar mjög vel við hér á innfjörð- um, enda flugvellir mjög víða og því hægt að bíða eftir góðum skilyrðum.“ Mikilvæg gögn Jóhann segir mikilvægt að gera hvalatalningu á um það bil fimm ára fresti. „Talning af þessu tagi er mik- ilvæg, burtséð frá því hvort stundaðar eru hvalveiðar eða ekki. Hvalir eru snar þáttur í lífkeðjunni og mikilvægt að fylgjast með þróun hvalastofna í vistfræðilegu samhengi. Nákvæmnin er auk þess ekki það mikil að við sjáum smávægilegar breytingar á milli ára í stofnstærðum. En eftir því sem við teljum oftar eigum við meiri möguleika að greina hvort um raun- verulega stækkun eða minnkun í stofnunum er að ræða. Við höfum meðal annars grundvallað okkar mat á afráni hvalastofnanna á fiskistofn- um á þessum og öðrum mælingum.“ Búist er við niðurstöðu talningar- innar á haustdögum en hún er skipu- lögð innan Norður-Atlantshafssjávar- spendýraráðsins, NAMMCO. Jóhann segir að niðurstöðurnar verði einnig kynntar innan vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins en þar sé mikill áhugi fyrir þeim. Jóhann segir að þó farið verði á gamla Árna Friðrikssyni í þennan leiðangur, standi ekki til að nota skip- ið til verkefna á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Skipið sé ennþá á söluskrá. „Gamli Árni er mjög gott talningaskip og við höfum áður notað það til þessa. Auk þess er ekki hlaupið að því að fá hentug skip leigð til þess- ara verkefna, en í fyrri hvalatalning- um hefur það verið gert.“ Hvalatalning bæði úr lofti og á legi LÍTIÐ hefur gengið á úthafskarfa- kvótann, en í gær voru um 39 þús- und tonn eftir af um 45 þúsund tonna kvóta, samkvæmt upplýsing- um frá Fiskistofu. Veiðunum er nú stjórnað með svæðaskiptingu en ekki er miðað við dýpi eins og gert var á síðasta ári. Heildarkvóti Íslendinga úr út- hafskarfastofninum á þessu ári er sá sami og í fyrra eða 45 þúsund tonn. Á síðasta ári var í fyrsta sinn gerð tilraun til að skipta veiðum úr úthafskarfastofninum á Reykja- neshrygg milli þess sem kallað var efri og neðri stofn en íslenskir fiskifræðingar telja að þar sé um tvo ólíka stofna að ræða. Þannig var Íslendingum heimilt að veiða 32 þúsund tonn af úthafskarfa neð- an 500 metra dýpis en 13 þúsund tonn fyrir ofan 500 metra. Reynsl- an var sú að erfiðlega gekk að stjórna veiðunum með þessum hætti og hafa eftirlit með þeim. Nú er um að ræða tvö svæði. Annað tekur einkum mið af fisk- veiðilögsögunni en karfi sem veiðist á því svæði telst til þess stofns sem á síðasta ári var kall- aður neðri stofninn og veiðist að jafnaði neðan 500 metra dýpis. Heimilt verður að veiða um 32 þúsund tonn úr þeim stofni á þessu ári og hefur verið tilkynnt um veiði á tæplega þrjú þúsund tonnum. Á því svæði sem er fjær landi, utan ákveðinnar línu, er tal- ið að aðallega veiðist karfi úr efri stofninum eða sem veiðist að jafn- aði grynnra en 500 metrar en ís- lenskum skipum er heimilt að veiða 13 þúsund tonn af honum á þessu ári. Tilkynnt hefur verið um veiði á 2.400 tonnum. Lítið gengur á karfakvótann Karfaveiði á Reykjaneshrygg hefur verið misjöfn að undanförnu en tog- arinn Klakkur SH landaði um 170 tonnum í vikunni eftir vikutúr. Morgunblaðið/Guðlaugur ÞOKKALEG loðnuveiði var á mið- unum um 40 sjómílur norðaustur af Langanesi í gærmorgun, en þó misjöfn á milli skipa. Víkingur AK lagði af stað í land með fullfermi um hádegi í gær og Grindvíkingur GK landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Að sögn Andrésar Sigurðs- sonar, skipstjóra á Hörpu VE, höfðu önnur skip fengið minna en hann var búinn að fá um 500 tonn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Loðnan er ansi brell- in eins og svo oft áður. Það er ekki mikið af loðnu á svæðinu en mikill fjöldi af skipum. Norðmennirnir eru á mjög stórum og fullkomnum skipum, með mjög fullkomin tæki sem trufla okkar búnað. Við á eldri skipunum lendum því gjarnan út úr þessu. Við höfum þó fengið ágæta loðnu en margir hafa þó rekið í smáloðnu á svæðinu,“ sagði Andrés. 98 þúsund tonn eftir af síldarkvótanum Mjög léleg veiði er nú úr norsk- íslenska síldarstofninum og hafa flest íslensku skipin hætt veiðun- um og snúið sér að loðnunni. Sam- kvæmt aflaupplýsingum Fiskistofu er afli íslenskra skipa úr norsk- íslenska síldarstofninum nú orðinn 34.155 tonn og því enn eftir 97.927 tonn eftir af heildarkvótanum. Enn eru þó 5 íslensk skip að síld- veiðum norðarlega í síldarsmug- unni; Vilhelm Þorsteinsson EA, Jóna Eðvalds SF, Sighvatur Bjarnason VE, Bjarni Ólafsson AK og Áskell EA. Loðnan brellin Andrés Sigurðsson á Hörpu VE ÚTFLUTNINGUR á hvalafurðum er enn ekki hafinn þrátt fyrir að hálft ár sé liðið frá því að norska stjórnin ákvað að leyfa hann. Er ástæðan erf- iðleikar sem upp hafa komið við þró- un DNA-skráningar á hverjum hval sem veiddur er en vegna hennar er með öllu óljóst hvenær útflutningur- inn getur hafist. Jafnvel getur verið að ekkert verði flutt út í ár. Unnið hefur verið að því að setja upp DNA-skráningu í mörg ár en hún á að gera norskum yfirvöldum kleift að taka sýni úr hverju veiddu dýri og bera saman við afurðirnar, einkum hvalrengi, sem flutt er út. Þetta er til að koma í veg fyrir að verið sé að flytja út ólöglegar afurð- ir, t.d. af öðrum tegundum en þeim sem veiða má. Kanadískt fyrirtæki var fengið til að þróa DNA-prófin en þau hafa ekki reynst nógu áreiðanleg. Nú reynir breskt fyrirtæki sig við sama verk en norsk yfirvöld viðurkenna að prófið hafi ekki reynst eins einfalt í vinnslu og talið var. Breska fyrir- tækið hefur heitið því að birta nið- urstöður úr sínum prófunum í næsta mánuði en takist það ekki er um mik- ið áfall fyrir yfirvöld að ræða því DNA-prófin hafa verið aðalröksemd þeirra gegn andstæðingum þess að leyft sé að selja hvalafurðir á þeim forsendum að slíkt ýti undir ólögleg- ar veiðar. Útflutningur á hvalrengi ekki hafinn í Noregi Vandamál við DNA-skráningu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.