Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYLGJENDUR kvótakerfisins eiga undir högg að sækja um þessar mundir og virðist sem röksemda- færsla þeirra sé orðin örvænting- arfull. Augu sífellt fleiri landsmanna eru að opnast fyr- ir því að kvóta- kerfið er óskapn- aður. Bitur reynslan hefur einfaldlega sýnt að kerfið er vont, en mun færri þorskar berast á land en fyrir daga kvótakerfisins auk þess sem kerfið hefur leitt til: brottkasts, skuldasetningar útvegsins og byggðaröskunar. Nú er svo komið að forseti lýðveldisins sér ástæðu til að fjalla um óréttlæti kvótakerfisins á sjómannadaginn á Ísafirði. Nýlega birtist grein í Morgun- blaðinu þar sem fjórir hagfræðingar lögðust á eitt til þess að leiðrétta 10 staðleysur um kvótakerfið. Gera verður alvarlegar athugasemdir við flestar 10 svokallaðar leiðréttingar fjórmenninganna, en ég ætla hér að gera að umtalsefni þegar fjórmenn- ingarnir eru að leiðrétta að kvótakerf- ið ýti undir brottkast á fiski. Fjórmenningarnir byrja á að búa brottkastið í fínan fræðilegan búning þ.e. 5 % brottkast heitir eftir að búið er að búa verðmætasónunina í fræði- legan búning, að nýtingarstuðullinn í bolfiskveiðunum sé 95%. Fjórmenn- ingarnir lýsa þeirri skoðun sinni að þetta sé lítill hluti aflans og að afföll verði í allri framleiðslu s.s. við ræktun grænmetis og mjólkurframleiðslu. Ennfremur telja þeir að fiskur sem er hent sé yfirleitt verðlaus vegna t.d. sjúkdóma, holdarfars og stærðar. Við lestur greinarinnar má helst ráða að brottkastið sé liður í víðtæku gæða- starfi um borð í fiskiskipum með háan „nýtingarstuðul“. Þetta kalla ég að hafa endaskipti á hlutunum og dæmi um hæpna örvæntingarfulla rök- semdafærslu. Leiðrétting og stað- reynd fjórmenninganna um brott- kastið eru eins og hver önnur vitleysa og má til sanns vegar færa að ekki sé öll vitleysan eins. Staðreyndin er sú að með kvóta- setningu verður brottkast. Það segir sig sjálft að menn hirða frekar stærri fisk sem menn fá hærra verð fyrir og henda smærri fiski sem færri krónur fást fyrir en dregst jafnt frá úthlut- uðum kvóta. Við hækkandi leiguverð á kvóta eykst brottkastið enn frekar samanber hækkun á leiguverði á kvóta á ýsu á síðustu misserum en við hækkunina minnkaði afli á smárri ýsu. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, líffræðingur. Ekki er öll fjórmenn- ingavitleysan eins Frá Sigurjóni Þórðarsyni: Sigurjón Þórðarson VINSTRI grænir eru að eyðileggja fyrstu tilraunina frá stofnun lýðveld- isins til að hægt sé að mynda raun- hæfa meirihlutastjórn eða minni- hlutastjórn sem ekki tengdist beint eða óbeint fjórum flokkum sem ráðið hafa stjórnarmyndunum á Íslandi frá 1944. Vinstri grænir hafa orðið afvelta í íslenskum stjórnmálum og lifa nú á loforðum sem allir vita að eru lýð- skrum eitt. Öll brot úr lýðveldisflokk- unum hafa byrjað vel í skoðanakönn- unun en ekkert þeirra lifað af. Fyrir utan flóttafólk úr ýmsum áttum, sem er að mótmæla, er meginþorri af fylgi Vinstri grænna upplýst fólk og það fólk ætti að lesa ræður Vinstri grænna á síðasta þingi. Flestir sæju blekkinguna strax. Ég veit að margt af því fólki sem tók tilfinningalega af- stöðu með Vinstri grænum í síðustu kosningum og þeim, sem ekki vildu hlíta úrslitum, sjá nú það einstæða tækfæri sem er í augsýn. Ég veit líka að það er sárt að þurfa að viðurkenna mistök. En það þarf líka hugrekki til að lifa. Og það þarf visst áræði og gagnrýna hugsun til að gera daglegan veruleika að heillandi viðfangsefni. Allt frá því að íslenska lýðveldið var stofnað og Íslendingar fengu endan- lega fullt sjálfstæði hefur landinu ver- ið stjórnað af fjórum stjórnmálaflokk- um. Ef hér væri verið að rekja nákvæma stjórnmálasögu mætti að vísu tíunda tilraunir til að kvarna úr öllum þessum flokkum. Vinstri græn- ir eru síðasta dæmið en þar er loksins verið að sameina tvo gamla lýðveld- isflokka. Einn stór flokkur, Sjálfstæðisflokk- urinn, og þrír minni flokkar, Alþýðu- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og flokkurinn, sem Ólafur Thors kallaði flokkinn með langa nafninu, Samein- ingarflokkur alþýðu Sósíalistaflokk- urinn. Sá flokkur einn hefur skipt um nafn eftir 1944. Allt lýðveldistímabilið hafa þessir fjórflokkar stjórnað land- inu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki einungis verið stærstur allan þennan tíma, heldur líka yfirleitt haft góðan þjálfara og oft lesið leikinn af miklu raunsæi eins og sagt er í boltanum. Saga stjórnarmyndana frá 1944 sýnir að meirihlutastjórnir, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki gengið vel og „vinstri stjórn“ hefur til dæmis aldrei klárað heilt kjörtímabil. Það sem Vinstri grænir eru að gera núna er að færa Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi fríkort inn í hvaða rík- isstjórn sem þeir vilja. Að gefa Sjálf- stæðisflokknum frálst og einhliða vald til að velja sér samstarfsflokk úr hin- um þremur þingflokkunum. Með því að fækka þingflokkunum í þrjá er þetta vald Sjálfstæðisflokknum skert og úrslit kosninga gefa kost á fleiri áherslum í ríkisstjórn. Nú þegar undirbúningur sveitar- stjórnakosninganna er að hefjast og allt verður gert til að splundra vil ég í einlægni benda fólki á að setjast niður og hugleiða hinn pólitíska veruleika. Það eru engir grænir hagar framund- an þar sem allir fá allt. Stjórnmál eru eins og lífið sjálft. Þau kalla á ábyrga hugsun og stundum á óþægilegar ákvarðanir, en líka möguleika á for- gangsröðun. Með þremur flokkum á Alþingi eftir næstu kosningar hefði lýðræðið skipt um ham og klætt sig í skikkju nýrrar aldar. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi, Gullsmára 9, Kópavogi. Það þarf visst áræði og gagnrýna hugsun Frá Hrafni Sæmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.